Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1994, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKÚREYRI: STRANDG. 25. SÍMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Hér og þar er glæta Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra er ekki heiftugur valdshyggjumaður að hætti allt of margra ís- lenzkra stj ómmálamanna. Hann liggur ekki í símanum til að reyna að fá menn rekna úr vinnu. Hann rekur ekki starfshð heillar stofnunar með því að flytja hana til Akureyrar vegna heiftar í garð eins starfsmanns. Fleiri stjómmálamenn en hann umgangast starfið eins og glaðbeittir burtreiðamenn, þar sem málsaðilar gera sér saman glaðan dag að loknum burtreiðum dagsins. En þeir hafa tilhneigingu til að níðast á minni máttar. Jón Baldvin er blessunarlega laus við það vandamál. Segja má Alþýðuflokknum til hróss, að til skamms tíma hefur þar borið minna á heiftugri valdshyggju en í öðmm stjómmálaflokkum, sem hafa tekið þátt í ríkis- stjómum undanfama áratugi. Þetta kann að hreytast, ef flokkurinn sækir toppa sína úr Alþýðubandalaginu. Jóhanna Sigurðardóttir er ekki gráðúg eiginhags- munakona að hætti aht of margra íslenzkra stjómmála- manna. Hún hggur ekki í ferðalögum til útlanda til að ná sér í aukatekjur ofan á ráðherralaun. Hún reynir ekki heldur að ná sér í aðrar aukatekjur á borð við bið- laun ofan á ráðherralaun. Og hún ekur sjálf bílnum. Að þessu leyti hefur Jóhanna sérstöðu í valdapýra- mída stjómmálanna, þar sem menn hafa lengi haldið dyggan vörð um ýmsa spillingu, sem harðlega hefur ver- ið gagnrýnd á opinberum vettvangi, svo sem sýnir dæmi hinna ferðahvetjandi dagpeninga handa ráðherrum. Jóhanna er ekki heldur hverflyndur tækifærissinni að hætti fjölmargra stjómmálamanna, ekki hvað sízt í Alþýðuflokknum. í flestum tilvikum reynir hún að standa við sjónarmið sín, en hleypur ekki frá þeim við fyrsta mótbyr eins og flestir ráðherrar flokksins. Það má hafa til marks um sérstöðu Jóhönnu gagnvart spillingu og hverflyndi, að flokksbræður hennar og fleiri hagsmunaáðhar segja hana leiðinlega. Það virðist vera lýsingarorð yfir þá, sem varpa skugga á spillingu þeirra og hverflyndi með því að taka ekki þátt í slíku. Sighvatur Björgvinsson er ekki vanhæfur eymdarkarl að hætti aht of margra íslenzkra stjómmálamanna. Hann nagar ekki blýanta í ráðuneytum sínum, heldur tekur duglega th hendinni, með árangri, sem eftír á að hyggja hefur náðst í stórlækkuðum lyíjakostnaði ríkisins. Aht of margir ráðherrar ýmissa ríkisstjóma hafa iðk- að það eitt að láta orðin tala, án þess að nein verk fylgi í kjölfarið. Stundum stafaði þetta af því, að ekki stóð th að gera neitt og stundum af því að ráðherrann var bara að blaðra út í loftíð að htt athuguðu máh. Þetta á ekki síður við um suma núverandi ráðherra en ýmsa fyrri. Með leiðara þessum er ekki verið að hrósa nafngreind- um ráðherrum fyrir annað en það, sem sérstaklega er nefnt. Ekki er heldur verið að hrósa ónafngreindum ráð- herrum fyrir neitt, hvorki fyrir hin nafngreindu atriði né önnur, enda er ekki ástæða th að fara með fleipur. Hins vegar er stundum ástæða th að vekja athygli á, að hér og þar glóir á kosti í annars dapurlegri póhtík. Mhdi og víðsýni eru ekki óþekkt fyrirbæri, ósérplægni og flekkleysi ekki heldur og því síður dugnaður og stað- festa. Aht em þetta þættir, sem skhja milli þess, sem er þjóðinni annars vegar th gagns og hins vegar th skaða. Fjölmennasti hópur kjósenda er sá, sem hefur sagt upp hohustu við súómmálaflokk og greiðir atkvæði eftír að- stæðum hveiju sinni. Þessum hópi ber að gera stóraukn- ar kröfur th mannkosta á framboðshstum í póhtíkinni. Jónas Kristjánsson „Neytendur horfa fram á meira val á landbúnaðarvörum og væntanlega lægra verð I kjölfarið," segir m.a. i grein umhverfisráðherra. Sátt í landbún- aðarmálum Dómur Hæstaréttar í skinkumál- inu er ótvíræður sigur fyrir Al- þýðuflokkinn og sjónarmið hans í landbúnaðarmálum. DeOur mn landbúnað hafa snúist um túlkun á lögum og stefnu til frambúöar; í báðum atriðum hefur Alþýðuflokk- urinn haft sitt fram. Með GATT samkomulaginu hef- ur tekist sátt til langframa um inn- ílutning á landbúnaöarvörum. Þeg- ar deilt var um skinku síðla sum- ars í fyrra var ekkert slíkt sam- komulag til staðar. Þær innflutn- ingshömlur sem ríkisstjómin legg- ur