Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1994, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1994, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 1994 15 Tvennt vannst í tíma- þröng í þágu SÁA í ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins 1983 til 1987 var rætt um að leggja á sjúklinga- skatta. Því var hafnað og var það stjórnarandstaðan sem stöðvaði þau áform. Þau komu að vísu aldr- ei inn í þingið en það var Alþýðu- bandalagið sem fletti ofan af áfor- munum áður en kom til kasta Al- þingis. Áfengismeðferðagjald fellt niður í ríkisstjóm Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins var málið komið lengra. Þar lagði heilbrigðis- ráðherra Alþýðuflokksins til að sett yrði inn í almannatrygginga- lögin nýtt ákvæði. Þar var gert ráð fyrir heimild til handa ríkisstjóm- inni til að leggja gjöld á hinn sjúkratryggða er hann færi á sjúkrahús. Þetta þýddi opna heim- ild til að leggja á sjúklingaskatt á hvaða deild sem er á hvaða sjúkra- húsi sem er. Þegar máhð kom til fyrstu um- ræðu á Alþingi benti ég á þetta. Fullyrti að hér væri um alopna heimild að ræða og skoraði á ríkis- stjórnina að falla frá henni. í grein- argerö frumvarpsins var því borið við að þessa heimild ætti aðeins að nota vegna áfengismeðferðar. Heilbrigðisráðherra svaraði mér þannig að stuðst yrði við greinar- gerðina við afgreiðslu málsins í ráðuneytinu og að hann sem heil- brigðisráðherra myndi aldrei nota heimildina á annan hátt. í mínu svari benti ég á að í fyrsta lagi sam- þykkir alþingi aldrei greinargerðir heldur lög og í öðru lagi að það gæti komið verri heflbrigðisráð- herra en Guðmundur Ami Stefáns- son. Þegar málið kom til kasta þing- nefndar bakkaði ráðherrann og lagði til að heimildin yrði þrengd. Jafnframt var fullyrt að hún yrði aldrei notuð nema vegna sérhæfðr- ar eftirmeðferðar og aldrei bráða- KjaUaiiim Svavar Gestsson alþingismaður og fyrrv. félagsmálaráðherra meðferðar eða afeitnmar áfengis- sjúklinga. Við 2. umræðu málsins var bent á að eftir sem áður væri unnt að taka sjúklingaskatt af mörgum öðr- um en áfengissjúkhngum þrátt fyr- ir þrenginguna. Og nú var Alþingi komið í tímaþröng. Þá var ákveðið í þingflokki Alþýðubandalagsins að knýja fram niðurfellingu þessa gjalds ef sátt ætti að nást um þing- lokin. Það tókst. Þar með hefur tek- ist í annað sinn að stöðva áform um sjúkhngaskatt. Það er sérstakt fagnaðarefni og stórsigur jafnaðar- stefnunnar. Fyrir það ber að þakka. Framtíðarafnot að Staðarfelli Við afgreiðslu fjárlaganna var einnig samþykkt að ganga til samn- inga við SAA um framtíöarleiguaf- not af Staðarfelh í Dölum. Það er gamla skólahúsinu, kennarabú- stöðunum og viðkomandi land- svæði. Þetta var mikhvæg lending fyrir SÁÁ sem hefur sótt það af kappi að fá framtíðarafnot Staðar- fehs tryggð. Þar með vannst tvennt í tíma- þröng Alþingis í lokin: Áfengis- meðferðargjaldið var þyrrkað út og framtíðarleigusamningur um Staðarfell verður gerður. Þar með ætti þessi starfsemi að vera trygg um sinn þrátt fyrir heiftarlegan niðurskurð hehdarframlaga frá því að Alþýðuflokkurinn tók við heU- brigöis- og tryggingamálaráðu- neytinu eins og Þórarinn Tyrfings- son minnir á í