Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1994, Síða 12
12
FIMMTUDAGUR 10. MARS 1994
Lárus skrifar:
Það eru margar þverstæður í
þessu þjóðfélagi. Á sama tíma og
menn tala um samdrátt og sparn-
að eru sumir sem ávallt hafa lag
á að græða ótæpilega. Ekki á
verslun og viöskiptum eða
skráðu starfi, heldur á alls kyns
fettum, brettum, lögsóknum og
lagakrækjum. Þannig dæmir td.
Héraðsdómur fyrirtæki til að
greiða manni rúmar 9 milljónir
króna vegna lífeyrisréttinda fyrir
starfa í örfá ár hjá samvinnufyr-
irtæki,- Einnig pungar ríkið út
tii iluguml'erðarstjóra um milljón
kr. á mann að undangengnum
málaferlum. Svona eru ýmsar
leikfléttur vítt og breitt um þjóð-
félagiö, á meðan það brennur upp
vegna óstjórnai- og óprúttinna
aðila sem sífeUt eru að „sækja
rétt sinn“ og vel það.
Bandaríkjamenn
Eínar Árnason hringdi:
Við íslendingar höfutn átt íbrös-
um við Frakka út af fisMnnflutn-
ingi. Allt stóð fast þar tU banda-
rísM stjómarerindreMnn Mickey
Kantor setti Frökkum stóUnn fyr-
ir dymar um að létta af úmflutn-
ingsbanni. Sumir hér halda að
hótun Bandarikjamanna eigi Uka
viö íslenskan fisk á Frakklands-
markaði. Það er alrangt. Það
skyldi þó ekM koma í Ijós aö viö
þyrftum að bíða eftir björgun trá
Bandaríkjunum í stappi okkar við
Evrópumarkaöinn?
DugarDa víð
íslenskan
Magnús Sigurðsson skrifar:
Ég las í DV að forsætisráðherra
okkar heföi spurt á íslensku hvað
blaðamaður einn norskur hefði
viljað er hann beindi til hans
spurningu. Ðavíö fékk siðan
spurninguna þýdda á íslensku og
svaraði svo fáu einu á dcísnku. -
Er þetta nokkuð verra eða betra
en aðrir fulltrúar okkar á Norður-
Iandaráðstethunni eru þekktir
fyrir? Talar nokkur þeirra eitt-
hvert Norðurlandænál nema í eig-
in útsetningu? Og skilja menn þá
yfirleitt nokkuö af þvi sem þarna
fer fram nema matarboðin?
mmnispeninga
Sigurður hringdi:
I sambandi við útgáfu minnis-
peninga vegna 50 ára lýðveldis
hér á landi finftst mér ekki við
hæíi að gefa út slíka peninga með
aðeins þremur forsetum, þ.e. að-
eins hinum látnu forsetum. Ég
veit ekM betur en við höfum haft
4 forseta til þessa, að frú Vigdísi
meðtalinni, og þvi á að gefa út
minnispening með henni líka.
Hún er sá forseti sem er í emb-
; ætti einmitt á þeim tíma þegar
haldið er upp á hálfrar aldar af-
mælið. Mér finnst því þessir
minnispeningar hafa afar tak-
markað gildi án þess að núver-
andi forseti sé með í myndinni.
Útflutningsskattur
ogveiðileyfagjald
Kristján Snæfells Kjartansson:
Nú, þegar viö íslendingar erum
svo gott sem orðnir fullgOdir aðil-
ar að EES, væri þjóðráð að taka
eins og 2% útflutningsskatt til
ríMsins af sjávarafurðum sem
fluttar em út. Vegna niðurfelling-
ar tolla eykstsvigrúm til þessarar
aögerðar. Það sem safnast saman
vegna skattsins ætti svo að leggja
í sérstakan gjaldeyrisvarasjóð
Seðlabanka íslands til að styrkja
gjaldmiðilinn okkar cnn frckar.
