Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1994, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1994, Síða 30
42 FIMMTUDAGUR 10. MARS 1994 Fólk í fréttum Lára Bjömsdóttir Lára Bjömsdóttir félagsráögjafi, Ægisíöu 78, Reykjavík, hefur verið ráðin félagsmálastjóri Reykjavíkur- borgar en umsækjendur um stöð- unavorutíu. Starfsferill Lára er fædd 25.10.1943 á Stöðvar- firði í Suður-Múlasýslu. Hún lauk stúdentsprófi frá MA1963 og stund- aði nám í dönsku, ensku og for- spjallsvísindum við HÍ1963-64 og er cand. phil. þaðan 1964. Lára var við nám í félagsráðgjöf við Dan- marks sociale hojskole í Kaup- mannahöfn 1965-68 og tók lokapróf þaðan 1968. Hún stundaði nám í fé- lagsráðgjöf (social and community work) við háskólann í Bradford í Englandi 1985-66 og lauk MA-prófi þaðan 1986. Lára var félagsráðgjafi hjá Koben- havn kommunes familievejledning í Kaupmannahöfn 1968-69. Hún var félagsráðgjafi, deildarfulltrúi og yf- irmaður fjölskyldudeildar hjá Fé- lagsmálastofnun Reykjavíkurborg- ar 1969-74. Lára var félagsráðgjafi bamageðdeildar Landspítalans 1975-77, yfirfélagsráðgjafi á Kópa- vogshæli 1981-85 og hjá Styrktarfé- lagi vangefinna í Reykjavík 1986-88. Hún var framkvæmdastjóri Svæðis- stjómar málefna fatlaðra í Reykja- vik 1988-89 og hefur verið fram- kvæmdastjóri Þroskahjálpar frá 1990. Lára var stundakennari í fé- lagsráðgjöf við félagsvísindadeild HI1984-92 og stundakennari við guðfræðideild HÍ1972-84. Lára var í stjórn Stéttarfélags ís- lenskra félagsráögjafa um árabil og formaður þess 1990-92. Hún er stofnfélagi í Umsjónarfélagi ein- hverfra barna og var stjórnarmaður þar 1977-80. Lára var formaður NEMA, Nemendasambands MA, 1987-89. Hún var í nefnd sem skipuð var til að semja reglugerð um Kópa- vogshæli 1984-85 og í nefnd á vegum félagsmálaráðherra til þess að semja reglugerð um sambýli fatl- aðra og endurskoða reglugerð um fjárhagsaðstoð til framfærenda fatl- aðra (reglugerðir við lög um málefni fatlaðra). Lára situr í landsnefnd og framkvæmdanefnd Árs fjölskyld- unnar. Lára hefur haldiö erindi og skrifað greinar í blöð og tímarit. Fjölskylda Lára giftist 29.1.1972 Ingólfi Hjart- arsyni, f. 7.9.1942, héraðsdómslög- manni. Foreldrar hans: Hjörtur Hafliðason, f. 13.7.1913, húsasmíða- meistari í Reykjavík, og kona hans, Guðbjörg Hólmfríður Einarsdóttir, f. 8.12.1916, húsfreyja. Fyrrikona Ingólfs var Kirsten Friðriksdóttir, kennari viðVÍ. Börn Láru og Ingólfs: Jón, f. 6.12. 