síðasta fréttabréfi SÁÁ. Tvöfaldur ávinningur er í höfn; þar átti stjómarandstaðan mynd- arlegan hlut að máh. Svavar Gestsson „Áfengismeðferðargjaldið var þurrkað út og framtiðarleigusamningur um Staðarfell verður gerður,“ segir m.a. í grein Svavars. - Frá Staðarfelli í Dölum. „Þá var ákveðið í þingflokki Alþýðu- bandalagsins að knýja fram niðurfell- ingu þessa gjalds ef sátt ætti að nást um þinglokin. Það tókst. Þar með hefur tekist í annað sinn að stöðva áform um sjúklingaskatt.“ Milljón króna sængin í mars 1991 gerði skrifstofa SH í Tokyo könnun á smásöluverði æðardúnssænga. „Ódýrasta" æðardúnssængin kostaði 480.000 yen eöa sem svarar hðlega 300.000 ísl. krónum eftir núverandi gengi og innihélt 800 g dúns. Meðalsæng- in í könnuninni kostaði 560.000 kr. að núvirði og innihélt 1200 g dúns en sú dýrasta var án afsláttar 1,6 mUljón krónur, einnig með 1200 g. Sængur þessar úr rósóttu silki- og bómuharefni eru seldar í pörum, bleik fyrir frúna, blá fyrir herrann. Athuganir mínar sýna að hvorki sængurefnið né saumavinna eru verulegur kostnaður, það er ímynd hins sjaldgæfa æðardúns sem rétt- lætir verðið. í Finnlandi og Dan- mörku kostar æðardúnssængin um 200.000 ísl. kr., enn meira í Þýska- landi. Eigum heimsmarkaðinn íslendingar framleiða árlega um 3 tonn af þurrhreinsuðum, fjaðra- tíndum æðardúni sem gera um 75% heimsframleiðslunnar. Varan hef- ur nær eingöngu verið flutt tíl tveggja landa, Þýskalands og Jap- an. Utflutningiu- náði hámarki ’91, 3,2 tonn fyrir 140 mihj. króna. JETRO-skrifstofa japanska við- skiptaráðuneytisins gefur upp meðalverð á dúni frá íslandi th Japans það ár, 118.000 yen CIF, og hið þýska „Statistisches Bunde- Kjallariim Þrymur Sveinsson iðnskólanemi samt“ segir verð á dúni frá íslandi það ár hafa verið 1440 mörk CIF. Síðan hefur eftirspum dregist saman og ’91 og ’92 voru bara flutt út 1,6 tonn hvort ár. Svipað er aö segja um aUa aðra lúxusvöru á heimsmarkaði. Framleiðslumagn æðardúns er hins vegar náttúru- lega takmarkað, aldrei hefur virk íslensk markaðssetning farið fram á honum. Hefðu fleiri markaðir verið byggðir upp byggju íslenskir dún- bændur nú eldd við birgðasöfnun upp á tvöfalda ársframleiðslu og tílheyrandi tekjumissi. Þessi kreppa var fyrirsjáanleg og er heimatUbúin. Vinnsluaðferðir frá miðöldum Þá er þess að geta að þurrhreins- un (hitun, mölun), þó vélvædd sé í dag, er í raun sama aðferð og Þjóð- veijar notuðu þegar á miðöldum við að ná stráum, þangi og skít úr æðardúni sem inniheldur um fjór- falda þyngd sína af óhreinindum eins og hann kemur fyrir í hreiðri æðarfuglsins. í þurrhreinsuðu kflói dúns eru eftir um 60-100 grömm af óhrein- indum. íslendingar eru eina iðn- vædda þjóðin sem sefur með fugla- drit ofan á sér í dúnsængum. Þá er aUur dúnn og fiður, sem notað er í sængur eða fatnað meðal iönvæddra þjóða, þvegið með sér- stökum efnum og sama gera er- lendir kaupendur íslensks æðar- dúns við hann. Gæsadúnn og -fiður fellur til í tugþúsundum tonna ár- lega sem ódýr aukaafurð við kjöt- framleiðslu. Gæsadúnn hefur á heimsmarkaði svipaða stöðu gagn- vart æðardúni og Skoda gegn RoUs Royce. Þvottur gerir æðardúninn verð- mætari og um leið hæfan í neytenda- vaming