Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1994, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994 Fréttir íslendingar til friðar- gæslustarf a í Bosníu í vor Tveir íslenskir læknar og íjórir hjúkrunarfræðingar hefja í apríl störf í norskri heilsugæslusveit í Tuzla í Bosníu. Heilsugæslusveitin er hluti af norrænni friðargæslusveit sem staðsett er í Tuzla. Samkomulag um þáttöku íslendinganna var und- irritað í gær. Er þetta í fyrsta sinn sem íslendingar taka beinan þátt í friðargæslu. „Með þessum hætti viljum við und- irgangast þær byrðar sem aðrar þjóðir axla. Við vonum að þetta geti orðið vísir að samstarfi sem við vilj- um taka þátt í,“ sagði Þorsteinn Ing- ólfsson, ráðuneytisstjóri í utanríkis- ráðuneytinu, á fundi meö frétta- mönnum í gær. íslendingamir fá sex vikna þjálfun í Noregi áður en þeir halda til Bosn- íu. Þeir læra sjálfsvöm og lúta heraga en vérða ekki undir vopnum. Þeir munu njóta vemdar annarra norrænna herdeilda. Einkennisbún- ingur íslendinganna verður norskur en með íslenska fánanum. í samkomulagi íslenskra yfirvalda við norska varnarmálaráðuneytið er gert ráð fyrir að íslendingamir starfi í Bosníu í sex mánuði. Um áfram- haldandi friðargæslustörf íslendinga sagði Þorsteinn að menn myndu læra af reynslunni og málið þróast í ljósi þess hvernig til tækist. • Kostnaður vegna þáttökunnar nú verður 7,5 milljónir. -IBS Skagamönnum mis- tókst að aftur- kalla hlutafé Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi: Tilraun framkvæmdanefndar at- vinnumála á Akranesi til að aftur- kalla einnar milljónar króna hluta- fjárloforð í fyrirhugaða byggingu norræns skólaseturs á Hvalfjarðar- strönd hefur mistekist. Ákvörðun nefndarinnar um að freista þess að afturkalla hlutaféð byggðist á meint- um brotum á einni tiltekinni grein hlutafjárlaga en við nánari skoðun reyndist hún ekki á rökum reist. Bærinn hefur þegar greitt 350 þús- und krónur inn á hlutafjárloforð sitt og þarf að standa skil á því sem eftir stendur. Aðilar sem þekkja vel til málsins og DV hefur rætt við segja þetta „einhverja verstu fjárfestingu" sem bærinn hefur lagt í um langt skeið. Rekstrarforsendur séu mótað- ar af svo yfirmáta mikilli bjartsýni að kraftaverk þurfi til þess að rekst- ur skólasetursins stefni ekki í þrot á fáum árum. Með milljóninni er Akraneskaup- staður eignaraðili að 1/30 hluta í Norræna skólasetrinu. Stærstu hlut- hafar eru Hrafnaklettur í Borgamesi með 4 milljónir króna og Sæmundur Sigmundsson, sérleyfishafi í Borgar- nesi, með 3 milljónir. Hrafnaklettur lagði fram hlutafé gegn væntanleg- um byggingarframkvæmdum og er aöalverktaki. Þorsteinn Ingólfsson, ráöuneytisstjóri utanríkisráóuneytisins, og Sylvi Krogsæter, yfirmaður starfsmannahalds norska varnarmálaráðuneytisins, undirrita samkomulag um þátttöku íslendinga í norskri heilsugæslusveit í Bosníu. DV-mynd Brynjar Gauti Hefðbundinn listi Alþýðu- bandalagsins í Kópavogi - núverandi bæjarfulltrúar skipa efstu sætin Alþýöubandalagið í Kópavogi hef- ur ákveðið að bjóöa fram hefðbund- inn G-lista í bæjarstjómarkosning- unum í vor eftir að flokknum mis- tókst aö ná samstöðu með félags- hyggjuöflunum í bænum. Bæði Sam- tök um kvennalista og Alþýðuflokk- urinn hafa hafnað framboði með al- þýðubandalagsmönnum. Valþór Hlöðversson og Bima Bjamadóttir, núverandi bæjarfull- trúar Alþýðubandalagsins, hafa tek- ið boði kjömefndar um aö skipa efstu sætin en stefnt er að því að leggja tillögu aö uppstillingu fyrir félags- fund um miðjan næsta mánuð. -GHS í dag mælir Dagfari_______________________ Til eilífrar forystu Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík fer fram um helgina. Eitt hefur þetta prófkjör leitt í ljós. Meöal sjálfstæðismanna í höfuð- borginni er slikt mannval af úr- valsfólki að leitun er að öðm eins. Á hverjum degi má lesa greinar um