Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1994, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1994 TAKTU A F SKARIÐ Þú ferö þangað sem árangnrinn næst! EINKATIMAR Tl Ó P T í M A R H J A K A T Y World Class Síml 35000 á morgnana 63 27 00 Námsstyrkir MENNTABRAUT Nátnsmannaþjónusta íslandsbanka íslandsbanki mun í tengslum við Menntabraut, námsmannaþjónustu íslandsbanka, veita sjö námsstyrki að upphæð 100.000 kr. hver á árinu 1994. Allir námsmenn, 18 ára og eldri, geta sótt um styrkina, hvort sem þeir eru í námi hér á landi eða erlendis. Styrkirnir eru óháðir skólum og námsgreinum. í umsókninni þurfa að koma fram upplýsingar um nafn, heimili, símanúmer, námsferil, námsárangur og framtíðaráform í stuttu máli. Umsóknir skal senda til: íslandsbanki hf. Markaðs- og útibúaþjónusta (Námsstyrkir) Kringlunni 7 155 Reykjavík Umsóknarfrestur er til 15. mars 1994 ÍSLANDSBANKI Utlönd Gæsluliðar Sameinuðu þjóðanna ýta serbneskri fallbyssu i snjónum við Sarajevo. Serbar eru í óðaönn að flytja þungavopn sín burt frá borginni. simamynd Reuter Serbar búnir að flytja flestar byssur sínar frá Sarajevo: NATO-ríki gera ekki loftárásir NATO-ríkin afléttu hótunum sín- um um tafarlausar loftárásir á síð- ustu stórskotaliðsbyssur Bosníu- Serba í hæðunum fyrir ofan Sarajevo sem ekki var hægt að flytja á brott vegna snjóþyngsla áður en lokafrest- urinn til þess rann út á miðnætti í nótt. Serbum var gert að flytja vopn- in í tuttugu kílómetra fjarlægð frá borginni. Skaðlausar byssur í Hvíta húsinu sögðust menn vera þess fullvissir að búið væri að gera allar byssurnar skaðlausar eða þess yrði ekki langt að bíða og yfirmenn sveita SÞ og NATO sögöu að þeir teldu loftárásir ekki nauðsýnlegar þessa stundina. Manfred Wömer, framkvæmda- stjóri NATO, sagði í Bmssel í nótt að loftárásir væru enn inni í mynd- inni ef snurða hlypi á þráðinn í brott- flutningi umsátursvopna Serba eða þá að þeim yrði aftur komið fyrir. „Staðfestu NATO um að binda enda á sprengjuárásirnar á Sarajevo lýkur ekki í dag. Við munum halda áfram að fylgjast með því að samþykktinni sé framfylgt og munum meta stöðuna á næstu klukkustundum. Við mun- um halda vöku okkar,“ sagði Wörn- er. Vesturlönd höfðu safnað saman stærsta flugflota frá því í Persaflóa- stríðinu við undirbúning loftárás- anna á Serba. Eins og gamlárskvöld „Það eina sem gerðist í kvöld var að það var kalt, ekki einu einasta skoti var hleypt af. Við höfum beðið eftir aö lokafresturinn rynni út eins og við værum að bíða eftir gamlárs- kvöldi," sagði hermaður úr stjómar- her Bosníu þar sem hann stóð vörð á Mojmilo-hæö við Sarajevo. Brottflutningur byssanna bindur þó ekki enda á 22 mánaða umsátur Serba um Sarajevo þar sem þeir ráða yfir öllum akstursleiðum inn til borgarinnar. Um fjögur hundrað rússneskir her- menn komu til Sarajevo-svæðisins um helgina til friðargæslustarfa á vegum SÞ og fognuðu Serbar þeim sem bandamönnum og vemdurum. Þá er von á fjögur hundmð rússnesk- um hermönnum til viðbótar. William Perry, vamarmálaráð- herra Bandaríkjanna, varpaði önd- inni léttar í nótt þegar hætt var við loftárásimar, í bih að minnsta kosti. Perry sótti neyðarfund varnarmála- ráðherra NATO í Aviano-herstöðinni á Norður-Ítalíu í gær en á heimleið sagði hann fréttamönnum að mikið verk væri framundan til að tryggja að Sarajevo nyti verndar. „Þetta var mjög góður árangur en þessu er ekki enn lokið,“ sagði hann. Reuter Bosníu-Serbar halda partí í byrgi sínu við Sarajevo Flugmenn NATO-ríkja voru tilbúnir í aðgerðir gegn Serbum ef þörf krefði. Símamynd Reuter Serbneskir hermenn á Trebevic- flalfi við Sarajevo héldu tryllta veislu þegar lokafrestur NATO rann út klukkan eitt í nótt að staðartíma, grftluðu naut og kveiktu elda til aö stríða flugmönnum vesturveldanna sem ekki komu tíl að gera á þá loftá- rásir. „Við erum með partí," sagði Uðs- foringi Bosníu-Serba. „Þeir eru aö leika sér og við erum að fagna.“ Bosníu-Serbar voru með þunga- vopn sínum á um níutíu stöðum umhverfis Sarajevo en snemma í gær voru þeir þegar búnir að flytja þau á brott frá um helmingi staðanna. Kofi Annan, aðstoðarfram- kvæmdastjóri SÞ, sem sér um friðar- gæslusveitirnar, treysti sér ekki til að meta hversu mikið af vopnum væri enn á sínum stað í lok dagsins eða hversu mikið væri undir eftirUti sveita SÞ. Á Trebevic-fjalli mátti heyrá nær stöðugar drunur frá orrustuflugvél- um NATO og eftirUtsvélum. Inni í snæviþöktu byrgi sínu sátu serb- nesku hermennimir, aðeins í um fimmtíu metra fjarlægð frá stöðvum múslíma, og drukku kafli úr hand- sprengjudósum eða teyguðu vín af flöskum og töluöu um stríðið, kær- ustumar sínar og lífið áður en átökin bmtust út fyrir nærri tveimur áram. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.