Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1994, Blaðsíða 2
Fréttir FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994 Allt upp í loft á Alþingi í gær vegna bráðabirgðalaganna: Forsætisráðherra sak- aður um ósannsögli - aðeins rætt við tvo óbreytta þingmenn Sjálfstæðisflokksins um lögin Allt fór í loft upp á Alþingi í gær þegar greiða átti atkvæði eftir 1. umræðu um bráðabirgðalög ríkis- stjórnarinnar. Enda þótt umræðu væri lokið fóru sijómarandstæðing- ar í ræðustól undir þeim formerkjum að ráeða stjóm þingsins, bera af sér sakir eða annað sem leyfir þeim að taka til máls. Það sem umræðan snerist fyrst og fremst um var að Þorsteinn Pálsson hafði upplýst daginn áður að einung- is hefði verið rætt við tvo þingmenn Sjálfstæðisflokksins, fyrir utan ráð- herra, um setningu bráðabirgóalag- anna 14. janúar síðastliðinn. Guðni Ágústsson vitnaði til sjón- varps- og útvarpsviðtala við Davíð Oddsson forsætisráðherra þar sem hann sagði að rætt hefði verið við flesta þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins. Guðni sagði að upplýsingar Þor- steins Pálssonar um að aðeins hefði verið rætt við tvo þingmenn flokks- ins staðfestu að forseti Islands hefði verið látinn skrifa undir bráða- birgðalögin á folskum forsendum. Davíð Oddsson er erlendis og tók Geir H. Haarde, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, upp vöm fyrir forsætisráðherra og var reiður. Hann sagði það tilhæfulausa ásökun að forsætisráðherra hefði skrökvað að forseta íslands. Það vissi enginn, nema þau tvö, hvað þeim hefði farið í milli. Valgerður Jóna Krisfjánsdóttir sagði það hið alvarlegasta mál að setja bráðabirgðalög án þess að kanna fyrst hvort meirihluti væri fyrir þeim á Alþingi. Það væri hefð fyrir slíku. Nú hefði það ekki veriö gert. Hún minnti einnig á að forsæt- isráðherra hefði sagt ósatt þegar hann sagði í sjónvarpsviðtali að rætt hefði verið við flesta þingmenn stjómarinncir. Margir þingmenn tóku til máls. Stj órnarandstæðingar fundu harð- lega að fundarstjóm forseta Alþingis, Gunnlaugs Stefánssonar, á þriðju- dagskvöld. Þá hefði hann tekið geð- þóttaákvörðun um að ljúka umræð- unni í stað þess að fresta henni þar til forsætisráðherra væri kominn til landsins. Þaö væri einsdæmi að for- setí Alþingis hafnaði ósk allra stjórn- arandstöðuflokkanna um að fresta umræðu um mál eins og þetta. -S.dór Landbúnaðameöid: Formaðurinn frumvarp sem ekki er til Hið mjög svo umdeilda frumvarp til breytingar á búvörulögunum, sem átti að leggja fram á Alþingi síðastlið- inn mánudag, hefur enn ekki verið lagt fram. Ástæðan er sú að sfjómarflokkarn- ir deila enn um hvað eigi að vera á bannlista landbúnaðarráðherra og hvað ekki. Halldór Blöndal landbún- aðarráðherra hefur raunar sagt að frumvarpið sé ekki til enn þá. Friðrik Sophusson flármálaráðherra segir ástæðuna lagatæknilega. En fmmvarpið er til og Egill'Jóns- son, formaður landbúnaðamefndar, lagði það fram til kynningar og um- ræðu í landbúnaðarnefnd á mánu- dag. Það var svo aftur tekið fyrir á þriðjudag og enn í gær. Fulltrúi Al- þýðuflokkins neitaði að mæta á fund landbúnaðamefndar vegna þessa. Egill Jónsson sagði í umræðu um þessa kynningu hans á frumvarpi, sem landbúnaðarráðherra segir að sé ekki til að hann hafi fengið. leyfi til að kynna það í nefndinni. Ástæðan hefði verið dómur Hæstaréttar í skinkumálinu. Sagðist Egill hafa vilj- að ræða stöðuna í ljósi þess dóms. Hann staðfestí líka að fulltrúi Al- þýðuflokkins í landbúnaðamefnd hefði ekki mætt á fundina. DV hefur fyrir því heimildir að þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins séu við það að springa vegna framgöngu krata í þessu máli. Einn þeirra gekk svo langt í gær að segja að þetta gæti ekki gengið svona lengur og að sér kæmu vorkosningar ekkert á óvart. -S.dór Björgunaraðgerðir til aðstoðar lömbum í Esjuhlíðum: Vil ekki fórna mér fyrir fjallalamb - segir einn björgunarmannanna sem ætlar þó ekki aö gefast upp „Það hefur eitthvað fundist af þess- um lömbum og það var eitt sem við vorum að eltast við núna. Við náðum að festa hendur á því í gilinu. Þetta er í klettum og erfitt að athafna sig. Maður skutlar