Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1994, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1994, Blaðsíða 28
MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 1994 % Meiming_______________ Ánægjuleg samvinna náinna frændþjóða Við íslendingar höfum löngum litið á Færeyinga sem okkar nánustu frændþjóð. Sú afstaða okkar birtist á margvíslegan hátt, meðal annars í þeirri tilhneigingu sumra fjölm- iðla að fjalla fremur um málefni Færeyja með innlendum fréttum en erlendum. Flestir munu líka fagna auknu samstarfi við Færey- inga. Sú bók sem hér er til umsagn- ar er til marks um aukið samstarf ^þjóðanna á sviði menningarmála, 'nánar tiltekið er hún afrakstur ís- lensk-færeyskrar ráðstefnu í Reykjavík í ágúst 1992. Efni grein- anna er mjög fjölbreytilegt og eru flest efnin skoðuð bæði frá fær- eyskum og íslenskum sjónarhóli og greinarnar ýmist skrifaðar á færeysku eða íslensku. Þannig fjallar Hjörtur Pálsson um þýðing- ar á verkum færeyskra höfunda á íslensku og viðtökur sem þær hafa hlotið á íslandi og Martin Næs fjall- ar um hliðstætt efni af færeyskum Bókmenntir Gunnlaugur A. Jónsson sjónarhóh, þ.e. um þýðingar ís- lenskra bókmennta yfir á færeysku og þær móttökur sem þær hafa fengið í Færeyjum. Guðrún Kvaran fjallar um íslensk mannanöfn og Jóhan Hendrik W. Poulsen með sama hætti um „foroysk fólk- anovn". Greinamar í bókinni em misjafnlega mikið sérhæfðar, en ég tel að þær greinar sem hafl víðasta skírskotun séu greinar þeirra Inga Sigurðssonar um viðhorf íslend- inga til Færeyja og Færeyinga og Turið Sigurðardóttur um viðhorf Færeyinga til íslands og íslend- inga. Niðurstöður Inga em á þann veg að á því tímabili, sem nægan efnivið til ályktana er að hafa um viðhorf íslendinga til Færeyinga hafl þessi viðhorf yfirleitt verið sérlega jákvæð þótt hagsmunaá- rekstrar vegna fiskveiða hafi stundum sett strik í reikninginn. Mikið er látið af gestrisni Færey- inga og jákvæð viðhorf til Færey- inga eru oft tengd frændsemi þjóð- anna. Saman við þau fléttast í mörgum tilvikum stuðningur við færeyska þjóðernisbaráttu. í grein Turið Sigurðardóttur kemur fram að næst á eftir Dönum séu íslendingar sú þjóð sem Færey- ingar hafi mest samskipti við. Tur- ið bendir á að færeyskir sjómenn og aðrir þeir sem stundað hafi at- vinnu á Islandi hafi sagt frá sam- skiptum sínum við íslendinga, en fæstir þeirra hafi skrifað eða flutt fyrirlestra um samskipti sín við þá. Það hafi verið færeyskir mennta- menn og skáld sem drógu upp hina færeysku ímynd af íslandi og sum- ir þeirra hafi aldrei til íslands kom- ið. Sú hafi t.d. verið raunin með V.U. Hammershaimb (1819-1909), sem mótaði færeyska stafsetningu 1846 á forníslenskum og íslenskum grundvelli. Hann gekk hins vegar í Hið íslenska bókmenntafélag árið 1843 og varð fyrir miklum áhrifum frá Jóni Sigurðssyni. í færeyskri sjálfstæðisbaráttu hafi mjög verið horft til íslands sem brautryðj- anda. Greinar Vilhjálms Hjálmarsson- ar og Edith í Jákupsstovu eru einn- ig líklegar til að höfða til breiðs lesendahóps. Báðar eru þær nokk- uð persónulegar að því leyti að Vil- hjálmur byrjar grein sína á að rifja upp einar ljósustu bernskuminn- ingar móður sinnar sem tengdust kynnum hennar af færeyskum sjó- mönnum. Þó mikillar andstöðu hafi gætt meðal íslendinga við fisk- veiðar