Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1994, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994 11 Fréttir Sala laxveiðileyfa fyrir næsta sumar gengur vel: Færri komast en vilja í Elliðaám- ar, Þverá í Borgarfirði, Flókadalsá, Laxá á Ásum, Vesturdalsá, Hofsá og Selá í Vopnafirði, svo einhvetjar veiðiár séu nefndar. Heimildir okkar segja að veiöileyfin séu seld fyrir- fram næstu þrjú árin í Vopnafirði, enda hefur vel veiðst í ánni síðustu árin. „Veiðileyfin í ána næsta sumar era löngu uppseld. En það verður niður- sveifla í veiðinni hjá okkur í Hofsá á sumri komanda. Seiðin fóra seint niður í fyrra eða fóra bara alls ekki niður. En tveggja ára laxinn kemur og auövitað eitthvað af eins ár laxi,“ sagði Haraldur ennfremur. „Samdráttur í umsóknum hjá okk- ur varð ekki eins mikill og við óttuð- umst þrátt fyrir að efnahagsástandið sé ekki gott í þjóðfélaginu. Það era margir brenndir eftir síðasta veiði- sumar," sagði Friðrik Þ. Stefánsson, formaður Stangaveiöifélags Reykja- víkur, í gærdag. „Ódýrari veiðileyfi seljast vel þar sem menn geta eldaö sjálfir. Við felldum niður- fæðið í Hítará og það hefur mælst vel fyrir. Við eram með tilboð í gangi í Soginu í Ásgarðinum og Bíldsfelli. Eftir tveggja daga veiði þar lækkar verðið um 10%. Elliða- ámar og Syðri-Brú í Sogi era alveg farnar. í Norðurá, Stóru-Laxá í Hreppum og Tungufljótið er orðið vel bókað,“ sagði Friðrik. „Það hefur gengið feiknavel að selja veiðileyfi í Álftá á Mýrum. Við eram búnir að selja 80% af veiðileyf- unum,“ sagði Dagur Garðarsson í gærdag en hann selur veiðileyfi í Álftá á Mýrum og Brennuna í Borg- arfirði. „Við erum rétt byrjaðir að selja veiðileyfi í Brennuna og eram búnir að selja 50% af veiðileyfunum. Veiði- leyfasalan hefur gengið feiknavel hjá okkur," sagði Dagur í lokin. -G.Bender - uppselt á útlendingatímanum næstu þrjú árin Sala á veiðileyfum fyrir næsta sumar gengur vonum framar þessa dagana enda er spáð ágætri laxveiði næsta sumar. Tveggja ára laxinn gæti skilað sér í ríkari mæli en með eins ár laxinn er stórt spurningar- merki. Vel hefur gengið að fá útlend- inga til veiða næsta sumar þótt veiði- leyfin kosti sitt og hefur einn og sami aðilinn, sem gerir út á þennan mark- að, selt fyrir meira en 20 milljónir. Hann býður upp á veiðileyfi í mörg- um veiðiám víða um land. Veltan á laxveiðimarkaðnum er á milli 500 og 600 milljónir. „Við önnum hvergi eftirspum þetta sumarið. íslendingar hjá okkur hafa ekki beðið um veiðileyfi þijú ár fram í tímann. En öðru máli gegnir um þá erlendu veiðimenn sem veiða hjá okkur. Þeir vilja meira en þeir fá úthlutað og hafa pantað næstu þrju ár á útlendingatímanum," sagði Haraldur Jónsson á Ásbrandsstöð- um í gærdag er við spurðum um sölu á veiðileyfum í Hofsá næsta sumar. Veiðimenn ætla að renna víða fyrir lax næsta sumar enda hafa veiðileyfin lækkað eða staðið í stað á milii ára. DV-mynd G.Bender Veiðileyfin löngii uppseld í Hofsá Veitinga- maðurinn gómaði falsarann Viðræður 1 gangi hjá P. Samúelssyni hf. og norska Toyota: Toyota sameinist norsk- um aðilum á næstunni - ekkert tengt slæmri sölu undanfarið, segir