Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1994, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1994, Síða 12
12 Spummgin MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1994 Leséndur 60 þúsund manns á 20 þúsund bílum: Ef menn skunda á Þingvöll Bréfritari óttast margmenni á Þingvallahátíð og ieggur til að einungis stór- ir flutningabílar verði í förum þangað ef af hátíðinni verður. Gafst þú blóm á konudaginn? Hörður Lýðsson: Já, ég gaf blóm. Óskar M. Jónsson: Já, auðvitað. Óli Ólason: Já, ég gaf blóm. Kristinn Helgason: Já. Magnús Guðmundsson: Nei, en ilm- vatn. " Ármann Rögnvaldsson: Já, og konan á líka afmæli á morgun. Árni Jónsson skrifar: Það hefur verið haft við orö - allt óstaðfest að sjálfsögðu - að þingfund eigi að halda á Þingvöllum næsta sumar og fagna þar 50 ára lýðveldi á íslandi. Ég heyrði forseta Alþingis reifa þetta mál á einni útvarpsstöð- inni nýlega. Taldi forseti Alþingis því ekkert til fyrirstöðu að svo yrði gert þótt það kostaði að vísu sitt. Þar þyrftu þó að vera aðstæður til fund- ar, setja þyrfti upp palla og eitt og annað sem svona hátíð fylgdi óhjá- kvæmilega. - Allt er það rétt og satt. Ég er einn þeirra sem er því mjög andsnúinn að efna til stórhátíöar á Þingvöllum næsta sumar, burtséð frá þingfundinum fyrirhugaða. Hvort sem sá fundur yrði haldinn á Völlunum eöa á Lögbergi er hreint út í hött að stefna á Þingvöll tugþús- undum manna til þess eins að halda þar útihátíð. Þegar búið er að koma Þingvallasvæðinu í sæmilegt horf eins og nú hefur þó tekist væri það hreint brjálæði að efna til svo mann- margrar hátíðar sem um er rætt. Talað hefur verið um að til Þing- valla kæmu hugsanlega um 60 þús- und manns og bílafiöldinn gæti oröið um 20 þúsund. Það sér hver heilvita maður að þarna stefndi í óefni. Það er því miklu vitlegra að efna til hátíð- ar hér í Reykjavík vegna þessara tímamóta. Reykjavík er þó höfuð- borg landsins og þar eru aðstæður til að taka við miklum manníjölda, en alls ekki á Þingvöllum. Sigurður Freygarðsson skrifar: Eftirfarandi er skriíleg athuga- semd vegna „Sandkorns-greinar" frá Akureyri í DV hinn 14. febr. sl. Fer Sandkornsritari þar með ótrúlegar ýkjur og afskræmingu á „hegðun“ eins kvenkynsáhanganda KA. Ég var við hliöina á konu þessari þegar hún gekk framhjá Sandkoms- ritara sem var við myndatöku á staðnum. Drengur einn gekk hjá og í veg fyrir myndavélina. Tók þá „sverðpenni" þessi sig til og hrinti honum frá. Konan sagði þá: „Ekki dytti þér í hug að taka myndir af stuðningsmönnum KA helv... þorp- arinn þinn“. - Orðrétt. Konan hvorki N.A.H. skrifar: Sem útlendingi á íslandi þykir mér furðu sæta, og eftir viötöl við marga aðra útlendinga frá mörgum löndum, af hvílíku áhugaleysi íslenska þjóðin sættir sig við slysin sem verða vegna hálku á götum og gangbrautum. í öllum öðrum löndum, sem ég þekki til, er eigandi þess svæðis sem fólk dettur á í hálku algjörlega ábyrg- ur fyrir slysinu. - Fyrir öryrkja eins og mig þýðir þetta ástand hér á landi að ég er fullkomnlega bundin heima. Þar sem ég á erfitt um hreyfmgu tók ég því opnum örmum hinu svo- nefnda „fjölvarpi" Stöðvar tvö. En ég uppskar ruglað BBC þegar ég ætl- aði að horfa á það og ekkert annað efni fjölvarps var áhugavert til lengdar. Ég kvartaöi við Stöö tvö og starfs- Hringið í síma 632700 millikl. 14ogl6-eóa skrifíð ATH.: Nafn og símanr. veröur aö fylgja bréfum Ef það verður hins vegar ofan á að efna til viðamikillar þjóðhátiðar á Þingvöllum hlýtur að verða að gera ráöstafanir til að takmarka alla um- ferð þar á bílum og því er það góð hugmynd að fólk eigi þess kost að skunda til Þingvalla með rútum, strætisvögnum og öðrum stórtækum farartækjum þannig að fólk þurfi ekki að lenda í umferðaröngþveiti á öskraöi né er hún geðveik eins og gefið er í skyn í Sandkomi hinn 14. febr. - Færu einungis á leikina þeir sem aldrei skammast út í dómarana vegna meintra mistaka þeirra yrðu líka mjög fáir áhorfendur. Ástand nefndrar konu er hvorki verra né betra en flestra annarra sem á þessa leiki mæta. Menn verða spenntir og æstir og láta í ljós skoðun sína. Þetta er eins og hjá öllum sem á handboltaleiki fara. Ékki aðeins í KA-húsinu. - Sé konan jafnslæm og sagt er því hefur stjóm KA ekki bannað henni aö koma á leikina? Ýmsir aðrir hafa sætt slíku banni. Þá eru það girðingamálin. -Reglur maður útskýrði kurteislega hvernig stæði á öllum þessum tæknilegu vandkvæðum. Hann sagði og að áskrift