Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1994, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 1994 Fréttir Tvö böm fómst í bruna á nýársdagsmorgun: Vonlaust var að bjarga börnunum á efri hæðinni - segir Tómas Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn Tvö systkin, flögurra og átta ára, fórust í bruna á nýársdag þegar bær- inn Stallar í Biskupstungum brann til kaldra kola. Ungri stúlku tókst með snarræði að bjarga yngsta systkininu, komabami, úr eldinum. Lögreglu á Selfossi var tilkynnt um eldinn laust fyrir klukkan fimm á nýársdagsmorgun. Fólk á leið til bæjarins tók eftir eldinum og ók beint að Geysi og hringdi þaðan. „Við kölluðum strax út slökkvilið í Biskupsstungum og til vara var slökkviliðið á Selfossi sent líka upp- eftir. Hálftíma síðar, þegar komið var að, var húsið nánast fallið," segir Tómas Jónsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn á Selfossi. „Þarna inni hafa líklega verið sjö manns, þrjú böm, húsráðendur og tveir gestir sem höfðu komið í húsið tíu mínútum áður en eldsins var vart.“ Eldurinn uppgötvaðist þegar fólkið sá reyk koma út með hurð milli þvottahúss og eldhúss. Gestkomandi maður ætlaði að grípa til slökkvitæk- is innan við dymar en skellti henni strax aftur. Það skipti engum togum að eldurinn æddi um húsið á örskots- stund og fólkið átti fótum fjör að launa. „í sömu andrá sá stúlka í bíl á hlað- inu eld í gegnum stofugluggann í veggmun milli stofunnar og þvotta- hússins. Hún er kunnug húsaskipan og æddi inn í húsið og sótti korna- bam sem hún vissi að var þar. Hún hefði líklega ekki komist út með bamið nema af því að maður, sem var með henni í bílnum, fór á eftir henni inn. Þetta gerist það snöggt að vonlaust var að bjarga börnunum á efri hæðinni,“ segir Tómas. Hús- bóndinn reyndi að fara upp stigann á efri hæö en varð frá að hverfa, skaðbrenndur á höndum. Hann var fluttur í Laugarás til læknis en síðan var hann lagður inn á Landspítal- ann. „Mér finnst líklegt að það hafi orð- ið reyksprenging sem gerist ef eldur fær að loga lengi í lokuðu hólfi. Hús- ið brann til ösku á fáum mínútum og engin leið að eiga við eldinn.“ Menn frá lögreglunni á Selfossi og Rannsóknarlögreglu ríkisins unnu við rannsókn á nýársdag og í gær. -JJ Árekstur varð í Norðurfelli laust eftir kl. 11.00 á sunnudagsmorgun. öðrum bílnum var ekið yfir á rangan vegar- helming í veg fyrir hinn. Tvennt var flutt á slysadeild en ekki er vitað nánar um meiðsl. DV-mynd Sveinn Nýjar reglur um skoöun ökutækja: Einkarétturinn féll úr gildi um áramétin Einkaréttur Bifreiðaskoðunar ís- lands til að skoða bifreiðar féll úr gildi um áramótin. Nýjum skoðunar- stöðvum verður nú heimilt að fram- kvæma aðal- og endurskoðun að fenginni faggildindu frá Löggilding- arstofunni á grundvelli ákveðinna gæðastaðla. Vegna þessa hefur Þorsteinn Páls- son dómsmálaráðherra sett reglu- gerðir um starfshætti á skoðunar- stöðvum, tækjabúnað og fyrirkomu- lag skoðunar. Samkvæmt reglugerð skal lögbundin aðalskoðun fara fram á 27 stöðum á landinu. Heimilt verð- ur á minni stöðum að framkvæma skoðunina í húsnæði á verkstæðum sem hlotið hafa heimild til endur- skoðunar. Þá hefur dómsmálaráðherra gefið út gjaldskrá fyrir skráningu og skoð- un ökutækja. Samkvæmt nýju gjald- skránni hækkar hámarksgjald fyrir skoðun fólksbíla um 11,2 prósent. Þannig hækkar aðalskoðun úr 2.230 í 2.480 krónur. Sú nýbreytni er hins vegar tekin upp að héðan í frá þarf ekki að skoða fólksbifreiðar til einka- nota á fjórða ári frá fyrstu skrán- ingu. Fyrsta skoðun verður sem fyrr á þriðja ári eftir skráningu en til ár- legrar aðalskoðunar kemur ekki fyrr en á fimmta ári. -kaa í dag mælir Dagfari Kreppan óguriega Stjórnmálamenn hafa verið að telja þjóðinni trú um að hún búi við kreppu. Alveg óskaplega kreppu. Þetta var endurtekið í síbylju allt síðastliðið ár og aftur í áramóta- hugleiðingum