Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1994, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1994, Blaðsíða 30
42 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994 Afmæli Haraldur B. Bjamason Haraldur B. Bjarnason múrara- meistari, Vesturgötu 7, Reykjavík, er áttatíu og fimm ára í dag. Starfsferill Haraldur fæddist á Stokkseyri og ólst þar upp. Hann lærði múraraiðn og lauk sveinsprófi í Hafnarfirði 1932 en meistari hans var Ólafur Jónsson, múrarameistari og b. á Reynisvatni. Haraldur starfaði síð- an við múrverk, hlaut meistararétt- indi í greininni og hefur unnið við fjölda stórhýsa í Reykjavík. Hann var lengi forstjóri hyggingafélagsins Goða. Haraldur varð félagi í Múrarafé- lagi Reykjavíkur 1933 og var félagi í Múrarameistarafélagi Reykjavik- ur frá 1945. Hann var formaður Stokkseyringafélagsins í Reykjavík ífjöldaára. Fjölskylda Systkini Haralds: Grímur Bjarna- son, pípulagningarmeistari í Reykjavík, sem er látinn; Dagbjart- ur Bjarnason, stýrimaður hjá Ríkis- skip, búsettur í Reykjavík, látinn; Hróbjartur Bjamason, stórkaup- maður í Reykjavík, látinn; Sigríður Bjarnadóttir, húsmóðir í Reykjavík; Elín S. Bjarnadóttir, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Haralds voru Bjarni Grímsson, f. 4.12.1870, d. 29.8.1944, útvegsb. á Stokkseyri, og Jóhanna Hróbjartsdóttir, f. 20.11.1879, d. 9.6. 1969, húsmóðir. Ætt Bróðir Bjarna var Páll, hreppstjóri í Nesi í Selvogi, afi prófessoranna Bjarna og Jóns Guðnasona. Bjami var sonur Gríms, b. í Óseyrarnesi, bróður Margrétar, ömmu Páls ísólfssonar tónskáilds, föður Einars fræöimanns og Þuríðar söngkonu, móður Guðmundar Páls Arnarson- ar bridgespilara. Grímur var sonur Gísla, formanns á Kalastöðum, Þor- gilssonar, og Sesselju Grímsdóttur, b. í Traðarholti, Jónssonar, b. á Eystri-Rauðarhól, Bergssonar, ætt- fóður Bergs-ættarinnar Sturlaugs- sonar. Móðir Bjama var Elín Bjamadóttir, formanns á Óseyrar- eyri, Hannessonar, b. á Baugsstöð- um, Árnasonar, hreppstjóra á Sela- læk, Ormssonar. Móðir Bjarna var Elín Jónsdóttir, hreppstjóra á Stokkseyri, Ingimundarsonar, b. á Hólum, bróður Jóns á Eystri-Rauð- arhól. Móðir Elinar Bjamadóttur var Sigríður Guðmundsdóttir á Ós- eyrareyri Jónssonar, skipasmiðs á Ásgautsstöðum, Snorrasonar, b. á Hóli, Ögmundssonar. Móðir Sigríð- ar var Margrét Haggensdóttir Jens Möller, beykis á Skinnstöðum á Eyrarbakka. Jóhanna, móðir Haralds, var dótt- ir Hróbjarts, b. á Grafarbakka í Ytri- hreppi, Hannessonar, b. á Fossi, Torfasonar, b. í Foki á Eyrarbakka, Haraldur B. Bjarnason. Björnssonar, b. í Vestra-Stokkseyr- arseli, Einarssonar, b. á Skúmsstöð- um, Brandssonar. Móðir Jóhönnu var Ástríður Jónsdóttir, b. í Efra- Langholti í Ytrihreppi, Magnússon- ar. Haraldur tekur á móti gestum í Átthagasal Hótel Sögu á morgun, fostudaginn28.1., kl. 17.00-20.00. linda María Fredriksen Linda María Fredriksen, húsfreyja að Brunnavöllum í Suðursveit í Austur-Skaftafellssýslu, er fertug í dag. Starfsferill Linda María fæddist I Árósum í Danmörku en flutti tveggja ára til íslands og ólst upp hjá móður sinni og stjúpfoður í Olafsvík. Þar lauk hún grunnskólanámi og stundaði þar fiskvinnslu. Linda María flutti með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur 1970 þar sem hún stundaði fisk- vinnslu. Linda María flutti austur að Bmnnavölum 1976 og hefur verið þar húsfreyja síðan. Fjölskylda Maður Lindu Maríu er Jón Sigfús- son, f. 22.5.1946, b. að Brunnavöll- um. Hann er sonur Sigfúsar Jóns- sonar, b. á Brunnavöllum sem nú er látinn, og Helgu Bjömsdóttur ljósmóður. Dóttir Lindu Maríu frá því áður er Inga Helga Baldursdóttir, f. 12.2. 