Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1994, Síða 29
FIMMTUDAGUR 10. MARS 1994
41
Menning
Allen heillar
publikum
Tónleikar voru á vegum Tónlistarfélagsins í Reykja-
vík í íslensku óperunni í gærkvöldi. Thomas Allen,
baríton, og Roger Vignoles, píanó, fluttu sönglög eftir
Schubert, Brahms, Mahler, Duparc og Ravel. Þá voru
á efnisskránni bresk þjóðlög.
Oftast þegar hlýtt er á tónhstarflutning beinist at-
hyglin fyrst og fremst að viðureign tónhstarmannsins
við hljóðfæri sitt eða rödd og því næst að meöferð
hans á viðfangsefninu. Sumir tónhstarmenn hafa hins
vegar náð því stigi að áheyrendur þeirra verða aldrei
varir við þessi átök heldur aðeins heildaráhrif túlkun-
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
arinnar. Thomas Allen er slíkur Ustamaður. Á tónleik-
unum í gærkvöldi virtist sem sjálfur söngurinn hyrfi
í skuggann fyrir áhrifum túlkunarinnar, svo öflug
voru áhrifm af flutningi hans. Efnisskráin var fjöl-
breytt blanda af þýskri og franskri rómantík auk syrpu
af breskum þjóðlögum í lokin. Þegar í byrjun vakti
frábær píanóleikur Vignoles athygU tónleikagesta.
Hann fór á kostum í Fischerweise Schuberts í sérlega
skýrum og blæbrigðaríkum leik og hélst það tónleik-
ana á enda. Meðal laga sem hljómuðu sérlega vel fyr-
ir hlé má nefna Standchen Brahms og tvö lög eftir
Mahler sem eru sérlega vel samin og áheyrileg.
Eftir hlé voru flutt þrjú lög eftir Dupars sem öll voru
einkar stílhrein og svipmikil. Fimm grísk alþýðulög í
útsetningu Ravels voru ef til vill ekki eins miklar tón-
smíðar en þjónuðu textanum mjög vel. Þeir félagar
- fluttu þessi lög með miklum tilþrifum. Það má einnig
segja um meöferð þeirra á bresku þjóðlögunum sem
komu í lokin. Stemningin var þá komin á það stig að
sumar virðulegar frúr voru farnar að tísta af hrifningu
eins og ástfangnar imghngsstúlkur og menn vissu
margir ekki hvort þeir áttu heldur að hlæja eða tá-
rast. Aht fór þetta þó skikkanlega fram og enginn gerði
neitt sem þurfti að skammast sín fyrir. i hléinu fór
fram í einu homi anddyrisins umræða um hvað væri
tilhlýöilegt um klapp á tónleikum sem þessum. Efnis-
skráin var þannig sett upp að lögum var raðaö saman
Thomas Allen, bariton.
í syrpur. Mörgum finnst best að þá sé aðeins klappað
eftir hverja syrpu en ekki eftir hvert lag, eins og gert
var á þessum tónleikum. Klappið vih þá verða stund-
um býsna fyrirferðarmikill partur af heildinni einkum
ef lög eru stutt. Öðrum finnst að fólk eigi að fá að
klappa af hjartans lyst óbundið af reglum og stuðlar
það að heildarstemningu á tónleikunum. Hinn guhni
meðalvegur er sá að klappa á eftir syrpum fyrir hlé
og hömlulaust eftir hlé. Ekki er vitað um dómstól sem
hefur lögsögu í þessu máli og verður það óútkljáð enn
um sinn þótt sjálfsagt sé fyrir hvern tónleikagest að
hafa sína skoðun.
Tapað fundið
Finnsk húfa tapaðist
Ný finnsk leðurhúfa með þvottabjamar-
skinni tapaðist í kringum 10. febrúar sl.
í Reykjavík. Finnandi vinsamlega hringi
í síma 612388.
Tilkynningar
Músiktilraunir.
Tónabæjar og ITR
Fyrsta músiktilraunakvöldiö verður í
kvöld, 10. mars, í Tónabæ og hefst kl. 20.
Hljómsveitimar sem leika em Kenya,
Weghevyll, Wool, Gröm, Thunderlove,
Rasmus, Cyclone, Dísel, Sæmi, Bláir
Skuggar og Pýþagóras. Gestahijómsveit
kvöldsins er Jet Black Joe.
Eyfirðingafélagið
er með félagsvist á Hallveigarstöðum í
kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir.
1. tölublaó
Lögreglumannsins
málgagns Landssambands lögreglu-
manna er komið út. Meðal athyglisverðs
efnis má nefna: Grein um frumvarp til
lögreglulaga sem mikið hefur verið gagn-
rýnt af lögreglumönnum. Grein um dóma
sem felldir hafa verið yfir lögreglumönn-
um, grein um misnotkun á einkennis-
fatnaði lögreglumanna, öryggismál lög-
reglumanna og fleira.
Félag eldri borgara
í Reykjavik og nágr.
