Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1994, Side 14
14
MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 1994
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Ekki er byrjunin góð
Sú ákvörðun Katrínar Fjeldsted borgarfullltrúa að
gefa ekki kost á sér til áframhaldandi framboðs er áfall
fyrir borgarstjómarflokk sjálfstæðismanna. Það eitt er
út af fyrir sig missir að Katrín skuli hætta, vegna þeirr-
ar þekkingar og viðhorfa sem hún hefur haft sem borgar-
fulltrúi. Hitt er ekki síður hnekkir með hvaða hætti brott-
hvarf hennar ber að og hvaða skilaboð felast í þeirri yfir-
lýsingu sem Katrín sendi frá sér af því tilefni.
Hún segir:
„Þau gildi og þær lífsskoðanir, sem ég hef staðið fyrir,
hafa ekki alltaf átt greiða leið inn í stefnumótun borgar-
innar og sumt, sem forgang hefur fengið, ekki verið mér
að skapi.“
Katrín tekur ekki fram hvaða mál hún hefur í huga
en það hefur þó varla farið miUi mála að hún hefur skip-
að sér sess í frjálslyndari kanti flokksins. Önnur ályktun
verður því ekki dregin af þessum orðum en sú að Katrín
hafi orðið að lúta í lægra haldi með þau mál og þau við-
horf sem tengjast þeirri póhtísku lífsskoðun. Þetta þýðir,
ef rétt er, að borgarfulltrúanum finnst að ekki hafi verið
jafnvægi á mihi þeirra breiðu sjónarmiða sem oftast
hafa verið kennd við sjálfstæðisstefnuna.
Það er ekki vonum fyrr að þessi afstaða er upplýst,
svo mjög sem borgarstjómarmeirihlutinn hefur hrósað
sér af samstöðu og einingu.
Hitt atriðið sem Katrín nefnir og athygh vekur varðar
leikreglur prófkjörsins. Hún.segir meðal annars:
„Eins og prófkjörin hafa þróast áliðnum árum hef ég
hins vegar ákveðnar efasemdir um ágæti þeirra. Þegar
skráðar og óskráðar leikreglur eru á þá lund að hægt
er að segja fyrir um „rússneska kosningu" ákveðinna
manna, er nánast ómögulegt að koma saman hsta sem
endurspegh til fuhs þann styrkleika, breidd og íjöl-
breytni sjónarmiða, sem hafa verið meginstyrkur Sjálf-
stæðisflokksins frá upphafi. Ég tel mig því ekki geta sótt
í niðurstöður prófkjörs þann styrk og stuðning við mín
sjónarmið í borgarmálum, sem ég þyrfti á að halda th
að bera þau fram th sigurs í borgarstjóm á næsta kjör-
tímabih.“
Þær leikreglur sem Katrín er hér að gera að umtals-
efni em þær að frambjóðendur bjóða sig fram í thtekin
sæti á hstanum og þannig virðist gert um það fyrirfram
samkomulag hver eigi að vera hvar. Th dæmis sækist
aðeins einn maður eftir fyrsta sæti á hstanum, Markús
Öm Antonsson, og í teoríunni þarf hann aðeins eitt at-
kvæði í það sæti th að hreppa efsta sætið. Samt er verið
að biðja stuðningsmenn flokksins um að velja frambjóð-
endur og ákveða röð þeirra!
Með þessari aðferð er verið að afskræma prófkjörsað-
ferðina og takmarka val kjósenda sem vhja hafa áhrif á
framboðslistann. Það virðist sömuleiðis takmarka áhuga
annarra th að taka þátt í prófkjörinu því þar kennir ekki
margra nýrra grasa. Sá hsti sem birtur hefur verið yfir
þátttakendur í prófkjörinu er afar rýr, svo ekki sé meira
sagt.
Það bætir ekki úr skák þegar einn borgarfuhtrúinn
telur prófkjörið hefta möguleika sína th að sækja th kjós-
enda þann styrk og stuðning sem hann sækist eftir. Hvað
þá um hina nýju sem gefa kost á sér? Og hvað með kjós-
enduma? Er verið að gefa þeim langt nef?
