Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1994, Side 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91 )63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Samtryggingin blífur
Eftir því sem skilja má á Sighvati Björgvinssyni við-
skiptaráðherra munu stöður tveggja seðlabankastjóra
verða auglýstar á næstunni. Einn situr þar fyrir og þar
með verður fjöldi bankastjóra óbreyttur frá því sem ver-
ið hefur.
Þegar fyrir lá að Jón Sigurðsson hyrfi úr bankanum
til annarra starfa og Tómas Ámason hætti vegna aldurs
nú um áramótin vaknaði sú hugmynd að fækka banka-
stjórum og gerðist Sighvatur Björgvinsson talsmaður
þess. Hann lagði meira að segja fram frumvarp í þinginu
um frestun auglýsingar um þær stöður sem hafa losnað.
. Rök Sighvats voru þau að Seðlabankinn kæmist af án
þriggja bankastjóra. Með því næðist fram sparnaður og
hagræðing.
Þetta frumvarp fékk ekki afgreiðslu og ráðherrann
hefur upplýst að hann hafi það eftír formönnum þing-
flokkanna að ekki sé stuðningur fyrir fækkun banka-
stjóra. Kvennalistakonur munu vera eini þingflokkurinn
sem studdi eindregið frumvarp viðskiptaráðherra.
Þessar fréttir þurfa sosúm ekki að koma á óvart. Sam-
trygging stjórnmálaflokkanna er söm við sig. Þeir vilja
eiga aðgang að kjötkötlunum og bitlingunum. Þeir gera
sér allir vonir um að koma sínum mönnum að í feitar
stöður. Þeir vilja ekki loka dyrunum í Seðlabankanum
og rökin fyrir því að skipa þrjá bankastjóra eru þau ein
að þar með geta þrír stjómmálaflokkar haft aðgang að
hnossinu.
Margt er að breytast í þjóðfélaginu. Ríkisfyrirtæki eru
seld, bankamir hafa fengið frelsi til vaxtaákvarðana,
markaðurinn er ráðandi afl í viðskiptalífinu, fjármagns-
starfsemi hefur verið opnuð og einstakiingar jafnt sem
fyrirtæki hafa mátt horfast í augu við áhættu í atvinnu-
og efnahagslífi. Hvarvetna úti í þjóðlífmu verða menn
að treysta á sjálfa sig, hæfileika sína og verðleika.
En áfram lifir sú lenska að stjómmálaflokkamir og
ríkjandi stjómvöld nota aðstöðu sína blygðunarlaust til
framdráttar fyrir skjólstæðinga með rétt flokksskírteini.
Almennar leikreglur um stöðuveitingar og mannaráðn-
ingar hjá hinu opinbera em fótum troðnar í skjóh stjóm-
málaflokka og manna, hvort sem í hlut eiga veðurstofur,
lögregluembætti eða ráðuneyti. Dæmin em mýmörg.
Þegar öh rök og allar aðstæður mæla með því að seðla-
bankastjórum sé fækkað er sú fyrirætlun stöðvuð af
pólitíkusum sem vilja áfram geta úthlutað bankastjóra-
stöðum sér og sínum mönnum til handa. Seðlabankinn
skal áfram vera athvarf fyrir aflóga stjómmálamenn.
Stj ómmálaflokkarnir standa vörð um samtrygging-
una. Framsókn vfll koma sínum manni að, Alþýðuflokk-
urinn, Alþýðubandalagið og auðvitað Uka Sjálfstæðis-
flokkurinn, sem er að vísu afslappaðri í þessari lotu vegna
þess að þeirra maður situr áfram í bankanum.
Það er ekki vegna hagsmuna Seðlabankans sem þing-
flokkamir hafna því að fækka bankastjórum. Ó, nei. Stöð-
um seðlabankastjóra verður ekki úthlutað samkvæmt
mati á hæfni, menntun eða reynslu í bankastörfum.
Sannið þið til. Það verða flokksskírteinin sem ráða. Fram-
sóknarflokkurinn fær mann í staðinn fyrir Tómas og
Alþýðuflokkurinn mann í staðinn fyrir Jón Sigurðsson.
Og svo bíður Alþýðubandalagið færis, næst þegar það
kemst í ríkisstjóm.
í Seðlabankanum munu bankastjórar halda áfram að
naga blýantana sína í skjóh þeirra manna sem hæst
hafa talað gegn siðleysi og spillingu í opinberri stjóm-
sýslu. Ehert B. Schram
FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR T994
„Vagnstjórar SVR hf. myndu hreint ekki sætta sig við að frysta kjör sin þannig," segir m.a. í grein Markúsar
Arnar um SVR-deiluna. - Vagnstjórar SVR á fundi.
SVR-deila milli
stéttarfélaga
Umflöllun um málefni Strætis-
vagna Reykjavíkur hefur veriö fyr-
irferðarmikil aö undanfórnu og
nokkrir vagnstjórar farið geyst í
aödróttunum um aö borgarstjóri
hafl svikið gefin loforð um aö laun
og réttindi starfsmanna yröu þau
sömu fyrir og eftir breytingu á SVR
í hlutafélag.
Vísvitandi ósannindi
Hér er farið vísvitandi meö ó-
sannindi því að þeir starfsmenn
sem ekki hafa þverskallast viö aö
ganga frá persónubundnum kjara-
samningum sínum eru búnir aö fá
uppfyllt þau fyrirheit sem gefin
voru þess efnis að kjör fyrrum
borgarstarfsmanna hjá SVR héld-
ust óskert þegar þeir gengju í ann-
að stéttarfélag með aöra samninga
sem í sumum atriðum geta veriö
óhagstæöari en þeir fyrri. Þetta er
tryggt með yfirborgunum hjá SVR
hf. sem borgarsjóður ábyrgist.
