Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1994, Page 13
MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1994
Fréttir
Framkvæmdastj óri Sjónvarps:
Tveir landbúnaðar-
þættir á leiðinni
Framkvæmdastjóri Sjónvarpsins,
sem lætur af störfum 1. apríl, hefur
í bígerö aö sýna tvo landbúnaðar-
tengda þætti í Sjónvarpinu áður en
langt um líður.
Ólafur Arnarson er að leggja síð-
ustu hönd á gerð þáttar um sam-
keppni á sviði mjólkuriðnaðarins en
Sjónvarpið mun hafa samið um sýn-
ingarrétt á honum. Að sögn Ólafs er
Mjólkursamsalan og helstu sam-
keppnisaðilar hennar teknir fyrir.
„Við drögum fram mismunandi
sjónarmið. I því sambandi höfum við
átt mjög gott samstarf við Mjólkur-
samsöluna," sagði Ólafur við DV.
Hinn þátturinn er mun skemmra á
veg kominn en það er verkefni sem
Hrafn Gunnlaugsson fól Jónasi
Knútssyni að gera stuttu eftir að
hann var ráðinn framkvæmdastjóri
Sjónvarps. Jónas hefur skilað hand-
riti að þættinum sem byggt er á bók
Ólafs Asgeirssonar, Iðnbylting hug-
arfarsins. Fjallar sú bók um tog-
streitu sem varð milli bænda og
þeirra sem viidu veg iðnaðar og sjáv-
arútvegs sem mestan um íjármagn.
Eftir því sem næst verður komist'
munu rök vera leidd að því að bænd-
ur hafi staðið í vegi fyrir framfórum
í iðnaði á fyrstu þremur áratugum
aldarinnar. -hlh
Ástandið á athafnasvæði Slippstöðvarinnar Odda á Akureyri þessa dagana er dæmigert fyrir það sem er að gerast
í skipasmiðaiðnaðinum, ekkert skip i slipp og sáraiítið um að vera við bryggjukantana. DV-mynd gk
Slippstööin Oddi:
Þrjár deildir lagðar niður
- aöeins 77 starfsmönnum boðin endurráöning
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyrt
Ákveðið hefur verið að leggja niður
þijár af deildum Slippstöðvarinnar
Odda hf. á Akureyri. Er þar um að
ræða tæknideild, trésmíðaverkstæði
og rafvirkjaverkstæði. í flestum öðr-
um deildum fækkar starfsmönnum
verulega og allra leiða verður leitað
til lækkunar stjómunarkostnaðar.
Öllum starfsmönnum stöðvarinn-
ar, um 130 talsins, var sagt upp strax
eftir áramót og var stefnt að því að
endurráða sem flesta þeirra sem
fyrst aftur um leið og rekstur fyrir-
tækisins hefur verið endurskipu-
lagður frá grunni.
Nú liggur fyrir að 77 starfsmönnum
verður boðin endurráðning en upp-
sagnir um 50 taka gildi.
Guðmundur Tulinius, fram-
kvæmdastjóri stöðvarinnar, segir að
þrátt fyrir verulega fækkun starfs-
manna og lokun þriggja deilda muni
öll þjónusta stöðvarinnar haldast
óbreytt og stöðin verði eftir sem áður
í stakk búin til að taka viö stærri
verkefnum. Þegar þess gerist þörf
verði leitað til annarra fyrirtækja
sem undirverktaka við hluta af
stærri verkum undir stjóm Slipp-
stöðvarinnar Odda.
Gunnar rafveitustjóri í nýja húsnæðinu.
DV-mynd Ægir
FáskrúðsQ örður:
Rafveitan í nýju húsnæði
Ægir Kristinsson, DV, Fáskiúðsfiröi:
Rafmagnsveitur ríkisins hafa tekið
nýtt húsnæði í notkun á Fáskrúðs-
firði, 330 m2 að stærð, í iönaðarhverf-
inu hér. Vélar og tæki vom flutt úr
húsnæðinu sem RARIK hafði við
Hafnargötu í nýja húsnæðið. /
Fjórar dísilvélar em þar sem geta
framleitt 2.1 megavatt og er það vara-
afl. Þá er þar vaktherbergi og lager-
geymsla.
Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga keypti
eldra húsnæðið af RARIK og þar
verður afgreiðsla Samskipa. Raf-
veitustjóri á Fáskrúðsflrði er Gunnar
Skarphéðinsson.
Tvö dufl rak á land í Álftavers-
fjöru við Alviðrahamravita vest-
an Kúöafljóts á dögunum.
Lögregla og Landhelgisgæsla
fóra á vettvang og sprengdu ann-
að duflið. Um var að ræöa ílangt
dufl raeð stýriugguro sem Gæslan
telur að hafl verið notað til að
slæða upp tundurdufl. Hitt duflið
var úr áli og var fjarlægt. -pp
Telepower
Rafhlöður í bráðlausa sjma.|
- Panasonic
- Uniden
- Cobra
- Bell South
- Sony A
- AT»T
Loftnet
Sveigjanleg gúmmi-
húóuö loftnet i flesta
sfma.
RAFBORG SF.
Rauðarárstig 1, simi 622130.
13
Aðalfiindur
Aðalfundur Skeljungs hf. verður
haldinn þriðjudaginn
15. mars 1994 Í Átlhagasal
Hótel Sögu, Reykjavík, og hefst
fundurinn kl. 14:00.
Skeliungurhf.
Shell einkaumboð
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv.
16. grein samþykkta félagsins.
2. Tillaga um greiðslu10% arðs.
3. Tillaga um útgáfu jöfnunar-
hlutabréfa, er nemur 10%
hlutafjár.
4. Önnur mál, löglega upp borin.
Dagskrá, endanlegar tillögur og
reikningar félagsins munu liggja
frammi á aðalskrifstofu
félagsins, hluthöfum til sýnis,
viku fyrir aðalfund.
Aðgöngumiðar og fundargögn
verða afhent á aðalskrifstofu
félagsins Suðurlandsbraut 4, 6.
hæð, frá og með 8. mars til
hádegis á fundardag, en eftir
það á fundarstað.
BORCAÐU FERÐINA FYRIR
28. FEBRÚAR OG NÝTTU ÞÉR
EINSTAKT VERÐ.
KAUP/AANNAHÖFN
ÓSLÓ
STOKKHÓIMUR
6AUTABORÚ***
FÆREYJAR
LONDON
dLASCOW
AMSTIRDAM
LÚXEMBORÚ
PARIS FRÁ 28/4 1994
HAMBORG
FRANKFURT
VIN FRÁ 25/6 1994
ZURICH FRÁ 7/5 1994
MILANO FRÁ 16/7 1994
VERÐTIL 28.FEB. VERÐFRÁ 1.MARSTIL 30.APRÍL
23.900 26.900
23.900 26.900
25.900 27.900
25.900 27.900
14200* 15.900*
23.900* 26.900*
17.900* 20.900*
23.900* 26.900*
25.900* 27.900*
25.900* 27.900*
25.900* 27.900*
27.900* 29.900*
27.900* 29.900*
27.900* 29.900*
27.900* 29.900*
27.900* 29.900*
BARCELONA FRÁ17/6 1994
* Verð gildir eingöngu 1 beinu flugi Hugleiða.
4*Miðað við tvo fullotðna og tvö böm (2ja-ll ára).
***Flogið til Kaupmannahafnar og áfram með SAS.
Flugvallarskattar eru ekki innifaldir í verði/
ísland 1.310 kr., Þýskaland 255 kr., Danmörk 710 kr.,
Holland 245 kr., Ítalía 595 kr., Frakkland 215 kr.,
Noregur 590 kr., Færeyjar 3.270 kr.
Hafðu samband við söluskrifstofur
okkar, umboðsmenn um allt land,
ferðaskrifstofumar eða í síma 690300
(svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8-18).
FLUGLEIDIR
Traustur íslenskurferðafélagi
Ferðir skulu farnar á tímabilinu 15. apríl
til 30. september 1994. Lágmarksdvöl 7 dagar.
Hámarksdvöl 1 mánuður. Ákveðnir brottfarardagar.
Bókunarfyrirvari 21 dagur. Staðfestingargjald er 5.000 kr.