Sjálfstæðisflokkurinn verður auðvitað að eiga það við
sjálfan sig hvernig hann hagar kosningabaráttu sinni,
en brotthvárf Katrínar Fjeldsted og ummæh hennar af
því thefni era flokknum ekki th framdráttar.
Ehert B. Schram
„Ferðaþjónusta fatiaðra i Reykjavík er til fyrirmyndar og er nánast líflína margra fatlaðra við umheim-
inn...“ segir m.a. í grein Jónasar.
Sjónarhorn
úr hjólastól
Endrum og eins birtist grein í
dagblöðum eða annar fréttaflutn-
ingur í fjölmiðlum um aðgengismál
fatlaðra í okkar þjóðfélagi. Einna
minnisstæöastir eru „hjólastóla-
dagar“ Davíðs Oddssonar, fyrrver-
andi borgarstjóra í Reykjavík, og
Jóhönnu Sigurðardóttur félags-
málaráðherra fyrir nokkru. Þessi
atriði voru mjög þörf og eru mér
væntanlega efst í huga vegna þess
að þau voru kynnt í sjónvarpi.
Ólastaðir eru ýmsir aörir, sem
kynnt hafa þessi mál.
Athygli og skynjun annarra
Ég hef oft velt því fyrir mér
hvemig heilbrigt eða óhreyfihindr-
að fólk skynjar þessi mál. Það er
skammt síðan ég sjálfur slasaðist
þannig að ég get rætt af nokkurri
reynslu. Almennt sagt held ég að
fáir hugsi nokkuð um þessi mál
yfirleitt. Hraðinn er orðinn svo
mikill í öllu og framboð af upplýs-
ingum er yfirþyrmandi alls staðar
og alltaf. Dagblöðin, ljósvakamiöl-
ar og bréfalúgan fóðra okkur
gegndarlaust og nýtt efni ryður út
eldra efni, sem leynist e.t.v, í
„skammtímaminni" okkar.
Samkeppnin um upplýsinga-
ítroðsluna æðir um sviðið. Öllum
finnst að fólk þyrfti að hugsa meira
um hitt og þetta. Ef það eru ekki
öll innlend vandamál og möguleik-
ar til að bæta hitt og þetta og heimta
meira fé af stjórnvöldum, þá eru
þaö hörmungarnar í Sómahu eða
Júgóslavíu, lík í sjónvarpi eða flóð
einhvers staðar. íslendingar eru
ekki vont fólk, síður en svo, nútíma
þjóðfélagið er einfaldlega flókið og
við rekumst einfaldlega með upp-
lýsinga sprengingunm eins og lítið
rekald. Meira að segja prestar
landsins kvarta yfir stööugt minni
athygli landsins bama.
Aðgengi fatlaðra hér
-og þar
Mjög fáar byggingar í Reykjavík
Skoðanir annarra
heildarsamtök fatlaðra, Þroskahjálp, en samtökin
hafa farið þess á leit við kirkjuna að stjórnskipan
Sólheima verði endurskoðuð. ... Síðasta afrek
stjórnarinnar á þessu sviði er að varpa rýrð á biskup-
inn, hr. Ólaf Skúlason, sem var reiðubúinn að axla
ábyrgð í því skyni að leita sátta. Mál er að linni.“
Bragi Guðbrandsson, aðstoðarm.
félagsmálaráðherra, í Mbl. 7. jan.
„Ábyrgð deiluaöila er mikil. Þeir þurfa sem fyrst
að koma sér saman um farveg fyrir þetta mál. Lausn-
in mun væntanlega felast í viljayfirlýsingum beggja
aðila, en hér er um mál að ræöa sem endanlega verð-
ur leyst á Alþingi. ... Deiluaðilar sjálflr em samt
þrátt fyrir allt líklegastir til að skera á hnútana. Það
er fyrst í gær (6. jan.) að rætt er við forsætisráö-
herra um málið og það vekur athygli að sjávarút-
vegsráðherra kemur lítið eða ekkert að málinu.“
Halldór Ásgrímsson alþm. í Tímanum 7. jan.
