Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1994, Side 8
8
MÁNUDAGUR 10. JANUAR 1994
Utlönd
Fjarvarmaveita
í Færeyjum
kominíþrot
Allar líkur eru á því að fjar-
varmaveita, sem átti m.a. að veita
yl til úthverfis í Þórshöfn, höfuð-
stað Færeyja, svo og landspítal-
ans þar, verði lýst gjaldþrota í
vikunni. Varmaveitan skuldar
um 730 milljónir íslenskra króna
og ekkert varð úr að landskass-
inn afskrifaði lán til veitunnar
upp á 550 milljónir króna.
Varmaveitan var hönnuð meö
þaríir 1500 húsa í huga en aldrei
voru byggð nema 250 hús í hinu
nýja hverfi áður en kreppan fór
að segja til sín af alvöru.
Bossivillein-
kommúnistum
Umberto
Bossi, leiðtogi
Bandalags
norðanmanna
á Ítalíu, sagði í
gær að hreyf-
ing sín mundi
ýta baráttu-
máli sínu um
ítalskt sambandsriki til hliðar
svo hægt veröi að koma í veg fyr-
ir að fyrrum kommúnistar nái
völdum.
Þessi stefnubreyting gæti haft
áhrif á samvinnu íiokka eftir
kosningarnar sem verða á ítalíu
á næstunni.
Norðmennog
Færeyingar
semja umveiðar
Norðmenn og Færeyingar hafa
gert með sér fiskveiðisamning
fyrir árið 1994 og var m.a. gengið
að kröfu Færeyinga um aukinn
þorskkvóta i norskri lögsögu. Á
móti kemur að þeir afsala sér níu
þúsund tonna loðnukvóta sem
þeir höfðu áður þar sem Norð-
menn og Rússar hafa í hyggju að
friða loðnustofninn.
Aö sögn Thomasar Arabo, sem
fer með sjávarútvegsmál í fær-
eysku landstjórninni, eru menn
þar á bæ ánægðir með sitt
Ritzau, Reuter
Skógareldar loga enn á 1 það minnsta 136 stöðum í Suðaustur-Ástralíu:
Biðja guð um skjól
gegn vítislogunum
- hundruð húsa hafa brunnið og tjónið er metið á marga milljarða króna
íbúar Sydney hafa flúið borgina unnvörpum síðustu daga. Eldurinn hefur seilst inn i úthverfin og viða má sjá
háar reykjarsúlur stíga til himins frá brennandi húsum og gróðri. Tjónið er metið á milljarða króna og hefur ríkis-
stjórnin heifið öllum bótum sem orðið hafa fyrir tjóni. Símamynd Reuter
„Þessari baráttu er hvergi nærri
lokið. Við erum ekki einu sinni nærri
því að sjá fyrir endann á hörmungum
fólks,“ sagði einn slökkvihðsmanna
í Sydney í Ástrahu þegar stund var
milli stríða í baráttunni við skógar-
eldana nú i morgun.
Fólk í Sydney og nágrenni biður
nú til guðs um að vinda lægi og væta
komi úr lofti þannig að eldurinn láti
staðar numið. Ekki er um annað að
gera en setja traust sitt á almættið
og slökkvihðið þegar hvergi virðist
skjól að fá fyrir vítislogunum.
I morgun var vitað að eldar loguðu
á 136 stöðum og slökkviliðsmenn
sögðu að þeir gætu aðeins beðið eftir
nýju áhlaupi eyðingaraílanna. Mikið
lof hefur verið borið á slökkviliðið
fyrir framgöngu þess undanfarna
daga. Um 10 þúsund menn hafa bar-
ist við eldinn nótt sem nýtan dag í
meira en viku.
Tjón er nú þegar metið á allt að
fimm milljarða króna. Um þrjú
hundruð hús eru brunnin til grunna
eða stórskemmd eftir eldinn. Enn er
aðeins vitað um fjögur dauðsfoll. í
nokkrum tilvikum hefur eldurinn
komist í bensínstöðvar og úr orðið
mikið bálrÞá hafa kirkjur brunnið.
