Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1994, Síða 40
T Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
3.000 krónur.
Ritstjórn - Augiýsingar - Áskr - : IÍ?I
Frjálst,óháð dagbíað
MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 1994.
Banaslys:
Klemmdist
milli bfls
og hurðar
Þrjátíu og átta ára gamall maður
lét lífið er hann klemmdist milli bif-
reiðar, sem hann var að gera við, og
bílskúrshurðar. Hinn hörmulegi at-
burður átti sér stað um hádegi á laug-
ardag. Bíllinn hafði verið hækkaður
upp með búkkum og var maðurinn
að bjástra við hann að aftan þegar
bíllinn féll niður með þessum afleið-
ingum. Maðurinn var meðvitundar-
laus þegar að var komið og komst
aldrei til meðvitundar. Hann hét Sig-
urður Jakob Ólafsson, til heimihs að
Norðurtúni 29 í Bessastaðahreppi
-ELA
Fyrsta loðnan
til Eskifjarðar
Emil Thorarensen, DV, Eskifirði:
Fyrstu loðnunni á nýbyrjuðu ári
var landað á Eskifirði eftir hádegi í
gær. Það var norski loðnubáturinn
Heröytraal sem kom með tæp 120
tonn. Aflann fékk skipið í fjórum
köstum út af Héraðsflóa. Að sögn
Atla V. Jóhannessonar, sem sá um
að landa úr bátnum, var loðnan
fremur smá og lítið af hrognum í
henni.
Grænlenski loðnubáturinn Amma-
sat er enn á miðunum austnorðaust-
ur af Langanesi og heldur áfram leit
norður eftir kantinum. Báturinn
hafði enn ekkert fundið til að kasta
á þar sem loðnan stóð djúpt og var
hka dreifð. Auk þess var bræla og
þungur sjór og spáin verri fyrir dag-
inn í dag, að sögn skipveija um borð
í Ammasat í gær.
Fíkniefna-
fundur
Tollgæslan á Keflavíkurflugvelh
fann 90 grömm af kókaíni, tæp 2
grömm af heróíni og 20 óþekktar töfl-
ur í fórum 38 ára gamals Hollendings
á föstudag. Töflurnar hafa verið
sendar til efnagreiningar.
Hollendingurinn var að koma frá
Amsterdam og leiddi fyrsta tollskoð-
un í ljós að í fórum hans voru áhöld
th neyslu fíkniefna. Við nánari skoð-
un fundust efnin svo innanklæða á
honum og í farangri
Máhð var sent fikniefnadeild lög-
reglu til rannsóknar. Ekki fengust
upplýsingarþaðanímorgun. -pp
Eskiflörður:
Sýsluf ulltrúi al
varlega slasað
ur eftir árás
Sýslufulltrúinn á Eskifirði liggur
stórslasaður á Landspítalanum eft-
ir að þrír menn um tvítugt réðust
á hann með hrottaskap á heimilí
hans á laugardagsmorgun. Menn-
irnir munu hafa ráðist á sýslufull-
trúann með hnefum og spörkuðu í
hann þannig að hann hlaut hfs-
hættuleg meiðsl af. Hann var flutt-
ur með sjúkraflugi til Reykjavíkur
og þaðan á Landspítalann þar sem
hann gekkst undir aðgerð.
Aðdraganda að máh þessu má
rekja til fíkniefnamáls sem upp
kom um hátíðirnar og einhverjir
af þessum mönnum tengjast. Þeir
munu síðan hafa hitt sýslufulltrú-
ann á bar á hótelinu á föstudags-
kvöld þar sem til harðra orðaskipta
kom milli þeirra vegna þess máls.
Það var síðan á laugardagsmorg-
un að mennirnir þrír komu heim
til sýslufulltrúans, þar sem hann
býr einn í sýslubústað, og réðust
aö honum með fyrrgreindum
hörmulegum afleiðingum. Sýslu-
fuhtrúinn gat konúst í síma og gert
lögreglu viðvart 'eftir að mennirnir
voru á brott og var honum þá strax
komið undir læknishendur.
