Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1994, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1994, Page 12
12 LAUGARDAGUR 12. MARS 1994 Erlend bóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Thomas Keneally: Schindler's List. 2. George Eliot: Middlemarch. 3. John Grisham: The Relican Brief. 4. Elizabeth George: Missing Joseph. 5. Joanna Trollope: The Rector's Wife. 6. Joan Brady: Theory of War. 7. Robert James Waller: The Bridges of Madison County. 8. Colin Forbes: By Stealth. 9. Edith Wharton; The Age of Innocence. 10. Kazuo Ishiguro: s The Remains of the Ðay. Rit almenns eðlis: 1. Jung Chang: Wild Swans. 2. Brian Keenan: An Evil Cradling. 3. Nick Hornby: Fever Pitch. 4. Gerry Conlon: Proved Innocent. 5. Duncan Campbell: The Underworld. 6. James Herriot: Every Líving Thing. 7. David Yallop: To the Ends of the Earth. 8. Stephen Fry: Paperweíght. 9. Nancy Friday: Women on Top. 10. Stephen Briggs: The Streets of Ankh-Morpork. (Byggt á The Sunday Tlmes) Danmörk Skáldsögur: 1. Peter Hoeg: Froken Smitlas fornemmelse for sne. 2. Mary Wesley: En tvivlsom affære. 3. James Ellroy; Sorte Dahlia. 4. Robert Goddard: Fra billede til billede. 5. Laura Esquivel: Hjerter i chili. 6. Peter Hoeg: Forestilling om det 20. árhundrede. 7 Peter Hoeg: Fortællinger om natten. (Byggt á Politiken Sondag) Af morðum og hryðjuverkum Robert Ludlum og Stephen King eru mjög ólíkir höfundar; eiga það eitt sameiginlegt að sérhver ný spennusaga frá þeirra hendi fer sjálf- krafa á metsölulista víða um heim. Það á við um þessar tvær sögur sem eru nýkomnar út í pappírskiljum. Ludlum er bandarískur höfundur, fæddur árið 1927. Hann hefur samið hátt í tuttugu spennusögur síðan sú fyrsta, The Scarlatti Inheritance, birtist árið 1971. Hann er á hefðbundnum slóðum í The Scorpio Illusion. Helsta við- fangsefni hans hefur ávallt verið hryðjuverkamenn og barátta vest- rænna stjórnvalda gegn þeim. Svo er einnig nú. Að þessu sinni er kona í hlutverki hryðjuverkamannsins. Hún gengur undir ýmsum nöfnum en heitir Amaya Bajaratt. Hún er Baski sem mátti á unga aldri horfa á spænska hermenn drepa foreldra sína og önn- ur ættmenni í basknesku ijallaþorpi. Hún sór að hefna sín og hlaut þjálfun og reynslu í hryðjuverkum á vegum Palestínumanna. Nú stefnir hún að hryðjuverki allra tíma, það er morð- um á fjórum helstu þjóðarleiðtogum Vesturlanda. Vestrænar leyniþjónustur senda gamalreyndan kappa, Hawthorne að nafni, til að flnna Bajaratt og koma í veg fyrir áform hennar. Sá eltingar- leikur berst víða um lendur og er hinn æsilegasti þótt auðvitað sé aldr- ei óvissa um endalokin. Morð á smáeyju Stephen King er einnig bandarísk- ur höfundur. Hann er mun yngri en Ludlum, fæddur árið 1941 og kunn- UIDLUM astur fyrir hryllingssögur þar sem yfirnáttúrlegir atburðir eru nánast jafn algengir og morgunkafflð. Þessi saga fjallar um hversdags- legri hluti; sum sé morð i fámennu Umsjón: Elías Snæland Jónsson byggðarlagi á lítilh eyju sem nefnist Little Tall. Sagan er frásögn mið- aldra konu sem heitir Dolores Clai- borne. Hún er í upphafi bókarinnar til yfirheyrslu hjá lögregluyfirvöld- um, grunuð um að hafa myrt ríka, sjúka konu sem hún starfaði hjá og annaðist árum saman. Þegar Dolores Claiborne fer á ann- að borð að segja