Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1994, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994 Utlönd kosningabar- áttunaform- legaidag Oliver North, miðpunktur- inn í Iran- kontra- hneykslinu, hefur baráttu sína fyrir sæti í öldungadeild bandaríska þingsins formlega í dag. Hann býður sig fram í Virginíu. Búist er við að hann muni heyja harða baráttu við demókratann Charles Robb um sætið. North sagði i sjónvarpsviðtali í gærkvöldi að hann hefði fundið fyrir því á ferðalögum sínum að hann nyti víðtæks stuðnings. North varð eftirlæti íhaldsafl- anna vestra eftir íran-kontra- hneykslið en frá því hann hætti í hernum hefur hann selt skot- held vesti, auk þess sem hann hefur þénað vel á fyrirlestra- haldi Slökkviliðiðíút- kailvegna ástríðukossa Ástríðufuilt par í bænum Caldicot í Wales orsakaði svo mikla gufu með kossaflangsi sínu i köldu anddyri á Englandi aö nágrannarnir héldu að það væri reykur og kölluðu á slökkviliðið. Slökkviliðsmenn fóru á staöinn í tveimur bílum og lögregluþjón- ar í einum og komu þeir að elsk- endunum ungu í heitum faðmlög- um. „Það kom svo sannarlega mikil gufa frá þeim, þetta leit út alveg eins og eldur," sagði Bill Llewel- lyn, 65 ára gamall íbúi í bænum. Reuter Þýsklr jafnaðarmenn ævareiðir vegna framkomu „svörtu ekkjunnar“: Ætlar að vanhelga minningu Brandts - segja flokksmenn og likja ekkju leiðtogans við baneitraða könguló „Svarta ekkjan er 1,3- sentímetrar á lengd og hún er baneitruð könguló. Brigitte, ekkja Brandts, er 1,63 sentí- metrar á hæð og ekki síður hættu- leg,“ sagði ákafur aðdáandi þýska jafnaöarmannsins Willys Brandt í gær þegar hann lýsti verkum Brigitte Seebacher-Brandt í gær. Brigitte hefur að sögn jafnaðar- manna hafði herferð til að vanhelga minningu Brandts manns síns og spilla áhti flokksins fyrir þingkosn- ingar síðar á árinu. Ekkjan hefur sagt frá víötæku samsæri flokks- Eldarvið Oxfordstræti Lögregla lokaði af hluta Ox- fordstrætis í Lundúnum í nótt eftir að eldar komu upp í þremur verslunum við þessa miklu versl- unargötu. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast en sex manns voru fluttir burt úr íbúð- um fyrir ofan eina verslunina. Eldsupptök eru ókunn en menn úr þeim sveitum lögreglunnar sem berjast gegn hryðjuverkum aðstoða við rannsóknina. írski lýðveldisherinn hefur oft varpað eldsprengjum að verslunum í London. Reuter Skatthlutfall í staðgreiðslu breytist frá 1. feb. '94 Skatthlutfall — 41,84% Skatthlutfall staðgreiðslu fyrirfebrúar - desember 1994 verður 41,84%. Persónuafsláttur, sjómannaafsláttur og skatthlutfall barna hefurverið auglýst áður. Athygli er vakin á upplýsingatöflu ríkisskattstjóra sem birtist á laugardögum í Morgunblaðinu. