Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1994, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1994, Page 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 3.000 krónur. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreífing: Sími 632700 Sigltá Akraborg Norska flutningaskipiö Grethe sigldi á Akraborgina í Akraneshöfn snemma á laugardagsmorgun. Flutningaskipiö, sem er 1800 tonn og næstum helmingi stærra en Akra- borgin, var ólestað og tók á sig vind og rakst á Akraborgina. Minni háttar skemmdir urðu á Akraborginni og fór ferjan í áætlunarsiglingar um morguninn en engar á norska skip- inu. Skipið hafði afþakkað aðstoð lóðs þegar óhappið var og þegar skipið ætlaði að leggjast að bryggju eftir að hafa siglt á Akraborgina rakst það í hafnarbakkann með þeim afleiðing- um að eikartré, sem hggur eftir bakkanum, fór í sundur og skipið fór inn í steypu. Skipið skemmdist held- urekkiviðþettahögg. -pp Grindavík: Mokveiði fyrir utan höf nina Mokveiði hefur verið af loðnu út af Reykjanesi um helgina. Nokkrir bátar voru í morgun að veiðum rúm- »«fear tvær sjómílur utan við höfnina í Grindavík. Þangað hafa borist vel á þriðja þúsund tonn af loðnu síðan í gærmorgun, Fimm skip hafa landaö í Grindavík, sum mögrum sinnum á sólarhring. Megnið af aflanum fer til frystingar á Suðvesturlandi. -kaa Átök í miðbæniun: Lærbrotnaði í slagsmálum Klukkan að ganga sex á sunnm dagsmorgun kom til öflugra slags- mála á Lækjartorgi. Einn maður lær- x brotnaði illa í átökunum en ekki er calið að um ásetningsofbeldi hafi ver- ið að ræða. Eftir að lögreglan náði að stilla til friðar voru 7 manns flutt- ir í fangamóttökuna og eftir yfir- heyrslur fengu tveir aö gista fanga- geymslurlögreglunnar. -ÍS Lýst eftir pilti Lögreglan í Hafnarfirði lýsir eftir Halldóri Heimissyni, pilti á fjórtánda ári. Halldór er grannur, 165 cm, með dökkt, stuttklippt og þykkt hár. Hann var klæddur i dökkgræna her- mannaúlpu og svartar gallabuxur. Síðast sást til Halldórs í Fellahverfi '*'• síðdegis í gær þegar hann fór að heiman frá kunningja sínum og ætl- aði suður í Hafnarfjörð. -pp Íslendingurídöns ku fangelsi gerir em 1 eina flóttatiiraun: Stökh ■ W nai af tíu im múi metra rog braut baða fætur - hp.fur hlotið dóma fvrir rán 02 ofbeldi 02 er kunnur sem flóttakón^urinn - Gísli Kiistjáns3on, DV, Árósum: Islendingurinn er nú kunnur í dönskum blööum sem flóttakóng- ust þeir upp á múr fangelsisins og í þann mund urðu fangaverðir var- „ Viö eigum enn eftir að yfirheyra báða mennina og finna út nákvæm- lega hvernig þeir fóru að viö flótt- ann. Við getum enn sem komið er aðeins staðfest að annar mann- anna, íslendingurinn, liggur á sjúkrahúsi, brotinn á báðum fót- um,“ segir Ilse Cohn hjá fangaeftir- litinu í Kaupmannahöfn um mis- heppnaðan flótta tveggja fanga úr Vestre-fangelsinu þar í borg. urinn eftir að hafa oft smogið úr greipum réttvísinnar i Danmörku. Skömmu fyrir jól slapp hann úr fangelsi á Helsingjaeyri og notaði tímann sem hann gekk laus til að ræna banka en var gripinn fimm mínútum eftir ránið. Eftir því sem fréttir hér í Ðanmörku herma not- uðu tvímenningamir lök til að komast út um glugga á tómstunda- herbergi fangelsisins. Síöan kom- ir við flóttann. íslendingurinn stökk af múmum, tiu metra fall, og brotnaði á báðum