Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1994, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994 ViðskiptL Kr/ Kg Mi n Fö Má Þr Landsvísitalan Hráolía Gengi þýs. marksins Mi Fi Fö Má Þr Mi Kauph. í Frankfurt 2050 - DAX/ 30 Ml Hráolía hækkar Undanfama viku hefur slægö ýsa selst á fiskmörkuðunum frá 112 krónum kílóið að meðaltali upp í 154 krónur. Blaðinu bámst ekki upplýsingar um sölu gær- dagsins. Landsvísitala hlutabréfa hjá Landsbréfum fór í 92,52 stig í gær, einkum vegna þess að gengi hlutabréfa í Sameinuðum verk- tökum hækkaði úr 6 í 7,18. Hráolían í Rotterdam hækkaði nokkuð í verði sl. þriðjudag. Vetr- arhörkur í Bandaríkjunum hafa þar mest áhrif. Þýska markið hefur selst á inn- an við 42 krónur íslenskar í vik- unni en hæst fór sölugengið sl. fóstudag, í 42,05 krónur. Vísitala helstu hlutabréfa í kauphöllinni í Frankfurt lækkaði lítillega í gær eftir að hafa veriö áuppleiðsíðanumhelgi. -bjb Ávöxtunarkrafa húsbréfa og spariskírteina að lækka: Vextir húsbréfa hafa lækkað um 5 prósent - á tæpum mánuði og frekari lækkunum spáð Avöxtunarkrafa húsbréfa hefur frá áramótum lækkað um 0,28 prósentu- stig úr 5,45% 1. janúar í 5,17% í gær. Þetta gerir lækkun upp á 5 prósent. Á sama tíma hafa vextir spariskír- teina farið niður fyrir 5% og vom í gær komnir í 4,98%. Framboö á hús- bréfum hefur verið cifar lítið í þess- um mánuði og viðskipti dræm. Það sem af er janúarmánuöi hafa viðskipti með húsbréf á Verðbréfa- þingi íslands numið 60 milljónum króna en til samanburðar voru við- skiptin upp á 300 milljónir í desemb- er og 600 milljónir í nóvember sl. í janúar hafa viðskipti með spariskír- teini numið 212 milljónum króna en síðustu tvo mánuði ársins námu viö- skiptin rúmum 4 milljörðum. Þá hafa hlutabréf verið keypt fyrir rúmar 20 milljónir króna í þessum mánuði. „Ég hef trú á því að vextir hús- bréfa haldi áfram aö lækka. Það stefnir allt í það eins og staðan er í dag. Núna er vaxtamunur á milli húsbréfa og spariskírteina ekki nema 0,19 stig. Vextir spariskírteina munu lækka áfram og húsbréfm fylgja á eftir,“ sagði Sigurbjöm Gunnarsson hjá Landsbréfum hf. í samtali við DV en vildi ekki segja nákvæmlega til um hvenær vextir húsbréfa yrðu 5%. Þó stefndi allt í að þeir næðu því innan nokkurra vikna og fæm jafnvel enn neðar. Seðlabankinn hefur áhrif Aðspuröur um ástæður fyrir þess- um vaxtalækkunum sagði Sigur- björn að lítið framboð hefði vegið þyngst. „Síðan hefur innkoma Seðla- bankans með tilboð á Verðbréfaþing- ið stuðlað að hraðari vaxtalækkun en ella. Það gerir áhættu verðbréfa- fyrirtækjanna mun minni að standa í þessum viðskiptum að vita af Seðla- bankanum," sagði Sigurbjörn. Vextir spariskírteina hafa lækkað mun hraðar en af húsbréfum síðan vaxtaðgerðir ríkisstjómarinnar hóf- ust í lok október í fyrra. Þá voru vextir af nýjustu flokkum þessara verðbréfa áþekkir, eða rúmlega 7%. Raunar vom vextir spariskírteina lækkaðir með handaíli og síðan hef- ur markaðurinn verið að fylgja á eft- ir. Guömundur Þórhallsson hjá Skandia sagði við DV að kauptilboð Seðlabankans í húsbréf flýtti fyrir vaxtalækkunum en taldi erfitt að spá fyrir um hvar og hvenær botninum yrði náð. „Sjálfsagt er talan í kring- um 5 prósent ekkert langt undan en um dagsetninguna get ég ekkert sagt. Síðustu daga hefur Seðlabankinn verið að toga vextina niður um ca 1 punkt á dag. Ekki má gleyma því aö htiö hefur veriö gefið út af nýjustu flokkum húsbréfanna. Ef svigrúm er til lækkunar vaxta á spariskírteinunr munu húsbréfin fylgja á eftir,“ sagði Guðmundur. Nú styttist í næsta vaxtabreytinga- dag bankanna. Miðað við yfirlýsing- ar sumra forsvarsmanna þeirra er ekki að vænta vaxtalækkana. Fróðir menn telja þó að enn