Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1994, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1994, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR 10. MARS 1994 7 Fréttir Hörgull á vinnuafli hjá Nesfiski í Garðinum: Starfsmenn að sligast undan vinnuálaginu - við erum lika fólk, segir ft’amkvæmdastjórinn „Til lengdar fmnst okkur óviðun- andi að það skuli vanta fólk til starfa. Það fólk sem er fyrir hjá okkur vinn- ur of langan vinnudag. Það er ekki hægt að bjóða okkur hvað sem er. Við erum líka fólk. Vonandi rætist úr þessu núna. Ef við getum fengiö fólk frá Keflavík eða annars staðar frá til vinnu þá er það af hinu góða,“ segir Bergþór Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Nesfisks í Garði. Bergþór hefur átt við þann vanda að stríða á yfirstandandi vertíð að fá ekki nægjanlega fjölda starfsfólks til vinnu í fiskvinnslunni. Til tals hefur komið að ráða hóp Pólveija til starfa en frá þvi hefur verið horfið fyrst um sinn. í vikunni átti Bergþór í við- ræðum við bæjaryfirvöld í Keflavík og formann Verkalýðsfélags Kefla- víkur um að fá fólk þaðan í vinnu og létta á atvinnuleysinu þar. Alls vinna um 200 manns hjá Nes- fiski, þar af um 150 í landi. Margir koma til vinnu frá Grindavík og er þeim ekið til og frá vinnustað. Fyrir- tækið gerir út 5 báta og rekur fryst- ingu og saltfiskverkun í landi. Að undanfömu hefur verið unnið alla Atvinnulifið fær alitaf vitamínsprautu þegar loðnuvertíðin stendur yfir. Hér á myndinni má sjá Svan RE drekkhlaðinn af loðnu við bryggju í Reykjavík í gærmorgun. Hægra megin er svo sanddæluskipið Sóley sem hefur verið fengið i það verkefni að flytja fiskúrgang til bræðslu ut á land til að rýma fyrir loðnunni. DV-myndS Fjórtán bátar sviptir veiöfieyfi: Meiri harka nú en undanf arin ár - þar sem engan þorskkvóta er að fá „Þaö hefur alltaf verið eitthvað um það að bátar séu sviptir veiðileyfi fari þeir fram úr kvóta sínum og lag- færi ekki bókhaldið," sagði Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri sjávarút- vegsráðuneytisins, en 14 bátar vom á dögunum sviptir veiðileyfi. Sjómenn, sem DV hefur rætt við, segja Fiskistofu vera mun meira á verði nú en áður. Hún -fylgist með þessum málum fyrir sjávarútvegs- ráðuneytið en það sviptir báta veiði- leyfinu. Ástæðuna fyrir því hve vel Fiskistofa fylgist með nú segja sjó- menn vera þá að þar viti menn sem er að engan þorskkvóta sé að fá til að laga stöðuna séu bátar komnir fram úr kvóta sínum. Jón B. Jónasson sagði að nokkuð væri til í þessu. Hann benti líka á að nýverið hefði verið tekið upp nýtt tölvuvætt eftirlitskerfi. Það geröi það að verkum að hvenær sem er væri hægt að sjá stöðuna hjá hvaða fiski- skipi sem er. Áður þurfti að bíða eft- ir aflaskýrslum og fara yfir þær og bera saman. Það tók langan tíma og á meðan höfðu menn tækifæri til að rétta af hjá sér kvótann. „Þess vegna er heldur ekki hægt að bera það saman hvort fleiri bátar hafi verið sviptir veiðileyfi nú en á sama tíma undanfarin ár. Þetta er allt með öðrum hætti en verið hef- ur,“ sagði Jón B. Jónasson. -S.dór Safapressur-Blandarar Hver vill ekki ferskan gulrótarsafa eöa ávaxtasafa? Safapressan leysir vandann. Blandarinn er tilvalinn í ávaxtadrykki og mjólkurhristing. Hentar einnig vel til að hræra vöfflu- og pönnukökudeig. Faest í naestu raftækjaversjun I. GUÐMUNDSSON & Cö. hf. * UMBOÐS OG HEILDVERSLUN SiMI 91-24020 FAX 91-623145 daga nema sunnudaga frá klukkan kvöldin. Að sögn Bergþors er mann- þvíbrýntaðráðal5til20tilviðbótar. sex á morgnana til klukkan tíu á skapurinn nú úrvinda af þreytu og -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.