Sjómannadeilan
Skipulögð björgunarþjónusta
„íslendingar eiga aö leita samstarfs við ná-
grannaþjóðimar á norðurhjaranum um skipulagða
björgunarþjónustu á því stóra hafsvæði sem aðskilur
þessi þessi lönd. ísland gæti legu sinnar vegna gegnt
lykilhlutverki í slíku samstarfi. ... Þetta er stórt
mál, sem tekur tíma, og það má ekki tefja fyrir
brýnni endurskipulagningu björgunarþjónustunnar
hér innanlands, frekar en langdregnar viðræður við
Bandaríkjamenn um framtíð þyrlusveitarinnar á
Keflavikurflugvelli." Úr forystugrein Tímans 6. jan.
Sólheimastjórnin
„Stjómendur Sólheima hafa átt í sífelldum eijum
við þá sem þeir hafa þurft að eiga samskipti við....
Stjómendur Sólheima hafa ekki getaö átt samstarf
viö Svæðisskrifstofu Suðurlands og sniðgengið hana
með öllu. Þá hefur þeim heldur _ekki lynt við
Kjallarinn
Jónas Bjarnason
efnaverkfræðingur
sýnist. Kjallarahöfundur dvaldist
um sinn sl. sumar á endurhæfing-
arstofnun í Denver í Colorado. Þar
er gerður skái á kantsteina á gatna-
mótum og víöar svo að hjólastóla-
bundnir geta komist um allt sem
þeim afl leyfir. Kantsteinar era
greinilega framleiddir sem sérstök
eining og era sumir þeirra með
halla eða skáa fyrir fatlaða. Stræt-
isvagnar eru með sérstakri lyftu í
dyrum fyrir hjólastóla.
Einn hjólastólabundinn sagði að
betra sé að komast um götur San
Francisco í Kaliforníu en í Reykja-
vík! Ekki er gott að vita hvað gatna-
málastjóri segir við þessu, en víða
er erfitt að komast um fyrir fót-
gangendur þótt ekki búi þeir við
fotlun, þótt ekki krefðist hún nema
einnar hækju.
„Eg leyfi mér að gauka því að skipu-
lagsyfirvöldum og öðrum, sem með
þessi mál fara, að oft eru aðgengismál
fyrir fatlaða ekkert stórmál en geta
breytt svo miklu.“
hafa eðlilegt aðgengi fyrir hjóla-
stóla. Stundum er ein trappa við
inngang. Nýjar opinberar bygging-
ar era undir sömu sökina seldar,
með undantekningum þó. Oft væri
um smávandamál að ræða til að
kippa hlutunum í lag. í öðrum til-
vikum vantar lyftur, en þá er
stundum um töluvert mál aö ræða.
Götur eru yfirleitt algjör hindrun.
Gangstéttir eru með háum brúnum
nánast undantekningarlaust. Á
fallegum sumardegi era hjólastóla-
bundnir einangraðir á heimili sínu
og geta ekki brugðið sér út í næstu
búð.
Margir telja, með röngu, að
Bandaríkin séu réttlaus fyrir
minnimáttar, en ekki er allt sem
Ferðaþjónusta
til fyrirmyndar
Ekki má þó gleyma í þessu sam-
bandi því sem vel er gert. Ferða-
þjónusta fatlaðra í Reykjavík er til
fyrirmyndar og er hún nánast líf-
hna margra fatlaðra við umheim-
inn. En margir mikilvægir staðir
eru óaðgengilegir og oft þarf lítið
til. Salerni eru aukinheldur víða
óaögengileg fyrir hjólastóla og þá
sem í þeim sitja. Ég leyfi mér að
gauka því aö skipulagsyfirvöldum
og ööram, sem með þessi mál fara,
að oft eru aögengismál fyrir fatlaða
ekkert stórmál en geta breytt svo
miklu.
Jónas Bjarnason