1967, starfsmaður hjá Securitas, hann á einn son, Halldór Rúnar; Hildur Björg, f. 5.8.1973, læknanemi í HÍ; Björn Freyr, f. 5.12.1977, nemi íVÍ. Systkin Láru: Eysteinn, f. 9.1.1942, rithöfundur og kennari við FB, maki Anna Njálsdóttir kennari, þau eru búsett í Reykjavík og eiga þijú böm; GuðbjörgOlöf, f. 6.7.1946, hjúkrunarfræðingur, maki Lars Göran Larsson læknir, þau em bú- sett í Bandaríkjunum og eiga tvö börn; Björn, f. 27.1.1952, doktor í líífræði hjá Hafrannsóknastofnun, maki Lára Hansdóttir lögmaður, þau eru búsett í Reykjavík og eiga þijú böm; Einar Stefán, f. 23.4.1958, læknir, maki Þorgeröur Jónsdóttir stærðfræðingur, þau em búsett í Svíþjóð og eiga fjögur börn. Fóstur- systir Láru: Nannalngólfsdóttir, f. 12.8.1934, húsmóðir, maki Víðir Friðgeirsson skipstjóri, þau eru bú- sett í Garðinum og eiga íjögur börn. Foreldrar Lám: Björn Stefánsson, f. 7.4.1910, kaupfélagsstjóri á Akra- nesi, Stöðvarfirði, Siglufirði og hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Egilsstöð- um, síðar erindreki á Hóli á Stöðvar- firði, og Þorbjörg Jónína Einarsdótt- ir, f. 16.8.1915, húsfreyja á Hóli og víðar, þau eru nú búsett á Stöövar- firði. Lára Björnsdóttir. Ætt Björn er sonur Stefáns Þorsteins- sonar, útvegsbónda á Fögrueyri og í Höfðahúsum í Fáskrúðsfirði, á Nesi í Loðmundarfirði og í Sóma- staðagerði í Reyðarfirði, síðast í Reykjavík, og konu hans, Ólafar Herborgar Bjömsdóttur, húsfreyju. Þorbjörg Jónína er dóttir Einars Benediktssonar, útvegsbónda og símstöðvarstjóra á Ekru í Stöðvar- firði, síðast í Kópavogi, og seinni konu hans, Guðbjargar Erlends- dóttur, húsfreyju. Afmæli Magnús Sigurjónsson Magnús Sigurjónsson í Hvammi undir Vestur-Eyjafjöllum er áttræð- ur í dag. Starfsferill Magnús fæddist í Hvammi og ólst þar upp. Hann reri tvær vertíðir í Vestmannaeyjum og vann þar einn vetur í smiðju, var kyndari á Reykjavíkurtogurum 1937-38 ogtvo vetur í vinnu hjá setuliðinu. Magnús hóf búskap í Efri-Rot und- ir Vestur-Eyjafjöllum 1940, flutti að Hvammi 1943 og stundaði þar bú- skap til 1975 er sonur hans tók við búinu. Eftir að Magnús brá búi starfaði hann við virkjunarfram- kvæmdir við Hrauneyjafoss og í Sig- öldu. Þá stundaði hann brúarvinnu íþrjúsumur. Fjölskylda Magnús kvæntist 10.3.1939 Sigríði Jónu Jónsdóttur, f. 28.2.1917, d. 1981, húsfreyju. Hún var dóttir Jóns Gunnlaugs Jónssonar, b. í Bjöms- koti, og Ingigerðar Sigurðardóttur húsfreyju. Börn Magnúsar og Sigríðar Jónu: Einar, f. 13.6.1939, hárskeri í Reykjavík, kvæntur Sigurlínu Mar- íu Gísladóttur húsmóður og eiga þau þrjú börn; Jón Ingi, f. 21.9.1940, d. 1967, verkamaður, búsettur í Hvammi; Tryggvi Þór, f. 7.11.1941, húsasmiður í Reykjavík, var kvænt- ur Þórunni Gísladóttur en þau slitu samvistir og eiga þau fimm börn; Sigríður, f. 19.2.1943, gjaldkeri rík- isféhirðis, gift Ásgeiri Kristjánssyni húsasmið og eiga þau fjögur börn; Anna, f. 6.5.1944, tónlistarkennari á Hellu, gift Kristni Eyjólfssyni vöm- bílstjóra og eiga þau þrjú böm; Sig- urjón, f. 20.9.1945, húsasmiður á Hellu, kvæntur Guðrúnu Karlsdótt- ur, húsmóður og verslunarmanni, og eiga þau tvö börn, auk þess sem Sigurjón á stjúpdóttur; Hugi, f. 26.9. 