Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1994, Page 5
FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1994
5
Fréttir
Davíð Oddsson og Steingrímur Hermannsson hafa átt fund um seðlabankastjóramálið:
Steingrímur útilokar
ekki bankastjórastólinn
- enn ekki frágengið hvort stóll Jóns Sigurðssonar verður geymdur í 4 ár
Steingrímur Hermannsson, formaöur Framsóknarflokksins, og Davíð Oddsson forsætisráðherra áttu með sér fund
fyrir skömmu um málefni Seðlabankans. „Við vorum ekki að ræöa um mína persónu í því sambandi heldur um
Seðlabankann almennt. Ég vildi heyra hans hugmyndir í sambandi við Seðlabankann," sagði Steingrimur.
DV-mynd Brynjar Gauti
Sighvatur Björgvinsson viöskipta-
ráðherra tilkynnti á dögunum aö
hann hefði snúið við blaðinu og
ákveðið að bankastjórar Seðlabank-
ans yrðy áfram þrír en ekki einn eins
og hann hafði áður talað um. Þá um
leið magnaðist sá orðrómur að Stein-
grímur Hermannsson, formaður
Framsóknarflokksins, fengi stól
Tómasar Ámasonar seðlabanka-
stjóra, en hann losnaði um áramótin.
Þá áttu þeir Steingrímur og Davíð
Oddsson forsætisráðherra með sér
fund fyrir skömmu um málefni
Seðlabankans.
„Við vomm ekki að ræða um mína
persónu í því sambandi heldur um
Seðlabankann almennt. Ég vildi
heyra hans hugmyndir í sambandi
við Seðlabankann," sagði Steingrím-
ur Hermannsson í samtali við DV.
Hann segir að sér hatl ekki verið
boðin staðan formlega en kannaðist
við að orðrómurinn um að hann færi
í bankann hefði magnast. Hann var
þá beðinn að svara já eða nei hvort
hann gerðist seðlabankastjóri ef hon-
um byðist það formlega.
„Ég þyrfti að hugsa málið betur en
ég hef gert til að svara svona afdrátt-
arlaust. Ég þyrfti að skoða margt
áður en sú ákvörðun yrði tekin. Það
hefur enginn þingmaður flokksins
hvatt mig til að gera þetta. Þvert á
móti. Hinu er ekki að neita aö marg-
ir persónulegir vinir mínir og kunn-
ingjar hvetja mig mjög til að taka
þessa stöðu. En á móti hafa margir
flokksmenn mínir, af vinstri kantin-
um, hringt í mig og segjast ekki mega
heyra það nefnt að ég fari í bank-
ann,“ sagði Steingrímur.
- Tómas Árnason er hættur, staðan
er laus og ef þér yrði boðin hún í
dag, hverju myndir þá svara?
„Mér hefur ekki verið boðið þetta
og mitt svar er ennþá nei. Ég hef
hugsað mér að halda áfram í stjórn-
rnálum," sagði Steingrímur.
Jón Sigurðsson seðlabankastjóri
lætur af störfum 11. apríl næstkom-
andi og gerist bankastjóri Norræna
fjárfestingarbankans. Til er samn-
ingur um réttindi starfsmanna við
norrænar stofanir. Samkvæmt hon-
um getur Jón Sigurðsson látið geyma
bankastjórastól Seðlabankans fyrir
sig í 4 ár. Það hefur ekki verið geng-
ið frá því enn hvort stóllinn verður
geymdur eöa ekki. Jóni mun ekki
vera það kappsmál að stóllinn verði
geymdur. Aftur á móti vilja topparn-
ir í Alþýðuflokknum að það verði
gert. Til þess að svo verði þarf að
koma ósk um það frá Jóni sjálfum.
Að sögn Sighvats Björgvinssonar
hefur ósk um það ekki borist. Og nú
velta menn vöngum yfir því hvaða
alþýðuflokksmaður tekur við af Jóni
í vor og eru nokkur þekkt nöfn nefnd
þar til sögunnar.
