Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1994, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1994, Side 19
MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 1994 19 Merming Skaup og aftur skaup Þá er Áramótaskaupið anno 1993 liðið út í loftin blá rétt eins og allir flugeldamir sem frussuðust litfagrir um himinhvolfið og glöddu augu okkar um áramótin. Að vepju sýndist sitt hveijum en flestir voru þó sam- mála um að vel hefði verið til Skaupsins vandað und- ir stjóm Guðnýjar Halldórsdóttur. Atriðin vom að vísu ihisgóð og sumu hefði að skaðlausu mátt sleppa en þannig verður það nú víst alltaf. Dansatriðin vora til dæmis alisendis ófyndin og alls kyns útúrsnúningur á þreyttum sjónvarpsauglýsingum missti oftar en ekki marks. Leiklist Auður Eydal Rúrik Haraldsson og Edda Björgvinsdóttir voru meö- al leikara í áramótaskaupi Sjónvarpsins. Innanhússgrínið, sem var áberandi í Skaupinu, komst hins vegar oftast vel til skila og skopstælingar á umræðuþáttum í sjónvarpssal vora grátfyndnar. Aldurhnignir skemmtikraftar og sjónvarps„stjömur“ fengu sínar pillur og ekki síður þeir ungu og óreyndu. Handritshöfundum virtist reyndar einkar hugleikið aö benda á hvað sumir hafa verið (og eiga áreiðanlega eftir að vera lengi enn) þaulsætnir í ýmsum stólum og stöðum innan dagskrárinnar og í skemmtanabrans- anum. Það skemmtilegasta við Skaupið var að sjá „nýja“ ieikara sýna á sér óvæntar hhöar þvi að alltof oft hef- ur verið leitað til sömu leikara ár eftir ár. Á Stöð 2 stóðu Gysbræður fyrir áramótaþætti í svip- uðum dúr. Þar var líka mikið í lagt og víða komið við í stíl við vikulega þætti þeirra félaga, að vísu með aukakryddi í tilefni dagsins. Sú hugmynd að setja grín- ið upp sem áramótapartí kom vel út og fréttamenn stöðvarinnar léku sjálfa sig af stakri prýði. Sívinsælir stjómmálamenn og ýmsar dægurappá- komur fengu sinn skerf á báðum stöðvunum og eftir- hermur fóra á kostum. Ramminn var skemmtilegri hjá Stöð 2 þar sem fyrr- nefnt áramótapartí gaf færi á að blanda saman raun- verulegum persónum og leiknum. Þar fór fremstur í flokki hinn þjóðkunni Ragnar Reykás sem setti svip á samkomuna eins og honum einum er lagið. Atriðin „á skjánum" vora misframleg en eitt það besta var rapp- atriðið með Erni Ámasyni, eins konar fréttayfirht ársins, þar sem saman fór góður texti og frábær tækni- vinna. Förðunarmeistarar fá fyrstu verðlaun fýrir sinn skerf og nokkrar óborganlegar týpur bættust í hóp þeirra sem hvað oftast hafa verið viðfangsefni hertni- krákanna. Nægir þar að nefna Magnús Ólafsson í gervi Hrafns Gunnlaugssonar, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur sem Björk Guðmundsdóttur og Eggert Þorleifsson sem Friðrik Þór Friðriksson. Áramótaskaup RÚV og skemmtiþáttur Gysbræðra á Stöö 2. ÓDÝRI SKÓMARKAÐURINN Opið mánud.-föstud. 12-18 Frábært verð - Góðir skór SKÓMARKAÐUR RR skór JL EURO SKO Skemmuvegi 32 - s. 75777 HEYRÐU! Gledilegt nýtt dansár. Innritun nýrra nemenda er hafin í síma 642535 Dansandi kveðja Dagný Björk danskennari SMIÐJUVEGI 1 Kópavogi Háskólabíó - Sönn ást: ★★ Að dauðrota allt og alla Ofbeldiskvikmyndin Reservoir Dogs eftir hinn unga leikstjóra Quentin Tarantino sem sýnd var hér fyrir stuttu verður lengi í minnum höfð fyrir bæði frumleg og skemmtheg efnistök svo og aht ofbeldið sem var með því suddalegasta sem lengi hafði sést. Háskólabíó er nú fariö að sýna mynd, Sanna ást, eftir handriti þess sama Tarantinos, handriti sem hann skrifaði víst áður en Reservoir Dogs uröu th. Og ættemið leynir sér ekki því hér flýtur blóðið í stríðum straumum og menn og konur era lamin