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI manna til að koma manni sínum á kné árið 1974 en það ár varð hann að víkja úr embætti kanslara vegna njósna aðstoðarmans síns. Brigitte heldur því fram að vinir Brandts og félagar hafi verið á mála hjá Stasi og staðið að baki samsæri gegn Brandt. Engan sannanir hafa þó fundist fyrir þessu, hvorki í skjalasafni Stasi né minnisblöðum Brandts. Jafnaðarmenn vilja vita hvað ekkj- unni gangi til með yfirlýsingum sín- um. Þeir sjá engan annan tilgang en Willy Brandt er enn á ný miðdepili þýskra stjórnmála. þann að hún vilji vanhelga minningu manns síns. Því er henni líkt svo ósmekklega við köngulóna svörtu ekkjuna. Tegund þessi er m.a. kunn fyrir að éta maka sinn að lokinni mökun. Svívirðingarnar ganga nú á milli Brigitte og jafnaðarmanna en and- stæðingum þeirra er skemmt enda sjá þeir nú fram á að jafnaðarmenn tapi fylgi í komandi þingkosningum vegna gruns um samband ýmissa flokksmanna og austur-þýsku leyni- þjónustunnar Stasi. Ritzau Helkuldi með snjókomu ogísingu Hlýrra loft ’sem færist norður á bóginn með austurströndinni veldur snjókomu,frostregni eða rigningu. Þetta mun valda snjókomu nyrst í landinu og úrkomu annars staðar. WM Heimskautaloft streymir nú að nýju . fiíl yfir miðvesturríki Bandaríkjanna og /M I nær til austurstrandarinnar í dag/ ! 1 L , / i \ ± N A \ A .,j\ / V \ Kl Snjokoma, rigning og V\ 'vA Bl frostregn myndast á ,• A ! \ ^'skilum heita og kaldav/ \ 0 V loftsins við jöröu. I j / N,: n r ' Háþrýstisvæði sem færist austur á bóginn Atlantshaf . milt og rakt loft streymir norður á bóginn. €§53N Nýtt kuldakast að ganga yflr Bandaríkin með ógnarfrosti: Stórborgir að hverf a í snjó „Það er greinilegt að sömu hörm- ungarnar ætla að ganga yfir okkur öðru sinni. Enn er bylurinn þó ekki orðinn hættulegur en útlitið er slæmt,“ segir Dale Mohler, veður- fræðingur hjá Accu-veðurstofunni bandarísku. Enn eitt kuldakastið er nú að ganga yfir austurströnd Bandaríkjanna með tilheyrandi frosti og snjókomu. í Boston hefur 50 sentímetra þykk snjóbreiöa lagst yfir borgina á skömmum tíma og var þó nægur snjór fyrir. í New York er frostið að nálgast 30 stig og þar snjóar einnig drjúgt. A sumum stöðum er samanlögð snjódýpt frá áramótum komin á ann- an metra og enn bætir á. í New York hafa 70 þúsund tonn af salö farið á göturnar til að bræða snjóinn. Þrátt fyrir það hafa orðið mörg alvarleg slys í borginni og fjöldi bíla hefur skemmst. Skýringar á þessum hörmungum eru mýmargar en engar duga til að létta mönnum lífið önnur en sú sem trúmaður í Connecticut benti á í sjónvarpi í gær. „Guð lét allan þenn- an snjó á göturnar og guð tekur hann aftur,“ sagði maðurinn sæll í sinni trú. Reuter Jarðskjálítasvæðin 1 Los Angeles: Fjórði hver íbúi vill í burtu Fjórðungur íbúa á svæðinu sem varð verst úti í jarðskjálftanum í suðurhluta Kaliforníu í síðustu viku varð svo skelkaður að hann íhugar nú að flytja á brott, segir í skoðanakönnun sem blaðið Los Angeles Tiraes birti í gær. Könnunin náði til 582 íbúa í San Femando og Santa Clarita dölun- um við Los Angeles og sögðust 26 prósent aðspurðra vera aö hugsa um brottflutning. Fjögur prósent sögðust örugglega ætla að fara ann- að. „Ég er ákaflega miður mín. Mig langar til að flytja,“ sagði Cheryl McDonald sem býr í norðurhluta Hollywood. Litlar skemmdir urðu á íbúð hennar. „Mig langar ekki til að upplifa þann stóra." í annarri könnun, sem gerð var meðal íbúaLos Angeles sýslu, kom ffam aö 25 prósent aöspurðra töldu jarðskjálftann einhvern þann versta atburð sem þeir hefðu upp- lifað. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.