Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1994, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1994, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 12. MARS 1994 Fréttir Rannsóknarlögreglan telur debetkort draga úr ávísanafalsi: Blöð úr stolnum ávísana- heftum seld fyrir lítið fé - dæmi um að afgreiðslufólk noti tékka sem skiptimynt og þeim sé síðan breytt „Þaö hefur tíðkast að ávísanaeyðu- blöð hafa gengið kaupum og sölum óútíyllt. Yfirleitt eru nú ekki keypt heftí heldur einstök blöð og eru borg- aðar nokkur hundruð krónur fyrir,“ segir Helgi Daníelsson, yfirlögreglu- þjónn hjá Rannsóknarlögreglu ríkis- ins. Samkvæmt heimildum DV fara viðskipti sem þessi mikið fram á knæpum og öðrum stöðum þar sem fastakúnnar lögreglunnar halda sig. Árið 1992 bárust RLR rúmlega 3000 kærur vegna falsaðra tékka. Þeim fækkaði hins vegar um tæplega þriðjung árið eftir. Hafa verður í huga að aðeins hluti ávísanafalsana er kærður til RLR. Þeir sem verða fyrir þessu vita oft á tíöum að þeir sem standa í fólsunum eru engir borgunarmenn þótt til þeirra náist. Helgi segir kæruleysi í tékkavið- skiptum allt of algengt. Hann fagnar jafnframt þeirri viðleitni bankanna að reyna að spyrna við þessu með útgáfu bankakorta með mynd eða debetkorta en hins vegar verði af- greiðslufólk að mæta þessari já- kvæðu þróun bankanna með því aö gaumgæfa þau skilríki sem ætlast er til að séu notuð í tékkaviðskiptum. „Það er hægt að skrifa Guðmundur Guðmundsson undir ávísun og fram- vísa skilríkjum þar sem stendur Jón Jónsson, menn bera þetta ekkert saman. Þá eru þess dæmi að nöfn hafi verið vitlaust skrifuð. Það eru fáir svo vitlausir að þeir geti ekki skrifað nafnið sitt rétt. Það þótti til dæmis gósentíð fyrir ávísanafalsara að fá bankakortín því það veitti þeim sem tóku á móti ávísunum falskt öryggi og þeir skrifuðu niður númer án þess að aðgæta undirskrift. Þess eru jafnvel dæmi að menn hafi notað greiðslukort í fleiri mánuði án þess að skrifað hafi verið aftan á þau,“ segir Helgi. Hann segir að mál sem þessi taki oft mikinn tíma í rannsókn. Þess séu dæmi að margir komi við sögu á ein- um tékka. „Einn skrifar hann, annar selur hann, þriðji framselur hann. Svo er kannski stohð heftí og þaö dreifist til margra aðila,“ segir Helgi. Hann segir jafnframt að mikið til sé þetta sama fólkið sem standi í þessu. Svo séu margir sem staldri stutt við. Það gerist jafnvel að böm og ungling- ar stundi þetta. Annað sem ber vott um vítavert kæruleysi afgreiðslufólks er að það notar oft ávísanir viðskiptavina sem skiptimynt. „Tökum sem dæmi: Þú ferð út í sjoppu og kaupir fyrir 500 krónur. Þú borgar með 500 króna tékka en getur aht eins átt von á því að þessi tékki komi inn á reikninginn þinn eftír nokkra daga sem 50 þús- und. Sumt af þessu fólkí biður um að fá ávísanir til baka og breytir svo tölunum. Það eru brögð að því að afgreiðslufólk geri þetta,“ segir Helgi. -PP Sænsku konungshjónin áttu stutta viðdvöld hér á Keflavíkurfiugvelli I gær. Hjónin voru að koma frá Sví- þjóð á leið til Washington. Hurða- búnaður hafði bilað i vél þeirra og sáu Fiugleiðir um að gera við það sem fór úrskeiðis. Karl Gústaf og Sylvía sáu sér hins vegar ekki fært að staldra hér við og fengu aðra vél undir sig frá Bandaríkjaher og héldu leið sinni áfram tii Washington. pp/DV-mynd Herbert Guðmundsson Hermann Gunnarsson: Ég misnota ekki aðstöðumína „Mér fmnst þessi gagnrýni mjög ómakleg. Ég er búinn aö vera í ýms- um skemmtíhópum í gegnum tíðina og hef öll árin tekið atriði úr sýning- um á Hótel íslandi, Hótel Sögu, Sjah- anum og fleiri stöðum. Ég hef einnig kynnt atriði úr leikhúsunum á sama hátt. Það hefur engum fundist það athugavert. Nú gera einhverjir mál úr því að ég komi nálægt Sumargleð- inni. Mér finnst ekki að mikhr skemmtikraftar eins og Bessi Bjamason, Ómar Ragnarsson, Sigga Beinteins og fleiri eigi að hða fyrir það þó að ég kynni einhver atriði í Sumargleðinni," sagði Hermann Gunnarsson, umsjónarmaður þátt- arins Á tah hjá Hemma Gunn, í sam- tali við DV. í þætti sínum á miðvikudagskvöld kynnti Hemmi skemmtídagskrá Sumargleðinnar sem flutt er á Hótel íslandi. Hemmi er sjálfur þátttakandi í Sumargleðinni og tók þátt í gleðinni í þætti sínum. Þeir sem að henni standa eru á prósentum hjá Ólafi Laufdal og fá því tekjur í samræmi við aðsókn. Þóttí sumum sem Hemmi hefði farið yfir strikið í auglýsinga- mennsku þar sem hann ættí sjáifur beinna fjárhagslegra hagsmuna að gæta. „Ég hef verið alveg grunlaus um að þetta yrði túlkað svona og því fer víðs fjarri að þama sé eitthvert plott í gangi. Þaö hefur verið mitt mottó í fréttamennsku og dagskrárgerð að vera ekki að misnota aðstöðu mína, sama hveiju ýmsir skriffinnar hcifa haldið fram. En séu menn á þeim buxunum má sjálfsagt túlka alia þættina mína í þessum dúr. Mér þyk- ir mjög leiðinlegt ef fólk er með þenn- an hugsunarhátt. Það vih þannig til að nokkrir í Sumargleðinni eru tengdir fjölmiðlum. Eiga þeir þá að steinþegja yfir sýningunni?