fótum. Félagi hans náðist óslasaður. Sá afplánar dóm fyrir morð á leikaranum Toro McEwam sumarið 1991. Þeir kump- ánar eru meðal umtöluðustu saka- manna hér í Danmörku og er búist við að þeirra biði strangari gæsla en til þessa. Rugla saman verndartollum og verðjöf nun- argjöldum í ljós hefur komið að í þeim mikla fyrirgangi sem verið hefur í sam- bandi við breytingar á búvörusamn- ingnum undanfarið, hafa menn ruglað saman verndartollum og verðjöfnunargjöldum. Kjartan Jó- hannsson, aðalsamningamaður ís- lands hjá GATT, upplýsti þetta um helgina en hann var kallaður heim til aðstoðar við lausn þessarar deilu. Kjartan benti á að kostnaðaijöfn- unargjald, sem oftast væri kallað verðjöfnunargjald, sneri að því að jafna samkeppnisstöðu manna í iðn- aði sem notar landbúnaðarafurðir eða hráefni í framleiðslu. Með GATT-samningnum væri ver- ið að afnema innflutningsbönn og magntakmarkanir. Verndartollar á landbúnaðarafurðir væru því settir á til að jafna verðmuninn á land- búnaðarafurðunum annars vegar heima fyrir og hins vegar í útlöndum. Kjartan segir að þessu tvennu hafi verið ruglað saman hér á landi. -S.dór Boga Péturssyni og Eyrúnu Eiðsdóttur varð ekki meint af volkinu utan að þeim varð býsna kalt. DV-mynd Ægir Þórðarson Tvennt bjargast giftusamlega úr sökkvandi bíl: Flaut eins og mjóikurferna og faukútíós Ægir Þórðarson, DV, Hellissandi: „Þegar ég kom að Rifsósnum sá ég að vegurinn var kominn í kaf í vatns- elg. Eg hægði ferðina og ætlaði að fara yfir þar sem grynnra var. Það skipti engum togum að í einni vind- hviðunni fauk bíllinn af stað og ég blindaöist af vatnsgusum sem gengu yfir hann. Hann flaut eins og mjólk- urfema á vatninu og út í ósinn og byrjaði að sökkva,“ segir Bogi Pét- ursson sem var hætt kominn ásamt unnustu bróður síns þegar bíll sem hann ók fauk út af veginum fyrir neðan Rif á laugardag. Bogi var að keyra Eyrúnu Eiðsdótt- ur frá Ólafsvík til Hellissands þegar óhappið varð, í foráttuveðri, og hafn- aði bíiiinn í ósnum eins og fyrr sagði. Asahláka var og mikil rigning. „Ég náði að opna gluggana og við Eyrún komumst út og upp á topp búsins. Um það leyti komu vegfar- endur að og einn þeirra, Helgi Bergs- son, synti með spotta til okkar en hann missti hann á leiðinni. Við vor- um þá þarna þijú á bílnum svo ég synti í land og þar var Ólafur Rögn- valdsson með annan spotta. Við bundum hann utan um mig og ég synti út að bílnum og tók Eyrúnu í fangið og þeir ÓU og Helgi toguðu okkur í land,“ sagði Bogi. Boga og Eyrúnu varð ekki meint af volkinu utan þess að þeim varð býsna kalt. Að sögn Eyrúnar mátti ekki tæpara standa að opna glugg- ana, sem í voru rafdrifnar rúður, en þau skriðu út þar sem vatnið var farið að flæða inn með þeim. Þeim var síðan ekið heim og voru að mestu búin að jafna sig um kvöldið. LOKI Strýkur hann næst í hjólastól? Veðrið á morgun: Víða vægtfrost Á morgun verður austlæg átt, sums staðar stinningskaldi við suðurströndina en annars gola eða kaldi. Suðaustanlands og á Austfjörðum verða skúrir eða súld með köflum en annars verð- ur að mestu þurrt og víöa létt- skýjað. Inn til landsins verður víða vægt frost en annars verður hitinn á bilinu (M stig. Veðrið í dag er á bls. 44 NSK KÚLULEGUR SuAuríandsbraut 10. S. 686490.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.