Veitir nokkuð af í hoimi harðn-
andi samkeppni? Og væntanlega
íærir ; veiðileyfagjaldið; okkur
blóm í haga.
Spumingin
Hvað gerirþú
í skammdeginu?
Lesendur
Silja Eyrún Steingrímsdóttir: Ég fer
aðaUega á sundæfingar og leik mér
við vinkonum mínum.
íslendingum áf átt í skipulagi
Lúðvíg Eggertsson skrifar:
Ótal glappaskot hafa verið framin
í sMpulagi. - Þannig er Reykjavík,
sem telur um 100 þúsund íbúa, jafn
stór að flatarmáli og þekktar borgir
erlendis með eina milljón íbúa.
Við höfum byggt lágreist ráðhús
út í tjörn, veislu- og samkvæmishús
uppi á hitaveitutönkum, seðlabanka
í kolaporti og fyrir dyrum stendur
að byggja hús fyrir Hæstarétt á bUa-
stæði Amarhváls.
Vel á minnst. - Ætlunin er að gera
stæði fyrir 60 þúsund bíla á ÞingvöU-
um. Það er hámark klúðursins - og
reyndar óframkvæmanlegt nema
með fordæmanlegum náttúmspjöU-
um á helgum stað. Mannflutningar
tU ÞingvaUa verða að fara fram með
stómm rútubUum.
Eg vU leyfa mér að hvetja Islend-
inga til að spara á þjóðhátíðinni. Það
em góð tímamót tU að snúa frá vUlu
síns vegar. Erlendar skuldir íslenska
rUcisins em hinar hæstu sem þekkj-
ast, ef miðað er við íbúatölu, sam-
kváemt nýlegri skýrslu OECD. - Þar
eigum við eitt heimsmetið. Viö getum
ekM Mnnroðalaust sýnt óhóf á Þing-
vöUum hinn 17. júní.
Sigurbjarni Guðnason: Ég hnýti flug-
ur.
Kristjana Guðjónsdóttir: Ég eyði tím-
anum með vinum mínum, t.d. förum
við í bíó.
Flutningur ríkis-
stof nana út á land
Óli Þór Ámason: Ég lifi lifinu.
Björn Björnsson skrifar:
Hugmyndin um flutning rUdsstofn-
ana út á landsbyggðina hefur aftur
komist inn í umræðuna og einn ráð-
herra ríkisstjómarinnar hefur tekið
af skarið og hafið aðgerðir. Veiði-
stjóraembættið verður flutt til Akur-
eyrar og rætt er um að Landmæling-
ar íslands verði einnig fluttar út til
fólksins. - Við blasir að umhverfis-
ráðuneytið sjálft væri einnig mjög
vel sett úti á landsbyggðinni, sérstak-
lega á landsvæði þar sem náttúran
er viðkvæm og þarfnast stöðugs eft-
irlits og umhyggju. Reykjahlíð í
Mývatnssveit eða Kirkjubæjar-
klaustur væru t.d. tilvaldir staðir því
að á þeim báðum er fagurri og við-
kvæmri náttúm ógnað af náttúruöfl-
unum.
Ef maöur hugsar lengra þá hefur
sjálft Alþingi brýna þörf fyrir auMð
húsrými og meirihluti alþingis-
manna er af landsbyggðinni. Því ætti
að ákveða strax að byggja yfir Al-
þingi þar sem aðstæður era hagstæð-
ar og alþingismenn geta verið í nán-
um tengslum við dreifbýlið og undir-
stöðuatvinnugrein þjóðarinnar.
EgUsstaðir hafa alla þá kosti sem
þarf til þess að uppfylla nútíma kröf-
ur um stjórnsýslu. - Þar er alþjóða-
flugvöllur og þaðan er flogiö tíl
margra staða á landsbyggðinni. Enn
fremur er vegasamband mjög gott
og fer batnandi.
Þó má hugsa sér aö Stjórnarráðið
sjálft yrði fyrst um sinn kyrrt í
Reykjavík en síðar mætti taka
ákvörðun um flutning þess í ljósi
reynslunnar af því sem á undan fór.