frambjóðendur eða eftir frambjóð- endur sem lýsa af mikilli hógværð en að sama skapi af einlægum sannleika þeim mannkostum og hæfileikum sem frambjóðendur hafa að geyma. Skiptir þá ekki máli hvort fjallað er um skólamál, dagvistunarmál, íþróttamál, mál- efni aldraðra eða launþega, at- vinnumál, skipulagsmál eða fjöl- skyldumál. Alls staðar hafa fram- bjóðendur Sjálfstæðisflokksins komið við sögu og-markaö djúp spor með störfum sínum. Morgunblaðiö hefur sérstaklega helgað sig þessu fólki og birtir lof- gerðir um það án afláts. Má segja með sanni að blað allra lands- manna hafi veriö undirlagt fyrir þetta prófkjör og ekki að ástæðu- lausu ef miðað er við framlag fram- bjóðenda til borgarinnar og þjóðar- innar allrar. Var svo sannarlega kominn tími til að venjulegir kjós- endur fengju rétt§r og gagnlegar upplýsingar um þennan falda fjár- sjóð sem felst í glæsilegum fram- bjóðendum. Það er sömuleiðis gleðilegt að þetta fólk skuli allt í einu koma úr felum og hafa skoðanir. í öll þau ár sem meirihlutinn hefur setið að völdum hafa skoðanir borgarfull- trúa ekki verið á glámbekk og raunar hafa þeir unnið sín verk í svo mikilli kyrrþey að það er núna fyrst sem kjósendur í Reykjavik vita og heyra að þetta fólk hafi set- ið í borgarstjóm. Sjálfsagt hefur það verið hóg- værð og lítillæti eða þá annir sem hafa komið í veg fyrir að borgar- fulltrúar og háttvirtir frambjóð- endur hafi mátt vera að því að segja kjósendum sínum frá öllu því sem áunnist hefur eða þá hvað þeir hafa verið að gera í borgarstjóm. Dagfari gleðst yfir þessum upp- lýsingum. Sem íbúa í Reykjavík var honum alls ekki ljóst fyrir þetta próíkjör hvað meirihluti sjálfstæð- ismanna og fólk á vegum þess flokks, hefði átt mikinn þátt í ham- ingju og högum hans og nú loksins rennur það upp fyrir Dagfara að líf í Reykjavík væri nánast óbærilegt ef ekki væri fyrir þetta fólk í fram- boðinu. Og ekki nóg með það. Þrátt fyrir framúrskarandi frammistöðu meirihlutans hafa frambjóðendur flestir, ef ekki allir, komið auga á margs konar verkefni og málefni sem þeir ætla aö beita sér fyrir í borginni og það veröur ekkert lát á framfóranum ef þeir fá einhveiju ráðið. Maður undrast það jafnvel að ekki sé allt komiö í lag sem get- ur verið í lagi, miðað við stórkost- legar athafnir borgarstjómar- meirihlutans. En menn geta lengi á sig blómum bætt og nú er vigbú- inn hópur glæsilegra frambjóðenda reiðubúinn til aö bjóða fram þjón- ustu sína og bæta um betur. Hér er þá bæði um að ræða nú- verandi borgarfulltrúa sem og nýja frambjóöendur sem hafa að vísu flestir verið áður í framboði en ekki mátt við hinum frambjóðend- unum sem voru betri en þeir. Nú em allir þessir frambjóðendur aft- ur komnir á stúfana með kosninga- skrifstofur, kynningarbæklinga og herskara stuðningsmanna. Raunar er stuðningsmannahópurinn svo fjölmennur hjá srnnmn að hann kemst ekki fyrir á Öskjuhlíðinni og alls ekki á einni og sömu mynd- irrni og maður spyr í fáfræði sinni hvort ekki sé betra að birta nöfn þeirra sem ekki eru stuðnings- menn. Þeir em ekki teljandi nema á fingrum annarrar handar. Slikar em vinsældimar. Það verður hörmulegt þegar talið verður upp úr kössunum og í ljós kemur að allt þetta einvalalið nær ekki í sætin sem það sækist eftir. Gallinn við svona kosningar er ein- mitt sá að atkvæðin verða talin og þegar atkvæðin verða talin munu sumir af þessum frábæm fram- bjóðendum gjalda fyrir atkvæði sem þeir fá. Eða ætti maður kannske að segja að þeir gjalda fyr- ir það hvað hinir frábæru fram- bjóðendurnir fá. Það breytir hins vegar ekki hinu að þessar prófkosningar hjá Sjálf- stæðisflokknum í Reykjavík em óbrotgjam minnisvarði um mann- valið sem flokkurinn hefur yfir að ráöa. Þaö fylgir þeim festa, ábyrgð, árangur og traust til eilífrar for- ystu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.