Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1994, Page 9
LAUGARDAGUR 12. MARS 1994
9
Fordkeppnin:
Beðið eftir úrslitum
Myndir þær sem bárust í Ford-
keppnina eru nú hjá Eileen Ford í
New York og mun hún á næstu dög-
um taka ákvörðun um hvaða stúlkur
keppa til úrslita. Alls bárust myndir
frá liðlega eitt hundrað stúlkum í
keppnina. Búast má við aö Eileen
Ford velji tíu til tólf stúlkur í úrslit.
Þegar úrslitin verða ljós verður
strax haft samband við þær stúlkur
og munu þær verða kynntar með
viðtölum og myndum í helgarblaði
DV. Vonandi verður hægt að birta
úrslitin um næstu helgi.
Stúlkurnar, sem komast í úrsht, fá
ráðgjöf hjá Jónu Lárusdóttur í Módel
79 fyrir myndatökur en þær myndir
munu skera úr um hvaða stúlka fær
að fara til New York eða Parísar í
inntökupróf fyrir Supermodel of the
World-keppnina. Sú keppni fer fram
í sumar en aðeins súperfyrirsætur
fá aö vera með í henni. Það verður
því virkilega spennandi að fylgjast
með íslensku stúlkunni þegar hún
fer utan í svokallað próf fyrir keppn-
ina. Inntökuprófið felst í myndatök-
um hjá frægum tískuljósmyndara en
myndir þær sem hann tekur skera
úr um hvort stúlkan fær þátttöku-
rétt í Supermodel-keppninni.
-ELA
Skattframtal einstaklinga
með sjálfstæðan atvinnurekstur
Skilafrestur rennur út
þann 15. mars
Síðasti skiladagur skattframtals einstaklinga sem höfðu með
höndum sjálfstæðan atvinnurekstur á árinu 1993 er 15. mars.
Skattframtalinu á að skila til skattstjóra í viðkomandi umdæmi.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
Eitt a( frægustu módelum hjá Ford Models i New York, Ashley.
Volkswagen Venlo GL
Glæsileiki og fegurð einkenna Volkswagen Vento yst sem innst.
Þokkafullt útlit, kraftur, mikið rými og hagstætt verð sameinast í
þessum gæsilega bíl.
ibmmbiiwihi hekla Volkswagen
Laugavegi 170 -174 • Sími 69 55 00 Oruggur á alla vegu!
StaÖalbúnaður í Volkswagen Vento GL: • Öflug 1.8 lítra vél
• Rammgert öryggisbúr • Aflstýri • Veltistýri • Samlæsingar á
hurðum • Mjög vönduð „velour"-innrétting° Fjölstilling á öku-
mannssæti • Rafstýrðir speglar • Stillanlegir höfuðpúðar á aftur-
sætum • Samlitir stuðarar og speglar • Niðurfellanlegt aftursæti
(60/40) • 14 tommu felgur • 450 lítra farangursrými.
kr. á götuna
Volkswagen Vento GL. Aukabúnaöur á mynd: Álfelgur og vindskeið.
Glæsileiki í sinni tærustu mynd!
| té