Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1994, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1994, Page 2
2 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 1994 Fréttir Nær allur fiskiskipaflotinn í höfh vegna verkfaUs sjómanna: Krefjast óskertra kjara við kvótakaup útgerðar - lágmarksverð á afla kemur til álita, segir Guðjón A. Kristjánsson „Ég fæ ekki séð að sjómannasam- tökimum sé stætt á að ljúka þessari deilu án þess að tryggja að sjómönn- um sé ekki nauðgað inn í kvótavið- skipti. Ef útvegsmenn kjósa að eiga viðskipti sín á milli þá verður að finna því farveg sem ekki tengist sjó- mönnum. Að okkar mati verður að tryggja þaö aö kvótakaup tengist á engan hátt uppgjöri til sjómanna," segir Guðjón A. Kristjánsson, form- aður Farmanna- og fiskmannasam- bands íslands. Nær allur fiskiskipafloti lands- manna liggur nú bundinn við bryggju vegna verkfalls sjómanna sem hófst í fyrrakvöld. Verkfalhð nær þó ekki til sjómanna á Vestfjörö- um sem felldu á félagsfundi að fara í aðgerðir. Dragist deilan á langinn kann hún að koma í veg fyrir að loðnuveiðar hefjist í lok mánaðarins. Forsvarsmenn margra fískvinnslu- stöðva óttast að fyrir vikið kunni að koma til varanlegrar rekstrarstöðv- unar. Eitthvað á sjötta þúsund land- verkamenn eru nú án vinnu vegna hráefnisskorts. Að sögn Guðjóns hafa sjómenn lagt til að leigukvótasala verði bönnuð þar sem útgerðarmenn hafi ekki fengist til að ræða raunhæfar leiðir til aö koma í veg fyrir þátttöku sjó- manna í kaupum. Á hinn bóginn komi einnig til greina að krefjast lág- marksverðs á afla, til dæmis með viðmiðun í það verð sem fæst á fisk- mörkuðum. Guöjón segir mörg rök fyrir þvi að tekið verði að nýju upp lágmarks- verð á afla. Veiðar og vinnsla hafi til dæmis í auknum mæh færst th sömu aöilanna, nú síðast með sölunni á SR-mjöh. Fyrir vikið sé ekki hægt að tryggja eðlilega verðmyndun. Að sama skapi sé auðvelt fyrir útgerðina að fela kvótakaup í lágu fiskveröi. Að sögn Guðjóns eru það viss von- brigði að sjómenn á Vestfjörðum skyldu ekki sýna stuðning við aö- gerðimar í verki. Sumpart sé afstaöa þeirra þó skhjanleg þar sem vandi Vestfjarða sé það mikih að þar megi menn ekki viö frekari áfohum. Að auki leggist þeir gegn kvótakerfinu sem shku og telji sig því ekki eiga samleið með þeim sem vilja breyting- ar á núverandi kerfi. „Auðvitað hefði verið albest að menn tækju á þessu vandamáli sam- eiginlega og keyrðu í gegn nauðsyn- legar lagfæringar th að eðlileg og heiðarleg viðskipti geti átt sér stað. Þetta er hins vegar niðurstaða þeirra ogviðþvíerekkertaösegja.“ -kaa Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra: Deiluaðilar eru ætíð velkomnir - vll ekki taka fram fyrir hendumar á sáttasemjara með lagasetningu „Sérhver dagur sem fiskiskipaflot- inn stöðvast er mjög þungbær fyrir íslenskt þjóðfélag. En þetta er kjara- deha á mhh sjómanna og útvegs- manna og það er skylda þeirra að leysa hana. Það er nýbúið að stað- festa fyrir dómi að hún beinist ekki gegn stjómvöldum. Sáttastörfin hvha á ríkissáttasemjara og ég ætla ekki að taka fram fyrir hendumar á honum eða samningsaðilum," segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra. Þorsteinn segir þátttöku sjómanna í kvótakaupum vera óheimila sam- kvæmt kjarasamningi. í ljósi þess að ákvæði kjarasamninga hafi lagastoð sé ekki ástæða til að banna kaup sjó- manna á veiðiheimildum með sér- stökum lögum. „Ég hef sagt það við báða aðha frá því í vor að mér væri ljóst að ágrein- ingur um þetta efni væri í uppsigl- ingu og væri reiðubúinn að ræða við þá um lausn. Þeir hafa lögvarinn rétt th að gera út um samninga sín á mihi og þeir verða að rísa undir þeirri ábyrgð. En ef þeir telja nauð- synlegt að ræða við stjómvöld þá em þeir ætíð velkomnir á minn fund.