1972, sjúkraliðanemi á Höfn í Hornafirði. Böm Lindu Maríu og Jóns em Helga Jónsdóttir, f. 1.8. 1978; Sigfús Jónsson, f. 4.2.1984; Emil Jónsson, f. 7.9.1985. Uppeldissystkini Lindu Maríu em Ragnheiður Helgadóttir, f. 24.3.1943, kennari í Reykjavík; Erlingur Helgason, f. 21.5.1944, skipstjóri í Ólafsvík; Sigurjón Helgason, f. 5.3. 1947, verktaki í Keflavík; Kristinn Helgason, f. 2.2.1950, verktaki í Keflavík; Svavar Helgason, f. 12.8. 1951, þjónn og verslunarmaöur; Kristín Þómnn Helgadóttir, f. 24.12. 1954, sjúkraliði í Garðabæ. Systur Lindu Maríu, sammæðra, em Alda Helgadóttir, f. 26.12.1958, hárgreiðslumeistari í Reykjavík; Bylgja Helgadóttir, f. 25.10.1960, Linda María Fredriksen. húsmóðir í Reykjavík; Bára Helga- dóttir, f. 7.7.1962, snyrtisérfræðing- uríReykjavík. Fósturfaðir Lindu Maríu var Helgi Salómonsson, f. 25.10.1915, d. 22.7. 1981, bifreiðastjóri. Móðir Lindu Maríu er Inga Margret Fredriksen, f. 5.10.1934, starfar við framreiðslu íReykjavík. Linda María verður heima á af- mælisdaginn. Axel Guðmundsson Hjálmtýr Axel Guðmundsson, dreif- ingaraðili hjá Plastprenti hf., Sæ- bólsbraut 14, Kópavogi, er fimmtug- urídag. Starfsferill Axel er fæddur í Reykjavík og ólst þar upp. Hann var í Myndlista- og handíðaskólanum 1953-54, Laugar- nesskóla og Gagnfræöaskólanum v/Réttarholtsveg. Axel tók 2. stig vélstjóra frá Vélskóla íslands 1973. Axel var sendibifreiðastjóri á Sendibílastöðinni hf. 1979-81 en hef- ur starfað hjá Plastprenti hf. frá þeim tíma. Fjölskylda Axel kvæntist 20.11.1965 Guðrúnu Björgu Tómasdóttur, f. 17.11.1946, matráðskonu. Foreldrar hennar: Tómas Sigurjónsson, iðnaðarmaður í Reykjavík, og Jóhanna L. Óskars- dóttirhúsmóðir. Böm Axels og Guðrúnar Bjargar: Ásta, f. 27.5.1966, húsmóðir og nemi, maki Sigurður Sigurðsson, f. 27.4. 1964, verktaki, þau eiga þijú börn, Magna Reyni, f. 24.10.1985, Ólöfu Ýr, f. 30.9.1990, og Guðrúnu Björgu, f. 18.10.1993; Jóhann Tómas, f. 29.8. 1967, sendibílstjóri, unnusta hans er Lilja Margrét Ólafsdóttir, f. 11.6. 1972, póstafgreiðslukona; Harpa Björg, f. 21.1.1972, hárskeri, sambýl- ismaöur hennar er Einar B. Hró- bjartsson, f. 9.5.1967, sendibílstjóri, þau eiga tvær dætur, Önnu Krist- ínu, f. 16.11.1992, og írisi Björgu, f. 16.11.1992; HannaMaría, f. 15.1. 1976, skiptinemi í Frakklandi; Guð- rúnÁsa, f. 28.12.1978, nemi. Bróðir Axels: Sigurður Guð- mundsson, f. 30.6.1939, vélfræðing- ur í Hafnarfirði, dóttir hans og Ragnhildar Einarsdóttur kennara er Ingibjörg, f. 29.4.1966. Foreldrar Axels: Guðmundur Sig- urðsson, f. 25.9.1907, járnsmiður 1 Reykjavík, og Ásta Hjálmtýsdóttir, f. 26.3.1917, matráðskona og hús- móðir. Hjálmtýr Axel Guðmundsson. Ætt Guðmundur er sonur Sigurðar Guðmundssonar, sem ættaður er frá Minna-Hofi á Rangárvöllum, og Sigríðar Ólafsdóttur sem er ættuö frá Syðri-Steinsmýri í Meðallandi. Ásta er dóttir Hjálmtýs Sigurðs- sonar, sem ættaður er frá Péturey í Mýrdal, og Lucindu Sigurösson (f. Hansen). Axel tekur á móti gestum í Félags- heimili Rafveitunnar v/Elliðaár laugardaginn 29. janúar frá kl. 19-22. Til hamingju meö afmælið 27. janúar Áslaug Árnadóttir, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði. 75ára Jóhanna Bjömsdóttir, Skarfshóli, Ytri-Torfustaöahreppi. Ólafur Sigurðsson, Lambhaga 9, Selfossi. ; 70 ára Hermann Guðjónsson, Langholtsvegi 146, Reykjavík, Klara Konráðsdóttir, Aðalgötu 6, Siglufirði. Hólmsteinn Sigurðsson, Hólavegi 32, Sauðárkróki. Valgeir Ágústsson, Höfðabraut 21, Hvammstanga. 