Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1994, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1994, Side 23
MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1994 39 ■ Sumarbústaðir RC húsin eru íslensk smíöi og löngu þekkt fyrir fegurð, smekklega hönn- un, mikil gæði og óvenju góða ein- angrun. Húsin eru ekki einingahús og þau eru samþykkt af Rannsókna- stofriun byggingariðnaðarins. Stuttur afgreiðslufrestur. Hringdu og við sendum þér upplýsingar. Islensk-Skandinavíska hf., Síðumúla 31, s. 91-685550. ■ Fasteiqnir RC húsin eru íslensk smiöi og löngu þekkt fyrir fegurð, smekklega hönn- un, mikil gæði og óvenjugóða ein- angrun. Húsin eru ekki einingahús og þau eru samþykkt af Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins. Stuttur afgreiðslufrestur. Hringdu og við sendum þér upplýsingar. Íslensk-Skandinavíska hf., Síðumúla 31, sími 91-685550. ■ Vörubilar Volvo F-86, árg. 1975, til sölu, góðdekk, pallur 5,70, laus skjólborð, góður bíll. Uppl. hjó Vöku milli kl. 9 og 18 í síma 91-676700, Bjarni. ■ Vinnuvélar Til sölu traktorsgrafa, FAI 266, árg. '87, snjófjölplógur getur fylgt. Einnig FAI 898, órg. ’94. 12 ára reynsla. Frábærar vélar í einkaeign. Upplýsingar í síma 91-681305. ■ Sendibílar Volvo FL7, árgerö 1987, skiptigámabíli með lyftu, 2 aukagámar. Iveco 35-10, árgerð 1992, með kæli. Uppl. gefur Ársæll Magnússon í síma 985-22544. ■ Bilar tíl sölu Dodge Power Ram 4x4, árg. ’89, 6 cyl., Cummings-turbo, dísil, sjálfskiptur, ný 33" dekk, nýskoðaður. Athuga skipti. Uppl. hjá Nýju Bílahöllinni, s. 672277, og eftir kl. 19 í síma 91-73913. Merming Ragnheiður Jónsdóttir á Kjarvalsstöðum: Teikningin og óreiða hugans Ef það er satt sem Dagur Sigurð- arson sagði alltaf, að til væru tvenns konar menn, teiknarar og kóloristar eða lithugsandi 'menn, þá má segja að kólorisminn hljóti að vera eitt áf ráöandi einkennum íslenskrar þjóðarsálar: við höfum nefnilega ekki átt nema örfáa góða teiknara og teikningin hefur alla tíð verið afskipt í íslensku listalífi og í íslenskri listaumfjöllun. Sjálf- ur var Dagur kóloristi og slakur teiknari, en mat þó mikils teikni- kunnáttu annarra, enda vinur hans, Alfreð Flóki, snjall teiknari, bæði að upplagi og skoðun. Kannski tengist þessi landlægi kól- orismi frásagnarhefðinni, þótt teikning þyki reyndar alla jafna betur fallin til frásagnar en lita- verk. Sögur íslendinga eru ekki eins og sögur annarra þjóða. Þær eru eins og ofið teppi: settar saman af fínlegum þráðum, en samdar frek- ar út frá heildarmyndinni og per- sónusköpuninni en smáatriðunum og söguþræðinum. Teikningin er vitræn og teiknuð frásögn er líkust rökræðu, en litverkin eru yfirleitt ýmist af tilfinningalegum toga, eða svo almenn að þau verða metafýs- ísk eða jafnvel dulspekileg. Mál- verk kóloristans fjalla sjaldnast um nokkuð, heldur eru eins og innlegg í veruleikann - viðbót sem getur orðið kveikjan aö einhverju nýju eða verkað líkt og hugljómun til að hjálpa áhorfendum til að skoða veruleikann á annan hátt. Teikn- ingar eru alla jafna bundnari við- fangsefninu og líkjast umfjöllun eða jafnvel korti af myndefninu - uppdrætti. En ef eitthvað er til í því sem Dagur sagði - hvemig ber okkur þá að skilja myndir Ragnheiðar Jónsdóttur? Hún er teiknari og myndimar sem hún sýnir nú á Kjarvalsstöðum em allar teikning- ar, reyndar kolateikningar og svo stórar að þær hafa við fyrstu sýn vart nokkuð með aö gera viðteknar hugmyndir okkar um teikningar. Þær