Það er flarstæðukennt að ræða í
þessu sambandi um sérkjaraatriði
sem samkvæmt núgildandi ákvæð-
um kjarasamninga Starfsmannafé-
lags Reykjavíkurborgar ættu að
virka eftir 10 eða 18 ár. Það sér
hver heiivita maöur aö ekki er
hægt að festa slík ákvæði meira en
áratug fram í tímann út frá kjara-
samningi eins og hann hljóðar nú
í dag. Vagnsflórar SVR hf. myndu
hreint ekki sætta sig viö að frysta
kjör sín þannig. Þeir vilja hafa
hendur óbundnar og semja um all-
ar kjarabætur og hvenær sem þær
bjóðast.
Eftir samfelld brigsl um svikin
loforð var tími til kominn að vagn-
stjórar SVR hf. kæmu að kjarna
málsins og játuðu loks um hvaö
máhð raunveruiega snerist. Trún-
aðarmaðurinn, Björg Guömunds-
dóttir, lét nefnilega hafa eftir sér í
útvarpsfréttum fyrir rúmri viku
KjaUarinn
Markús Örn Antonsson
borgarstjóri
„að málið snerist ekki um kaup
heldur berjist vagnsflórar fyrir því
að fá að vera áfram í sínu stéttarfé-
lagi“.
Leita verður
niðurstöðu dómstóla
Þegar fyrirhugaðar breytingar á
rekstrarformi SVR voru kynntar á
fundum með starfsmönnum í byrj-
un júní í fyrra var dreift til þeirra
allra prentuðum upplýsingum.
Meðal annars var flallað um stétt-
arfélagsaðild og kom þá skýrt fram
að starfsmenn SVR hf. yrðu ekki í
Starfsmannafélagi Reykjavíkur-
borgar. Þetta var deginum ljósara
þegar starfsmenn SVR réðu sig til
SVR hf. fyrir 1. desember sl. og
staðfestu þá þegar nýjan ráðning-
arsamning með undirskrift sinni.
Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ,
hefur tjáö sig afar hispurslaust um
upphlaup Starfsmannafélagsins og
vagnsflóra i bréfi sem ASÍ sendi
þeim með jólapóstinum. í því segir
m.a.: „Alþýðusamband íslands
skorar á Starfsmannafélag Reykja-
víkurborgar áð snúa þegar af þeirri
óheillabi'aut sem félagið virðist nú
vera á hvað varðar málefni SVR
hf. og starfsmanna þess.“
Starfsmannafélagið og vagnsflór-
ar hafa ekki tekið þessari áskorun
forseta ASÍ heldur boðað verkfall.
SVR hf. hefur vísað málinu til Fé-
lagsdóms til að fá verkfallið dæmt
ólöglegt.
Hér er á ferðinni ágreiningsefni
um grundvallaratriði sem áhrif
getur haft á alla skipan stéttarfé-
laga og samningamála á vinnu-
markaðinum í landinu. Það verður
að leita óyggjandi niðurstöðu dóm-
stóla um svo vandmeðfarið og við-
kvæmt mál.
Það má ekki láta þeð velkjast og
velta öllu lengur milli aðila með
yfirvofandi óþægindum fyrir borg-
arbúa eins og hótað er meö ákvörð-
un vagnstjóranna um að stöðva
þjónustu SVR hf.
Markús Örn Antonsson
„Hér er á ferðinni ágreiningsefni um ,
grundvallaratriði sem áhrif getur haft
á alla skipan stéttarfélaga og samn-
ingamála á vinnumarkaðinum í land-
Skoðanir aimarra
Einn samræmdur 14% skattur
„Lækkun virðisaukaskattsins á matvæli úr 24,5%
í 14% er viðurkenning á því að 24,5% virðisauka-
skattur er allt of hár. Sama sjónarmið kemur fram
í nýjum skattaálögum sem settar hafa verið á þessu
ári.... Til þess aö leysa þennan vanda, ná samræmi
og jafnvægi í innheimtu virðisaukaskatts, er því
ekki um annað að ræða en aö lækka allan virðisauka-
skatt niður í 14% og koma á einum samræmdum
skatti eins og Verzlunarráö íslands benti á í upphafi."
Jóhann J. Ólafsson stórkaupmaður í Mbl. 13. jan.
Sjómannadeilan 09 ríkisvaldið
„Það er kominn rembihnútur á þessa deilu, sem
ekki er auðvelt aö leysa. Svo flókin og viðkvæm
deilumál er auðvitað ekki nokkurt vit í að leysa
undir þeirri pressu, sem allsherjarverkfall í sjó-
mannastétt setur á þá sem að málinu vinna. ...
Ábyrgð ríkissflómarinnar er mikil í þessu máh. Við-
ræður við deiluaðiia fóru allt of seint af stað, því það
er vonlaust að leysa þetta mál án atbeina rikissflórn-
arinnar.“
Úr forystugrein Tímans 13. janúar.
Hriktir í stoðum borgarveldis
„Gæfuleysi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
eykst dag frá degi. Nú er ljóst, aö andstöðuflokkam-
ir í borginni hafa náð saman um sterkan lista, sem
er líklegur til að ná verulegum árangri.... í umliðn-
um kosningum hefur það mjög oft gerst, aö persóna
borgarstjóra hefur riöið baggamuninn og náð því
aukafylgi., sem hefur tryggt flokknum sigur í Reykja-
vík.... Andspænis langþráöum valkosti í gervi sam-
einaðs Usta allra hinna flokkanna hriktir í stoðum
hins aldna veldis flokksins í Reykjavík.“
Úr forystugrein Alþbl. 13. janúar.
X.