Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1994, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1994, Síða 34
34 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 1994 Afmæli Þorsteinn Ketilsson Þorsteinn Ketilsson, Hæðargarði 35, Reykjavík, er áttræður í dag. Starfsferill Þorsteinn fæddist á Fossi í Hruna- mannahreppi og ólst þar upp. Hann stundaði bamaskólanám í far- kennslu í Hrunamannahreppi, vann síðan ýmis sveitastörf í Hruna- mannahreppi til 1939 og var jafn- framt nokkrar vertíðir á Stafnesi. Þá var Þorsteinn verkamaöur í Blikksmiðjunni Gretti á árunum 1940-85 en þar starfaði hann einkum við vatnskassaviðgerðir. Fjölskylda Þorsteinn kvæntist 29.12.1945 Guðrúnu Sveinsdóttur, f. í Dalskoti undir Vestur-Eyjaflöllum24.7.1912, húsmóður. Hún er dóttir Sveins Sveinssonar, b. í Stóru-Mörk, og Guðleifar Guðmundsdóttur hús- freyjuþar. Böm Þorsteins og Guðrúnar em Leifur Dalberg Þorsteinsson, f. 29.4. 1949, líffræðingur og dr. í ónæmis- fræði og deildarstjóri erfðafræði- deildar Blóðbankans í Reykjavík, kvæntur Sigríði Sólveigu Friðgeirs- dóttur, hjúkrunarfræðingi á fyrir- buradeild Landspítalans, og eiga þau tvö böm, Steinunni, f. 26.2.1979, og Eymund-Svein, f. 14.11.1985; Sturla Dalberg Þorsteinsson, f. 15.5. 1951, kennari í Garðabæ, kvæntur Ingibjörgu Haraldsdóttur bókara og eru böm þeirra Andri Þór, f. 27.2. 1984, Guðrún Ama, f. 17.4.1987, og Baldvin, f. 9.4.1989; Áshildur Dal- berg Þorsteinsdóttir, f. 6.12.1952, . húsmóðir í Mosfellsbæ, gift Lúðvík Friðrikssyni, verkfræðingi og fram- kvæmdastjóra rekstrar hjá Ratsjár- stofnun, og eru böm þeirra Kristín Guðrún, f. 25.10.1980, Anna Sigga, f. 3.1.1983, og Þorsteinn Lúðvík, f. 29.4.1987. Albróðir Þorsteins var Guðlaugur Ketilsson, f. 15.12.1912, d. 8.12.1993, trésmíðameistari í Reykjavík, kvæntur Sigríði Hinriksdóttur. Hálfsystkini Þorsteins, sam- mæðra, em Ketill Ingimarsson, f. 5.12.1923, jámsmiður í Kópavogi; Inga Jóna Ingimarsdóttir, f. 14.11. 1924, húsmóðir í Reykjavík, gift Leifi Eiríkssyni kjötiðnaðarmanni; Odd- björg Ingimarsdóttir, f. 9.10.1927, húsmóðir á Akranesi, gift Einari Hjartarsyni bensínafgreiðslu- manni; Kjartan Ingimarsson, f. 31.10.1932, afgreiðslumaður hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, búsettur í Reykjavik, kvæntur Jó- hönnu Albertsdóttur, starfsmanni hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Foreldrar Þorsteins voru Ketill Guðlaugsson, f. 8.11.1865, d. 1921, bóndi á Fossi, og Margrét Þorsteins- dóttir, f. 30.3.1884, d. 17.5.1967, hús- freyja. Ætt Ketill var sonur Guðlaugs, b. í Skarfanesi á Landi, Guðmundsson- ar, b. í Skarfanesi, Þorsteinssonar. Móðir Ketils var Sigríður Ólafsdótt- ir, Helgasonar og Ingiríðar, systur Sigurðar, ættfóður Galtarættarinn- ar. Ingiríður var dóttir Einars, b. í Bryðjuholti, Bjamasonar og Guð- rúnar yngri, systur Guðrúnar eldri, ættmóður Reykjaættarinnar. Guð- rún var dóttir Kolbeins, prests og skálds í Miðdal, er orti Gilsbakka- þulu, Þorsteinssonar. Margrét var systir Steinunnar, langömmu Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra. Margrét var dóttir Þorsteins, b. í Breiðamýrar- holti, bróður Steinunnar, móöur Þorsteinn Ketilsson. Magnúsar, guðfræðiprófessors og ráðherra, og Þorsteins rithöfundar (Þóris Bergssonar) Jónssona. Þor- steinn var sonur Þorsteins, garð- yrkjub. í Úthlíð í Biskupstungum, Þorsteinssonar, b. á Hvoh, hálfbróð- ur Bjama Thorsteinssonar amt- manns, föður Steingríms skálds, föður Axels, rithöfundar og blaða- manns. Þorsteinn var sonur Þor- steins, b. í Kerlingardal, Steingríms- sonar, bróður Jóns eldprests. Þorsteinn verður að heiman á af- mæhsdaginn. Margrét Sigurðardóttir, Hnitbjörgum, Blönduósi. Haraldur Sölvason, Borgarheiði 7 V, Hveragerði. Þórmundur Erlingsson, Holtsgötu 19, Reykjavík. Lambastöðum, Álftaneshreppi. Sigurveig Sigurj ónsdóttir, Túngötu 16, Sandgerði. Anna Áslaug Sigurðardóttir, Fannarfelli 12, Reykjavik. Edda Einarsdóttir Hjaitested, Hæðargarði 6, Nesjahreppi. 