-S.dór
K J A R A K A U P !
Við bjóðum nokkra notaða bíla í eigu Globus hf. á góðu verði og góðum kjörum.
Citroén BX 16 TZS
'91, grænsans., ek. 36.000.
V. 950.000.
Crysler Le Baron
'88, blásans., ek. 45.000.
V. 750.000.
Ford Econoline 150
’91, blár, ek. 41.000.
V. 1.980.000.
Ford Econoline 350 Clubw.
'91, blár, ek. 73.000.
V. 2.400.000.
Ford Ranger Stx
'92, grænn, ek. 34.000.
V. 1.750.000.
Sýnishorn á söluskrá Citroén BX 19 GTI,'87, ek. 72.000 km, rauður. V. 730.000. Citroén BX 19 GTI, '89, ek. 79.000 km, brúnn. V. 95.000. Dodge Charager, '83, ek. 142.000 km, rauður. V. 190.000. Ford Bronco, '85, ek. 100.000 km, rauður. V. 650.000. Ford Bronco 11,87.000 ek. 83.000 km, grásan. V. 850.000. Ford Econoline 150, '79, rauður. V. 420.000. Ford Econoline 150, '89, blár. V. 1.360.000. Ford Econoline 150, '90, ek. 60.000 km, hvítur. V. 1.450. Ford Mercury Marquies, '85, ek. 92.000 km, blár. V. 420.000. Ford Sierra 1600 CL, '90, ek. 82.000 km, rauður. V. 750.000. Ford Taurus station, '88, ek. 93.000 km, blár. V. 980.000. Mazda 626 1.6 LX, '84, ek. 158.000 km, hvitur. V. 250.000. Mazda 929 LTD, '85, ek. 130.000, hvítur. V. 480.000. Mazda E-2000 sendi B, '88, ek. 126.000, hvítur. V. 500.000. Mercedes Benz 280SE, '81, ek. 178.000, silfgr. V. 1.150.000. MMC Galant GLSI, '89, ek. 63.000, vinr. V. 950.000. Nissan Kingcab V-6, '92, ek. 16.000. V. 1.650.000. Nissan Sunny 1.5,'86, ek. 132.000, rauður. V. 300.000. Saab 900, '86, ek. 93.000, rauður. V. 550.000. Saab 900, '88, ek. 108.000, reyklit. V. 750.000. Saab 900i, '85, ek. 122.000, silfgr. V. 500.000. Saab 9000i, '86, ek. 98.000, rauður. V. 790:000. Saab 9000i, '87, ek. 146.000, Iblár. V. 790.000. Toyota Corolla twin cam, '84, ek. 103.000, silfgr. V. 400.000. Toyota Corolla XL sedan, '91, ek. 57.000, grænn. V. 820.000. Toyota Hi-Lux ytirb., '80, ek. 144.000, gulur. V. 380.000. VW Caravella 4x4 syncro, '86, ek. 174.000, organge. V. 650.000. BMW 316i,’89, ek. 44.000, rauður. V. 950.000. BMW 318i, '86, ek. 97.000, blár. V. 550.000. BMW 520i, '87, ek. 120.000, hvítur. V. 750.000
Ford Ranger Stx
’92, vinr., ek. 30.000.
V. 1.750.000.
Bílarnir eru til
sýnis og sölu hjá:
Opið kl. 9.00-18.30
laugardaga frá kl.
10.30-17.00
sími 674949
Lada 1500 station
'91, beige, ek. 47.000.
V. 370.000.
MMC L-200 double cab
'91, rauður, ek. 38.000.
V. 1480.000.
Renault 19 Gts 5 d.
’90, brúnn, ek. 45.000.
v. 730.000.
Ford Explorer
’91, vinr/grár, ek. 32.000.
V. 2.800.000.
G/obusp