Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1994, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1994, Page 10
10 LAUGARDAGUR 12. MARS 1994 „Ég fæ heimþrá í sérstöku veðri, í rigningarúða. En sem betur fer er ég búin aö búa erlendis svo lengi að þetta er orðið sársaukalaust. Ef ég ætti nóga peninga myndi ég kaupa mér lítið sveitabýli í nágrenni Reykjavíkur og vera hér á hverju einasta sumri.“ Þetta segir Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari sem nú er stödd hér á landi og heldur hér tvenna tónleika. Hinir fyrri eru afstaðnir þegar þetta er skrifað en hinir síðari veröa á Kjarvalsstöðum næstkomandi þriðjudagskvöld klukkan 20. Áshildur er búsett í París. Hún seg- ist reyna að koma heim tvisvar til þrisvar á ári, heimsækja fjölskyldu sína og halda þá tónleika í leiðinni. Og nú er hún komin, búin að verða sér úti um rammíslenska kvefpest en er þó hress og glaðleg. Hún segist ekki vera mikið fyrir blaðaviðtöl því að hún hafi svo lítið að segja. Annaö kemur á daginn þegar farið er að spjalla um heima og geima. Meiri möguleikar úti „Það er útilokað að vinna við það að spila fyrir 250 þúsund manns,“ segir Áshildur, aðspurð um ástæðu þess að hún skuli hafa sest að úti í Frakklandi. „Það er hægt að hafa ofan af fyrir sér með því að kenna eða að vera í Sinfóníuhljómsveit ís- lands en ekki með tónleikahaldi ein- göngu. Ef maður spilar oftar en einu sinni, tvisvar á ári hér heima þá veröa allir hundleiöir á manni. Þetta er svo fámennur hópur sem sækir tónleika. Ég vil helst halda tónleika fjórum sinnum í mánuði en til þess að það sé mögulegt þarf stærri áheyr- endahóp. Það má ímynda sér hvernig fólk hér væri farið að hugsa til mín ef ég spilaði hér nokkrum sinnum í mánuði, þar af einleikstónleika einu sinni í mánuði. Svo er ísland dálítið erfitt ef maður vili spila í fleiri en einu landi, það er svo dýrt að fljúga." - Hefurðu sett þér eitthvert tak- mark? „Mig langar að láta reyna á hversu langt ég kemst. Ég reyni að gera mitt besta en lít ekki á dæmið eins og einhver bisnessmaður sem ætlar að auka söluna um þrjú prósent á ári. Ég segi ekki að ég stefni á það árið 2000 að standa í Carnegie Hall. Slíkt skiptir mig ekki máli heldur hitt að fást viö spennandi hluti sem ég geri vel. Auðvitað er mjög gaman að spúa með frábærri hljómsveit með frá- bærum stjórnanda í fallegum sal sem hljómar mjög vel og fólkið sem er að hlusta langar til að vera þama og er spennt. Víst er þetta skemmtilegra heldur en að spila fyrir fjórar hræöur í félagsheimili úti á landi sem koma af vorkunnsemi til að ég sé ekki al- veg ein í salnum. Ég held að allir ís- lenskir tónlistarmenn hafi upplifað shkt. Ég hef gert nokkuð að því að fara í tónleikaferðir út á land þar sem ég vil leggja mitt af mörkum til að byggja upp menningarstarfsemi þar.“ Bestu viðtökurnar í Svíþjóð Áshildur lauk námi frá franska konservatoríinu í París í desember 1992. Þá hafði hún lært tónlist í 21 ár, bæði hér heima og erlendis. „Það kom af sjálfu sér í framhaldi af því að ég ákvað að setjast að í París. Að hefur vafalaust orðið mér til fram- dráttar á Norðurlöndunum. Svo er ég komin í tengsl við ýmsa stjórnend- ur og hef leikið með ýmsum hljóm- sveitum. Allt hjálpar þetta til.