Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1994, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 27. JANUAR 1994 3 Fréttir Tjón rlkisins vegna gjaldþrota á árunum 1990 til 1992: Jaf nvirði heils árs tekju- skatts fór í súginn Fjármálaráðuneytið metur tjón ríkisins vegna gjaldþrota á árunum 1990 til 1992 upp á alls 16,6 milljarða króna.. Á þessum þremur árum námu afskrifaðar kröfur ríkissjóðs tæplega 6,5 milljörðum og beinn kostnaður ríkissjóðs vegna ríkis- ábyrgðar á launum og innheimtu nam rúmum 1,2 milljörðum. Að auki uröu ríkisbankarnir og opinberu fjárfestingarlánasjóðirnir að afskrifa 8,9 milljarða á tímabilinu vegna tap- aðra útlána. Þessar .upplýsingar komu fram í svari Friðriks Sophussonar íjár- málaráðherra við fyrirspurn frá Guðrúnu Helgadóttur á Alþingi fyrr í vikunni. Tjón ríkisins vegna gjald- þrota á þessum árum svarar til allra þeirra tekna sem ríkissjóður aflaði sér með tekjuskatti á árinu 1992. Afskrifaðar kröfur ríkissjóðs hækkuðu mikið milli áranna. Árið 1990 voru afskrifaðar 823 milljónir, árið 1991 um 2,2 milljarðar og árið 1992 um 3,5 milljarðar. Beinn kostn- aður ríkissjóðs vegna ríkisábyrgðar á launum og innheimtu gjalda jókst einnig. Árið 1990 var kostnaðurinn 195 milljónir, árið 1991 um 490 millj- ónir og árið 1992 um 543 milljónir. Af einstökum bönkum og fjárfest- ingarlánasjóðum varð Landsbankinn fyrir mestum skakkaíollum vegna gjaldþrota á tímabilinu og afskrifaði tæplega 2,6 milljarða. Byggðastofnun fylgir fast á eftir með rúmlega 1,5 milljarða. Athygli vekur að Hús- næðisstofnun er eina stofnunin sem ekki neyddist til að afskrifa krónu. Séu afskrifdr banka og lánasjóða sundurliðaðar eftir atvinnugreinum kemur í ljós að mestir íjármunir töp- uðust á tímabihnu í fiskeldi, eða rúm- lega 2,7 milljarðar. í landbúnaði og loðdýrarækt töpuðust 173 milljónir, í sjávarútvegi 1,6 milljarðar, í verk- taka- og iðnaðarstarfsemi 2,1 milljarð- ur og á sviði samgangna og þjónustu 441 milljón. -kaa Vantar þig ekki bíi núna! Þá ættuö þiö aö kíkja til okkar og skoöa úrvalið! BMW 730i 1987, ek. 73 þús. ABS, hljómkerfi o.fl. Kr. 2.100.000. RENAULT 19 TXE/A 1992, ék. 33 þús., fjarst. sam- læsingar o.fl. Kr. 1.180.000. RENAULT CLIO RT/A 1991, ek. 26 þús., fjárst. saml. Kr. 820.000. HONDA ACCORD 1991 BSK m/öllu, ek. 18 1991, ek. 33 þús., rafdr. rúður o.fl. Kr. 1.790.000. BMW 520iA 1991, ek. 84 þús., vel búinn. Tilboð kr. 2.190.000. 3 MMC LANCER EXE BMW 518i SE 1988, ek. 110 þús. Kr. 790.000. 1992, sjálfsk., m/öllu, ek. 21 þús. Kr. 1.180.000. Einnig Lancer 1990,1989 og 1987. RENAULT CLIO 16 v., ek. 10 þús. 7,8 sek. í 100. Kr. 1.450.000. Bílaumboðið hf. Bílasalan, Krókhálsi. Skuldabréf til allt að 36 mánaða TILB0ÐSLISTI PEUGE0T205XL RENAULT11A DAIHATSU CHARADE DAIHATSU CHARADE MMC LANCER GLX 4x4 LADASP0RT BMW323Í BMW325Í SUBARU JUSTY J12 MMC L300 4x4 MINIBUS VWGOLFGTi ARGERÐ STGR- TILB0ÐS- VERÐ VERÐ 1987 320.000 260.000 1988 450.000 350.000 1991 720.000 590.000 1990 650.000 590.000 1987 660.000 590.000 1989 400.000 330.000 1984 700.000 550.000 1987 1.150.000 900.000 1990 720.000 590.000 1988 1.150.000 980.000 1989 1.150.000 950.000 Beinn sími i söludeild notaðra bíla er 676833. Opió: virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.