foringjanna og það fer ekki á milli mála aö íslendingar eru upp til hópa orðnir vitandi vits um að þeir lifi við aldeilis rosalega kreppu. Af þessu tilefni þykir Dagfara viðeigandi að fagna nýju ári með því að minna þjóðina á þá stað- reynd að kreppan er ekki liðin hjá og menn verða að herða sultarólina að mun, ef þeir ætla að lifa nýja árið af. í þessu sambandiskal bent á eftirfarandi: Samkvæmt upplýs- ingum Fiskistofu og Fiskifélags varð síðastliðið ár ekki nema ann- aö besta aflaár íslandssögunnar. Afli hefur með öðrum orðum dreg- ist saman frá því að við veiddum mest á árinu 1988. Hann var að vísu meiri en öll önnur ár þar á eftir og þar á undan en hann var minni en á metárinu og þetta hefur kostað fómir og harðindi pg kreppu. Aflaverömætin urðu ekki nema 47 til 48 milljarðar króna á móti 48,3 milljörðum á árinu þar á und- an. Þessi samdráttur er miklar bús- ifjar fyrir land og þjóð og þótt þjóð- artekjur hafi ekki verið meiri í annan tíma en þessi undanfarin ár, hefur harðnað mjög á dalnum þeg- ar aflaverömætin dragast svona hrikalega saman. Við sjáum varla út úr þeim erfiðleikum enn. Þessum gífurlega vanda hefur ríkisstjómin reynt að mæta með því að lækka skatta. Fjármálaráð- herra hefur gert þjóðinni grein fyr- ir þeim erfiðleikum sem það hefur í fór með sér að lækka skattana. Samt hefur ríkisstjómin lækkað skattana. Með því að hækka skatta á sumum og lækka þá á öðrum, einkum láglaunafólki, sem ekki þarf að borga skatta, hefur skatt- lagning lækkað til að gera fólkinu kleift að lifa hörmungamar af. Með því að lækka skatta með því að hækka þá, hefur fólki sömuleiðis verið gert kleift að borga skattana, sem annars hefði ekki verið mögu- legt í þessari kreppu. Þá hefur kreppan komið fram í minnkandi viðskiptahalla og minnl verðbólgu sem em hvomtveggja áberandi kreppueinkenni, sem rík- isstjómin hefur áhyggjur af fyrir hönd þjóðarinnar. Kreppan hefur jafnframt leitt til þess að rekstrar- skilyrði atvinnufyrirtækj anna hafa batnað með lægri sköttum og lægri vöxtum og í raun og vera hafa rekstrarskilyrði atvinnuveg- anna aldrei verið betri heldur en í þessari rosalegu kreppu sem hefur gengið yfir. Það sýnir hvað krepp- an er komin á alvarlegt stig þegar fyrirtækin í landinu búa við svo góö rekstrarskilyrði að þau fara á hausinn þrátt fyrir það. Kreppan hefur ennfremur leitt til þess að dregið hefur úr erlendri skuldasöfnun, vegna þess að við höfum ekki lengur efni á að taka erlend lán. Við slíkt ástand hefur þjóðin ekki þurft að búa við um langan aldur og skal ekki gert htið úr þeim erfiðleikum sem það hefur í fór með sér að erlendar skuldir dragist saman. Þá er eitthvað meira en lítið að. Atvinnuleysi hefur aukist í kreppunni. Þó ber að hafa í huga að atvinnuleysi hér á landi er mikl- um mun minna en þekkist erlend- is. Það gerir kreppan. Fólk fær vinnu og atvinnubótavinnu út á kreppuna, vegna þess að ef ekki væri kreppa mundu stjómvöld ekki útvega atvinnulausu fólki vinnu. Þannig hefur kreppan verið lán í óláni fyrir atvinnulaust fólk og hka fyrir það fólk sem hefur atvinnu sem mundi vera atvinnu- laust ef það væri ekki kreppa. í miðri kreppunni gátu íslending- ar verslað meir og betur en nokkru sinni fyrr á jólavertíönni og þeir gátu keypt flugelda fyrir rúmlega tvö hundruð mihjónir króna til að fagna nýju kreppuári, og aht er þetta hægt vegna þess að fólk spar- ar í kreppunni og heldur að sér höndum til að eiga fyrir því sem það þarf á að halda. Sannleikurinn er sá að þessi kreppa sem gengur hefur yfir, hef- ur verið ein ahra besta kreppa sem þjóöin hefur kynnst og vonandi er að framhald veröi á henni á næsta ári, th að þjóðin lifi hana af. ímynd- ið ykkur gósentímann: metaflaár, skattalækkanir, vaxtalækkanir, innkaupafár og thtölulega hóflegt atvinnuleysi. Guð forði okkur frá þvíaðkreppunnilinni! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.