Bridgekeppni, tvímenningur kl. 13 í dag
í Risinu.
Silfurlínan
Sími 616262. Síma- og viðvikaþjónusta
fyrir eldri borgara alla virka daga kl.16-
18.
Safnaðarstarf
Áskirkja: Opið hús fyrir alla aldurshópa
í dag kl. 14-17. Biblíulestur kl. 20.30.
Fyrsta Mósebók. Ámi Bergur Sigur-
bjömsson.
Breiðholtskirkja: Mömmumorgunn
fóstudag kl. 10-12.
Bústaðakirkja: Mömmumorgunn kl.
10.00. Allir velkomnir.
Fella- og Hólakirkja: Æskulýðsfundur
10-12 ára kl. 17 í dag.
Grafarvogskirkja: Fræðslukvöld í Graf-
arvogskirkju kl. 20.30 í fyrirlestraröðinni
„Hvað er kristið siðferði." Efni kvölds-
ins: „Siðferðilegur grundvöhur fjöl-
skyldu og hjónabands." Fyrirlesari er dr.
Sigurjón Ami Eyjólfsson, héraðsprestur.
Kafii og umræður eftir fyririesturinn.
Hallgrímskirkja: Kvöldbænir með lestri
Passíusálma kl. 18.00.
Háteigskirkja: Starf fyrir 10-12 ára böm
kl. 17.00. Kvöldsöngur með Taizé tórdist
kl. 21.00. Kyrrð, íhugun, endumæring.
Allir hjartanlega velkomnir.
Hjallakirkja: Opið hús fyrir eldra sókn-
arfólk í dag kl. 14-17. Umsjón Anna Sigur-
karlsdóttir.
Kársnessókn: Starf með eldri borgumm
í dag kl. 14-16.30 í safnaðarheimilinu
Borgum.
Langholtskirkja: Vinafundur kl. 14.00-
15.30 í safnaðarheimilinu. UmfjöUunar-
efni: Efri árin og þær breytingar sem
verða á högum fólks þegar aldurinn fær-
ist yfir. Leiðbeinandi Sigrún Gísladóttir,
framkvstj. Ellimálaráðs. Aftansöngur kl.
Leikhús
LEIKFELAG
REYKJAVÍKUR
Aí
GLEÐIGJAFARNIR
eftir Neil Simon
með Árna Tryggva og Bessa Bjarna.
4. sýn. sun. 13. mars, blá kort gllda, upp-
selt, 5. sýn. mlð. 16. mars, gul kort gllda,
uppselt, 6. sýn. fös. 18. mars, græn kort
gllda, uppselt, 7. sýn. sun. 20. mars, hvit
kort gilda, uppselt, 8. sýn. mið. 23. mars,
brún kort gilda, örfá sæti laus, lau. 26.
mars, uppselt, mlð. 6. april, fáein sæti laus.
Stóra sviðið kl. 20.
EVA LUNA
. Leikrit eftir Kjartan Ragnarsson og
Oskar Jónasson. Unnið upp úr bók Isa-
belAUende
í kvöld, örfá sæti laus, fös. 11. mars, upp-
selt, lau. 12. mars, uppselt, fim. 17. mars,
örfá sæti laus, laud. 19. mars, uppselt, fimd.
24. mars, fösd. 25. mars, uppselt, sun. 27.
mars., fim. 7. april, lau„ 9. apríl, uppselt.
Ceisladiskur með lögunum úr Evu Lunu til
sölu í miðasölu. Ath.: 2 miðar og gelsla-
dlskur aðeins kr. 5.000.
Miðasala er opin kl. 13.00-20.00 alla
daga nema mánudaga. Tekið á móti
miðapöntunum í síma 680680 ki.
10-12 alla virka daga.
Brefasími 680383.
Greiðslukortaþjónusta.
Munið gjafakortin okkar.
Tilvalin tækifærisgjöf.
Leikféiag Reykjavíkur-
Borgarleikhús.
Leikfélag Akureyrar
fiarPar
eftir Jim Cartwright
SÝNT í ÞORPINU, HÖFÐAHLÍÐ1
Á morgun, föstudag 11. mars, kl. 20.30,
uppselt.
Laugardag 12. mars kl. 20.30, uppselt.
Sunnudag 13. mars kl. 20.30.
Ath.: Ekki er unnt að hleypa gestum i
salinn eftir að sýning er hafin.
OPERUDRAUGURINN
OIMiRl
l)R.\l < iUKINN
eftir Ken Hill
í Samkomuhúsinu
Frumsýning fös. 25. mars, kl. 20.30.
2. sýning laud. 26. mars, kl. 20.30.
Aðalmiðasalan í Samkomuhúsinu er
opin alla virka daga nema mánudaga
kl. 14-18 og sýningardaga fram að
sýningu. Sími 24073.
Simsvari tekur við miðapöntunum ut-
an afgreiðslutima.
Ósóttar pantanir að BarPari seldar i
miðasölunni i Þorpinu frá kl. 19 sýn-
ingardaga. Simi 21400.