60 ára Guðrún V. Hallgrímsdóttir, Vallarbarði 3, Hafharfirði. Auðbjörg Ingimundardóttir, Tómasarhaga 46, Reykjavík. Sigrún Guðmundsdóttir, Skipholti55, Reykjavík. Sjöfn Helgadóttir, Melgerði 20, Kópavogj. Bára Magnúsdóttir, Grenivöllum 20, Akureyri. 50 ára Halivarður Sigurjónsson, Lækj arhjalla 34, Kópavogi. Þórir Jóhann Ólafsson, Langholti 6, Keflavik. Kristin Jóhannsdóttir, Smáragrund 9, Sauðárkróki. Eygló Ragnarsdóttir, Kvíholti 2, Hafnarfiröi. Auðbjörg Guðmundsdóttir, Húsinu, Eyrarbakka. Sigþór Ingólfsson^ skrifstofu- stjóri, Sæviðarsundi 66,Reykjavík. Eiginkona hans erSólveig Kristjánsdóttir ritari. Þautakaámóti gestum á heimili sínu á afmælis- daginnfrá kl. 20-23. 40ára Svala Sigurðardóttir, Næfurási 15, Reykjavík. Árdís ívarsdóttir, Otrateigi 20, Reykjavík. Guðrún Erla Gunnarsdóttir, Urðarstíg 9, Reykjavík. Guðlaug Guðjónsdóttir, Hraunbæ22, Reykjavik. Jón Eggert Bragason, Skipholti 45, Reykjavík. Ragnhildur Bjarnadóttir, Víðigerði3, Akranesi. Einar Jónatansson, Holtastig 11, Bolungarvík. Kona hans er Guörún Magnúsdótt- ir. Þau taka á móti gestum að Vitastíg 3 í Bolungarvík föstudaginn 28. jan- úarfrákl. 20-23. BirgirHreinn Gunnarsson, Grundargötu 4, Akureyri. Nicolai Jónasson, Reykási 47, Reykjavík. Jónas Þorsteinsson Jónas Þorsteinsson skipstjóri, Strandgötu 37, Akureyri, er sjötug- urídag. Starfsferill Jónas er fæddur á Hjalteyri við Eyjafjörð og ólst upp þar og á Kljá- strönd og á Akureyri. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólan- um á Akureyri 1941 og meira fiski- mannaprófi frá Stýrimannaskólan- um í Reykjavík 1946. Jónas hóf sjómennsku 1941 og stundaði hana til 1964 en hann var stýrimaöur og skipstjóri frá 1946. Eftir að Jónas kom í land vann hann ýmis skrifstofustörf en frá 1967 hef- ur hann haft á hendi viðgerðir og leiðréttingar áttavita í skipum. Það hefur verið aðalstarf Jónasar frá 1982. Jónas hefur setið í stjórn Far- manna- og fiskimannasambands ís- lands og var forseti þess í eitt kjör- tímabil. Jónas bjó á Hjalteyri fyrstu tvö árin, síðan á Kljáströnd til 1932 en hefur verið búsettur á Akureyri frá þeimtíma. Fjölskylda Jónas kvæntist 8.10.1950 Mattheu Kristjánsdóttur, f. 19.11.1920, hús- móður. Foreldrar hennar: Kristján Jónsson, bakarameistari á Akur- eyri, og Elísa Ragúelsdóttir, hús- móðir á Akureyri. Synir Jónasar og Mattheu: Þor- steinn, f. 6.8.1952, flugumsjónar- maður, búsettur í Reykjavík; Krist- ján Elís, f. 27.5.1955, matreiðslu- meistari, maki Ólöf Matthíasdóttir, þau eru búsett á Akureyri og eiga tvö böm; Haraldur, f. 21.6.1958, við- skiptafræðingur, maki Valgerður Lýðsdóttir, þau eru búsett á í safirði ogeigaeittbam. Bróðir Jónasar: Sigurbjörn V., f. 27.3.1926, d. 1988, húsasmíðameist- ari, ekkja hans er Margrét Sigurðar- dóttir, þau eignuðust fimm böm. Foreldrar Jónasar: Þorsteinn Stef- ánsson, f. 7.3.1896, d. 3.9.1973, skip- stjóri og síðar hafnarvörður á Akur- eyri, og Laufey Valdimarsdóttir, f. 29.1.1898, d. 19.5.1961, húsmóðir, þau voru búsett á Akureyri frá 1932. Ætt Þorsteinn var sonur Stefáns Hans- sonar Baldvinssonar, prests á Ups- um á Upsaströnd, Þorsteinssonar og Filippíu Erlendsdóttur, klaustur- haldara á Munkaþverá. Jónas Þorsteinsson. Laufey var dóttir Valdimars Jó- hannssonar Sigurðssonar er ættaö- ur var úr Möðruvallasókn. Jónas tekur á móti gestum í Odd- fellow-húsinu að Brekkugötu 14 á Akureyri laugardaginn 29. janúar frákl. 16-19.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.