Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1994, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 27. JANUAR 1994 5 Fréttir Vestmaimaeyjar: Ómar Garöarsson, DV, Vestmaimafiyj Nýlega festi Haífannsókna- stofnunin í Eyjum kaup á bátnum Aðalbjörgu Þorkelsdóttm' VE 282 sem nýta á til ýmissa rannsókn- arstarfa kringum Eyjar, einkum á grunnslóð. Bátminn er talinn heppilegur kostur tíl ýmiss konar sjó- og svif- rannsókna og jafnvel fiskirann- sókna. Auk nota stofnunarinnar af bátnum er fyrirhugað að aðrir geti nýtt sér bátinn til rannsókn- ar- og kennslustarfa. Er þar eink- um átt við hið nýja samstarfs- verkefni Háskóla íslands og Vest- mannaeyjabæjar sem er að heíj- ast. Hafsteinn Guðfmnsson, for- stöðumaður Hafrannsóknastofh- unar í Eyjum, segir að kaup á Aðalbjörgu, sem er plastbátur frá Mótun af gerðinni Gáski 1000, megi rekja til þess þegar skóla- og rannsóknarbáturinn Mímir fórst. Síðan hefur verið til trygg- ingafé. í haust ákvað Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra að fénu skildi varið til kaupa á tveimur bátum fyrir Hafrann- sóknastofnun. Annar verði í Eyj- um en hinn á Akureyri. Staðniraðverki Tveir piltar, 17 og 19 ára, voru staðnir að innbroti í Kaífivagninn á Grandagarði um klukkan 3 í fyrrinótt. Þeir höfðu brotið rúðu á veitingastaðnum en voru hand- teknir áður en þeir komust hut. í bíl þeirra fannst þýfi úr öðrum innbrotum. -pp Fjárfesting á íslandi er hættulega lítil Fjárfesting í atvinnulíflnu á íslandi er orðin minni en nemur þeim fjár- munum, sem ganga úr sér. Fjár- festingin er einungis helmingur af því, sem algengast er í öðrum lönd- um. Svo er komið, að þessi fjárfesting er háskalega lítil. „Fjárfestingin hér á landi er of lítl um þessar Sjónarhom kM Haukur Helgason mundir til að bera uppi hagvöxt í framtíðinni," segir í Fréttabréfi verðbréfaviðskipta Samvinnu- bankans. Fjárfesting hér á landi hefur minnkað jafnt og þétt undanfarin ár. Þjóðhagsstofnun áætlar, að 80 ‘81 ‘82 83 84 85 86 '87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 94 Grafið sýnir þróun fjárfestingar i atvinnulifinu hér á landi sem hlutfali af landsframleiðslu frá árinu 1980. Afskriftalínan er byggð á afskriftum atvinnuveganna eins og þær voru metnar á árinu 1990 og miðað við sömu hlutfailstölu öll árin, enda breytast þessar afskriftir lítið milli ára. Grafið sýnir, að nú er svo komið, að fjárfestingin dugir ekki til að við- halda fjármunum atvinnulífsins. samtals verði á þessu ári fjárfest fyrir 60 milljarða króna, sem eru 15,5 prósent af framleiðslu í land- inu. Fjárfestingin var aftur á móti 24 prósent af landsframleiðslu fyrir áratug og að meðaltali 21 prósent af lands framleiðslunni á níunda áratugnum. Hlutfall íjárfestingar er að meðal- tah um 21 prósent í ríkjunum í Efnahags- og framfarastofnuninni OECD. Island er í hópi þeirra ríkja í OECD, sem fjárfesta minnst. Enn alvarlegri verða þessar stærðir, þegar athugað er, hvemig flárfest- ingin hér á landi skiptist. Fjárfesting í atvinnulífinu hér á landi er þannig tæplega 6 prósent af landsframleiðslunni. Opinberar framkvæmdir eru líka um 6 pró- sent af landsframleiöslunni og íbúðabyggingar um 3,5 prósent. Fjárfesting í atvinnulífinu er því helmingur þess, sem viðast annars staðarer. Erfitt verður að rífa sig upp úr þessum doða. Helzta vonin er, að aðildin að Evrópska efnahags- svæðinu verði okkur til bjargar. Það gæti til dæmis orðið á þann veg, að útlendingar flárfestu hér á landi eitthvað að ráði og nytu við það velvildar í stað tortryggni. Sums staöar í nálægum löndum komast flárfestingar útlendinga í 2-3 prósent af landsframleiðslu. Okkur mundi ekki af veita. nMRísmR hver í sínum flokki I.ADA I.ADA LAD A I.ADA SAFIR 1500cc - 5gíra Frá 558.000 kr. 140.000 kr. út og 14.114 kr. í 36 m&nuði SKUTBILL 1500cc - 5gíra Lux Irá 647.000 kr. 162.000 kr. út og 16.323 kr. í 36 mánuði SAMARA 1500cc - 5gíra Frá 694.000 kr. 174.000 kr. út og 17.476 kr. í 36 mánuði SPORT 1600cc - 5gíra Frá 798.000 kr. 200.000,- kr. út og 20.048 kr. í 36 mánuði Tökum notaða bíla sem greiðslu upp í nýja og bjóðum ýmsa aðra greiðslumöguleika. Tekið hefur verið tillit til vaxta í útreikningi á mánaðargreiðsliim. AFAR KAI .MI.IJTH IiOSUK!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.