Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1994, Qupperneq 13
13
MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 1994
Frétiir
B Alþingiskosningaránæstaári:
Ossur Skarphéðinsson f
framboð á VestuHandi?
- enginn veit sína ævina fyrr en öll er, segir ráðherrann
„Þaö er ekkert sem segir að ég verði
endilega í þriðja sætinu í Reykjavík-
urkjördæmi ef ég byði mig fram þar.
Að sjálfsögðu myndi ég djöflast í
prófkjörinu og reyna að ná sem bestu
sæti þar.
Ég hef heyrt orðróm um það í þing-
inu að ég ætli að bjóða mig fram
annar staðar en í Reykjavík og hef
ég heyrt nefnt bæði Vesturland og
Norðurland vestra i því sambandi.
Ég er rígfastur í Reykjavik en auðvit-
að veit enginn sína ævina fyrr en öll
er,“ sagði Össur Skarphéðinsson
umhverfismálaráðherra í samtali við
DV.
Þrálátur orðrómur hefur verið um
að Össur bjóði sig fram í Vestur-
landskjördæmi fyrir Alþýðuflokk-
inn, þar sem Alþýðuflokkurinn hefur
komið illa út í skoðanakönnunum
og þriðja sætið í Reykjavík, sem hann
hefur skipað, sé ekki öruggt. Sumir
telja að Össur ætti meiri möguleika
á þingsæti sem fyrsti maður á hsta
Vesturlandskjördæmis.
Sterkari í Reykjavík
„Menn hafa verið að tala um þær
hugmyndir að Össur Skarphéðins-
son myndi bjóða si§ fram í prófkjöri
á Vesturlandi en ég held að það sé
allt of snemmt að spá í hvað verður.
Ég sjálfur er varla farinn að gera upp
hug minn í þessu efni hvort ég fari
í slaginn," sagöi Finnur Torfi Stef-
ánsson tónlistarmaður í samtali við
DV.
„Það er nú ágætis maður fyrir í
kjördæminu, Gísh Einarsson, sem
kom í staðinn fyrir Eið Guðnason
þegar hann hætti. En ég held að það
sé meðal annars ástæðan fyrir þess-
um vangaveltum að Gísh sé kannski
ekki búinn að sanna sig. Persónulega
held ég að Össur standi miklu sterk-
ar að vígi í þriðja sætinu í Reykjavík.
Það má ganga illa hjá krötum í
Reykjavík ef þeir ná ekki þremur
mönnum þar.
Össur hefur ráðherrametnað og ef
hann heldur því sæti í tvennar kosn-
ingar stendur hann miklu betur að
vígi. Auk þess er ekkert sjálfgefið að
Össur næði fyrsta sæti í prófkjöri á
Vesturlandi, en Alþýðuflokkurinn
hefur jafnan átt eitt tryggt sæti á
Vesturlandi," sagði Finnur.
-is
Vetrartilboð
Málarans!
z'
afsláttur af Öllum gólfteppum,
dreglum og stökum teppum.
af öllum öðrum vörum.
Opið til 16 laugardag
Skeifan 8, sími 813500