Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1994, Page 16
MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 1994
16
Ökuskóli Islands hf.
Námskeið til undirbúnings að
auknum ökuréttindum hefjast 20. janúar.
Innritun stendur yfir.
Ökuskóli íslands M.
Dugguvogi 2 - s. 683841
Geymið auglýsinguna
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. bygg-
ingadeildar borgarverkfræðings, óskar eftir til-
boðum í endurmálun á leiguíbúðum Reykjavík-
urborgar.
Útboösgögn veröa afhent á sk;rifstofu vorri, Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skila-
tryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudag-
inn 27. janúar 1994, kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800
11ft}
| &
NYTT
NÝTT
SON GLEIKJAN AMSKEIÐI
Hópnámskeið fyrir ungt fólk sem hefur
áhuga á að tjá sig í söng og dansi. Stefnt
er að nemendauppsetningu á íslenskum
og erlendum lögum frá hippaárunum.
SONGLEIKJANAMSKEIDII
Hópnámskeið fyrir alla þá sem hafa
einhvem gmnn í söng, dansi eða leiklist.
Einnig fyrir fyrri nemendur Söngsmiðju-
nnar. Á þessu námskeiði verður farið
dýpra í söng-, dans- og leiklistina. Stefnt
er að uppsetningu á úrdrætti úr Vesaling-
unum.
0NNUR HOPNAMSKEID
# Byrjendanámskeið
# Framhaldsnámskeið
li Kór Söngsmiðjunnar
|| Krakkadeild
ný deild innan Söngsmiðjunnar:
Hópar: 4-5 ára • 6-8 ára • 9-11 ára
EINSONGVARADEILD
Skemmtileg og lifandi söngkennsla, þar
sem brotið er upp hið hefðbundna og
haldið inn á ferskari brautir.
LÁTTU EKKI OF MIKINN HRAÐA A
VALOA ÞÉR SKAÐA! <-i"a
Merming
Saga Evu Lunu
Isabel Allende er mikill frásagnameistari og sögur
hennar svífa oft á mótum draums og veruleika. í þeim
er falin skörp ádeila á rangsnúið stjórnarfar og persón-
umar spanna allt litróf mannlífsins. Þær berjast gegn-
um þykkt og þunnt við að halda reisn í öfugsnúnum
heimi þar sem mannvonskan ræður oftar en ekki ríkj-
um.
Þessar hversdagshetjur verða lesandanum ógleym-
anlegar, jafnvel þó að mörgum þeirra bregði aðeins
fyrir rétt í svip. Olgandi suður-amerískar ástríður og
lífsþorsti togast á við siði og venjur þjóðfélags í viðjum
ógnarstjómar og ótta þar sem frelsishetjan og helsta
von alþýðunnar í dag er orðin harðstjóri á morgun.
í persónu Evu Lunu kristallast margt af þessu. Hún
LeikList
Auður Eydal
gerir sér lífið léttbærara með draumum og ævintýra-
legum sögum, sem hún spinnur upp, sjálfri sér og
áheyrendum sínum til óblandinnar ánægju.
Allt frá barnæsku er hún munaðarlaus og falin
kaldranalegri umsjá óviðkomandi fólks. En mótlætið
brýtur ekki niður óbilandi lífsvilja og réttlætiskennd
Evu Lunu. Hún er heillandi og hugmyndarík, fulltrúi
hinnar lífseigu alþýðu sem þrátt fyrir allt lifir kúgar-
ana og rís að lokum upp fijáls og sterk.
Það er ekkert áhlaupaverk að koma svo flókinni og
margbrotinni sögu og allri þeirri mannlífsílóru, sem
í henni er falin, til skila á leiksviði. En þeir Kjartan
Ragnarsson, Óskar Jónasson og Egifi Ólafsson leggja
ótrauðir til atlögu og tekst að skapa nýtt og athyglis-
vert verk, sjálfstætt leikverk með söngvum sem að
mörgu leyti höndlar inntak og persónulýsingar bókar-
innar og kemur þeim til skila í miklu sjónarspih á
Stóra sviði Borgarleikhússins.