Færeyinga þá virtist það næsta almenn skoðun að sérlega gott hafi verið að lynda við Færey- inga. Edith greinir frá kynnum afa síns af fiskveiðum við ísland en þær stundaði hann um árabil frá Höfn í Bakkafirði og bar íslending- um mjög gott orð. Greinarnar í þessari bók eru skrifaðar fyrir þann tíma sem ófar- ir Færeyinga á fjármálasviðinu hafa hleypt nýju lífi í umræður um færeysk málefni á íslandi. Hafa þær ekki síst snúist um hvort við Islendingar séum á sömu braut og Færeyingar og að hve miklu leyti við getum lært af mistökum þeirra. Það er öll ástæða til að fagna því samstarfi sem komið er á milli heimspekideildar Háskóla íslands og Fróðskaparseturs Foroya. Þessi bók sýnir að slíkt samstarf er mjög gefandi fyrir báða aðila. Frændalundur. Fyrirlestrar frá íslensk- færeyskri ráðstefnu I Reykjavík 20.-21. ágúst 1992 Ritstjórar: Magnús Snædal og Turið Sigurðardóttir Háskóli íslands - Háskólaútgáfan 1993 (262 bls.) cyla bréfabindi 274kr, Þið hringið - við sendum Múlalundur Vinnustofa SÍBS • Hátún 10c Síman 688476 og 688459 • Fax: 28819 Don Pedro og menn hans koma í kastala landstjórans í Messinu. Háskólabíó - Ys og þys út af engu: Heitar ástir og svikamyllur Breski leikarinn Kenneth Branagh hóf leikstjórafer- il sinn með glæsibrag hér um árið þegar hann glímdi við sjálfan Hinrik V eftir William Shakespeare. Á eftir komu svo tvær myndir úr samtímanum, að vísu nokk- uð góðar en sem komust þó ekki í hálfkvisti við hina fyrstu. Það er því ekki nema eðlilegt að hann snúi sér aftur að leikskáldinu góða sem kunni þetta allt, að segja sögu og skapa eftirminnilegar persónur. I þetta sinn reynir Branagh sig við einn af gaman- leikjum Shakespeares, reyndar einn hinn vinsælasta þeirra allra, þar sem allt logar af ástum og sviksemi og maklegum málagjöldum, Ys og þys út af engu. Sagan hefst þegar Don Pedro, prins af Aragón (Was- hington), og menn hans snúa heim úr stríðinu og taka hús á Leonato (Briers), landstjóra í Messinu. Þar bíður þeirra kvennafjöld og líður ekki á löngu þar til ástin hefur kviknað í ungum brjóstum. Leikurinn snýst síðan um tvær ástarsögur. Annars vegar er það gagnkvæm ást Claudios greifa (Leonard) og Hero (Beckinsale), dóttur landstjórans, og hins veg- ar eins konar ástarófriður þeirra Beatrice (Thompson) og Benedicks (Branagh). Þau síðarnefndu vilja ekki gangast við tilfinningum sínum en þess í stað senda þau hvort öðru eins eitraðar pillur og athugasemdir og tungur þeirra ráða við. Claudio og Hero vilja giftast en vondir menn undir forustu Jóhanns, bróður Don Pedro og öfundarmanns hans og fýlupoka, gera sitt besta til að koma í veg fyr- ir það með svikum og prettum en Beatrice og Bene- dick vilja ekki giftast, eða svo segja þau að minnsta kosti, en góðir menn vilja koma því í kring með öllum ráðum, þar á meðal smáprettum. Og eftir töluverðan ys og þys gengur allt upp og þorparamir fá á baukinn. Ys og þys út af engu er enn ein skrautfjöðrin í hatt Kenneths Branagh, bæði sem leikara og leikstjóra, og voru þær þó margar fyrir. Hlutverk Benedicks og Kvikmyndir Guðlaugur Bergmundsson Beatrice eru eins og klæðskerasaumuð á hann og eigin- konuna Emmu Thompson og fara þau á þvilíkum kost- um að unun er á að horfa. Aðrir leikarar falla því óneitanlega í skuggann þótt þeir standi líka vel fyrir