mín yrði lagfærð fyrir vikið hefði ég fleiri kvartanir. Jæja, Stöð tvö hefur ekki svarað leiðinni frá mesta þéttbýlissvæðinu hér við Faxaflóann. Mér finnst hins vegar ekki hafa komið fram nógu skýrt hvort á Þing- völlum eigi að halda viðamikla hátíð eða hvað þar eigi að fara fram. At- burðurinn er þó í júní nk. og því ætti nú þegar allt aö liggja fyrir um fyrirhugað skipulag og dagsskrá. UEFA mæla svo fyrir að girðing skuh skilja að áhorfendur og leikmenn. Hefði girðingin ekki verið reist hefðu KA-menn ekki getað leikið Evrópu- leikina á Akureyri haustið 1990. Hver er svo niðurstaðan af þessari athugun á skrifum Sandkomsritara? Að greinilega sé um persónulega óvild „sverðpennans" í hennar garð aö ræða og að þessi svokallaði „blaðamaður" skuli skrifa og skrökva upp á konuna í DV í staö þess að segja þá við hana sjálfa hvað honum fannst um hana er ekkert annað en heigulsháttur. Ég segi því í lokin eins og hann gerði: Svona fólk ætti að sitja heima. upphringingum síðustu tíu daga. - Eftir að ég hef þó náð sambandi eftir niargar og langar tilraunir er ég látin bíöa lengur en þolinmæði mín afber. Þetta er miður gott til afspurnar en staðreynd engu að síöur. ■ 8. sæti R-listans enn autt: IngibjörgSólrún svararekki Haraldur Sigurðsson skrifar: Morgunútvarp rásar 2 haföi uppi raikinn viðbúnað 17. febr. sl. eftir að borist haföi frétt um tilnefningu Kvennalistans til sameiginlegs framboðs f Reykja- vík. Fenginn var sérstakur blaöa- maður til aö spá í báða listana með þáttastjórnendum. Og „stjörnufrarabjóðandinn“, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, rnærð í bak og fyrir. - Hún myndi nú gera þaö gott. Algjört einvígi milli hennar og Markúsar Amar borg- arstjóra! - En hvað er nú þetta? 8. sætið, sæti Ingibjargar Sólrún- ar, er enn autt og hún hefur ekk- ert endanlegt svar gefið. Það fylgja enn alls konar skilyrði!! Hrafntókekki ákvörðunina Sigurbjörn skrifar: Eg las kjallaragrein eftir Hrafn Gunnlaugsson framkvæmda- stjóra Sjónvarps í DV11. febr. sl. Þar kemur fram að það var ekki hann sem átti frumkvæði að því að sýna hina umdeildu mynd, Þjóð í hlekkjum hugarfarsins, sem hefur veriö talin ádeila á bændur landsins. Þaö var fyrrver- andi framkvæmdastjóri, Pétur Guðfinnsson, að sögn Hrafns, sem tók þá ákvörðun að kaupa þessa mynd til sýningar. Og svo em menn að skammast út í Hrafri og segja að þeir þekki „handbragö" Hrafns á þessari umdeildu mynd! IngóogVala meðúrvalsþátt Þráinn hringdi: Þáttur þeirra Ingólfs Margeirs- sonar og Valgerðar Matthíasdótt- ur, í hreinskilni sagt, er að mínu mati úrvalsþáttur og sá vandað- asti sem verið hefur í Sjónvarp- inu. Hann er um leið afar áhuga- verður og alltaf tekið til meðferð- ar eitthvert mál sem allir virðast hafa þörf fyrir að vita raeira um. Það er líka gott form á þættinum, ekki þetta lokaða hringborðssett sem svo mjög hefur fest í sessi þáttastjórnenda. Ingó og Vala eiga hrós skilið fyrir þann undir- búning sem þau virðast leggja í þáttinn. Dægurmálaútvarp rásar 2: Vaxandi leið- indatónn Stefán Guðmundsson hringdi: Mér finnst bera á vaxandi leiö- indatóni í Dægurmálaútvarpinu. - Miðvikud. 16. þ.m. var t.d. verið að fara yfir fréttir í DV, m.a. um að sjálfstæðismenn á Reykjanesi "hefðu varað Davíð formann viö að stuðla að ráöningu Steingríms, formanns Framsóknarflokksins, í Seðlabankann. Annar umsjón- armaður þáttarins, kona, vildi endilega vera með sérstaka túlk- un á fréttinni eins og hálfgerðan útúrsnúning. Hvers vegna er frétta blaðsins ekki bara getið með beinum hætti hkt og úr morgunblöðunum? Svona nöldur á e.tv. aö einkenna dægurmála- útvarp hins opinbera? Ferðamenn við Vestfjarðagöng Friðjón Magnússon skrifar: í DV var nýlega frétt um jarð- göngin á Breiðadalsheiði þar sem sagt var frá útvíkkun ganganna vegna vatnselgsins og að steypa eigi kassa utan um þar sem vatnið kemur úr veggnum. - Ég hef þá hugmynd til viðbótar, að á kass- anum ætti að vera gluggi og ein- hver lýsing inni þannig að ferða- menn gætu séð hvar og hvemig vatnið kemur út úr stálinu. Að sjálfsögöu þarf þetta að vera lokað svo vatrrið mengist ekki. En með þessum hætti bættist Vestfjarða- luingnum enn einstakur staður. Ekki þyrfti þar nema svo sem eitt rútubílastæði við staömn. Tók hinu svonefnda fjölvarpi opnum örmum en uppskar ruglað BBC, segir m.a. í bréfinu. Athugasemd við Sandkorn frá Akureyri Sambandslaust við Stöð 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.