Fjórir rannsóknarlögrcglumenn
frá RLR voru sendir austur í gær
og fóru yfirheyrslur fram yfir
mönnunum i allan gærdag. Eimt
mannanna hefur verið úrskurðað-
ur í gæsluvarðhald til 21. febrúar
en hinir tveir þar til á morgun.
Mennirnir mega eiga von á dómi
vegna húsbrots og líkamsárásar.
Mennirnir 'hafa áður komið við
sögu lögreglunnar á Eskifirði.
Sýslufuhtrúínn var úr lífshættu í
gær.
-ELA
Komið með hinn slasaða mann á Borgarspítalann um kvöldmatarleytið á laugardagskvöld.
DV-mynd S
Kópadrápið
óupplýst
Rannsókn á útselskópagómum og
gónum (hausum), sem fram fór
vegna dráps á kópum í Skjaldabjarn-
arvík á Ströndum í haust, er lokið.
Ljóst er að gómarnir eru ekki úr
þeim hausum sem náð var í 1 Skjalda-
bjamarvík. Rannsóknin fór fram að
beiðni sýslumanns á Hólmavík.
Lögreglan á ísafirði lagði hald á
gómana og voru tveir menn yfir-
heyrðir vegna málsins en drápið
varð ekki sannað á þá. Að sögn Rík-
harðs Mássonar, sýslumanns í
Hólmavík, virðist það ljóst að menn-
irnir hafi engan þátt átt að drápinu
í Skjaldabjarnarvík og er rannsókn
málsinsþvíafturábyijunarreit. -pp
Vestflrðir:
Heiðar ófærar
Allar heiöar á Vestfjörðum vora
ófærar í morgun. Mjög hvasst hefur
verið um helgina og færð spihst til
fjalla sökum skafrennings.
Að sögn Vegagerðarinnar á ísafirði
er færð góð í byggð og á milli Hnífs-
dalsogBolungarvíkur. -pp
Mikiðhvassviðri
Mikið hvassviðri gekk yfir austan-
og norðanvert landiö í nótt og morg-
un. Töluverð ófærð skapaðist af og
féll skólahald víða niður á Austfjörð-
um.
DV hafði engar fréttir af óhöppum
sökum veðurs en tvísýnt var með
flug á áætlunarleiðum Flugleiða í
morgun og hafði orðið að seinka ein-
hveijumbrottförum. -pp
Slys í Landmannalaugum:
Lærbrotnaði er
vélsleða hvolfdi
Maður slasaðist illa er vélsleða,
sem hann var á, hvolfdi þar sem
hann var á ferð í giljunum í Land-
mannalaugum á laugardag. Tilkynn-
ing barst til Landhelgisgæslunnar
um kl. 17.20 frá Hveravöhum en
þangað hafði verið kallað í gegnum
Gufunes-radíó. Búið var að ná mann-
inum, sem var iha lærbrotinn, upp
úr gihnu þegar þyrlan kom á stað-
inn. Og var hann í bíl áleiðis að skál-
anum. Flugmenn þyrlunnar notuðu
sérstaka hitamyndsjá til að finna
fólkið og hjálpaði það mjög til enda
skhyrði góð. Þyrlan lenti í Land-
mannalaugum klukkan 18.20 og við
Borgarspítalann klukkan rúmlega
sjö um kvöldið þar sem gert var að
sárummannsins. -ELA
LOKI
Þarfékk kerfið selbita!
Veðriöámorgun:
Hlýjast á
Suðaustur-
landi
Á morgun veröur austlæg eða
norðaustlæg átt, víða hvöss, eink-
um um norðvestanvert landið.
Slydda eða rigning um austan-
vert landið, snjókoma eða élja-
gangur norðan th á Vestfjörðum
en annars þurrt að mestu vestan-
lands, skúrir vestur með suður-
ströndinni. Frostlaust á láglendi,
hlýjast suðaustanlands.
Veðrið í dag er á bls. 44
s. 814757
HRINGRÁS
ENDURVINNSLA
Tökum á móti
brotajárni