Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1993, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1993, Side 30
42 MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1993 Afmæli Víglundur Þorsteinsson Víglundur Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri, Lindarflöt 39, Garðabæ, varð fimmtugur í gær. Starfsferill Víglundur er fæddur í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Versl- unarskóla íslands 1964 og lögfræði- prófi frá Háskóla íslands 1970. Víglundur var fulltrúi hjá ríkis- saksóknara sumarið 1970, fram- kvæmdastjóri fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík 1970-71 og hefur verið framkvæmdastjóri BM Vallár hf. frá 1971. Hann var bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Seltjamamesi 1974-78, í sfjórn Fé- lags ísl. iðnrekenda 1978-82, formað- ur þess 1982-91, formaöur stjórnar Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins 1979-1982 og í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna frá 1986. Fjölskylda Kona Víglundar er Kristín M. Thorarensen, f. 22.10.1949, skrif- stofumaður. Foreldrar hennar: Axel Thorarensen, f. 12.2.1921, siglinga- fræðingur, og Jóhanna Thorarens- en, f. 30.9.1924, húsmóðir. Fyrri kona Víglundar: Sigurveig Jóns- dóttir, f. 9.9.1943, fréttamaður. Synir Víglundar og Sigurveigar: Jón Þór, f. 4.7.1964, kvikmynda- tökumaður; Þorsteinn, f. 22.111969, háskólanemi; Bjöm, f. 24.6.1971, nemi. Stjúpböm Víglundar: Axel Öm Ársælsson, f. 28.7.1972, nemi; Ásdís María Ársælsdóttir, f. 24.10. 1973, nemi. Systur Víglundar: Ásta Bryndís, f. 1.12.1945, hjúkrunarforstjóri; Haf- dís Björg, f. 25.4.1955, sálfræðingur. Foreldrar Víglundar: Þorsteinn Þorsteinsson, f. 8.7.1918, fisksali í Reykjavík, og kona hans, Ásdís Eyjóífsdóttir, f. Ásdís Eyjólfsdóttir, f. 14.12.1921, fyrrverandi skattafull- trúi. Ætt Faðir Þorsteins var Þorsteinn, sjó- maöur í Reykjavík, bróöir Guðríðar, móður Andrésar Gestssonar sjúkra- nuddara. Þorsteinn var sonur Guð- laugs, verkamanns í Reykjavík, bróður Markúsar, afa Harðar Ág- ústssonar listmálara og langafa Markúsar Amar Antonssonar borg- arstjóra. Guðlaugur var sonur Þor- steins, b. í Gröf í Hrunamanna- hreppi, Jónssonar, bróður Jóns, langafa Þorsteins Einarssonar íþróttafulltrúa. Móöir Þorsteins var Guðrún Jónsdóttir, b. í Galtafelli, Björnssonar, b. í Galtafelli, Bjöms- sonar, b. í Vorsabæ, Högnasonar, lögréttumanns á Laugarvatni, Björnssonar, bróður Sigríðar, móð- ur Finns Jónssonar biskups. Móðir Þorsteins Þorsteinssonar var Ástríður, systir Sigríðar, ömmu Péturs Guðmundssonar, flugyaliar- stjóra á Keflavíkurflugvelli. Ástríð- ur var dóttir Odds, formanns í Brautarholti í Reykjavík, Eyjólfs- sonar og konu hans, Guðrúnar, systur Þorkels, lang-afa Páls Jens- sonar prófessors. Guðrún var dóttir Áma, b. í Guðnabæ í Selvogi, Guðnasonar og konu hans, Stein- unnar Þorkelsdóttur, b. í Krýsuvík, Valdasonar. Ásdís er dóttir Eyjólfs, verka- manns í Reykjavík, Brynjólfssonar, b. í Miðhúsum í Biskupstungum, Eyjólfssonar, hálfbróður Ingunnar, konu Böðvars Magnússonar á Laug- arvatni. Móðir Ásdísar var Kristín, systir Finnboga, foöur Kristins, framkvæmdastjóra Tímans. Kristín var dóttir Árna, b. 1 Miðdalskoti í Laugardal, Guðbrandssonar, b. 1 Miðdal, bróður Áma, langafa Júl- íusar Sólness og Hrafns Pálssonar, deildarstjóra í heilbrigðisráðuneyt- inu. Annar bróðir