sé hægt að lækka vexti meira, einkum raun- vextina. -bjb Vetrarhörkur hækka olíuverð Vetrarhörkur í Bandaríkjunum og óvissa um framboð frá Rússum hefur verið að hækka verð á olíu og bens- íni að undanfórnu. Hér er einkum átt viö hráolíuna. Tunnan var seld vel yfir 14 dollurum sl. þriðjudag í London og í New York er tunnan komin ríflega yfir 15 dollara. Svartolía hefur sömuleiðs hækkað nokkuð í verði, eða um tæp 4% á einni viku. Bensínverð virðist hins vegar ætla að hækka hægar í verði eftir að hafa verið nánast óbreytt í nokkra daga. Aðrar vörutegundir á erlendum mörkuðum, sem eru í grafinu, hafa lækkað í verði, að bómull undanskil- inni. Gullúnsan hefur lækkað mest eða um 2 prósent á einni viku. -bjb Vöruverð á eriendum mörkuðum! Bensín 92 okt. :/ 20 Í 15 " 10 I! 5 N D J 100 80 60 40 20 O ‘' 200 e 150 100 50 N D J O N D J 72 f-\ 71 \ 70 \ 69 ^ 68 // , ■ 66 0 N D • • ' 200 150''Sft\=^=s> 100 50 N D J ; 290 | 280 i 270 260 250 O N D J Bjkrnítá 150 50 O N D J DV Seðlabankinn lækkar dráttarvexti Seðlabankinn hefur tilkynnt breytingar á dróttarvöxtum og ávöxtun almennra útlána sem taka gildi 1. febrúar næstkom- andi. Dráttarvextir af peninga- kröfum í íslenskum krónum verða 14% á ári sem er 2 pró- sentustíga lækkun frá því í jan- úarmánuði. Dráttarvextir af kröfum í dollurum lækka úr 5,4% í 5,2%, i dönskum krónum úr 9,7% í 8,8% og i þýskum mörkum úr 8,4% í 8,2%, svo eitthvað sé nefnt. Meðaltal ársávöxtunar á nýjum almeimum útlánum hjá við- skiptabönkum og sparisjóðum lækkar úr 12,2% í 10,7%. HallaráSkifuiia m I diskamálinu Greinargerð frá Samkeppnis- stofhun liggur fyrir i geisladiska- stríðinu svokallaða sem háð var i Kringlunni fyrir jóhn. Eigendur binda- og geisladiskaverslunar við verslun Sævars Karls kærðu Skifuna til Samkeppmsstofnunar fyrir brot á samkeppnislögum. Því var haldið fram að Skífan heíði neitaö versluninni um geísladiska og Spor hefði boöíð óviðráðanlega heildsöluálagn- ingu. Samkvæmt greinargerðinni hahar mjög á Skífuna i máhnu, þ.e. að fyrirtækið hafi brotið sam- keppnislög. Lögfræðingar fyrir- tækjanna hafa greinargerðina til athugunar og verða að gefa Sam- keppnisstofnun svar áöur en ráð- ið kveður upp úrskurð í málinu. Verðhrunáígul- kerumí Japan í ársbyrjun hefur verð á ígul- kerum í Japan hrunið. Eftirspurn er Iítil sökum bágs efnahags- ástands, auk þess sem kaupendur eru famir að gera enn meiri kröf- ur til vörunnar. EUert Vigfússon þjá íslenskum igulkerum í Njarð- vik sagöi í samtali við DV aö þess- ar fréttir kæmu sér ekkert á óvart. „Reyndar ér þetta meiri lækk- un en í ársbyrjun 1993. Markað- urinn er sveiflukenndur og þetta er það sem við erum búnir að segja allan tímann; ígulkera- vinnsla er enginn gullgröftur,“ sagði Ellert. Frá því DV birti yfir- lit yfir ígulkeravinnslur á íslandi hefur þeim fjölgað úr 12 í 13. Sjáv- argull hf. í Reykjavík hefur hafið vinnslu á igulkerum i samstarfi við kohega sína á Sauðárkróki ogNeskaupstað. -bjb Sorpeyðingar- stöðhafnaðí Bolungarvík Sigurjon J. Sigurðssan, DV, ísafirði: Bæjarstjórn Bolungarvíkur hefur ákveðiö að hafna að sinni þátttöku i byggingu og rekstri sorpeyðingarstöðvar í Engidal við Skutulsfiörð en óskað eftir tílboði frá Sorpbrennslustöö ísa- fiarðar í að eyða og eða brenna sorpi frá Bolungarvík er miðist viö eyðingarkostnað á hvem íbúa. Takist samningar ekki miUi aðila skal stefnt aö urðun irtnan kaupstaðarins eða brennslu með lítilli brennslustöð og skal þá leit- að hagkvæmustu leiða í því efni. Þó hefur bæjarstjóm samþykkt að kynna umhverfisráöherra sjónarmið Bolvikinga og óska eft- ir starfsleyfi fyrir urðunarstað í Bolungarvík eða brennslu skipist mál svo.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.