Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1994, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1994, Page 12
12 Spumingm Ætlar þú á útsölu? Kristný Björnsdóttir: Nei. Haukur Otterstedt: Nei. Guðmundur Skúli Hartvigsson: Nei, ég á ekki von á því. Valgerður Dagmar Jónsdóttir: Nei, ég kláraði alla peningana mína um jólin. Agnar Guðjónsson: Nei, engar. Guðjón Gislason: Nei, nei, ég fer aldr- ei á útsölur. MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 1994 Lesendur Verstöðin ísland: Er yf irbygg- ingin óhófleg? Sjávaraflinn er lifibrauð sem 260 þúsund manns verða að brjóta og brjóta smátt til að geta hafst við i verstöðinni íslandi, segir í bréfinu. Jóhannes Guðmundsson skrifar: Sjónvarpsþættina „Verstöðin ís- land“ tel ég vera einhverja bestu fræðslu- og söguþætti sem gerðir hafa verið hér. Þættirnir spönnuöu sögu sjávarútvegs í landinu frá því fyrst er einhver umtalsverð sjósókn hófst hér við land og sýndu þeir vel viðhorf fólks til þessa atvinnuvegar og hvernig það brást við lægöum og hæöum í honum. Hve ótrúleg bjart- sýni ríkti þegar sjávaraflinn glæddist og hve fljótt landsmenn fundu fyrir því þegar samdrátturinn varð um- talsverður. Þetta hefur ekkert breyst. Upp- gangur og samdráttur í þjóðarbú- skapnum ræðst enn af sjávaraflan- um. Við erum enn að fullu háð því hve mikið aflast. Eina umtalsverða breytingin er sú að tæknin hefur að miklu leyti leyst mannshendur af hólmi þar sem líkamlegt erfiði sligaði margan góðan manninn og konuna fyrir aldur fram. í staðinn hefur mannskapnum verið hlaðið í störf á störf ofan til að sem flestir geti lifað af hinum svipula sjávarafla. Þetta kemur gleggst fram í oftnefndri yfir- byggingu sem er orðin umtalsverö og að ég tel óhófleg. Þetta sást vel'í myndaflokknum „Verstöðin ísland" þar sem sýnt var frá útgerð í einu helsta útgerðar- plássi landsins. Þetta var fróðleg inn- sýn. Hvert starf var sérhæft. Útgerð- armaðurinn var áhugasamur og fylgdi vel eftir hverju augnabliki í starfseminni, allt frá þvi skipið leysti landfestar þar til það kom að landi á ný. Síðan útgerðarstjóri. Hann fylgd- ist með daglegum rekstri og sá um að ekkert vantaði þegar skipin komu aö. Allt varð aö vera klárt. Skrif- stofuvinnan var svo einn þátturinn, þar voru færðar til bókar fjármála- hreyfingar dagsins. Á svipuðum tíma og þessi mynda- flokkur hélt innreið sína í Sjónvarp- inu var verið að senda út frétt frá kosningu manns ársins á vegum eins útgáfufyrirtækis. Þar var um aö ræða hafnfirsk hjón sem reka útgerö. Þau tvö ein sjá um reksturinn. Þetta leiðir hugann að því hvort Verstöðin ísland hafi komið sér upp svo óhóf- legri yfirbyggingu í sjávarútveginum að hann sé að ganga af sjálfum sér dauðum. Er því verði sem sjávarafl- inn getur gefið ekki dreift á alltof margar hendur, alltof mikils krafist af of mörgum sem hann sækja? Sjáv- araflinn er ekki lengur auðlind, hann er lifibrauð sem 260 þúsund manns verða að bijóta og bijóta smátt til að geta hafst við í verstööinni íslandi. Samræmt fréttaílóð í sjónvarpsstöðvunum: Þörf á heillegum fréttatíma kl. 22 Ragnar Jónsson skrifar: Eg var að lesa pistil í Pressunni þar sem tekið var fyrir fréttaflóðið á sjón- varpsstöðvunum. Þar kemur sú hug- mynd fram að færa aðalfréttir Ríkis- sjónvarps aftur til kl. 22 að kvöldinu. Þessi hugmynd hefur áður komið fram, t.d. á lesendasíðu DV, og það frá fleiri en einum eða tveimur. Sem þýðir væntanlega að margir eru hug- myndinni hlynntir. Sama er mér hvor sjónvarpsstöðin flytur aðal- fréttatímann til kl. 22 en í dag er fréttaflóðið í ljósvakamiölunum frá kl. 19 til 20.30 yfirþyrmandi. Og hvor- ug sjónvarpsstöðin býður heúlegan fréttatíma sem svo gæti kallast. Það er tæpt á ýmsum atriðum en engri frétt gerð almennileg skil. Og á Stöð 2 eru fréttirnar shtnar sundur með auglýsingum eða gríni um veörið. Auðvitað geta stöðvamar gert bet- ur, þær hafa mannskap til þess og tæknina. Ég er líka viss um að önnur hvor sjónvarpsstöðin tekur það heillaskref að færa aðalfréttir sínar til kl. 22, því það er sá timi sem mest getur gefið af sér í fréttum. Þetta er bara spuming um að láta af þver- móðskunni. En sú stöðin vinnur hlustun og vinsældir sem þetta gerir. Spilavélar og lottómiðar framtíðarmúsík? Vel spilað og fólkið ánægt! Gunnar Magnússon skrifar: „Ég er ánægður með fyrstu viðtök- ur almennings við happdrættisvél- unum. Það hefur verið sæmilega vel spilað á vélamar og fólk sem