Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1994, Síða 2
2
FIMMTUDAGUR 10. MARS 1994
Fréttir
Ólgan fer vaxandi á Vestfjörðum:
Farið að huga að stof n-
un stjórnmálasamtaka
- vilja stefna öllum Vestfirðingum til fundar á einn stað
„Það er víst ekki ofsagt að ólga
fari vaxandi hér á Vestíjörðum. Og
menn eru að gera sér grein fyrir því
að við eigum aðeins tveggja kosta völ
til að ná rétti okkar. Önnur er í gegn-
um dómstólana. Hin leiðin er í gegn-
um pólitíkina. Dómstólaleiðin er
flókin og seinfarin. Hún getur tekið
mörg ár. Pólitíska leiðin þarf ekki
að taka langan tíma. Við skulum
ekki gleyma því aö það er ekki nema
rétt rúmt ár til alþingiskosninga og
þá getur verið um margt að velja,“
sagði Reynir Traustason, skipstjóri á
Flateyri, sem hefur verið í forystu
fyrir þá sem vilja aðgerðir til að fá
aukinn þorskkvóta til handa Vest-
firðingum.
Hann staðfesti það sem DV hafði
heyrt að ýmsir Vestfirðingar, og jafn-
vel fleiri andstæðingar kvótakerfis-
ins í landinu, væru að velta fyrir sér
stofnun póhtískra samtaka með
framboð til Alþingis á næsta ári í
huga. DV hefur heimildir fyrir því
að nokkrir þekktir menn í þjóðfélag-
inu, sem vilja breytingar á núverandi
stjómkerfi fiskveiða, hafi rætt þessa
hugmynd.
„Það er engin spuming að ýmsir
velta þessu fyrir sér í fúlustu alvöru.
Þá er einnig verið að huga að því að
kalla Vestfirðinga saman á einn stað
til fjöldafundar. Menn vilja að það
verði þegar umræður hefjast á Al-
þingi um breytingar á lögunum um
stjóm fiskveiða. Allt er þetta í alvar-
legri athugun,“ sagði Reynir.
Því má bæta við að hið óháða ís-
firska héraðsblað BB birtir í síðustu
viku ritstjómargrein þar sem spurt
er í fyrirsögn Hvar eru þingmenn?
Þar er því haldið fram að Matthías
Bjamason sé eini málsvari Vest-
fiarða í hópi þingmanna. Hann sé að
hætta og þá eigi Vestfirðir engan
málsvara á Alþingi. Greinin er skrif-
uð í þeim anda að menn gætu verið
að undirbúa stofnun pólitískra sam-
taka. -S.dór
Afkoma Visa 1993:
Helmingi minni
hagnaðuren ’92
Hagnaður af rekstri Visa íslands á
síðasta ári nam 57 milljónum króna.
< Það er meira en helmingi minni
hagnaður en árið áður þegar hann
var 124 milljónir króna. Forráða-
menn fyrirtækisins nefna tvær
ástæður fyrir minni hagnaöi, annars
vegar kostnað vegna debetkorta og
hins vegar minni tekjur af þjónustu-
gjöldum.
Korthafar Visa vom rúmlega 97
þúsund talsins í árslok 1993, þar af
tæplega 3 þúsund debetkorthafar.
Markaðshlutdeild Visa hérlendis var
76% sem er óbreytt frá árinu 1992.
Heildarviðskiptavelta fyrirtækis-
ins sl. ár nam 42,7 milljörðum króna
og jókst um 2,3 milljarða frá 1992.
Þetta er helmingi hægari vöxtur en
frá 1991. Af 42,7 milljörðum vom við-
skipti innanlands með Visa-kort 36,9
milljarðar og 5,8 milljarðar erlendis.
Vanskil korthafa vom 409 milljónir
í árslok sem er aðeins meira en árið
áöur.
-bjb
Stúdentsefni í Menntaskólanum i Reykjavík og kennarar dönsuðu í gærkvöldi í lestrarsal bókhlöðunnar Iþöku við
fiðlutóna. Fiðluballið er gömul hefð sem hefur verið endurvakin og lærðu nemendur vals, ræl og polka í leikfimi til
að fótamenntin brygðist ekki þetta kvöld þegar danskortin voru hátt á lofti. Allir voru prúðbúnir, stúlkur í síðum
kjólum og piltar ýmist i kjólfötum eða smóking. DV-mynd GVA
Vestfirðir:
Steinbítsvertíðin ekki af stað vegna loðnufárs
„Við köllum það loðnufár á Vest-
fiörðum þegar loðna nær inn á miðin
okkar á þessum árstíma og drepst
þar eftir hrygningu. Þá leggst allur
fiskur í loðnuna og ekki fæst bein
úr sjó. Það er tilgangslaust að reyna
að róa. Steinbítsvertíðin var að hefi-
ast en nú verða menn að bíða og sjá
hvað setur. Loðnufár kemur ekki á
hverju ári og það er mismikið. Stund-
um er það mjög lítið, stendur yfir í
nokkra daga, eina viku eða svo. En
svo eru líka til dæmi um allt að sex
vikna loðnufár," sagði Reynir
Traustason, skipsfióri frá Flateyri, í
samtali viö DV í gær.
Hann sagði að meðan loðnufárið
stæði yfir biðu menn bara í landi.