ffamkvæmdastjóri Viðræður standa yfir milli hins norska og íslenska umboðs Toyota um sameignaraðild þeirra fyrr- nefndu á P. Sámúelssyni hf. „Við erum búnir að vera að und- irbúa þetta mjög lengi. Við eigum von á að það verði gengið frá þessu á vormánuðum. Það er verið að und- irbúa sameignaraðild - þannig er rætt um að þeir kaupi sig á einhvem hátt inn í starfsemina," sagði Bogi Pálsson framkvæmdastjóri í samtali viðDV. Bogi sagði að lítil sala á bílum og slæm markaðsstaða undanfarið væri á engan hátt tengd þeim viðræðum sem P. Samúelsson hf. á í við norska aðila. Hann sagði að skuldastaða fyr- irtælcisins væri heldur ekki slæm. „Það er búið að undirbúa þetta í miklu lengri tíma. Það er stefnt aö því að styrkja okkur til framtíðarinn- ar og um leið er þetta viðurkenning fyrir að hafa náð góðum árangri. Toyota er að kaupa upp umboðsaðila sína út um allan heim og einbeita sér að því að byija á þeim sem era á mikilvægum mörkuðum eða þar sem forysta eða yfirburðastaða hefur náðst," sagði Bogi. -Ótt SigluQörður: Lítið líf í framboðsmálum Sigurður Svemsson, DV, Akranesi: Reynsla Gísla Árnasonar, veit- ingamanns á Kútter Haraldi hér á Akranesi, sem lögreglumanns fyrr á áram kom í góðar þarfir þegar hann uppgötvaði að ávís- anaMsari hafði átt viðskipti við hann. Gísli hafði samband við lög- reglu vegna málsins en ákvað jafnframt að hefja sjálfstæða rannsókn. Ekki leið á löngu þar til hann hafði fundiö hinn seka sem ekki hafði aðeins falsað ávís- anir á Kútter Haraldi aö upphæð kr. 20 þúsund, heldur eínnig inn- leyst 2 ávísanir, kr. 10 þúsund, á veitingahúsinu Langasandi. Þegar gengið var á hinn grun- aða játaði hann að hafa stolið ávísanahefti úr yfirhöfn á Lang- asandi og skrifað út úr því 6 ávís- anir, hveija að upphæð 5 þúsund krónur. Hinn seki gekkst þegar við brotinu og greiddi skuld sina við báða veitingastaðína umyrða- laust. Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: „Menn fara sér hægt í bæjarpólitík- inni en þetta verður vonandi þeim mun skemmtilegra þegar baráttan byrjar," sagði einn viðmælandi DV þegar framboðsmálin fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar á Siglufirði voru skoðuð. Enginn flokkanna íjögurra hefur tekið um það ákvöröun með hvaða hætti verður stillt upp á framboðs- listana en þau mál eru í skoðun í öllum flokkunum. Tveir bæjarfull- trúar af níu hafa lýst því yfir að þeir gefi ekki kost á sér áfram, Ásgrímur Sigurbjömsson sem var í 2. sæti á hsta Framsóknarflokksins, og Brynja Svavarsdóttir sem var í 3. sæti á F-lista. Eigum gott úrval af iðnaðarryk/vatnssugum Verðfrákr. 18.620,- Skeifan 11 d, sími 91 -686466 GHIBLI RYK- OG VATNSSUGUR Auglýsing Hörð kosningabarátta krefst sterkra frambjóðenda Inga Jóna Þórðardóttir Rétt kona á réttum stað Inga í 2. sætið Úrslit kosninga geta ráðist af vali í prófkjöri. Höfum þetta í huga þegar við veljum fram- boðslista fyrir kosning- arnar í vor og stillum upp sigurlista! Stuðningsmenn Ingu Jónu Þórðardóttur Skrifstofa stuðningsmanna, Vesturgötu 2, (Álafoss- húsinu). Sírnar 16560 og 16561. Opið 10-22.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.