nú til gilda einungis fram að gildistöku GATT samkomulagsins um næstu áramót. Eftir þann tíma verður innflutningur frjáls, nema vegna heilbrigðisástæðna. Hins vegar verður heimilt að beita toll- ígildum til að vernda innlenda framleiðslu. Stóryrði dauð og ómerk Þegar utanríkisráöherra heimil- aði innflutning á kalkúnalærum féllu mörg þung orð í hans garð og margir kröfðust afsagnar hans. Nú hefur komið í ljós að Jón Baldvin Hannibalsson hafði rétt fyrir sér í þessu máli og gagnrýnendur hans ómerkingar gerðir. Rök utanríkis- ráðherra voru hvorki ný né frum-. leg. Ríkislögmaöur hefur haldið því fram allar götur frá 1989 að búvöru- lögin gæfu ekki sjálfstæða heimild til að takmarka innflutning á land- búnaðarvörum. Raunar mátti þetta öllum ljóst vera, enda tekið fram fram í greinargerð með búvörulög- unum frá 1985. Dómur Hæstaréttar er því líka uppreisn æru fyrir ríkis- lögmann. Kjállariim Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra Sátt um innflutning Innflutningur á landbúnaðarvör- um þarf ekki að vera deilumál í íslenskum stjórnmálum. Þau mál hafa verið sett í farveg sem er ásættanlegur fyrir alla aðila. Land- búnaðurinn í landinu fær aðlögun- artíma sem nauðsynlegt er að nota vel til hagræðingar. Neytendur horfa fram á meira val á landbún- aðarvörum og væntanlega lægra verð í kjölfarið. Engin atvinnu- grein hefur gott af því til langframa að vera ofvernduð fyrir sam- keppni. Shku fylgir stöðnun og skortur á nýsköpun. Alþýðuflokkurinn gerir sér mæta vel grein fyrir þeirri erfiðu stöðu sem íslenskur landbúnaður - og þá alveg sérstaklega sauðfjárbúskap- ur - býr við. Lausnin á því vanda- máli er ekki sú að auka stöðugt ríkisafskipö og innílutningshöft. íslendingar hafa ekki efni á slíku eins og berlega hefur komið í ljós. íslenskur landbúnaður á að líta á GATT jákvæðum augum og hefja nýja sókn til framfara. A næstu mánuðum fer fram mik- il vinna.við að undirbúa og breyta íslenskri löggjöf vegna GATT. Það er mikils um vert að þessi vinna fari fram í sátt allra aðila sem að málinu koma. Alþýðuflokkurinn hefur náð fram sínu grundvallar- sjónarmiði um innflutning. í fram- tíðinni munu menn eflaust minn- ast deilnanna um skinku og kalk- únalæri sem fjörbrota þess land- búnaðarkerfls sem verið hefur á brauðfótunum um allnokkum tíma. Farið hefur fé betra, segi ég. íslenskur landbúnaður á sér fram- tíð án þess. össur Skarphéðinsson „í framtíðinni munu menn eflaust minnast deilnanna um skinku og kalk- únalæri sem fjörbrota þess landbúnað- arkerfis sem verið hefur á brauðfótun- um um allnokkurn tíma.“ Skoðaiúr annarra Aukið réttaröryggi „Þaö myndi að sjálfsögðu skapast aukið réttarör- yggi og betri vemd fyrir þegnana, ef mannréttinda- ákvæðin yrðu sett í stjómarskrá og hendur löggjaf- ans þar með bundnar. í íslenskum málum, sem kom- ið hafa til úrlausnar dómstólsins í Strasbourg, hefur Alþingi oftar en framkvæmda- eða dómsvald van- rækt að virða þjóðréttarreglurnar (lögbundin skylduaðUd að félagi, samtvinnað dóms- og fram- kvæmdavald í héraði). Vart er það vUji Alþingis aö vera hafið yfir þessar mannréttindareglur.“ Guðmundur Alfreðsson þjóðréttarfr. í Tímanum 26. jan. Síðasta verkf allið? „VerkfaUsréttiu-inn er orðinn einskis virði á ís- landi. Það hefur skapast hefð fyrir því að stöðva verkfóll með lagaboði, jafnskjótt og þau hafa farið að valda einhveijum vandræðum.... Þaö sýnir virð- ingarleysi stjómvalda fyrir verkfollum, fyrir bráða- birgðalögum og fyrir sjálfu Alþingi, að það skuli vera orðin færibandaafgreiðsla og minnsta mál í heimi að stöðva verkfoU með lagaboði, án tilverknað- ar þingsins um leið og þau fara að valda einhverjum erfiðleikum og fara þar með að hafa einhvem tU- gang.“ Úr leiðara Vestfirska fréttablaðsins 20. jan. Björgunarþyrla spurning um sjálfstæði „Þjóð sem byggir afkomu sína á sjónum, þarf að sjálfsögðu ekki aðeins að vera búin fullkomnum veiðiskipum, heldur einnig fullkomnum björgunar- tækjum. ... Kaup á björgunarþyrlu sem uppfyllir ströngustu kröfur við íslenskar aðstæður er mikil fjárfesting. En sú fjárfesting á ekki að vera íslenska ríkinu ofviða. Ákvörðun Alþingis um þyrlukaup er spuming um sjálfstæði íslensku þjóðarinnar í björg- unar- og öryggisþjónustu." Úr forystugrein Alþbl. 26. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.