reynt hefur er ánægt,“ sagði forstjóri Happdrættis Háskóla íslands í blaða- viðtali nýlega. Þaö virðist sem okkur íslendingum hafi nú hiotnast það sem við höfum lengi þráð; að spila til vinnings en láta öðmm eftir aö vinna störfm. Þetta er ekki grín af minni hálfu, þetta er orðin stað- reynd. Þetta er að vísu ekki hægt í alvör- unni nema til mjög skamms tíma en flýtur á meðan ekki sekkur. Ráða- menn þjóðarinnar hafa gefist upp á að ákveða hvort ný tegund spilavéla eins og notaðar em í frægum og heimsþekktum spilavítum séu lög- legar hér eða ekki. Lögin sem þó em í gildi staöfesta að hér sé um lögbrot Spllum til vinnings, látum hina vinna störfin. að ræða og hafi raunar verið lengi. Löngu áður en spilavélar Háskólans komu til sögunnar. En þegar bylting- in með nýju spilavélunum hélt inn- reið sína tók hún að éta börnin sín. Og eins og alltaf leiðir bylting til þess að einhverjir verða að lúta í lægra haldi fyrir þeim sterkari. í okkar þjóðfélagi er það ríkið sem hefur lotið í lægra haldi. Það treystir sér ekki til að leggja til atlögu gegn byltingunni. Það styður báða stríðs- aðila en segist ætla að endurskoða lögin um orsakir byltinga á spila- markaðinum. Á því verður bið og væntanlega svo löng að stríðsaðilar hafa sæst að fullu í milhtíðinni. Þá þarf heldur engin ný lög að setja og ónýt þjóðin getur haldið áfram að spila fyrir sinn ónýta gjaldmiðil þar til henni verður gert að loka hjá sér vegna vanskila. Þetta er dugnaðar- merki þjá ekki fjölmennari þjóð! Eratvinnuleysi íalvöru? L.I. hringdi: Ég vil vekja athyglí á þvi að víða i þessu þjóöfélagi eru útlend- ingar við störf og það í allmiklum mæli. Ég tek sem dæmi bæði störf á hjúkrunarheimilum þar sem unnin eru t.d. aðhiynningarstörf svo og við fiskvinnsluna þai' sem tugir útlendinga era kannski við vinnu í einu og sama útgerðar- plássinu og hafa verið allt þar til sjómannaverkfallið skall á. Er það raunverulega svo að ekki sé hægt að fa íslenska starfskrafta til þessara starfa? Ef svo er, þá er líka atvinnuleysið miklum mun minna en látið er í veðri vaka. Þarf þetta ekki nánari könnunar við? Matvælimeð fullumvsk. Reynir skrifar: Eg er sammála kaupmanninum í Fjarðarkaupum sem segir að menn muni eiga eftir að verða fyrir vonbrigðum með lækkun virðisaukaskattsins. Fullur skattur er enn á ýmsum matvæl- um og er þaö eitt ruglið. Ég hvet fólk til að athuga vandlega hvaða matvæli bera fullan vsk. og hver ekki. Ég mun fyrir mitt ieyti sneiða hjá vörum með fulian skatt, hvað sem tautar og raular. Treysti Jóhönnuí Sólheimamálinu Sigurbjörn hringdi: I þeim fúkyrðaflaumi sem gjarnan má kalla rógsherferð af hálfu forsvarsmanna Sólheima í Grímsnesi gegn Jóhönnu Sigurð- ardóttur félagsmálaráöherra er varla sannleikskorn að firrna, hvaö þá meira. Jóhönnu treysti ég fullkomnlega og er hún ein- mitt meðal þeirra sem best hafa stutt starfsemi vistmanna á Sól- heimum. Hún var m.a. í þeim hópi fyrrverandi flugfreyja sem lengst hafa stutt heinúlið með gjöfum gegnum árin. Gera verður greinarmun á vistmönnum heim- ilisins og forystumönnum þess sem veist hafa að ráðherra á ósæmilegan hátt og hafa ekki lagt fram tilskilin rekstrargögn. Bílastæðivið Ingólfstorg G.K.L. skrifar: Þeir sem hafa starfa af verslun og viðskiptum í nágrenni Ingólfs- torgs haía séð aö menn tíöka mj ög aö leggja bílum sínum við einn kant torgsins og skilja þá eftir þar timunum saman, stundum allan daginn. Þessu verður að ráöa bót á og koma fyrir stöðumælum eins og annars staðar svo að fleiri geti notfært sér bílastæðin. Heyrst hefur líka að leigubilastöð hafi sótt um stöðupláss þarna fyrir bíla sína sem bíöa útkalls. Það yröu mikil mistök að gefa út slíkt leyfi. Þarna þarf að vera sem mestur hreyfanleiki og langtíma- stöður bifreiða á ekki að leyfa á svæðinu. FuHtútúrdyrum hjá Guðsteini Ingibjörg skrifar: Það var fyrir jólin að ég var að leita að ýmsu fyrir bóndann og strákana sem eru nú ekki lengur böm. Leitaöi helst aö fatnaði, og fór búð úr búð, en fann ekkert nema á uppsprengdu verði, og það var nánast alls staöar sama sagan. Loks gekk ég niður Lauga- veginn og ætlaði inn til Guösteins sem selur herrafatnað. Og þar gaf á að líta; allt fuUt út úr dyrum og mikill handagangur í öskj- unni. Ég lét mig hafa þaö og fann allt sem ég þurfti og meira til. Og það besta; þarna var veröi stillt svo í hóf að ég hef ekki lengi gert jafngóð kaup.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.