Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1994, Blaðsíða 11
M Á NUDAGUR 10. JANÚAR 1994 11 Utlönd Tim Yeo ráðherra hefur nú gengist við öðru lausaleiksbarni. Bretland: Lausaleiks- börnum ráð- herra fjölgar Tim Yeo, fyrram aðstoðaram- hverfisráðherra Breta, hefur nú við- urkennt að hann hafi eignast bam í lausaleik á námsárum sínum. Þar með eru böm hans utan hjónabands orðin tvö en Yeo sagði af sér á dögun- um eftir að hann viðurkenndi að hafa sofið hjá flokkssystur sinni á þingi íhaldsmanna haustið 1992. Ávöxtur þeirra aukaþingverka kom í heiminn síðasta sumar og kostaði föðurinn embættið. Nú hefur aðstoðarsamgönguráð- herrann, Jarlinn af Katanesi, einnig sagt af sér eför að kona hans fannst látin á heimili þeirra. Jarlinn er þó ekki granaður um morð. Enn hefur það gerst að þingmaður íhaldsmanna er farinn frá konu sinni og kominn í sambúð með karlmanni. Það kostaði hann þingsætið og þykir íhaldsmönnum nú nóg um hve illa áhrifamönnum í flokknum gengm- að þræða hinn þrönga veg dyggð- annasemerstefnaflokksins. Reuter Formannsslagur hjánorskaFram- faraflokknum Útlit er fyrir að félagar í norska Framfaraflokknum þurfi að gera upp við sig á næst- imni hvort þeir vilji að formað- urinn Carl I. Hagen leiði flokkinn áfram eða hvort væn- legra sé að varaformaður- inn Ellen Wibe taki við formennsk- unni. Þau hafa hvort í sínu lagi lagt fram tillögur að ýmsum samþykktum sem fiokksþing landsbyggðarinnar eiga eftir að taka afstöðu til. Hagen lýsir yfir vanþóknun sinni á tillögum Wibe og hennar stuðningsmanna og segir ekki tíma vera til málamiðlana. Wibe segir aftur á móti að mála- miðlun sé nauðsynleg til að halda flokknumsaman. ntb Finnskurprófess- orvill leyfasjálfs- morðspillu Finnski heimspekingurinn Urpo Harva leggur til að sjúklingar sem era alvarlega veikir geti eftir um- sókn híá félagsmála- og heilbrigðis- ráðuneytinu fengið pillu sem tryggi þeim auðvelt andlát. Tillaga prófess- orsins birtist í nýútkomnu tölublaði finnska læknablaðsins. Harva er þeirrar skoöunar að pill- an auöveldi sjúkhngum lífið þar sem þeir viti að þeir geti með henni bund- ið enda á þjáningarnar verði þær óþolandi. Harva vitnar í orð Nietzsche sem sagði að hugsunin um sjálfsmorð hefði auðveldað mörgum erfiöa nótt og því gæti pillan komið ívegfyrirsjálfsmorð. fnb mánaða ábyrgð á notuðum Daihatsu og Volvo bflum f eigu Brimborgar! 1 O O % ÁBYRGÐ Opið laugardaga ki. 10:00 - 17:00 Það getur verið töluverð áhætta að kaupa notaðan bfl. Þú getur auðveldlega sannreynt að útlit bflsins sé í lagi en fæstir hafa getu né aðstöðu til.að sannreyna hvað leynist undir yfirborðinu. Þess vegna býður Brimborg hf. SEX mánaða ábyrgð á notuðum Daihatsu og Volvo bflum í eigu Brimborgar. Allir notaðir bflar af þessum tegundum eru yfirfarnir af þjónustumiðstöð Brimborgar og þar er allt lagfært sem er í ólagi áður en bflarnir eru seidir. Þannig er öryggi þitt tryggt. Ábyrgðin gildir til sex mánaða eða að 7500 km. og allt er í ábyrgð nema yfirbygging bílsins. faxafini 8 -sími 9i-68S87o

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.