frá lífi sínu og sam- skiptum við annað fólk á eyjunni #1 BESTSELLER! BKAND NLW IOKFSVOKU »Y : ,«n:i'HKN kino—i;x<'.u!sivt: io ons epition kemur fljótlega að því sem lögreglan hefur ekki minni áhuga á en andláti gömlu konunnar, sum sé hvernig eiginmaður hinnar handteknu lét líf- ið fyrir þijátíu árum eða svo. Dauða hans bar að höndum á sama tíma og sólmyrkvi gekk yfir og var aldrei fyllilega skýrður. Raunasagan sem Dolores rekur hér skilmerkilega er óhugnanleg frásögn af oíbeldi og hatri sem leiddi til manndrápa. Þessar tvær spennusögur eru vel gerðar og æsilegar aflestrar, enda samdar af fagmönnum í greininni. THE SCORPIO ILLUSION. Höfundur: Robert Ludlum. Bantam Books, 1993. DOLORES CLAIBORNE. Höfundur: Stephen King. Signet, 1993. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. John Grisham: The Client. 2. Thomas Keneally: Schindler's List. 3. Julie Garwood: Saving Grace. 4. Dean Koontz: Winter Moon. 5. LaVyrie Spencer; November of the Heart. 6. Kevin J. Anderson: Jedí Search. 7. Lilían Jackson Braun. The Cat Who Went into the Closet. 8. V.C. Andrews: Ruby. 9. Steve Martini: Prime Witness. 10. John Sandford: Winter Prey. 11. Terry Brooks: TheTaiismans of Shannara. 12. Richard North Patterson: Degree of Guilt. 13. Fern Michaels: Texas Sunrise. 14. John Grisham: The Pelican Brief. 15. Harold Coyle: The Ten Thousand. Rit almenns eðlis: 1. Thomas Moore: Care of the Soul. 2. M. Scott Peck; The Road Less Travelled. 3. Maya Angelou: I Know why the Caged Bird Sings. 4. Joan W. Anderson: Where Angels Walk. 5. Rush Límbaugh; The Way Things Ought to Be. 6. Peter Mayle: A Year in Provence. 7. Gait Sheehy: The Silent Passage. 8. Benjamin Hoff: The Tao of Pooh. 9. H.G. Moore & J. L. Galloway: We Were Soldiers Once.. .and Young. 10. Benjamin Hoff: The Te of Pigtet. 11. Deborah Tannen: You Just Don't Understand. 12. Nellie Bly: Oprah! 13. Ann Rule: Everything She ever Wanted. 14. Peter Mayle: Toujours Provence. 15. Martin L. Gross: A Call for Revolution. (Byggt á New York Times Book Reuiew) Vísindi Tónlistarmenn beita vinstra heilahvelinu Píanóleikur frá unga aldri getur haft mikil áhrif á formgerð heilans. Nýhúðá steikar- pönnuna Bandarískir vísindamenn hafa nú uppgötvað eins konar frænda teflonsins, efiúsins sem m.a, er sett á steikarpönnur til aö matur- inn festist ekki við þær. Nýja efn- ið stendur hinu mun framar þar sem ekki þarf nema um eitt hundraö gráða hita á Celsíus til að festa það við pönnurnar og aðra hluti sem húða á. Nýja húöunarefniö er eins og sápa, aö sögn vísindamanna, og blandast vatni en þegar búið er að mála það á og hita myndar það húð. Bandaríska fyrirtækið 3M hefur keypt framleiðsluréttinn. Hálshnykkur hjáungling- unum Þungarokkið, sem nýtur mik- illa vinsæida meðal unglinganna, getur orðið þess valdandi að þeír fái hálshnykk, eins og algengt er eftir aftanákeyrslur. . Jú, þungarokksaðdáendur leggja það nefnilega í vana sinn að hrista hausinn fram og aftur í takt við hraða tóniistina og get- ur það strekkt einum um of á vöðvum og liðböndum i hálsi. Bandarískur taugalæknir rannsakaði fyrirbrigðiö í hópi unghnga sem aUir höföu sótt sömu veisiuna. Sumir hötðu dansað og hrist höfuðið en aðrir höfðu látið sér nægja aö hlusta. I ljós kom að dansaramir kvört- uðu