Þar er tækni leikhússins beitt af yfirvegaðri fag-
mennsku, leikmynd Óskars Jónassonar er formfógur
og hlaðin táknum, lýsing Lárusar Bjömssonar er óað-
skiljanlegur hluti hennar, búningaflóran hreint ótrú-
leg og yfirleitt er öll úrvinnslan svo góð að sómi væri
aö á hvaða leiksviði sem væri.
Sérstaklega ber að fagna góðum söng í mörgum atrið-
um, spennandi tónhst eftir Egh Ólafsson í skemmtíleg-
um flutningi hljómsveitar undir stjórn Árna Scheving,
óvenjulega vel útfærðum dönsum og öruggum hreyf-
ingum leikara og dansara undir stjórn Micaelu von
Gegerfelt og metnaðarfuhri stjórn höfundar og leík-
stjóra sýningarinnar, Kjartans Ragnarssonar.
Hann tekur auðvitað stórt stökk út í óvissuna með
því að fela ungri leikkonu, Sólveigu Amarsdóttur, svo
veigamikið hlutverk sem Evu Lunu en þegar upp er
staðið verður ekki séð annað en það hafi verið rétt
ákvörðun. Hún á auðvitað margt ólært, t.d. í tækni
og raddbeitingu en að öhu samanlögðu sýndi hún inn-
lifaðan og tilfinningaríkan leik sem spannaöi vítt svið
tjáningar. Eva Luna varð í meðfórum hennar sönn og
marght persóna og eldri leikkona hefði ekki á sama
hátt getað túlkað bamið sem smám saman þroskast
og breytist í fuhþroska konu.
Edda Heiðrún Backman sýndi glæshegan stjörnuleik
í hlutverkum Mimiar/Melechios og söng afburðavel.
Eghl Ólafsson lagði ekki einungis th fmmsamda tón-
hst í sýninguna heldur sýndi hka þmmugóðan leik í
hlutverkum velgjörðarmannsins og Tyrkjans Ríads
Halabi. í síðartalda hlutverkinu sýndi hann hvers
hann er megnugur í persónusköpun og bjó th eina
eftirminnilegustu persónu sýningarinnar.
Margrét Ólafsdóttir var prýðisgóð í hlutverki Elvíru
en ég var ekki sátt við útfærslu leikstjórans á Guðmóö-
urinni sem Soffia Jakobsdóttir lék. Valgerður Dan og
Sigurður Karlsson vora lunkulega góð sem systkinin
Sólveig Arnarsdóttir, sem leikur Evu Lunu, og Pétur
Einarsson í einu atriði leikritsins. DV-mynd BG
og Karl Guðmundsson fór á kostum í gervi Maddöm-
unnar. Þór Tuhníus náði ekki sannfærandi tökum á
hlutverki Rolfs og þó að Ehert Ingimundarson ynni
vel eftir atvikum úr hlutverki Hubertos vantaði eitt-
hvað upp á í handritinu þannig að persónan varð
brotakennd og fékk ekki teljanlega vigt sem var til
baga í sýningunni.
Þá má nefna Steindór Hjörleifsson, sem sýndi sleipan
hentistefnumann, Aravena, og Ásu Hlín Svavarsdóttur
í mildu móðurhlutverki. Pétur Einarsson var kannske
einum of sléttur og fehdur sem hinn hættulegi Rodr-
iguez hershöfðingi, eins og ógnina vantaði. Steinunn
Olafsdóttir, Magnús Jónsson og Þröstur Leo Gunnars-
son skhuðu sínu vel.
Áður var minnst á góða útfærslu dansa og hópatriða
og ekki má gleyma söngatriðum Margrétar Pálmadótt-
ur sem briheraði á tveimur stöðum í sýningunni.
