Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1994, Síða 8
8
LAUGARDAGUR 12. MARS 1994
Vísnaþáttur__________
Dofnar menning,
minnkar dáð
Enski rithöfundurinn Thomas
Fuller komst einhverju sinni svo
að orði: „Drykkjumaöur hefur op
fyrir neðan nefið sem gleypir alla
peningana hans.“ Þetta er auðskil-
ið og hlýtur að vera öllum ljóst sem
hafa einhver kynni af drykkju-
mönnum. Þegar áfengiö hefur náð
fullum tökum á þeim er það tekiö
fram yfir heimili og fjölskyldu. Það
er ekki fyrr en menn verða „þorsta-
heftir", eins og Flosi Ólafsson leik-
ari orðar það, sem þeir sjá að sér.
Flosi hefur lagt þetta til (áfengis)-
málanna:
Áminni ég alla rekka,
eftir því mun ganga frekt,
að áfengi má aðeins drekka
ef að það er nauðsynlegt.
Vegna áratuga samskipta minna
við menn sem gengið höfðu Bakk-
usi á hönd þóttist ég sjá fram á að
samþykkt bjórfrumvarpsins
myndi hafa aukinn drykkjuskap í
för með sér, og þá einkum meðal
unga fólksins. Tel ég ábyrgð þeirra
sem greiddu því atkvæði á þingi
meiri en svo að þeim verði fyrirgef-
ið. Þeim verður vart frýjað vits og
ætti því að hafa verið ljóst hve illt
verk þeir unnu. Sveinn Berg-
sveinsson, prófessor í Berlín (f. 1907
- d. 1988), lýsir viðhorfi sínu þann-
ig:
Svartidauði er ekki lengur ís-
lands mesta böl,
ölið nýja er stærsta þjóðarnauð-
in.
Svartidauði er sterkari en áfeng-
asta öl,
en öhð það er hættulegra en
Dauðinn.
En skilningsleysi valdamanna er
engin ný bóla. Fyrir tæpum sextíu
árum reyndi Sveinborg K. Ár-
mannsdóttir, húsfreyja í Reykja-
vík, þá komin á efri ár, að forða
ættingja sínum frá áfengisbölinu
en án árangurs. Hún gafst upp á
að leita aðstoðar stjórnvalda sem
höfðu htinn sem engan skilning á
málinu. Hún birti þá vísur þessar
í Morgunblaöinu sem bera með sér
hvem hug hún bar til áfengismála
og stjórnvalda:
Dofnar menning, minnkar dáð,
magnast særðra kveinin,
stórmál landsins strákskap háð,
stækka þjóðarmeinin.
Þjóönýtt vín er vemdað í
virkum ráðaklasa,
til að hafa hendur í
heimskingjanna vasa.
Það er hart, sem þó er skeð,
þrælslund slíka að finna,
að menn voga aö versla með
vanmátt bræðra sinna.
Öllum löstum ýta á stjá,
andstyggð flesta kanna,
þeir sem lengst af lifa á
lægstu hvötum manna.
Ásgeir Jónsson jámsmiöur lýsir
því einkar vel hve óviðráðanlegur
áfengisþorstinn getur verið:
Að drekka vín það var mér tamt,
víða lenti í ströngu.
Eg hef drukkiö upp minn skammt
allan fyrir löngu.
Víns er þorstinn voða sterkur,
verður hann mér brátt um megn.
Allar heimsins eyðimerkur
aldrei þráöu meira regn.
Rósberg G. Snædal var vel ljóst
hveijar afleiöingar drykkjunnar
gætu verið:
Það varðar oft miklu að geöið sé
glatt,
að gleðjast er þrá alls er lifir.
En áfengisdrykkja, það segi ég
satt,
er síst til að gleðja sig yfir.
Baldvin Jónatansson skáldi -
Bakkusarvísur:
Gleymdi ég löngum guði og tíö
gjálífis í straumi.
Hraeðilegt með hugarstríð
hrökk svo upp af draumi.
Bakkus, þú ert bölvað tál,
böh þungu veldur.
Drykkjumannsins særir sál
samviskunnar eldur.
Oft þú skerðir æru manns,
eyðir drottins boði,
ert í höndum heimskingjans
hræðilegur voði.
Það er áreiðanlega mikið til í því
sem haft er eftir ítalska byltingar-
foringjanum Guiseppe Garibaldi:
„Bakkus hefur drekkt fleirum en
Neptúnus.“
Bjarni Jónsson frá Gröf:
Alkóhóls við áningar
aukast taugaspennur.
Það verða miklar þjáningar
þegar af mér rennur.
Sigurður ívarsson skáld:
Ég vaknaði í morgun viður
eitt voðalegt timburbrak.
í dag hef ég drukkið mig niður,
í dag er ég fyrirtak.
Vísnaþáttur
Torfi Jónsson
Páh H. Jónsson frá Mýri í Bárðar-
dal, skáld og kennari á Laugum í
Reykjadal:
Næsta dag er dásamleg
dagssól þjóðir vekur,
tregaþrunginn táraveg
timburvagninn ekur.
