Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1994, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1994, Side 23
MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 1994 23 DV NBAínótt: New York lá heima Úrslit leikja í NBA í nótt urðu þessi: New York - Charlotte 128-124 Boston - New Jersey 97-101 Detroit - Miami 85-93 Portland-Utah 90-92 SA Spurs - LA Lakers 94-92 Denver - Philadelphia 80-96 Sacramento - Dallas 119-113 í annað skipti á skömmum tíma tapar New York á heimavelii sínum. Charlotte lék án sinna tveggja bestu manna, þeirra Larry Johnson og Al- onzo Mouming, en tókst engu að síð- ur að sigra eftir framlengdan leik. Eddie Johnson gerði 32 stig í liði Charlotte, þar af 18 í fjórða leikhluta og í framiengingu, og Hersey Hawk- ins gerði 25 stig. John Starks var stigahæstur í liði New York með 31 stig en Patrick Ewing kom næstur með 23 stig og þeir Charles Oakley og Rolando Blackman með 18 stig. Skriður á Utah Jazz Utah Jazz vann sinn 8. sigur í síðustu níu leikjum þegar liðiö sigraði Port- land. Karl Malone skoraði 25 stig fyr- ir Utah en Cliff Robinson 22 í íiði Portland. Hvorki gengur né rekur hjá Boston og í nótt tapaöi liðið sínum 8. leik í síðustu níu leikjum. Derrick Cole- man skoraði 23 stig fyrir New Jersey en X-maðurinn Xavier McDaniels 26 fyrir Boston. Detroit tapaði sínum 7. leik í röð og er komið í neðsta sæti miðriðils- ins. Rony Seikaly og Glen Rice gerðu 18 stig hvor í liði Miami en Joe Dum- ars var atkvæðamestur hjá Detroit með 24 stig. David Robinson átti mjög góðan leik að vanda þegar SA Spurs marði sigur á Lakers. Robinson skoraði 36 stig og tók 12 fráköst og Willy Ander- son skoraði 23. Anthony Peeler gerði 27 stig fyrir LA Lakers og Doug Christie 17. Gamla stórveldið Los Angeles Lakers má muna sinn fífli fegri en liöiö hefur tapað 11 af síð- ustu 13 leikjum sínum og er næst- neðst í Atlantshafsriðlinum. Eftir níu heimasigra í röð varð Denver að lúta í lægra haldi. Clar- ence Weatherspoon skoraði 21 stig í liði Philadelphia. Dalias tapaði að vanda, nú fyrir Sacramento. Linonel Simmons skor- aði 30 stig í liði Sacramento en Tim Legler 25 stig í liði Dalias. -GH Staðan í NBA-deildinni Atlantshafsriðilh Miðvesturriðill: NewYork.... 18 8 69,2% Houston 24 4 85,7% Orlando 16 12 57,3% UtahJazz 21 8 72,4% JVLiðini . 13 13 50,0% San Antonio... 19 11 1/í í/i 63,3% cn AQ/» i\vWv6iðvyt> Boston.. ... .,..ÍÓ iU 12 18 /o 40,0% Jt/GuV (.1 Minnesota «4> «♦>:.♦ -XfltyyXfjt 8 20 28,6% Philadelphia 11 17 39,3% Dallas 2 25 0,74% Washington. 8 20 28,6% Kyrrahafsriðill: Miðriðill Seattle 22 3 88,0% Atlanta 19 7 73,1% 66,7% Phoenix .21 5 80,8% Chicago 18 9 Portland ...17 12 58,6% Charlotte .....17 12 58,6% GoldenState... 14 13 51,9% Cieveland.... 12 15 44,4% LaClippers 11 16 40,7% Indiana 10 16 38,5% LALakers 9 20 31,0% Detroit 8 20 28,6% Sacramento 8 20 28,6% Milwaukee.. 