50 ára Guðrún Benediktsdóttir, Heiðargerði55, Reykjavík. Eiginmaður Guðrúnarer Magnús Guö- mundsson. Þau taka á móti gestumíDans- húsinu Glæsibæ frá kl. 20.00 á afmælisdag- inn. Magnús Björgvin Jónsson, Öldugranda 3, Rey Kjavík. Gunnlaugur Gunnlaugsson, Hverfisgötu 62, Reykjavík. Guðni J. Hannesson, Birkihlíð 20, Reykjavik. Stefán Þórarinsson, Heiðarvegi 23, Reyðarfirði. Jóna Kristbjörnsdóttir, Ásbúð94,Garðabæ. Ingibjörg G. Tómasdóttir, Einarsnesi 46, Reykjavík, Guðjón Sverrir Agnarsson, HilmarEyjóifsaon, Hafnargötu 26, Seyðisfirði. Gústaf Ólafsson, Faxabraut 36 C, Keflavik. Anna Boldvinsdóttir, Sigriður S. Jónasdóttir, Lækjarbraut4, Rauðalæk. Ólafur Helgi Ólafsson, Dalshúsi 56, Reykjavik. Sigurbjörn Hilmarsson, Búhamri 82, Vestmannaeyjum. Við sameinum hraða, gæði og FRÁBÆRT VERÐ! FILMA FYLGIR FRAMKÖLLUN FRAMKÖLLUN - LITLJÓSRITUN IJi MIÐBÆJARMYNDIR Lækjargötu 2 - s. 611530 Magnús B. Norðdahl Magnús B. Norðdahl, fyrrverandi leigubílstjóri, til heimilis að Fells- múla 22, Reykjavík, er áttatíu og fimmáraídag. Starfsferill Magnús er fæddur á Hólmi við Reykjavík og ólst þar upp í foreldra- húsum til fimmtán ára aldurs en fór þá til sjós og stundaði sjómennsku í fjölda ára á íslenskum fiskiskipum og erlendum verslunarskipum allt til ársins 1945. Hann var þó á þessu tímabili verkstjóri sex sumur á síld- arplani á Siglufirði hjá Sófusi Blöndal og Ásgeiri og Beinteini Bjarnasonum þjóðlagasafnara Þor- steinssonar í byrjun árs 1939 flutti Magnús frá Siglufirði á Akranes og var þar há- seti og vélstjóri á togaranum Sindra, en með honum sigldi Magnús öll stríðsárin þar til í ársbyrjun 1945 er Magnús kom í land. Hann hóf þá vörubílaakstur á eig- in bíl en keypti sér síðan leigubif- reið, flutti tíl Reykjavíkur og ók þar leigubíl á Hreyfíi þar til fyrir skömmu. Jafnframt akstrinmn starfaði Magnús hjá B.M. Vallá í meira en aidarfiórðung en hann lét þar af störfum 1991. Fjölskylda Kona Magnúsar er Guðrún, f. 3.1. 1927, dóttír Andrésar Gíslasonar frá HamriíMúlasveit. Börn Magnúsar og Guðrúnar eru Hreggviöur Norðdahl, doktor í jarð- fræði og kennari við HÍ, kvæntur Svövu Guðmundsdóttur lyfiafræð- ingi, en þau eiga tvö böm; Svala Norödahl, starfsmaður hjá íslenska dansflokknum, en hún á fiögur böm; Hrönn Norðdahl, ekkja á Akranesi og framleiðslustjóri þar hjá Sjóklæðagerð íslands, en hún á tvö böm; Magnús Norðdahl hdl., en hann rekur ásamt starfsbróður sín- um eigin lögfræðistofu í Reykjavík, kvæntur Elínu Jónasdóttur, kenn- ara frá Egilsstöðum, og eiga þau tvö böm. Frá því fyrir þetta hjónaband á Magnús fiögur börn. Þau era Öm Norðdahl, sendibílstjóri í Hafnar- firöi, kvæntur Ehsabetu Þorgeirs- dóttur en þau eiga þrjú böm; Kol- brún Norðdahl, húsmóðir í Reykja- vík og starfsmaður hjá Vörabíl- stjórafélaginu Þrótti, en hún á fiög- ur uppkomin böm: Hrafn, verk- sfióri á ísafirði, kvæntur Herdísi Hubner kennara, en þau eiga þijú böm, Hrafn á þrjú böm frá fyira hjónabandi; Drífa (fædd Norðdahl, ættleidd og nú Hjartardóttir), bóndi á Keldum á Rangárvöllum, gift Skúla Lýðssyni b. þar, en þau eiga