sínu. Yfirbragð myndarinnar er allt með léttasta móti, svona í anda ítölsku sólarinnar og sveitasælunnar í Toscaníu þar sem sagan gerist og Branagh hikar ekki við að grípa til ærslagangs í útfærslu sinni, eins og þegar hann sjálfur fær að kenna á kenjum fellisól- stóls. Aldrei þó um of. Ys og þys út af engu (Much Ado About Nothing) Kvikmyndataka: Roger Lanser Handrit: Kenneth Branagh, eftir leikriti Shakespeares Leikstjóri: Kenneth Branagh Leikendur: Kenneth Branagh, Emma Thompson, Denzel Was- hington, Kenau Reeves, Robert Sean Leonard, Richard Bri- ers, Kate Beckinsaie Laugarásbíó - Geimverumar: ★ ★ Fleiri gestir f rá laugardagskvöldi Sjónvarpsglensið bandaríska „Saturday Night Live“ heldur áfram að geta af sér bíómyndaafkvæmi. „SNL“ hefur verið uppspretta mikils hluta þess gríns sem kemur frá Bandaríkjunum enda slitu flestir frægustu gamanleikarar álfunnar barnsskónum þar. í harðn- andi samkeppni leitar Hollywood æ meira á sjónvarp- smiðin í leit að velþekktum vörumerkjum sem hægt er að glæða nýju lífi. Geimverurnar „The Coneheads" eru með frægustu persónum þáttanna og eru enn þjóð- Kvikmyndir Gísli Einarsson kunnar fyrir vestan, þótt ár og dagar séu síðan þau sáust síðast. Gamanið í kringum þær byggðist á því að geimverurnar lifðu og hrærðust meðal venjulegra manna sem aldrei virtust taka eftir því að þær væru ekki af þessum heimi, sama hvað hegðun þeirra eða málnotkun brygði mikið út frá norminu. Bíómyndaútfærslan segir frá því hvernig hjónin Beldar (Dan Aykroyd) og Prymaat (Jane Curtin) koma til jarðar til þess að leggja undir sig plánetuna en verða að hætta við eftir að geimskip þeirra sekkur. Þau geta ekki búist við björgun næstu sjö zerlin (ca 15 jarðár) þannig að þau koma sér fyrir í neyslusamfélaginu eins og þeim einum er lagið. Lifnaðarmáti þeirra er ansi broslegur en handritið er sett saman úr mörgum litlum bútum og býður ekki upp á nema lágmarkssöguþráð. Myndin reiðir sig á blöndu fáránleikahúmors og dæmi- gerðra millistéttaaðstæðna og þrátt fyrir að myndin sé alltaf áhorfanleg er ekki laust við að blandan sé ekki nógu sterk til að Coneheads verði minnisstæð gamanmynd. Geimverurnar (Dan Aykroyd og Jane Curtin) eru fyrir- myndarkjarnafjölskylda og klæðnaður þeirra á eftir að batna mikið með árunum. Leikaramir eru svolítið heftir af keiluhausagervum sínum. Furðuleg málnotkun hjónanna kemur ekki í stað vel samins gamantexta og hegðunarmynstur þeirra missir fljótt notagildi sitt. Sjónrænni brandarar eru betri, sumir gerðir með nýtísku tölvubrellum. Um miðbikiö fer sagan að snúast einum of mikið um tán- ingsdóttur þeirra og ástarvandræði hennar og í lokin þegar ferðinni er heitið aftur til heimaplánetunnar Remulak er farið aö hrikta í handritinu. Myndin á við svipaðan vanda að stríða og Wayne’s World því það er ekki auðvelt að taka litla hugmynd sem gekk vel og gera úr henni heildstæða kvikmynd. Coneheads (Band. - 1993) 88 min. Handrit: Tom Davis, Dan Aykroyd, Bonnie Turner, Terry Turn- er. Leikstjórn: Steve Barron (Electric Dreams, TNM Turtles). Leikarar: Dan Aykroyd (Chaplin, Sneakers), Jane Curtin, Mic- helle Burke, Michael McKean (True Identity, Man Trouble), Jason Alexander, Lisa Jane Persky (Big Easy), Chris Farley (Wayne’s World).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.