Skógareldar verða óvíða í heimin-
um verri en á þessum slóðum í Ástr-
alíu vegna fjölda gúmmítrjáa sem
leka vökva sínum í miklum hitum.
Skógurinn verður því mjög eldfimur
í hitatíð og hafa menn séð eldtung-
urnar stíga í allt að 70 metra hæð.
Hitinn er og óskaplegur þegar
gúmmíkvoðan brennur. Væta úr lofti
bjargar litlu eftir að eldarnir hafa
kviknað.
Ríkisstjórnin hefur lofaö bótum öll-
um þeim sem hafa misst hús sín í
eldinum. Fjöldi manna hefur flúið
að heiman og tekið sér bólfestu á
víðavangi meðan beðið er eftir að
Ósköpunumlinni. Reuter
Fjölbreytt námskeið
Almennt námskeið fyrír ungar stúlkur og konur á öllum aldri
Snyrting - Hárgreiðsla - Fatastíll - Framkoma - Borðsiðir og gestaboð
Siðvenjur - Ganga - Litgreining - Mannleg samskipti og sviðsframkoma.
MÓDELNÁMSKEIÐ
Dömur - herrar
1W I. Ganga
M m 2. Snúningar
3. Sviðsframkoma
4. Hárgreiðsla
5. Andlitsförðun
Prófverkefni og tískusýning í lokin.
mrwr Ljósmyndun
MMm I • Förðun
2. Hárgreiðsla
3. Myndataka
Gott tækifæri að fá góðar
myndir í möppu.
Viðurkenningarskjöl
Sjálfsvörn
Undanfarnar vikur hafa alvarlegir atburðir gerst.
Hvað á ung stúlka að gera ef á hana er ráðist???
Við leiðbeinum ungum stúlkum
að verja sig gegn ofbeldi.
Innritun
og upplýsingar
í síma 643340
kl. 16-19.
Unnur Arngrímsdóttir
Leiðtogafundur NATO hefst í dag:
Clinton varar við
öfgasinnum í austri
Bill Clinton Bandaríkjaforseti und-
irstrikaði skuldbindingar stjórn-
valda í Washington um að tryggja
öryggishagsmuni Evrópulanda í
ræðu sem hann hélt í Brussel í gær
í fyrstu Evrópuheimsókn sinni frá
því hann tók við forsetaembættinu.
Þá bauð hann löndum Austur-Evr-
ópu nánari samvinnu við Atlants-
hafsbandalagið en útilokaði aðild
þeirra að því í nánustu framtíð.
Clinton er í Brussel þar sem hann
situr leiðtogafund Atlantshafsbanda-
lagsins sem hefst í dag. Samvinnan
viö fyrrum kommúnistaríkin í austri
verður eitt aðalmál fundarins, hins
fyrsta í tvö ár, og hefur áætlunin
hlotið nafnið „friðarsamvinna".
Austur-Evrópumenn eru þó lítt
hrifnir af þessari lausn þar sem þeir
vildu margir hverjir fá aðild að
NATO.
í ræðu sinni í ráðhúsinu í Brussel
varaði Clinton við óumburðarlyndi
og öfgastefnum í fyrrum Sovétblokk-
inni og var litið á það sem lítt dul-
búna árás á rússneska þjóðernisöfga-
manninn Vladimír Zhírínovskí sem
fékk mikið fylgi í kosningunum í
Rússlandi í desember.
Annað helsta umræðuefm leið-
Bill Clinton er í Brussel á leiðtoga-
fundi NATO. Simamynd Reuter
togafundar NATO verður styrjöldin
í Bosníu. Frakkar vilja að gripið
verði til harðari aðgerða, þar á með-
al að Serbum verði á ný hótað loftá-
rásum láti þeir ekki af sprengjuárás-
um sínum á Sarajevo. Bandarísk
stjómvöld em á hinn bóginn treg til
að blanda sér meira í átökin.
Warren Christopher, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, sagði að
NATO væri að undirbúa loftárásir á
Serba við Sarajevo, ef aðstæður köll-
uðu á slíkt. Háttsettur bandarískur
embættismaður sagði þó að loftárás-
ir væru ekki yfirvofandi. Reuter