En rétt er að benda þeim sem
ekki eru „þorstaheftir“ á óbrigðult
ráð til að svala þorstanum. Veit því
miður ekki hver er höfundur stök-
unnar:
Ef að þorstinn drepur dáð
og drafar í skrældum munni
þá er sannreynt þrautaráð
að þamba úr Gvendarbrunni.
í íslensku tímariti sem gefið var
út í Ameríku 1915 var til gamans
getið þessa: „í samsæti kvenna á
Islandi ekki alls fyrir löngu var
verið að syngja, eins og títt er við
slík tækifæri, hið alkunna kvæði
Jónasar Hallgrímssonar: „Hvaö er
svo glatt". Vakti þá ein konan máls
á því að nauðsyn bæri til að víkja
við vísunni: „Látum því vinir vínið
andann hressa." Og lagði th að eft-
irfarandi stæling yrði framvegis
sungin þar til allt vín væri úr landi
rekið:
Látum því vinir vatnið andann
hressa
og vínsins erfi köUum þennan
dag,
og gesti vora biðjum Freyju að
blessa
og blanda te og kafii þeim í hag.
Því meðan Lofnar gullnu tárin
glóa
og glaðar meyjar kunna laumu-
spU,
þá er það víst að brönugrösin
gróa
þótt gamli Bakkus fari skollans
til.
Svona kváðu þær og sungu í þá
daga. - Ég get, ekki stUlt mig um
að hnýta hér aftan við ensku mál-
tæki sem hljóðar svo: „Þúsundir
drekka sig í hel á móti hveijum
einum sem deyr úr þorsta.“.
Torfi Jónsson
Matgæöingur vikunnar
Pitsumuffins, laxa-
toppar og raekjusalat
„Ég hef búið tU pitsumuffins í
öllum fermingum, stúdentaveisl-
um og afmælum og þær eru alltaf
jafn vinsælar, jafnt hjá bömum
sem fullorðnum. Einnig hef ég búið
tU pitsurnar og fryst þær síðan og
tekið út til að eiga eitthvað með
kaffinu. Venjan er samt sú að mað-
ur hggur í þessu sjálfur,“ segir
Áslaug Björnsdóttir, húsmóðir og
matgæðingur vikunnar, sem gefur
okkur uppskriftir að partíréttum.
„Þaö eru fermingar framundan og
þá er gott að geta gripið í svona
uppskriftir," segir Áslaug sem fann
pitsuuppskriftina í amerísku tíma-
riti fyrir mörgum árum.
Pitsumuffins
- 180 stykki
2 kg smjördeig (hægt að panta til-
búið og útflatt hjá bakaranum)
1 kg sveppir, ferskir eða niðursoðn-
ir
3 pk. beikon
3 laukar
pitsukrydd eftir smekk
8-900 g ostur
2 egg
• 1 dós sýrður rjómi
Þegar deigiö hefur verið flatt út
eru búnar til hringlaga kökur sem
mótaðar em eftir t.d. hvítvínsglasi.
Kökurnar em síðan settar í muff-
insform en Áslaug hefur notað
mufiinsform fyrir 12 kökur sem
fékkst í Húsasmiðjunni, jafnvel
víðar. Passa á að deigið nái vel upp
á barmana. Áslaug telur að hægt
sé að nota pappamufiins en sjálf
hefur hún ekki prófaö það. Fylling-
in er öll sett saman í skál, sveppim-
ir skornir smátt, beikonið steikt
þangað th það verður stökkt og
skorið í litla bita. Þá er laukurinn
Áslaug Björnsdóttir, matgæðingur
vikunnar. DV-mynd ÞÖK
saxaður smátt. Þegar fylhngunni
hefur verið blandað saman ásamt
rifnum ostinum er hún sett með
teskeið ofan á hverja köku. Þá er
eggjunum og sýrða ijómanum
hrært saman og kryddað vel með
pitsukryddi. Loks er sett ein til
tvær teskeiðar af hrærunni ofan á
hverja pitsu en ekki má setja of
mikið.
Þá eru pitsurnar bakaðar í 15-20
mínútur í miðjum ofni. Þær lyfta
sér vel í ofninum en detta síðan
niður þegar þær kólna. Áslaug set-
ur þijú form í ofninn í einu, 36 pits-
ur, og þannig gengur baksturinn
hratt og vel fyrir sig. „Það er líka
hægt að minnka uppskriftina og
setja deigið í bökuform. Pitsubakan
er sérstaklega góð.“
Laxatoppar
150 g reyktur lax
100 g ijómaostur
2'A msk. pistasíu-hnetur
pipar
sítrónusafi
rjómi
„Þetta er einfóld og þægileg upp-
skrift og mjög góð. Laxinum og
rjómaostinum er hrært saman í
matvinnsluvél þannig að úr verði
mauk. Hneturnar eru saxaðar
smátt og bætt út í ásamt pipamum
og sítrónusafanum. Loks er þetta
þynnt með rjóma en þó ekki þann-
ig að maukið verði of þunnt.