á kröfuhörðum markaði. Áratugir munu síðan erlendir kaupendur dúns báðu um þveginn æðardún á íslandi en þessi „sér- viska" þeirra varð einungis aðhlát- ursefni íslendinga. Markaðsathug- anir, sem við Miðhúsabræður höf- um staðið fyrir, benda tíl þess að smásöluverðmæti þeirrar vöru sem unnin hefur verið úr íslensk- um æðardúni erlendis hafi náð jafnvirði um miUjarðs kr. árlega er best lét. i dag er skUaverð á æðardúni til bænda um 25.000 kr/kg þegar eitthvað selst. Þrymur Sveinsson „Gæsadúnn og fiður fellur til 1 tugþús- undum tonna árlega sem ódýr aukaaf- urð við kjötframleiðslu. Gæsadúnn hef- ur á heimsmarkaðsverði svipaða stöðu gagnvart æðardúni og Skoda gegn Rolls Royce.“ „Að mfnu mati á ríkið almennt séð ekki að standa í at- vinnurekstri og alls ekki í utgerð og fiskvinnslu. sé engin Sturla Böðvarsson, haldbær rök ^amaður Sjálf- færðfyrirþvi steð,sBokto að ríkið reki þær verksmiðjur sem SR-mjöl hf. á i dag. I þessari atvinnugrein eru fjölmörg fyrir- tæki sem eru í beinni samkeppní við SR-mjöi og því óeðlilegt að ríkið skuli blanda sér í hana með svo afgerandi hætti. Það getur ekki talist eðhlegt að ríkiö keppi við einstaklinga og félög sem standa í rekstrí í sjávarútvegi. Aö undanfomu hefur átt sér stað mikU uppbygging og endur- skipulagning hjá SR-mjöIi. Fyrir- tækið er því álitlegur kostur fjnir væntanlega kaupendur. Þá skipt- ir miklu máli að horfumar í rekstri þess eru allbærilegar. Því tel ég að núna sé rétti rétti tíminn til að selja fyrirtækiö og komaþví úr eigu ríkisins. Það hefur komið í ljós mikfll áhugi fyrir þvi að kaupa þetta JUutafélag. Þess vegna er mikU- vægt að vanda mjög tU söiunnar, eins og reyndar hefur verið gert, og að söluverðið sé réttilega met- ast að þaö verði aðUar sem teng- ist þessum rekstri, svo sem í út- gerð og vinnslu, gætu keypt hlutabréfin þannig að þau fari ekki í hendumar á neinum ævin- týramönnum.” Margt óljóst „Mörgum mikUvægum spumingtnn er enn ósvar- að varðandi söluna á SR- mjöli. Hér er | um mikil j verðmæti að ræða. Hvers 0lafs‘°t,ir Björnsson, þlng- maður Kvennallsta vegna var ekki gefinn wStfKKÍ nægur tími til tilboða í hluta- bréfi? Varla fást hagstæðustu til- boðin í slíku tímahraki. Einnig er óljóst hvernlg staðið verður að frágangi á skuldum SR- mjöls/SUdarverksmiðja ríkisins. Hvaöa hluta skuldanna mun rík- iö tU dæmis taka á sig? Hollara væri aö flýta sér hægt Þegar sú ákvörðun var tekin að gera Sfldarverksmiðjur ríkisins að hlutafélagi vom tvö atriði gagnrýnisverð: Samskiptin við starfsfólk, einkum vegna bið- að fyrirtækinu yrði skipt upp í smærri einingar. Deflum um fyrra atriðið er ekki lokiö. Ég er sátt viö aö hlutabréfin hafa verið boöin út sem heUd. Það sýnir að tekið hefur verið miö af ábendingum okkar sem tetjum styrk Sildarverksmiðjanna hafa isins og áralangri viðskiptavild. En engin trygging er fyrir því að fyrirtækiö haldist sem ein heUd í framtíðinni. Þarna er bæði um atvinnuhagsmuni aö ræöa og spurningu um hagkvæmni. Ég sé ekkert þvf til fyrirstöðu að einkaaðilar eigi SR-mjöi og reki að þessu uppfylltu, en finnst útboðið gagnrýnisvert, bæði tímaþröngin og óljós skuldaskfl.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.