þrjásyni. Magnús átti fiögur hálfsystkin, samfeðra, og era þrjú þeirra látin, en auk þess á hann eina alsystur. Systkini hans; Hrefna Eggertsdóttir Magnús B. Norðdahl. Norðdahl, látin; RannveigEggerts- dóttir Norðdahl, látin; Karl Eggerts- son Norödahl, b. á Hólmi, látinn; Guðrún Eggertsdóttir Norðdahl, ekkja í Reykjavík. Alsystir Magnús- ar er Bima Norðdahi, húsfreyja að Bakkakoti við Hólm, ekkja eftir Ólaf Þórarinsson bakarameistara. Foreldrar Magnúsar vom Eggert Guðmundsson Norðdahl, b. að Hólmi, og Ingileif Magnúsdóttir. Ætt Bróðir Eggerts Norðdahl var Skúh, faðir Gríms á Úlfarsfelli. Egg- ert var sonur Guðmundar, b. á Ell- iðakoti, Magnússonar Norðdahl, prests í Meðallandsþingum Jóns- sonar, prests í Hvammi í Norður- árdal Magnússonar, sýslumanns í Búðardal Ketilssonar. Móðir Magn- úsar sýslumanns var Guðrún Magnúsdóttir, systir Skúla landfóg- eta. Guðmundur A. Siguijónsson Guðmundur Ármann Siguijónsson myndiistarmaður, Aðalstræti 10, Akureyri, er fimmtugur í dag. Starfsferill Guðmimdur er fæddur á Ránar- götu 13 (doktorshúsinu) í Reykjavík og ólst þar upp fyrstu árin, síðan á Langholtsveginum fram að ferm- ingu, þá á Miklubrautinni og loks í Kópavogi. Hann var í Laugarnes- skóla, Langholtsskóla og Gagn- fræðaskóla Austurbæjar. Guð- mundur var í verknámsskóla og iðnskóla og er lærður prentmynda- smiður en fagið nam hann hjá Raf- grafi, prentmyndagerð Vikunnar. Þá var hann í Myndhsta- og hand- iðaskólaíslands 1967-72. Á unglingsáram vann Guðmund- ur sem sendfil hjá Prentsmiðjunni Eddu og eftir námið í Myndiista- og handíðaskólanum var hann í Sví- þjóð. Hann réðst síðan tfi Akureyrar tfi myndlistarkennslu hjá nýstofn- uðu Myndhstarfélagi, Námsflokk- unum og MA. Guðmundur stofnaði Myndsmiðjuna ásamt Myndhstarfé- laginu og kenndi þar og við MA í nokkur ár. Hann hætti kennslu um tíma og vann ýmis störf en stofhaði síðan teiknistofu og skiltagerð, Stfi, ásamt Ragnari Lár. Guðmundur hóf kennslu aftur 1979 og er nú fastráð- inn kennari við Myndlistaskólann á Akureyri. Guðmundur tók þátt í stofnun Menningarsamtaka Norðlendinga og er formaður Gilfélagsins. Fjölskylda Kona Guðmundar er Hfidur María Pedersen Harisdóttir, f. 20.2.1952, hárgreiðslukona og verkakona. For- eldrar hennar: Krisfián Rögnvalds- son og Éster Ásbj ömsdóttir. Fóstur- foreldrar hennar: Hans Pedersen og Rósa Rögnvaldsdóttir. Böm Guömundar og Hfidar: Elsa María, f. 23.10.1973, nemi í MA; Bjöm, f. 5.12.1974, nemi í Verk- menntaskólanum; Pétur Már, f. 13.7. 1976, nemi í MA; Ármann, f. 2.11. 1981; Þorbjörg, f. 9.12.1982. Systkini Guðmundar: Sigurrós, f. 1.10.1934, maki Jónas Gunnar Guð- mundsson, þau eiga tvö böm; Erla, f. 3.4.1936, hennar maöur var Krist- mundur Þorsteinsson, látinn, þau eignuðust tvö böm, Erla á flögur böm af fyrra hjónabandi meö Ing- vari Guðnasyni; Sigurbjörg, f. 19.6. 1937, maki Haraldur Sumarliðason, þau eiga fimm böm; Páll, f. 19.4. Guðmundur Armann Sigurjónsson. 1939, maki Hulda Ágústa Pálsdóttir, Páll á eitt bam; Bima, f. 17.9.1946, maki Jón Ólafsson, Bima á þrjú böm með fyrri manni sínum, Ey- jólfi Melsted; Jón Páll, f. 28.12.1947, maki Steinunn Gunniaugsdóttir, þau eiga þrjú böm; Sigurður, f. 9.9. 1950. Foreldrar Guðmundar: Sigurjón Bjömsson, f. 6.6.1908, fyrrv. stöðv- arstjóri Pósts og síma í Kópavogi, ogÞorbjörgPálsdóttir, f. 1.1.1915, d. 14.9.1987, húsmóöir og starfsmað- urPóstsogsíma. Guðmundur heldur upp á afmælið með fiölskyldu sinni í Sjálfsbjargar- húsinu að Hátúni 12 í Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.