Bréfritari telur Egilsstaði hafa alla
fyrir dreifbýiið.
- Mætti hugsa sér Homafjörð kjör-
inn fyrir Stjómarráðið.
Suðvesturhornið nyti sannarlega
einnig góðs af þessum flutningum
þar sem mikið af íbúðarhúsnæði
losnaði og yrði til sölu. Það myndi
leiða til stórlækkaðs verðs á góðu
íbúðarhúsnæði og ungu fólM yrði
þar með auðveldað að festa kaup á
því. Það ber að hafa í huga að fjöldi
manna myndi flytjast meö stjóm-
sýslunni en þaö er fólk sem hefur
kosti til staðetningar stjórnsýslu, m.a.
þjónustað þetta æðsta stjómkerfi.
Atvinnuleysi ætti því ekM að aukast
á Reykjavíkursvæðinu.
Þá væm einnig komnar forsendur
fyrir jöfnun atkvæðisréttar þar sem
þetta landsvæði væri nú fjarri æðstu
stjómsýslustofnunum og íbúar þess
heföu ekM lengur beinan aðgang að
embættismönnum sem þar starfa. -
Það er því augljóst að flestir lands-
menn myndu njóta góðs af svona
ráðstöfunum.
Unnur Björnsdóttir: Ég hugsa um
börnin mín. Við reynum að leika
okkur sem mest saman.
Leifur Þorkelsson: Ég spila bridge
og sem tónlist.
Löndun og þjónusta viö þýskan togara bönnuð:
Forkastanleg vinnubrögð
Tryggvi Þórarinsson skrifar:
Flest þarf maður aö reyna á þess-
um tímum óstjómar og atvinnuleys-
is. Maður sest niður með kaffibolla
til þess að reyna að finna eitthvaö
jákvætt að lesa í Degi, dagblaði okkar
norðanmanna. En hvað sér maður
þar? Það er búið að reka burt frá
landinu þýskan togara sem er þó að
60% í eigu Útgerðarfélags Ákur-
eyrar.
Það var þann 25. febrúar sl. að ég
las þessi hörmulegu tíðindi. Sjávar-
útvegsráðuneytið hafði hafnað því
að togari þessi fengi þjónustu okkar
íslendinga. Þama var um að ræða
afla sem unninn hefði verið hérna
og einnig vinnu við togarann hjá
Slippstöðinni auk þess sem hann
hefði teMð birgðir fyrir næsta túr. -
Þetta einstaka dæmi sýnir vel hið
algjöra úrræðaleysi stjómvalda til
þess að taka á þeim mikla vanda sem
DV áskilur sér rétt
til að stytta
aðsend lesendabréf.
við íslendingar eigum við að etja.
Maður hélt að það væri hluti af
þeim milliríkjasamningum sem við
stöndum í að meira frjálsræði skap-
aðist í sambandi viö þjónustu við
erlend fyrirtæki en ekki til þess að
hrekja af höndum okkar kærkomna
þjónustu líkt og raunin varð á í þessu
tiltekna dæmi.
MecMenburger, eigandi skipsins,
hafði fjárfest í þorskvinnsluvélum
héma á íslandi og átti að setja þær
í sMpið í Slippstöðinni hér en málið
endar með því að vélarnar em
sendar til Færeyja þar sem þær
verða settar í sMpið. - Þetta er svo
fráleitt og óskiljanlegt að það er alveg
vonlaust að reyna að skilja afstöðu
stjórnvalda.
Þetta er svo slæmt tilfelli að þaö
er ástæða til þess að þjóðin fái full-
komnar útskýringar á máh þessu frá
stjórnvöldum. Það væri meira en
þarft verk aö DV tæM þetta mál til
frekari rannsóknar og birti svör
stjórnvalda.
Frá Slippstöðinni á Akureyri. - Hún missir af viðskiptum við hin erlendu
fiskiskip.