Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1994, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1994, Qupperneq 32
Fo úz n d Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 83 2700 FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1994. Stjómarandstaðan: Alþingi komi þeg- ar saman - vegna sjómannaverkfalls „Afstaöa okkar er sú að það eigi að kalla Alþingi strax saman og setja lög í samræmi við óskir sjómanna um bann við þátttöku í kvótakaup- um. Þessi tillaga er skýr og einföld og það er hægt að afgreiða hana á einum til tveimur dögum,“ segir Ól- afur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins. „Mér sýnist að deilan kunni að vera komin í slíkan hnút að það verði að stöðva hana með lagasetningu. >É-g tel hins vegar af og frá að það verði gert með bráðabirgðalögum. Það er hægt að kalla þing saman án tafar, þess vegna á mánudagsmorg- un. An vafa yrðu harðar deilur en ég er sannfærður um að hægt væri að samþykkja lög á tveimur dög- um,“ segir Steingrímur Hermanns- son, formaður Framsóknarflokksins. „Að mínu áhti er þetta fyrst og fremst kjaradeila sem menn ættu helst að leysa sjálfir. Mér finnst ekki koma til greina að sett verði bráða- birgðalög á verkfallið en tel að stjórn- ^öld geti komið inn í þetta og styrkt réttarstöðu sjómanna. Raunar finnst mér nauðsynlegt að Alþingi komi þegar saman til að ræða stöðuna. Það er löngu tímabært að þingmenn taki á kvótasölunni því við höfum oft rætt um að það myndi koma til upp- reisnar vegna hennar,“ segir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, þingmað- urKvennalistans. -kaa Verkföll boðuðá -kaupskipum Á fundi trúnaðarmannaráðs Sjó- mannafélags Reykjavikur 10. janúar síðastUðinn var samþykkt að boða vinnustöðvun á kaupskipum hafi samningar ekki tekist fyrir boðun eftirtaUnna verkfaUa. Hafi samningar ekki tekist fyrir miðnætti 25. janúar kemur tU vinnu- ' stöðvunar sem hefst þann dag og stendur tU 28. janúar. Vinnustöðvun hefur einnig verið boðuð 15. febrúar tU 19. febrúar hafi samningar ekki tekist fyrir miðnætti 15. febrúar. í mars verður vinnustöðvun frá 7. tU 11. ef ekki hefur samist fyrir mið- nætti 7. mars. 4» Boðuð verkfóll taka til aUra Faxa- flóahafna. -IBS Bergvik VE, sem náðist ioks af strandstaó í fyrrinótt, liggur nú í Eskifjarðarhöfn. Myndin er tekin rétt eftir komu varðskipsins Týs og Bergvikur þangað í gærmorgun en Týr tók skipið á síðuna eftir að hafa dregið það af strand- stað og sigldi þannig með það til hafnar. Verður farið með Bergvík i slipp í Neskaupstað um leið og veður leyfir. DV-mynd Emil Thorarensen Bakkaði full- ur á lögguna Lögreglan stöðvaði rétt fyrir mið- nætti ökumann jeppabifreiðar við Reykjaveg í Mosfellsbæ. Ökumann- inum hafði verið gefiö merki um að stöðva bifreiðina á Kjalarnesi viö Grundahverfi. Hann sinnti því ekki og ók á um 50 km hraða á undan lögreglu. Við Varmaá í Mosfellsbæ ók hann yfir hringtorg og utan vegar eftir göngustíg nokkra leið þar til hann stöðvaði bUreiðina. Lögreglan nam staðar fyrir aftan jeppann sem svo bakkaði á lögreglubifreiðina. Ökumaður jeppans v£ir fluttur á lögreglustöð og reyndist hann mjög ölvaður,aðsögnlögreglu. -pp Gæsluvarðhald framlengt Gæsluvarðhald rennur út í dag yfir nýbúanum frá Víetnam sem verið hefur í haldi frá þvi í nóvember vegna hnífsstungumáls í miðbæ Reykjavíkur. Samkæmt upplýsingum RLR verð- ur farið fram á framhald gæsluvarð- haldsúrskurðar yfir honum í dag. Máhð hefur verið sent ríkissaksókn- ara og bíður hann nú niðurstöðu í DNA-rannsókn sem fram fer vegna einsþáttarrannsóknarinnar. -pp Sjomannadeilan 1 oleysanlegum hnut: Samningaleiðin er ■ jr ■ ■■ ■ ■ ■ ■ komin i blmdgotu |>. • £» -J • / / . i • T I • -|> / *t • f * 1_ / X’t Á fundi með deiluaðilum i sjó- mannadeilunni, sáttasemjara og ráðuneytisstjórum í gærkvöldi og nótt hljóp allt i harðan hnút og virðist sem deilan hafi aldrei verið í haröari hnút en eftir þennan fund. Lagasetning til að leysa deiluna virðist því vera nær en áður. „Samningamenn deiluaðila sátu hér í sjávarútvegsráðuneytinu fram á nótt með ráðuneytisstjórum og rikissáttasemjara og það sigldi allt í strand. Mér sýnist að deilan sé komin í harðari hnút en nokkru sinni áður. Ég sé ekki, eftir þennan fund, að samningaleiðin leiði þetta mál til lykta eíns og sakir standa. Það verður að meta það nú hvert verður næsta skrefið. Ég taldi mjög mikilvægt að samningaleiðin yrði reynd til þrautar og mér sýnist eft- ir fundinn í gærkvöldi að það hafi verið gert,“ sagði Þorsteinn Páls- son sjávarútvegsráðherra í samtah við DV í morgun. Hann var spurður hvort það yrði þá lendingin að setja iög á verkfall- ið. „Eins og staöan er núna sýnist mér að samningaleiðin sé orðin að blindgötu. Menn verða þvi að ræða það hvort deilan verði leyst með lagasetningu eða hvernig brugðist verður nú við. Það er alveg ljóst að ekki er hægt að láta deiluna sitja svona í aðgerðarleysi," sagði Þor- steinn. Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambandsins, var ómyrkur í máli þegar hann var spurður um niðurstöðu fundarins í gærkvöldl „Ég fæ ekki betur séð en að út- vegsmenn séu að bíða eftir laga- setningu. Það er eins og þeir hafi ahan tímann verið að bíða eftir henni. Ég ætla bara að vona að menn reyni ekki slíkt. Við munum aldrei gefast upp og ekki síst eftir þann stórkostlega fund sem við héldum í gær,“ sagði Óskar Vigfús- son. -S.dór LOKI Löggan hefði náð þessum „spíttara" á hlaupum! Veðrið á morgun: Kaldi eða stinnings- kaldi Á morgun verður norðlæg átt, víðast kaldi en stinningskaldi á stöku stað. É1 verða um landið norðanvert en léttskýjað syðra. Frost verður á bihnu 2-7 stig. Veðrið í dag er á bls. 36 s. 814757 HRINGRÁS ENDURVINNSLA Endurvinnsla og umhverfisverna í 44 ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.