Menn reyndu að hafa samvinnu um
að senda einn eða tvo báta til að
kanna ástandið. Skömmu eftir að
loðnufári lýkur geta menn hafist
handa við steinsbítsveiðarnar. Þá er
engan þorsk aö fá, hann fæhst stein-
bítinn en kemur aftur þegar steinbít-
urinn hverfur af miðunum.
„Sem dæmi um ördeyðuna á mið-
unum meðan á loðnufári stendur
veit ég dæmi um bát sem reri með
40 bjóð, það eru 16.000 krókar, og
hann fékk aðeins tvo fiska. Það er
þvi ekki til nokkurs að reyna að róa
meðan á loðnufárinu stendur,“ sagöi
Reynir.
Hann sagði að ef fárið stæði stutt
gætu menn byijaö að veiða steinbít
undir lok þessa mánaðar. Hægt væri
að stunda steinbítsveiðar fram í byrj-
un mai ef vel lætur.
„Þá hafa Vestfiarðabátar vanalega
farið á þorskveiðar. Nú verður ekk-
ert af því, allur þorskkvóti er búinn
fyrir vestan," sagði Reynir Trausta-
son. -S.dór
Ökumaðúr stöðvaði í snjókófi við Leirvogsá:
Fernt á slysadeild, fjórir bflar skemmdir
Fjórir bilar skemmdust og einn ökumannanna sat fastur i skemmdum bil
sinum eftir slysið. DV-mynd Sveinn
Femt var flutt á slysadeild eftir
árekstur fiögurra bíla á Vesturlands-
vegi við Leirvogsá um klukkan eitt
í gærdag.
Slysið atvikaðist með þeim hætti
að kona sem ók bíl með tveimur
bömum í stoppaöi sökum blindu
vegna snjókófs. Kom þá jeppi aövíf-
andi og ók aftan á bíl hennar. Öku-
maður jeppans ók af vettvangi án
þess að huga að konunni eða bömun-
um í bílnum. Kom þá annar jeppi
aðvífandi og stöðvaði hann til að
huga að þeim. Ekki vildi betur til en
að flutningabíll sem átti leið um ók
aftan á aftari bílinn þannig að hann
kastaðist á þann sem var skemmdur
á veginum.
Lögreglu- og sjúkrabílar komu á
vettvang og vom bömin og konan í
fólksbílnum flutt í sjúkrahús, ásamt
manninum sem ætlaði að koma þeim
til aðstoðar, hann var reyndar um
tíma fastur í bíl sínum. Ekkert þeirra
reyndist hins vegar alvarlega slasað
en manninum var haldið á sjúkra-
húsi til eftirlits fram eftir kvöldi.
Maðurinn sem ók af vettvangi gaf
sig svo fram við lögreglu á Akranesi
síðdegis og samkvæmt upplýsingiun
lögreglu segist hann hafa rætt við
fólkið, farið upp í bíl sinn og ekið á
brott. Er talið víst að hann hafi feng-
ið vægt áfall og ekki áttað sig á hvað
hann væri að gera.
Tveir bílanna voru fluttir af vett-
vangi með kranabíl.
-pp
Stuttar fréttir
Bændur sameinast
Búnaöarþingi lauk í gær með
því að samþykkt var að sameina
Stéttarsamband bænda og Bún-
aðarfélag íslands.
Samskipfatt
Landsbankinn hyggst færa nið-
ur 420 milljóna hlut í Samskipum
en fyrirtækið er falt um þessar
mundir. Mbl. greindi frá þessu.
Nær uppselt er í aliar utan-
landsferðir um páskana sam-
kvæmt frétt Stöðvar 2. Stéttarfé-
lagafargjöld eru mjög vinsæl.
35 prósent arðsemi
Að mati borgarverkfræðings er
arðsemi gatnaframkvæmda í
Reykjavík allt að 35%. Stöð 2
greindi frá þessu.
EdduhótelaðNúpi
Ferðaskrifstofa íslands hf. hef-
ur tekið Núpsskóla á leigu til að
reka þar Edduhótel. Þetta kom
fram á Stöð 2.
Klerkur á móti
Gunnlaugur Stefánsson, þing-
maður og prestui', leggst gegn
afnámi verðjöfnunar á oliuvör-
um samkvæmt frétt Sjónvarps-
ins.
Aðsókn í Katthott
Um 280 óskiiakettir komu í
Kattholt á síðasta ári samkvæmt
frétt Alþýðublaðsins. 160 kettir
misstu heímili sín.
TalaðumWiaskatta
Bifreiðaeigendur ætla að ræða
18 milljarða bílaskatta við fiár-
málaráðherra á opnum fundi ó
Holiday Inn í kvöld.
Lánsamurlandi
Lónasjóður Vestur-Norður-
landa hefur til þessa lánað mest
til íslendinga. Alþýðublaðið
greindi frá þessu.
Keðjubréf gengur á milli veiði-
manna þess efnis að klekkja á
Össuri Skarphéðinssyni. Tíminn
greindi frá þessu.
Ofbeldishneigður Kári
Kári, svanurinn margfrægi, er
orðinn frekur og ofbeldishneigð-
ur við gesti Tjamarinnar sam-
kvæmtfréttTímans. -bjb