Greiðslukortaþjónusta.
ÍSIENSKA
IEI KHÚSID
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Sími 11200
Stóra sviðið kl. 20.00
GAURAGANGUR
eftir Ólaf Hauk Simonarson
Lau. 12/3, uppselL sud. 13/3, uppselt, fid.
17/3, uppselt, föd. 18/3, uppselt, fim. 24/3,
uppselt, lau. 26/3, uppselL fid. 7/4, nokkur
sæti laus, föd. 8/4, uppselt, sud. 10/4,
nokkur sæti laus.
MENNINGARVERÐLAUN DV1994
MÁVURINN
eftir Anton Tsjekhov
Aukasýning þri. 15. mars, uppselt.
ALLIR SYNIR MÍNIR
eftir Arthur Miller
Á morgun, laud. 19/3, fös. 25/3.
Sýningum fer fækkandi.
SKILABOÐASKJÓÐAN
eftir Þorvald Þorsteinsson
Ævintýri með söngvum
Lau. 12. mars kl. 14, uppselt, sun. 13.
mars kl. 14, örfá sæti laus, mvd. 16.
mars kl. 17.00, uppselt, sud. 20. mars kl.
14.00, nokkur sæti laus, sud. 27. mars
kl. 14.00.
ÍSLENSKI
DANSFLOKKURINN
í kvöld kl. 20.00, sud. 20/3 kl. 20.00.
Smíðaverkstæðið kl. 20.30.
BLÓÐBRULLAUP
eftir Federico Garcia Lorca
Á morgun, uppseit, laud. 19. mars, fáein
sæti laus, sud. 20. mars, föd. 25. mars.
Sýningin er ekki við hæfi barna.
Ekki er unnt að hleypa gestum i salinn
eftir að sýning er hafin.
Litla sviðið kl. 20.00.
SEIÐUR SKUGGANNA
eftir Lars Norén
Laud. 12. mars., næstsídasta sýning, föd.
18. mars, síðasta sýning.
Ekki er unnt að hleypa gestum i salinn
eftir að sýning er hafin.
Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla
daga nema mánudaga frá 13.00-18.00
og fram að sýningu sýningardaga. Tekið
á móti símapöntunum virka daga
frá kl.10.
Græna linan 99 61 60.
el
I M I I. I V
I K H USI
í Leikhúsi frú Emilíu
Héðinshúsinu, Seljavegi 2
DÓNALEGA DÚKKAN
SKJ ALLBANDALAGIÐ sýnir Dóna-
legu dúkkuna
eftir Dario Fo og Fröncu Rame i leik-
stjóm Mariu Reyndal.
Öll hlutverk: Jóhanna Jónas.
2. sýn.fös. 11. mars kl. 20.30, örfá sæti
laus, 3. sýn. lau. 12. mars kl. 20.30,4.
sýn. sun. 13. mars kl. 20.30.
Sýnt i Héðinshúsinu, Leikhúsi frú Emiliu.
Miöapantanir í sima 12233 og 11742 allan
sólarhringinn.
Bæjarieikhúsið
Mosfellsbæ
t
Föðurbróðir minn,
Tryggvi Guðlaugsson,
fyrrum bóndi Lónkoti, Sléttuhlíð,
sem andaöist á öldrunardeild Sjúkrahúss Skagafjarðar, verður
jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 12. mars kl. 13.30.
Jarðsett verður i Siglufjarðarkirkjugaröi með viökomu í Fellskirkju
þar sem kveðjuathöfn fer fram kl. 16.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Stefán Halldórsson .
18.00.
Laugarneskirkja: Kyrrðarstund kl.
12.00. Orgelleikur, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur málsverður í safnaðar-
heimilinu að stundinni lokinni. Starf fyr-
ir 10-12 ára í dag kl. 17.00.
Neskirkja: Hádegissamvera er í dag kl.
12.10 í safnaðarheimili kirkjunnar. Um-
ræður um safnaðarstarfið, málsverður
og íhugun Orðsins.
Seljakirkja: Frimerkjaklúbbur í dag kl.
17.
Hinu húsinu, Brautarholti 20
Sími624320
VÖRULYFTAN
eftir Harold Pinter
i leikstjórn Péturs Einarssonar
Laud. 12. mars kl. 20, sun. 13. mars kl.
20, þri. 15. mars kl. 17, mið. 16. mars kl.
17.
Miðapantanir i Hínu húsinu, simi 624320.
DV
63 27 00
LEIKFÉLAG
MOSFELLSSVEITAR
SÝTilR GAMAriLEIKim
IBæjarleikhúsinu, Mosfelisbæ
Kjötfarsi með einum sálmi
eftir Jón SL Krlstjánsson.
Fös. 11. mars. Slöasta sýn.
Ath.l Ekkl er unnt að hleypa gestum
í salinn ettir að sýnlng erhafin.
Mlðapantsnir kl. 18-20 alla daga
isíma 667788
og á öðrum timum i667788, shnsvara.