Það er mikið í lagt í þessari uppfærslu og ekki annað
hægt að segja en alhr aðstandendur sýningarinnar
hafi góðan sigur. Þó að mikið skorti á að munúð og
mannúð bókartextans komist th skha og meiri áhersla
sé lögð á það sem teljast má krassandi í frásögninni
hefur markmiðið án efa ekki verið að færa bókina
kórrétt th sviðs, enda vísast ómögulegt, heldur miklu
fremur að skapa sjálfstætt og margslungið leikverk,
byggt á þeim htríku persónum og mannlífsmyndum
sem hún greinir frá.
Og það tekst.
Leikfélag Reykjavíkur sýnir í Borgarleikhúsi:
Eva Luna.
Höfundar: Kjartan Ragnarsson og Óskar Jónasson.
Byggt á samnefndri skáldsögu eftir Isabel Allende (þýðing
Tómasar R. Einarssonar).
Tónlist og söngtextar: Egill Ólafsson.
Búningar: Guörún Sigriður Haraldsdóttir og Þórunn Elisabet
Sveinsdóttir.
Lýsing: Lárus Björnsson.
Hljómsveitarstjóri: Árni Scheving.
Dansar og hreyfing: Michaela von Gegerfelt.
Leikmynd: Óskar Jónasson.
Útsetningar: Rikaröur örn Pálsson.
Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson.
Tríó Reykjavíkur
Tónleikar voru í Víðistaðakirkju í gærkvöldi. Tríó
Reykjavíkur lék en það skipa þau Guðný Guðmunds-
dóttir á fiðlu, Gunnar Kvaran á selló og Halldór Har-
aldsson á píanó. Gestur á þessum tónleikum var Osmo
Vanska sem lék á klarínett. Á efnisskránni voru Tríó
í Es dúr eftir Ludwig van Beethoven og Kvartett um
endalok tímans eftir Oliver Messiaen.
Osmo Vanska hefur vakið mikla athygh á tónleikum
Sinfóníuhljómsveitar íslands í haust fyrir frábæra
hljómsveitarstjóm. Mörgum þótti því forvitnilegt að
heyra hvernig hann stæði sig sem hljóðfæraleikari en
hann menntaöi sig í klarínettleik jafnframt hljómsveit-
arstjórn. Þessari forvitni varð þó ekki svalað strax á
tónleikunum í gærkvöldi því þeir hófust með Tríói
Beethovens. Engum þurfti að leiðast undir þessu fah-
ega og skemmtilega verki sem nær því að vera hvort-
tveggja; aðgenghegt og ríkt.
Kvartett Messiaens um endalok tímans er áreiðan-
lega með vinsælustu kammerverkum aldarinnar. Það
var flutt í Bústaðakirkju 1 haust og nú aftur. Margt
er það sem gefur verkinu aödráttarafl. Má þar nefna
rómantískar aðstæður við samningu þess en höfund-
urinn var þá fangi nasista. Þá hefur bókmenntalegur
bakgrunnur verksins vakið athygh margra, enda er
honum frábærlega vel lýst í tónhstinni. Síðast en ekki
síst er þessi tónhst ákaflega faheg í sínum kröftuga
einfaldleika. Messiaen notar skýrar línur og hreina
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
liti í þessu verki og hittir jafnan í mark. Sumir kaflam-
ir verða að teljast hreinasta snihd og má þar nefna
Lofsönginn th eilífðar Jesú sem leikinn er á selló og
píanó.
Flutningur verksins á þessum tónleikum var
skemmthega ólíkur flutningi félaganna úr Ýmishópn-
um í haust. Sums staðar mátti finna að nákvæmni hjá
Tríói Reykjavíkur en það dró samt ekki úr þeirri hlýju
og alúð sem einkenndi leik þess. Osmo Vanska sýndi
að hann er snjall klarínettleikari og lék hann sinn
part mjög fahega.