em óhlutbundnar og næstum Ragnheiður Jónsdóttir: Án titils. eins og mynstur eða áferð í náttúr- unni - líkt og steinn eða kórall hafi verið klofinn og þrykkt með honum á pappírinn. Þær em stór- skornar, óreiðukenndar og óræðar. í slíkum verkum má auöveldlega greina tilvísanir í goðsagnir, genes- issögu og dulrænar túlkanir á hinstu rökum tilverunnar. Þetta gerir Halldór Björn Runólfsson auðveldlega í inngangi sínum að vandaðri sýningarskránni. En þótt óreiðudýptin í sumum myndum Ragnheiðar geti virst vísa til þeirrar frumstæðu óreiðu sem veröldin er tahn spretta úr og hét Eyn Soph í ritum gnostisistanna en Ginnungagap í íslenskum forn- kvæðum, em þær vart fullskýrðar með slíkri tilvísun. Sumar myndir eru af einhvetju og sumar em um eitthvað. En sumar teikningar nálgast næstum markmið kólorist- ans og verða sjálfar eins og veru- leiki. Ekki eftirmyndun, ekki túlk- un og ekki umfjöllun, heldur líkast- Myndlist Jón Proppé ar því sem við sjáum þegar við lok- um augunum eða þegar við horfum á landslag úr óvenjulegri fjarlægð og það fer að líkjast einhvers konar mynstri án þess aö verða nokkum tímann alveg reglulegt. Slíkar myndir em líkari tónlist en myndl- ist. Líkt og Guðmundur Finnbogason sagði um tónverkin, þarf ekki að þýða slíkar myndir. Þær em ekki einasta óháöar öllu tungumáh og ótengdar nokkrum tiltakanlegum aðstæðum eða menningarheimi, heldur eru þær eins og óháðar bæði áhorfandanum og listamann- inum. Þær öðlast sjálfstætt hf og ögra okkur alveg ein og jörðin sjálf og öh náttúran gera. Listamaður- inn er þá orðinn eins og miðiU eða verkfæri sem veruleikinn birtist gegnum. Hann skoðar ekki tilver- una og htar hana í frásögn, heldur leyfir henni að búa sjálfa sig til með þeim tækjum og aðferðum sem hann hefur vald á. Shkar myndir eru erfiðar og ein- faldar í senn: þær eru handan þess sem við getum feht í frásögn og tákn. Ragnheiður Jónsdóttir er meistari þessara mynda - hún bjó þær til - en myndirnar sem hún teiknaði eru meira en Ust. Þær eru ótæmandi uppspretta merkingar, alveg eins og veruleikinn sjálfur. Smáauglýsingar - Sími 632700 Þverholti 11 Útsala! Galant GLSi 2000, árg. ’91, til sölu, ekinn 47 þús. km, einn með öllu, gullfallegur bíll. Verð 1.050 þús. Tií sýnis og sölu á Bílasölu Reykjavíkur, Skeifunni 11, sími 91-678888. Heimasími eftir kl. 19 92-12354. ■ Jeppar Einn sérstæðasti Rússajeppi landsins, GAZ 69, árg. ’56, fyrsti bíll úr annarri sendingu, jeppaskoðaður, 283 vél, splittuð drif, Wam spil, T-43 kassi. Verð 750.000 eða tilboð. Skipti mögu- leg. Uppl. í sima 91-74875. Chevrolet Suburban '83, 8 manna, 6,2 dísil með mæli, 400 turbo skipting, no spin aftan og loftlæsingar framan, stýristjakkur, 38" radialdekk, upp- hækkaður, sérskoðaður. Uppl. í s. 91-641420 og eftir kl. 20 í s. 91-44731. ■ Líkamsrækt Vöðvabólgumeðlerð með rafinagns- nuddi, svæðanuddi og þömngabökstr- um. Heilsuráðgjöf, efnaskortsmæling, svæðanudd og þörungaböð. Heilsuráðgjafinn, Sigurdís, s. 15770 kl. 13-18, hs. 31815. Kjörgarði, 2. hæð. ■ Skemmtanir Félag islenskra hljómlistarmanna útvegar hljóðfæraleikara og hljóm- sveitir við hvers konar tækifæri: sígild tónlist, jazz, rokk og öll almenn danstónlist. Uppl. í síma 91-678255 alla virka daga frá kl. 13-17. Lifandi tónlist - Lifandi fólk. Nýsendingaf þýskum „Bundeswehr" úlpum. Verð 4.900 kr. Opið 13—18 virka daga. Versl. Arma Supra Hverfisgötu 64a sími 91-622322

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.