1949, húsvörður í Reykjavík, kvænt- ur Birnu Gunnarsdóttur húsmóður og eiga þau eina dóttur. Sambýliskona Magnúsar er Guö- björg Jónína Helgadóttir, f. 10.10. 1928, dóttir Helga Jónassonar, b. í Seljalandsseli, og Guðlaugar Sig- urðardóttur húsfreyju. Systkin Magnúsar: óskírður drengur sem dó í fæðingu; Einar, f. 6.4.1919, d. 7.3.1961, vélstjóri hjá Eimskip; Tryggvi, f. 14.11.1922, d. 1942, búfræðinemi; Þuríður, f. 9.12. 1926, húsmóðir og ekkja í Reykjavík. Foreldrar Magnúsar voru Sigur- jón Magnússon, f. 23.4.1889, d. 1969, b. og smiður í Hvammi, og kona hans, Sigríður Einarsdóttir, f. 16.3. 1887, d. 1970, húsfreyja. Ætt Siguijón var sonur Magnúsar, b. í Hvammi, bróður Sigurbjargar, ömmu Sigurðar Hreiðars, útgáfu- stjóra hjá Frjálsri fjölmiðlun. Önnur systir Mágnúsar var Margrét, lang- amma Erlings, föður Samúels Am- ar íþróttafréttamanns. Magnús var sonur Sigurðar, b. í Hvammi, Sig- urðssonar, b. í Efstakoti, Sighvats- sonar. Móðir Magnúsar Sigurðsson- ar var Dýrfinna Kolbeinsdóttir. Móðir Sigurjóns var Þuríður Jóns- dóttir, b. í Indriðakoti, Jónssonar, og Arndísar, systur Ólafar, langömmu Erlends Einarssonar, fyrrv. forstjóra SÍS. Amdís var dótt- ir Þorsteins, b. á Eystri-Sólheimum í Mýrdal, bróður Finns, langafa Pét- urs Guðfinnssonar, framkvæmda- stjóra Ríkissjónvarpsins. Þorsteinn var sonur Þorsteins, smiðs á Vatns- skarðshólum, Eyjólfssonar og Kar- itasar Jónsdóttur. Móðir Arndísar var Elín Jónsdóttir, b. á Hvoli í Mýrdal, Eyjólfssonar, bróður Þor- steins á Vatnsskarðshólum. Sigríður var dóttir Einars, b. í Varmahlíð, bróður Guðrúnar, ömmu Þórðar Tómassonar í Skóg- um og Önnu, skáldkonu á Mold- núpi. Einar var sonur Tómasar b. í Varmahlíð, Sigurðssonar, stúdents þar, Vigfússonar. Móðir Einars var Sigríður Einarsdóttir, stúdents í Magnús Sigurjónsson. Skógum, Högnasonar. Móðir Sigríð- ar var Ragnhildur Sigurðardóttir. Móðir Ragnhildar var Sigríður Jónsdóttir, eldprests, Steingríms- sonar. Móðir Sigríðar í Hvammi var Þóra, systir Siggeirs, kaupmanns í Reykjavík, föður Kristjáns stór- kaupmanns, föður Hjalta Geirs for- stjóra. Þóra var dóttir Torfa, prent- ara í Reykjavík, Þorgrímssonar. Magnús tekur á móti gestum í Heimalandi laugardaginn 12.3. eftir kl 20.00. Laxakvísl 22, Reykjavík. Kristín B. Björnsdóttir, Bláhömrum 2, Reykjavík. Stefán Steindórsson, Austurhlíð, Gnúpverjahreppi. 