“ -kaa Stuttar fréttir Japanskir menningardagar hófust á gamlársdag með opnun Ijósmyndasýningar í Ráðhúsinu. Þar voru lika kynnt- ir japanskir tesiöir og japönsk rittákn og gafst gestum kostur á að bragða á teinu og spreyta sig i skriftinni undir leiðsögn sérfræðinga. Sá sem reiö á vaðið var forseti borgarstjórnar, Magnús L. Sveinsson, sem hér býr til tákn eldfjallsins. DV-mynd HMR Bjöm Grétar Sveinsson: Verkfall þarf ekki að koma neinum áóvart „Stuðningur Verkamannasam- bandsins við sjómenn er ótvíræð- ur og við lýsum fuhri ábyrgð á hendur vinnuveitendum. Með þvi að skjóta máhnu til félagsdóms var máhð sett í óþarfa hörku. Vonandi tekst þó aö ná lendingu 1 þessu á næstu dögum þannig að th langvarandi vinnustöðwm- ar þurfi ekki að koma,“ segir Bjöm Grétar Sveinsson, formað- ur Verkamannasambands ís- lands. Bjöm Grétar segist áætla að verkfah sjómanna hafi í fór með sér atvbinumissi aht að 5 þúsund landverkamanna. Hann bendir þó á að undanfarin ár hafi fisk- vinnslustöðvar sagt upp fjöl- mörgu verkafólki. Til uppsagna hefði því komiö burtséð frá verk- fallinu. Dragist verkfahið á lang- inn muni það hins vegar bitna á landverkafólki. „Fuhtrúar útvegsmanna vom í raun byrjaðir að boða verkfah um mitt síðasta ár með yfirlýs- ingum sínum um að sjómenn fengju kröfum sínum ekki fram- gengt nema með átökum. Þetta er undarieg afstaða í Ijósi þess að fiöldi nýgreina í sjávarútvegi hafa enga samninga og að auki tíðkast víðtækt kvótabrask sem skerðir kjör sjómanna. Verkfahið nú þar þarf því ekki aö koma neinum á óvart." -kaa Ríkisráðiðíundaði Ríkisráð fundaði á Bessastöð- um á gamlársdag. Þar staðfesti forseti Islands fiáriög ársins 1994, lánsfiárlög, lög um prestsetur og kirkjumálasjóð. í embætti voru skipaðir þeir Rúnar Guðjónsson, sýlsumaður i Reykjavik, Guögeir Eyjólfsson, sýslumaður á Siglu- firði, og Siguröur Hallur Stefáns- son, héraðsdómari í Reykjavík. Heiisugæslan á Akureyri Rikissjóður hefur fest kaup á 2.214 fermetra húsnæði í Hafnar- stræti á Akureyri. Rekin verður hehsugæslustöö í húsnæðinu. Kaupveröið var 82 mihjónir. í fiárlögum er gert ráð fyrir 17,4 mihjónum dl endurbóta. Eimskiphagnast Hagnaður Eimskipafélagsins fyrstu 11 mánuði síðasta árs var um 250 mihjónir. Árið á undan nam tapið 214 mihjónum króna. í síöasta mánuöi seldi félagiö Sel- foss og hefur skipið verið afhent nýjum eigendum í Noregi. Wihiam J. Perry, vamarmála- ráöherra Bandarikjanna, er væntanlegur th landsins í dag. Perry hittir Davíð Oddsson aö máh og mun ræöa við Jón Bald- vin Hannibalsson um íyrirkomu- lag varnarsamstarfs Bandaríkj- anna og íslands. EES-brothjáríkinu Verslunarráð íslands hefur beðið Eftirhtsstoíhun EFTA aö kanna hvort starfsemi ÁTVR samrýmist EES. Verslunan-áðið bendir á að áfengisauglýsingar eru bannaöar á íslandi, aö erlend- ir framleiðendur hafi ekki sama aðgang og innlendir aö markað- inum og aö ríkið hafi einokunar- réttthsölu. -kaa Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, um sjómannaverkfallið: Afleit staða og dýrmætur tími hef ur tapast „Þetta er afleit staða sem er komin upp og það hefur tapast dýrmætur tími. Agreiningurinn snýst um það hvort viðskipti með veiðiheimhdir eigi að vera heimil eða ekki. Það er eðh kvótakerfisins aö geta látiö veiði- heimhdimar þangað sem hagræð- ingin er meiri. Þaö kemur ekki th áhta aö skemma þetta," segir Þórar- inn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambandsins. Þóraririn segir það sannfæringu sína að náist ekki samningar á næstu dögum muni verkfah sjómanna vara í minnst 4 th 5 vikur. Hann á von á því að á fundi ríkissáttasemjara í dag fari viðræðurnar í það far sem þær voru í um miöjan desember þegar sjómenn shtu samningaviðræðum. Aðspuröur segist Þórarinn trúaöur á að fijótlega náist samkomulag varð- andi ýmiss konar sérveiðar. Hins vegar kunni að verða torsóttara aö ná landi varðandi þátttöku sjómanna í kvótakaupum. Þórarinn bendir á að fá dæmi séu um óeiningu mihi útgerðarmanna og sjómanna varðandi kvótakaup. Þá segir hann þessi viðskipti nánast al- fariö bundin bátflotanum, einkum á suðvesturhominu, og því snerti deh- an sem slík mjög fáa sjómenn. Að sögn Þórarins eru útgerðar- menn reiðubúnir að koma í veg fyrir svokahað kvótabrask enda sé slíkt brask andstætt yfirlýstum viija þeirra. Hann segir þaö hins vegar einsdæmi að útgerð selji kvóta, án þess að skipta ávinningnum af söl- unni með áhöfninni og kaupi síöan aftur kvóta með þátttöku sjómanna. „Okkur hefur verið bent á eitt slíkt dæmi en við veröum ekki varir við þetta. Við höfum því thhneigingu th að halda að þetta séu ýkjusögur. Við vhjum hins vegar ganga eins tryggi- lega frá þessum þætti og nokkur kostur er þannig að það sé ekki verið að keyra niður aflahlut sjómanna með þessum hætti. En æth menn að fara aö nálgast máhð með eitthvað víðari formerkjum, eins og að banna öh viðskipti með kvótann teljum við að það sé verið að eyðheggja hluti semerumjögmikhvægir." -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.