“ Áshildur segir að flautuleikarar hafi minna svigrúm en ýmsir aðrir tónlistarmenn, svo sem pianóleikar- ar, því miklu minna hafi verið samið i gegnum tíðina fyrir flautu heldur en til að mynda píanó. „Ég hef þó aldrei séð eftir því að hafa valið flaut- una,“ segir hún svo og bætir við eftir andartaksumhugsun: „Nei, aldrei. það er eins og tónn þessa hljóðfæris nái endalaust að heilla mig upp úr skónum." Þegar hún er spurð hvort hún eyði miklum tíma í að „markaðssetja sig“ segir hún að það sé fremur „leiðinda- rnaus" en barátta að komast áfram í tónlistarheiminum. „Ef ég væri eins dugleg og ég ætti að vera þá þyrfti ég að taka mér ákveðinn tíma í hverri viku til hringinga og bréfaskrifta. En um leið myndi mér finnast ég vera að eyða æfingatímanum mínum í annað. Málar í frístundum Þegar Áshildur er spurð hvað hún geri fleira úti í Frakklandi en að spila segist hún vera gift. „Hann kemur ekkert nálægt tónlist," bætir hún svo við og þar með er það útrætt. Hún segist ekki eiga nein böm „ennþá" þannig að hún noti frístundirnar til að mála eða reyni að komast út úr borginni. „Eg mála aðallega fantasíumyndir. Þetta kemur í skorpum hjá mér. Stundum snerti ég ekki pensilinn í nokkur ár en tek svo mikla töm. Það er svolítið hættulegt að þegar ég er að mála þá langar mig ekkert til að æfa mig á flautuna. Þetta nær svona sterkum tökum á mér stundum. Ætli ég endi ekki bara mína ævi sem af- kastamikill „naivisti" á elliheimili. -JSS Áshildur á æfingu með Sinfóníuhljómsveitinni í Háskólabíói. námi loknu hef ég haldið mínu striki, spilaö þar sem ég hef verið beðin um að spila. Það hefur ýmist verið sem einleikari með hljómsveit eða með píanói. Ég hef einnig verið að kenna." Hún hefur veriö á ferð og flugi og spilað víða í Evrópu, til dæmis á Norðurlöndunum og í Englandi og Þýskalandi. Raunar er hún með umboðsmann í Englandi sem sér m.a. um að skipuleggja tónleika fyrir hana þar með vissu millibili. Hún hefur einnig farið í tónleikaferðir alla leið til Mexíkó og svo til Japans nú í ágúst. Hún hefur komið fram í fjölmörgum útvarps- og sjónvarps- stöðvum í Evrópu og spilar nú m.a. reglulega í BBC. Hún segist verða mjög vör við að áheyrendur séu niismunandi eftir löndum. Þjóðverjar séu til dæmis míög glöggir áheyrendur með sjálfs- traustið í lagi. „Bestu viðtökurnar sem ég hef fengið voru í Svíþjóð. íslendingar eru einnig afskaplega þægilegir áheyr- endur. Ég sé kannski í salnum 30 frænkur, frændur og gamla vini og allir vilja mér rosalega vel. Ég finn að tónleikagestir hér standa mjög vel með mér. Þá langar til að ég spih vel og það er mjög gaman. Ég rekst oft á íslendinga á tónleika- ferðum minum erlendis. Þeir koma oft á tónleika hjá mér og standa vel með mér. Ég er mjög þakklát fyrir hve íslendingar eru ánægðir með tónlistarfólkið sitt og gera margt fyr- ir það. Ég get nefnt að íslensk fyrir- tæki hafa styrkt mig til að kaupa nýtt hljóðfæri. Slíkt er ekkert sjálf- sagður hlutur." Tekur þátt af nauðsyn Aðspurð hvað hafi einkum oröið til að koma henni í hóp eftirsóttra flautuleikara í Evrópu segir hún að það vegi þungt að taka oft þátt í tón- listarkeppni. Þess má geta að hún hefur fengið fjölda verðlauna og við- urkenninga með þátttöku sinni í slíkri keppni sem of langt yrði upp að telja hér. Sjálf vill hún ekki gera mikið úr þeirri hlið málsins en segist taka þátt af nauðsyn. „Mér finnst alveg hræðilega leiðin- legt og erfitt að spila í keppni. Ég verð mjög óstyrk og mér finnst ég oft spila illa. Ég nýt þess hins vegar yfirleitt að spila á tónleikum þannig að það er greinilega á móti eðli mínu að taka þátt í keppni. Þetta eru mik- ið til sömu flautuleikaramir sem fara á millirÉÉrhefdátið mig hafa það að taka þátt í þeim stærri öðru hveiju til að minna á mig. Ég var fulltrúi í Tvíæringi ungra, norrænna einleikara árið 1988 og það „Eg vil helst halda tónleika fjórum sinnum í mánuði en til þess þarf stærri áheyrendahóp." DV-myndirGVA Ég fæ heimþrá í rigningarúða - segir Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari sem er hér í tónleikaheimsókn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.