Guðbrands var Jón, afi Margrétar Guðnadóttur prófessors og Guðnýjar, móður Guðlaugs Tryggva Karlssonar hag- fræðings. Guðbrandurvar sonur Áma, b. á Galtarlæk, Finnbogason- ar, bróður Jóns, afa Guðrúnar, ömmu Þórs Jakobssonar veður- Viglundur Þorsteinsson. fræðings og Boga Ágústssonar fréttastjóra. Jón var einnig faðir Jóhanns, langafa Ingólfs Margeirs- sonar rithöfundar. Móðir Guð- brands var Margrét Jónsdóttir, b. á Ægissíðu, Jónssonar. Móðir Jóns var Guðrún Brandsdóttir, b. á Felli í Mýrdal, Bjamasonar, b. á Víkings- læk, Halldórssonar, ættföður Vík- ingslækjarættarinnar. Móöir Árna var Sigríður, systir Ófeigs, afa Tryggva Ófeigssonar útgerðar- manns. Annar bróöir Sigríðar var Vigfús, afi Grétars Fells rithöfund- ar. Til hamingju með afmælið 20. september 75 ára Guðmundur Jónsson, Mávahlíð 7, Reylyavík. Þorvaldur Sæniundsson, Skipholti47, Reykjavík. Jón Vilhjélmsson, Hlíðarhvammi 7, Kópavogi. Bára Þorbjörg Jónsdóttir, Ægisgötu 11, Stykkishólmi. Haldið veröur upp á afmæiið í Safn- aðarheimíli Kópavogs nk. laugar- dag, 25. september kl. 17. Sigþór Erlendsson, Engjavegi 65, Selfossí. 40 ára Hulda Pétursdóttir, Freyjugötu 32, Sauðárkróki. 70ára Ingibjörg Hj artardóttir, Bugðutanga24, Mosfellsbæ. Guðrún Jónsdóttir, Vesturgötu 105, Akranesi. Ragnheiður Bj arnadóttir, Reynimel 43, Reykjavlk. 50 ára Kristín Bjamadóttir, Smáraflöt 30, Garðabæ. Kristin Jenny Tveiten, AðalbrautO, Árskógshreppi. Eysteinn Bj arnason, Eskiholti 2, Borgarhreppi. Hanneraðheiman. Guðni Jónsson, Kringlunni67, Reykjavík. Frimann Kristjánsson, Túngötulla, Grenivík. Sólrún Ragnarsdóttir, Vesturbraut 18, Hafnarfirði. Steindór Sigfússon, Engihjalla 11, Kópavogi. Kristján E. Björnsson, Engjaseli 54, Reykjavík. Guðleif E. Steingrímsdóttir, Hásteinsvegi 36, Stokkseyri. Sigurður Sigurðsson, Steingerði 7, Reykjavík. Margrét Rósa Jónsdóttir, Stóradal, Svínavatnshreppi. Margrét Thorarensen, Goðatúni6,Flateyri. Finnbogi Rútur Hálfdánarson, Brattholtil5, Mosfellsbæ. Klæmint Svenning Antoniussen Klæmint Svenning Antoniussen, tannlæknir, Vallarflöt2, Stykkis- hólmi, varð fimmtugur í gær. Starfsferill Klæmint lauk gagnfræðaprófi frá framhaldsskólanum í Vestmanna í Færeyjum 1960, stúdentsprófi frá Sorö Ákademis Skole á Sjálandi í Danmörku, 1963, tannlæknaprófi frá Kohenhavns Tandlægehöjskole 1969, Jus Practicandi í ágúst 1970. Hann starfaði sem skólatannlæknir í Þórshöfn í Færeyjum frá júní 1969 til júní 1970 og sem skólatannlæknir í Skopun í Færeyjum í júlí 1970. Klæmint hefur starfað sem tann- læknir í Stykkishólmi síðan í ágúst 1970. Fjölskylda Klæmint kvæntist Ólöfu Ólafs- dóttur, f. 30.12.1946, aðstoðarmanni tannlæknis, foreldrar hennar: Ólaf- ur Jónatansson og Guðríður Guð- mundsdóttir. Börn þeirra Klæmints og Ólafar: Ragnar Kl. Antoniussen, f. 30.9.1967, nemi við Tölvuháskóla Verslunar- skóla íslands; Bernharð Kl. Anto- niussen, f. 27.4.1972, stúdent frá M.L. 1992; Guðrún Kl. Antoniussen, f. 5.7.1973, stúdent frá M.L. 1993. Systkini Klæmints: Antines Anto- niussen, f. 26.3.1942, trésmíðameist- ari í Þórshöfn í Færeyjum; Hildi- bjartur Mamo Antoniussen, f. 13.10.1945, múrarameistari í Þórs- höfn í Færeyjum; Frank Antoniuss- en, f. 23.5.1947, bæjartæknifræðing- ur í vági í Færeyjum; Kaj Sonni Antoniussen, f. 8.6.1948, tannlæknir í Þórshöfn í Færeyjum; Sunneva Bremer, fædd Antoniussen, f. 9.7.1949, hjúkrunarfræðingur í Hill- erödíDanmörku. Foreldrar Klæmints: Esbem Oláv- us Frits Antoniussen, f. 4.8.1901, d. Klæmint Svenning Antoniussen. 