60 ára 75 ára Rannveig Valdemarsdóttir, Torfnesi, Hlífl, ísafirði. 70ára Águst Ásgrímsson bifreiðastjóri, Barðavogi 11, Reykjavík. Eiginkonahans erGuðríöurÁsta Bjömsdóttir. Þautakaámóti gestumísalLög- reglufélags Reykjavíkurí Brautarholti 30 eftirkl. 19ídag. Tryggvi Jónsson, Kj artan Gunnarsson, Borgarbraut 10, Grundarfiröi. Þórdís Gunnarsdóttir, Fossahlíð 4, Grundarfirði. Jóna Torfhildur Þórarinsdóttir, Merkilandi 8, Selfossi. Sigríður Jónsdóttir, Keilugranda 8, Reykjavík. 50 ára Sigrún P. Sigurpúlsdóttir, Seiðakvisl 33, Reykjavik. Gréta Amgrímsdóttir, Tjarnarbraut 17, Hafnarfirði. Óli Þór Alfreðsson, Bröttugötu 20, Vestmannaeyjum. Helga Hallsdóttir, Hléskógum 6, Egilsstööum. Helgi J. Kristjánsson, HjaUalandi 27, Reykjavík. Sveinn Svavar Gústafsson, Klettavik 5, Borgarnesi. Þorbjörn Hlymn- Árnason, Kópavogsbraut 101, Kópavogi. Helgi Hallgrímsson, Selbrekku 10, Kópavogi. Guðrún Inga Bjarnadóttir, Efstasundi 15, Reykjavík, MárKristinsson. Mímisvegi ll.Dalvik. Sigvaldi K. Jónsson, Nesvegi 56, Reykjavík. Ingunn Sigurðardóttir, Heiðarholti le, Keflavik. Maria Jocelyn Bolon, Hörgsholti 27, Hafnarfirði. Guðrún Ólöf Guðmundsdóttir, Brautarholti 8, ísafirði. Kristjana H. Valgeirsdóttir, Furuvöllum 6, Egilsstöðum. Guömundur Gíslason Guðmundur Gíslason, skrifstofu- maður hjá íþróttasambandi íslands, Álandi 1, Reykjavík, er fertugur í dag. Starfsferill Guðmundur er fæddur í Reykja- vík og ólst þar upp. Hann var í Breiðagerðisskóla og síðan Réttar- holtsskóla og útskrifaðist þaðan sem gagnfræðingur 1971. Guðmund- ur var í 5. bekk á Eiðum 1976-77 og í 6. þekk í Ármúlaskólanum í Reykjavík. Hann var á íþrótta- kennaraskólanum að Laugarvatni 1978-80 og útskrifaðist þaðan sem íþróttakennari. Guðmundur var íþróttakennari við Grunnskóla Eskifjarðar 1974-76 og 1980-84. Hann var ritstjóri Skin- faxa, málgagns Ungmennafélags ís- lands, 1985-87, skrifstofumaður á •skrifstofu Framsóknarflokksins í Reykjavík 1987-90 og hefur verið skrifstofumaður hjá íþróttasam- bandi íslands frá þeim tíma. Guðmundur var formaður Ung- mennafélagsins Austra á Eskifirði 1974-76 og hefur setið í stjórn Ung- menna- og íþróttasambands Austur- lands. Hann er einn af stofnendum Málfundafélagsins T sem var stofn- Guðmundur Gíslason. að 1978 og hefur verið framkvæmda- stjóri þess frá upphafi. Fjölskylda Systir Guðmundar er Sigríður Gísladóttir, búsett að Garðaflöt 8 í Stykkishólmi. Foreldrar Guðmundar eru Gísli Gunnarsson skipstjóri og Guðrún Guðmundsdóttir húsmóðir en þau eru búsett í Álandi 1 í Reykjavík. Guðmundur tekur á móti gestum laugardaginn 12. mars í kafíiteríu íþróttasambands íslands í Laugar- dalkl. 17-19.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.