8 20 28,6% Skíöakóngurinn Alberto Tomba: Af skíðunum í kvikmyndaleik Alberto Tomba, ítalski skíðakóng- urinn, gaf til kynna í viðtali við íþróttadagblaðið Gazzetta dello Sport í gær að hann ætti skammt eftir af keppnisferli sínum og að draumur- inn hjá sér væri að leggja fyrir sig kvikmyndaleik. „Ég á ekki mörg ár eftir og reikna ekki með vera enn að keppa þegar ég verð þrítugur," sagði hinn 27 ára gamii Tomba sem hefur fengið þrjú guli og eitt silfur á tveimur síðustu ólympíuleikum. Hann stefnir aö því að bæta fjórða gullinu í safnið á leik- unum í Lillehammer í næsta mánuði og verða með því sá fyrsti sem fær þann fjölda í alpagreinum á ólympíu- leikum. „Ég er farinn að hugsa um hvað tekur við þegar ég hætti í íþróttunum og hef fengið tilboö frá aðilum í Hollywood," sagði Tomba um hugs- anlega frægð og frama á hvíta tjald- inu. -VS Coruna bætti við -en Deportivo Coruna jók forystu sína í spænsku knattspymunni þrátt fyrir 0-0 jafntefli viö Rayo Vallecano á útivelli á nýársdag. Barcelona tapaði fyrir Sporting Gijon í gær, 2-0, og nú er Coruna með 25 stig, Barcelona 23 og Sport- ing er þriðja með 22 stig. Úrslitin á Spáni: Valiecano - Deportivo Coruna.0-0 Sevilla - Real Sociedad.... Real Madrid Albacete....... Celta - Real Zaragoza...... Valencia-Osasuna............ Logrones - Valladolid....... Lerida-RealOviedo........... Tenerife - Atletico Madrid.. Atletico Bilbao - R. Santander. Sporting Gijon - Barcelona. 1-0 ...2-0 ...1-0 ...0-0 ...0-0 ,...1-1 ...1-1 ...1-2 ...2-0 -VS Iþróttir Kenny Walker, leikmaður Washington, hefur hér litið að gera i risana frá New York, þá Patrick Ewing og Anthony Mason, í leik liðanna sem New York vann örugglega. Símamynd Reuter Síöustu leikimir í NBA á árinu 1993: Charlotte stöðvaði Chicago Úrslit síðustu leikjanna í NBA- deildinni á árinu 1993 sem leiknir voru 30. desember urðu eftirfarandi: Charlotte-Chicago..........115-95 Detroit-Sacramento.......91-97 Indiana-SA Spurs......... 82-107 Miami-Orlando............100-108 New York-Washington......102-84 Minnesota-Houston........104-110 Milwaukee-Cleveland......105-103 Denver-Golden State......101-96 Phoenix-76’ers...........119-107 LA Clippers-Boston.......111-119 Charlotte stöðvaði sigurgöngu meistara Chicago sem hafði fyrir leikinn unniö tíu leiki í röð. Dell Curry var með 28 stig og Hersey Hawkins 26 í liði Detroit. Wayman Tisdale skoraði 21 stig fyrir Sacramento en Terry Mills var mneð 22 fyrir Detroit sem tapaði sín- um sjötta leik í röð. J.R. Reid skoraði 22 stig og Dale Ellis 21 fyrir SA Spurs í sigrinum á Indiana. Shaquille O’Neal skoraði 27 í liði Orlando í góðum útisigri á Orlando. John Starks og Patrick Ewing voru aöalamennimir á bakviö sigur New York. Starks með 29 stig og Ewing 24. Hjá Washington var Pervis Elli- son með 23 stig. Denver vann sinn fimmta sigur í röð þegar liðið lagði Golden State að velli. Mahmoud Abdul Rauf skoraði 22 stig fyrir Denver en Latreww Sprewell 28 stig fyrir Golden State. Oliver Miller setti nýtt persónulegt met þegar hann skoraöi 32 stig fyrir Phoenix og Charles náöi þrennunni í 18. skipti á ferli sínum með því aö skora 22 stig, hirða 14 fráköst og eiga 12 stoðsendingar. Hakeem Olajuwon var með 32 stig í liði Houston en Rookie Isaiah Rider gerði 30 stig fyrir Minnesota. Frank Brickowski tryggði Mil- waukee sigur á Cleveland með sigur- körfu 2.6 sekúndum fyrir leikslok. Brad Daugherty náði þeim áfanga að skora 10 þúsunda stig sitt í NBA- deildinni og hann gerði 26 stig í leikn- um fyrir Cleveland. -GH BYRJENDANÁMSKEIÐ ERU AÐ HEFJAST JUDO Þiálfari er Michal Vachun fyrrverandi þjálfari íékkneska landsliðsins. Innritun og frekari upplýsingar alla virka daga frá kl. 10-22 og 11-16 um helgar -? ísi™ 627295

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.