Maukið er síðan sett í rjóma-
sprautu og toppum sprautað ofan
á saltkex. Best er að gera það stuttu
áður en lagt er á borð annars vih
kexið blotna, t.d. ef það er gert deg-
inum áður.“
Vatnið er látiö renna af rækjun-
um, agúrkan er skorin langsum og
kjarninn tekinn burtu. Þá er hún
flysjuö og skorin í htla teninga og
einnig osturinn og allt hrært sam-
an og kryddað. Að lokum er smá-
vegis þeyttum rjóma bætt út í til
að gera salatið mýkra. Gott er að
gera þetta kvöldinu áður því þá fær
salatið að brjóta sig eins og það er
kallað. Rækjusalatið er boriö fram
með ítölsku snittubrauði sem fæst
í bakaríinu í Hagkaupi.
Áslaug ætlar að skora á vinkonu
sína Sólveigu Hákonardóttur að
vera næsti matgæðingur. Sólveig
er á föram th Stokkhólms þar sem
hún mun starfa á ferðaskrifstofu.
„Hún er ansi glúrinn kokkur,“ seg-
ir Áslaug.
Rækjusalat
500 g rækjur
1 dós léttmajónes
'á agúrka
3-400 g ostur
hvítlauks- og persiljukrydd
þeyttur rjómi
Hinhliöin
Lifrarbollurnar henn-
ar ömmu bestar
- segir Einar Öm Stefánsson, kosningastjóri R-listans
Einar Örn Stefánsson hefur verið
ráöinn kosningastjóri Reykjavík-
urhstans og mun því leiða minni-
hlutann í væntanlegri kosninga-
baráttu. Einar Örn hefur áður
gegnt starfi fréttamanns á Ríkisút-
varpinu auk þess sem hann er
framkvæmdastjóri hjá Helst. Þaö
er Einar Örn sem sýnir hina hlið-
ina að þessu sinni:
Fullt nafn: Einar Öm Stefánsson.
Fæðingardagur og ár: 24. júlí 1949.
Maki: Ásta R. Jóhannesdóttir.
Börn: Ragna Björt, 21 árs, og Ingvi
Snær, 18 ára.
Bifreið: Nissan Sunny, árgerö 1992.
Starf: Framkvæmdastjóri Helst og
kosningastjóri Reykjavíkurhstans.
Laun: Misjöfn.
Áhugamál: Betri borg, tónhst,
kvikmyndir, leikhst, bókmenntir
(einkum íslenskar skáldsögur og
sagnfræði), ferðalög til sérstæðra
og fjarlægra landa.
Hvað hefur þú fengið margar réttar
tölur í lottóinu? Spila ekki í því.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Að hafa mikið að gera og
vera innan um skemmtilegt fólk.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Að svara svona spumingum.
Uppáhaldsmatur: Hangikjöt og lifr-
arbohur að hætti ömmu.
Uppáhaldsdrykkur: Bjór eða rauð-
vín eftir atvikum.
Hvaða iþróttamaður finnst þér
standa fremstur í dag? Araór
Guðjohnsen.
Einar Örn Stefánsson.
Uppáhaldstímarit: Tímarit Máls og
menningar.
Hver er fallegasta kona sem þú
hefur séð fyrir utan maka? Kona
sem ég sá eitt sinn thsýndar á veit-
ingahúsi í Finnlandi. Ég veit því
miður ekki hvað hún heitir.
Ertu hlynntur eða andvígur ríkis-
stjórninni? Andvígur.
Hvaða persónu langar þig mest að
hitta? Persónudýrkun er ekki mín
sterkasta hlið.
Uppáhaldsleikari: Ingvar E. Sig-
urðsson.
Uppáhaldsleikkona: Kristbjörg
Kjeld. Frábær leikur hennar í Alhr
synir mínir og Strætinu er ógleym-
anlegur.
Uppáhaldssöngvari: Tina Tumer.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Móri.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Góðir
breskir sakamálaþættir og enska
knattspyrnan.
Uppáhaldsmatsölustaður: Homið.
Ertu hlynntur eða andvígur veru
varnarliðsins hér á landi? Andvíg-
ur.
Hver útvarpsrásanna finst þér
best? Ég hlusta of lítið á útvarp th
að geta dæmt um það.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Illugi
Jökulsson.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Sjónvarpið en ég á ekki
myndlykil.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ólöf
Rún Skúladóttir. \
Uppáhaldsskemmtistaður: Leik-
húskjallarinn var nú alltaf nokkuð
góður...
Uppáhaldsfélag i íþróttum? ÍBV.
Stefnir þú að einhverju sérstöku í
framtíðinni Já, t.d. að sjá nýjan og
glaðbeittan meirihluta í borgstjórn
í náinni framtíð.
Hvað gerðir þú í sumarfríinu?
Þekki ekki hugtakið „sumarfrí". í
haust fórum viö hjónin með sextíu
manna hóp kringum hnöttinn í
staö þess aö fara í sumarfrí eins
og almennilegt fólk. Hver veit
nema ferða- og fararstjómarbakt-
erían leiði th frekari langferða
næsta haust?