í algjöra kjötkássu. Og aht vegna sannrar ástar. Clarence (Slater) er ungur maður sem dáir Elvis meira en nokkurn annan, lifandi eða látinn, vinnur í hasarblaðabúð, horfir á kimg-fu bíó- myndir í frítímanum og ekur um á eldgömlum bleikum og átta gata blæjukádhjáki, sem sé maður and- legrar víðáttu eða hitt þó heldur. Dag nokkum hittir hann ljóskuna Alabama (Arquette) í bíó. Með þeim takast skyndikynni (í ljós kemur reyndar að stúikan er símavændis- kona með fjögurra daga starfs- reynslu sem yfirmaður phtsins hafði keypt í afmæhsgjöf handa stráksa þar sem hann hafði áhyggjur af kyn- svelti hans) og í kjölfarið fylgja mikl- ar ástir með öhu því sem tilheyrir, nefnhega hjónabandinu. En káhð er ekki sopið þótt í ausuna sé komið og eins og sönnum og sóma- kærum eiginmanni sæmir ákveður Clarence að ganga frá hórmangaran- um ógurlega (í snhldarlegri túlkun Gary Oldman) sem gerði Alabama út áður en hún fann einu sönnu ást- ina. Það gerir hann á eftirminnhegan hátt, hirðir ferðatösku sem reynist fuh af kókaíni og áður en varir era hjónakornin lögð af stað th Hohy- wood þar sem á að selja dópið, verða rík í einu vetfangi og láta sig svo Kvikmyndir Guðlaugur Bergmundsson hverfa. En bæði löggan og maflan (sem átti kókið) era á hælunum á skötuhjúunum. í Hollywood fer þó margt öðravísi en ætiað er þótt lokaútkoman sé sú sem að hafi verið stefnt, nefnhega sældarlíf þeirra hjóna á suðrænni sólarströndu. Margt er skemmthegt í þessari bíó- mynd sem keyrð er áfram af miklum þrótti og lengi framan af stefnir í prýðhegasta verk. En svo tekur of- beldið völdin, ofbeldi sem þjónar ekki neinum thgangi öðram, að því er best verður séð, en þeim að vera bara ofbeldi. Persónumar láta sér ekki nægja að rota heldur dauðrota þær aht og alla þegar færi gefst. Og aldrei nokkum tíma velta menn of- beldinu fyrir sér. En kannski er það einmitt mergurinn málsins höfund- anna. Svona ofbeldi er orðið svo snar þáttur 1 daglegu lífi í Bandaríkjunum að menn era löngu hættir að kippa sér upp við það. Finnst það bara sjálf- sagt og eðhlegt, alveg eins og hetjun- um okkar. Það skal þó ekki dregið úr því sem vel er gert, t.d. er lokabardaginn með þeim fyndnari og leikaramir eru upp th hópa ipjög svo frambærhegir. Sér- staklega var þó gaman að sjá Dennis Hopper í litiu hlutverki þar sem hann lék fóður Clarence, bara næsta eðh- legan mann. Sönn ást (True Romance) Handrit: Quentin Tarantino Leikstjóri: Tony Scott Lelkarar: Christian Slater, Patricia Arqu- ette, Dennis Hopper, Val Kilmer, Gary Oldman, Brad Pitt, Christopher Walken IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Kvöldnám. Innritað veróur í eftirtaliö nám 4. og 5. janúar kl. 16.00-18.00: 1. Meistaranám (sveinsbréf fylgi umsókn). 2. öldungadeild: Almennar greinar. Grunndeild rafiðna - 2. önn. Rafeindavirkjun - 4. og 6. önn. Tölvubraut. Tækniteiknun. Innritað er gegn gjaldi sem er kr. 2.500 á hverja námseiningu, þó aldrei hærra en kr. 19.600. Patricia Arquette og Christian Slater í hlutverkum Alabama og Clarence í kádiljákinum góða. V9LTU • i/A^Í vjcltwi Við kennum alla samkvæmisdansana^6" ^ t Suðurameríska, standard og'gömlu dansana. Svo kennum við líka barnadansa. Einkatímar fyrir þá sem vilja. Fjölskyldu- og systkinaafslattur. Innritun og upplýsingar 3. - 7. janúar kl. 10-22 í síma 64 1111. Kennsla hefst miðvikudaginn 5. janúar. í lok kennsluannar verður ball fyrir alla nemendurna og grímuball fyrir börnin. Æfingin skapar meistarann Opið hús öll laugardagskvöld. DANSSKÓLI , SIGURÐAR HAKONARSONAR AUÐBREKKU 17, KÓPAVOGI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.