5.7.1973, sjómaður og húsasmíða- meistari í Oyndarfirði í Færeyjum, og Ragnhild Frederikke Antoniuss- en, fædd Clementsen, f. 24.5.1912, d.18.9.1968, húsmóðir, þau bjuggu í Oyndarfirði í Færeyjum. ÚTHLUTUN ÚR KVIKMYNDASJÓÐI ÍSLANDS 1994 Kvikmyndasjóður íslands auglýsir eftir umsóknum um framlög til kvikmyndagerðar. Umsóknir skulu sendar Kvikmyndasjóði fyrir 16. nóvember 1993, á umsóknareyðublöðum sjóðsins, ásamt handriti, kostnaðaráætlun, fjármögnunaráætl- un og greiðsluáætlun. Ef sótt er um framleiðslustyrk skal fullunnið handrit fylgja umsókn ásamt kostnaðaráætlun, fjármögnun- aráætlun og greiðsluáætlun. Ekki er tekið við umsóknum sem afhentar eða póst- lagðar eru eftir að umsóknarfrestur rennur út. Öll umsóknargögn skulu berast í fjórum eintökum. Sjóðurinn heldur eftir einu eintaki af umsóknargögn- um. Umsækjendur eru beðnir að sækja aukaeintök á skrifstofu sjóðsins frá 15. janúar til 15. febrúar 1994. Hafi umsækjandi áður fengið úthlutað úr sjóðnum eða fyrirtæki, sem hann hefur átt aðild að, og verki ekki lokið, skal fullnægjandi greinargerð að mati út- hlutunarnefndar um það verk fylgja og uppgjör áritað af löggiltum endurskoðanda. Othlutunarnefnd áskil- ur sér rétt til að óska eftir endurskoðuðum ársreikn- ingi vegna viðkomandi verks ef þörf þykir. Umsóknareyðuþlöð verða afgreidd á skrifstofu Kvik- myndasjóðs, Laugavegi 24, 101 Reykjavík, frá og með 21. septemþer. Athygli umsækjenda er vakin á því að ný umsóknar- eyðuþlöð hafa verið tekin í notkun. Allar nánari upp- lýsingar eru veittar á sama stað. Anna María Haraldsdóttir Anna María Haraldsdóttir hús- móðir, Miðtúni 9, Seyðisfirði, varð sextug á laugardaginn. Starfsferill Anna María lauk gagnfræðapófi frá Seyðisíjarðarskóla og síðar námi frá Húsmæðraskólanum að Varma- landi 1954-55. Anna María hefur unnið við verslunarstörf, auk hús- móðurstarfa, síðastliðin 15 ár hjá KHB en hefur auk þess sem verið formaður slysavamadeildarinar Ránar á Seyðisfirði í 12 ár. Fjölskylda Anna María giftist 19.10.1957 Sig- urði Stefáni Friðrikssyni sjómanni. Foreldrar hans vom Friðrik Björg- vin Jónsson, sem er látinn, og Unn- ur Jónsdóttir, búsett á Seyðisfirði. Böm Önnu Maríu og Sigurðar: María, f. 5.8.1958, maki hennar Þrá- inn Gíslason, f. 11.9.1956, trésmiður, þau em búsett á Akranesi og eiga fjögur börn; Haraldur, f. 14.7.1959. starfsmaður Álversins í Straums- vík, kona hans er Aldrianne Roman húsmóðir, þau era búsett í Reykja- vík og eiga einn son; Unnar Friðrik, f. 13.7.1960, vélvirki, búsettur á Seyðisfirði; Ingibjörg, f. 18.8.1962, húsmóðir, maður hennar Trausti Marteinsson sjómaður, búsett á Seyðisfirði og eiga þijú börn; Björg, f. 5.2.1965, verkakona, búsett á Seyð- isfirði, á tvær dætur. Systkini Önnu Maríu: Brynhildur Haraldsdóttir, látin, var gift Emil Jónassyni, sem er látinn, þau áttu eitt bam; Sigríður, látin, hún var gift Stefáni Ámasyni, sem er látinn, þau áttu sjö böm; Guðmundur, lát- inn. Anna María Haraldsdóttir. Foreldrar Önnu: Haraldur Guð- mundsson, f. 4.2.1876, verkamaður, d. 1958, og María Þórardóttir, f. 19.9. 1891, d. 1975. SMÁAUGLÝSINGASÍMINN FYRIR LANDSBYGGÐINA: 99-6272 DV GRyENI __ SÍMINN E3 -talandi dæmi um þjónustu!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.