“ sagði Hermann. -hlh Stuttar fréttir Eldsneytisieki í þotu Eldsneytisleki kom að þotu Flugleíða á leiö frá Stokkhólmi i gær. Vélin varð að lenda i Berg- en. Um borð voru 179 farþegar, þar á meðal heilbrigðisráðherra og fleiri fuhtrúar íslands á nýaf- stöðnu Norðurlandaráðsþingi. Önnur vél var send eftir hópnum í gærkvöldi. Stöð tvö skýrði frá þessu. Ævintýraþotu dagar uppi Ævintýraþotu sem tengist New York, eyjum í Karabíska hafinu og tataraborg í Rússlandi kann aö daga uppi á Keflavíkurflug- velli. Samkvæmt RÚV hefur þot- an staðið þar biluð í mánuö. BHunaðdómsmáli Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn hugleiðir málshöföun gegn Póstí og síma vegna tíðra símabilana. Bylgjan skýrði frá þessu. Cftekinn skattur Hérðasdómur Reykjavíkur dæmdi 1 gær aö launamanni skyldi endurgreiddur skattur sem innheimtur var vegna dag- peninga. Skv. RÚV gæti dómur- inn haft fordæmisgildi. Þorsteinn Pálsson segir fráieitt fyrir Islendinga að hugleiða aðhd að Evrópusambandinu á sömu nótum og Norðmenn. Bylgjan hafði þetta eftir ráðherranum. Hjálp i frumvarpsform Ríkísstjórnin fól í dag Byggða- stofnun að kanna hvort önnur landsvæði þurfi svipaða aðstoö og Vestfiröir. Að sögn RÚV var 3 ráðherrum fahð að koma Vest- fjarðahjálpinni 1 frumvarpsform. Nýfrystigeymsla Eimskip áformar að byggja frystígeymslu við Sundahöfn sem yrði sex sinnum stærri en núver- andi frystigeymsla fyrirtækisins. RÚV greindi frá þessu. Vandi undirJökli Bæjarráö Ólafsvikur hefur beð- ið ríkisstjórnina að fela Byggða- stofnun að gera úttekt á atvínnu- málum sveitarfélaga undir Jökli sem ætla aö sameinast. Ráðið bendir á aö vandinn þar sé síst minni en á Vestfjörðum. -kaa Islenski markaðsklúbburinn, ÍMARK, veitti í gær verðlaun fyrir bestu auglýsingar ársins 1993. Veitt voru verðlaun í mörgum flokkum auglýsingagerðar. Á myndinni afhendir Páll Stefánsson, auglýsingastjóri DV, verðlaun fyrir bestu auglýsingaherferðina en þau hlutu VÍS og auglýsingastofan Gott fólk fyrir auglýsingarnar F-27. DV-mynd Brynjar Gauti / p • / EM í frjálsum íþróttum: Pétur krækti í bronsverðlaun - og varpaöi kúlunni 20,04 metra Bryndis Hólm, DV, París: „Mér leið frábærlega í úrslita- keppninni. Þetta gekk aht upp og ég vissi að ég gætí náð langt. Ég er ahur dofinn og trúi því varla að ég hafi komist á verðlaunapah," sagði Pétur Guðmundsson kúluvarpari í samtah við DV en hann vann til bronsverð- launa á Evrópumeistaramótinu í fijálsum íþróttum innahúss í gær- kvöldi. Pétur varpaði kúlunni 20,04 metra. Sigurvegarinn frá Úkraínu varpaði 20,66 metra sem er jafnlangt og Islandsmet Péturs. „Ég var allan tímann mjög afslapp- aður og það kom sér vel. Ég náði mjög góðri einbeitingu og þessi ár- angur sýnir að ég er á réttri braut,“ sagði Pétur ennfremur. Þetta er í fyrsta sinn sem íslending- ur vinnur til verðlauna á Evrópu- móti innanhúss síðan Hreinn Hah- dórsson varð Evrópumeistari í kúlu- varpi 1977. Hreinn varpaði þá 20,52 metra. Einar sat eftir „Ég skh ekki hvað gerðist, ég var ennþá að gera mig kláran á leiðinnni upp í endanlega viðbragðsstöðu þeg- ar skotið reið af. Samkvæmt alþjóða- reglum verða alhr keppendur að vera komnir upp í sömu stöðuna og þá fyrst má starta en ég var engan veginn thbúinn. Að mínu matí var þarna rangt staðið að málum og því lagði ég inn kæru,“ sagði Einar Þór Einarsson, spretthlaupari úr Ár- manni, sem féh úr keppni í undan- rásum í 60 metra hlaupinu í gær. Einar var 1 fjórða og síðasta riðli en þar var tvívegis þjófstartað. í þriðju tílraun sat Einar eftir í start- inu og virtíst ekki reiðubúinn þegar skotíð reið af og lagði því aldrei af stað í hlaupið. „Ég er svekktur yfir þessu því mér fannst ég geta náð góðu hlaupi, var mjög vel upplagður og hefði getað hnekkt íslandsmetinu mínu frá því í fyrra,“ sagöi Einar við DV eftir hlaupiö í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.