sér ekki ööruvísi en að fara fram af sjálfur. Þó að fialla- lambið sé nú ágætt þá er það nú kannski ekki þess virði, svoleiðis að við náðum því í tvígang en síðan stökk það til fialls og þá var komið myrkur," segir Torfi Þórhallsson hjá Björgunarsveitinni Ingólfi sem í fyrradag reyndi ásamt félögum sín- um að bjarga lambi í Blikdal í Esju. Lambið er af bænum Króki undir Esjuhlíðum. Fyrir nokkru fóru björgunarsveitarmenn frá Kyndh og Kili og reyndu aö bjarga nokkrum hrútlömbum sem þama voru en án árangurs. Um seinustu helgi fóru svo tveir menn á vélsleða og tókst að bjarga tveimur lambanna í Bleikár- gljúfrum í Esju. Daníel Guðmunds- son, vinur bóndans í Króki, segist hafa tekið á öðmm lambhrútanna. „Hann var spikfeitur og að öllu leyti í góðum holdum, þannig að þó nokk- ur gróður virðist gægjast undan snjónum þama. Það var líka þó nokkuð mikil homahlaup á honum.“ Eins og fyrr segir er enn eitt lamb í Blikdal í Esjunni. Segir Torfi að hann og félagar hans í Ingólfi séu að íhuga að fara um helgina og reyna að bjarga því. Síga þarf niður í 50 metra djúpt gilið sem er nfiótt en nokkurra kílómetra langt. „Lambið hefur fullt ferðafrelsi þama þannig að þetta verður sennilega meira smalamennska en björgunarað- gerð,“segirTorfi. -pp Björgunarsveitarmenn við bíl sinn við Esjurætur. DV-mynd Helgi Pétursson Var tilkynnt um bráöabirgöalögin fyrirfram? Byrjað að lögskrá á báta löngu fyir - dómsmálaráöherra ætlar aö láta kanna hvemig á því stóð Svavar Gestsson lagði í gær fram á Alþingi ljósrit af tveimur síðum úr lögskráningabók bæjarfógeta í Vest- mannaeyjum. Ljósritin bámst til Farmanna- og fiskimannasambands- ins frá Sjómannafélaginu Jötni klukkan 17.00 og 18.00 fóstudaginn 14. janúar. Bráöabirgðalögirt voru hins vegar ekki sett fyrr en klukkan að ganga ellefu um kvöldið. í umræðunum daginn áður sakaði Svavar dómsmálaráðherra, Þorstein Pálsson, um að hafa vitað af þessu, jafnvel að hann hefði leyft þetta. Þor- steinn þrætti þá fyrir aö þetta heföi átt sér stað. Þorsteinn Pálsson brást hinn reið- asti við ásökunum Svavars þegar hann lagði ljósritin fram í gær. Svav- ar hafði einnig verið stóryrtur og reiður. Þorsteinn sagðist hvorki hafa leyft né vitað af því að lögskráning hefði hafist löngu fyrir setningu bráðabirgðalaganna. Hann var þráspurður, bæði af Svavari og fleiri þingmönnum, hver hefði þá heimilað að lögskráning færi fram í yfirvinnu starfsmanna bæjarfógeta í Vestmannaeyjum allt að 5 tímum áður en bráðabirgöalögin voru sett. Þorsteinn svaraði því aldrei en þeg- ar þeim Svavari var mnnin mesta reiðin sagðist dómsmálaráðherra ætla að láta kanna hver hefði ákveð- ið að lögskráningin hæfist áður en bráðabirgðalögin voru sett. Og þar við situr nú. -S.dór Stuttar fréttir Skattmannmeðátak Sjö manna rannsóknardeildhjá skattrannsóknarstj óra ríkisins er farin aö rannsaka svarta at- vinnustarfsemi. stað nefnd á vegum viðskiptaráðherra og samræma aðgerðir tíl að greiða fyrir við- skiptum við rússnesk fyrirtæki. Þetta kemur fram í Mbl. DavíðíÖlpunum Árlega Alþjóða efnahagsráð- stefhan hefst í dag í svissnesku Ölpunum. Meðal þátttakenda er Davíð Oddssonforsætisráðherra. Kaupmannasamtökin íhuga kaup á eigin posatækjum til að skanna greiðslu- og debetkort í stað þess að leigja tækin frá kortafyrirtækjunum. Tíminn greinir frá því að 10% minna hefði safnast í jólasöfnun Hjálparstofnmtar kirkjunnar fyr- ir síöustu jól en fyrir jólin 1992. Alls söfnuðust um 11,5 milljónir króna. 17þúsundmál Héraðsdómur Reykjavikur af- greiddi alls rúmlega 17 þúsund mál á síöasta ári. Að sögn Tímans voru þar af um 2 þúsund mál óafgreidd frá árinu áður. ísienskt, nei takk Að mati Múrarafélags Reykja- víkur er íslensk vara sniðgengin, m.a. í útboöum á vegum ríkisins. RÚV greindi frá þessu. Um 13 þúsund manns hafa sett nöfn sín á undirskriftalista þar sem því er mótmælt að afnota- gjöld Ríkisútvarpsíns séu lög- bundin. Þetta kom fram á Stöð 2. Refsitollar ekkiútilokaðir Iðnaðarráðherra hvetur is- lenskar lánastofnanir til að taka ekki þátt í undirboðum og útilok- ar ekki að refsitollar verði lagðir á í skipaiðnaðl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.