mun meira um verki í hálsi. Tónlistarhæfileikar hafa löngum veriö tengdir hægra hveh heilans, þeirri hhð sem alla jafna sér um hluti eins og tilfinningar og tjáningu án orða. En sannleikurinn er sá að tón- listarskynjun hins laglausa íjölda skiptist á milli heilahvelanna. Hægra heilahvehð ber t.d. kennsl á laglínuna og tónmyndun. Vinstra heilahvelið, þar sem málstöðvar er m.a. a finna, sér um þá hlið tónlistar- innar sem krefst meiri greiningar, svo sem takt. Þessi verkaskipting virðist þó hverfa hjá mjög þjálfuðum tónlistarmönnum. Rannsóknir á heilabylgjum hafa sýnt að þegar tón- listarmenn leika eða hiusta á tónlist hafa þeir tilhneigingu til að nota nær eingöngu vinstra heilahvelið. Þýskir taugasérfræðingar geröu nýlega rannsókn sem sýnir fram á að þessi mismunur endurspeglist í formgerð heila tónlistarmannsins, formgerð sem ekki aðeins verður fyrir áhrifum frá genum tónlistar- mannsins heldur einnig frá þjálfun hans. Gottfried Schlaug, Helmuth Stein- metz og starfsbræður þeirra við há- skólann í Dusseldorf báru saman segulómunarmyndir af 27 rétthent- um píanó- eða strengjahljóðfæraleik- urum af karlkyni sem fengu klass- ískt tónhstarupþeldi við sams konar myndir af jafnmörgum rétthentum karlmönnum sem ekki eru tónlistar- menn. Þeir komust að því að gagn- augablaðið, sá hluti heilans sem tengist hljóðúrvinnslu, var stærra í vinstra heilahvelinu og minna í því hægra en hjá þeim sem ekki eru tón- listarmenn. Tónhstarmennirnir reyndust einnig vera með þykkara safn taugaþráða milh heilahvelanna. Munurinn var einkum áberandi meðal tónlistarmanna sem höfðu byrjaö tónlistarnám sitt fyrir sjö ára aldur. Schlaug segir að tónhstamám á unga aldri viröist setja svipmót sitt á heilann, styrkja taugafrumusam- bönd og mynda ef til vill ný. Áhrif þjálfunarinnar vora mest áberandi í heilahvelatengslunum, tíu sentí- metra löngu heilaþráðabúnti sem tengir sambærilegar formgerðir í heilahvelunum. Schlaug komst að því að heilahvelatengslin voru tíu til fimmtán prósent þykkari í þeim tón- listarmönnum sem hófu nám fyrir sjö ára aldur en í þeim sem ekki voru tónlistarmenn eða hófu nám síðar. Svo virðist sem sterklegri heila- hvelatengsl stuðli að hraðari sam- skiptum milli heilahvelanna og stærra gagnaugablað í vinstra heila- hveh kann að auka á tónlistargetu manna almennt. Schlaug telur ekki að það séu eingöngu hæfileikar held- ur afrakstur þrotlausra æfinga viö píanóið á unga aidri. „Ég á ekki börn,“ segir hann. „En þegar ég eign- ast þau eiga þau að leika á píanó og byrja mjög ung.“ Nikótín dregur úrþunglyndi Bandarískur geðlæknir, Alex- ander Glassman við Columbia- háskólann í New York, segir að nikótín geti unnið gegn þung- lyndi meðal geðsjúkra og að það komi að gagni í baráttunni gegn svefnleysi, þreytu og sjálfsmorðs- þönkum. Hann hefur komist að því að fólk sem hefur þjáðst af aivarlegu þunglyndi eígi erfiðara með að hætta að reykja en hinir. Og tak- ist þeim það aukist líkurnar á aö sjúkdómurinn taki sig upp að nýju. Glassman ráðleggui því að gefa þeim sjúklingum þunglyndislyf sem vilja hætta að reykja. Von fyrir lamaða Nýjar uppgötvanir breskra vís- indamaima gefa milljónum lam- aðra von um að þeir fái einhvern tíma bót meina sinna. Það hefur nefnilega komið i ljós að ígrædd- ar taugafrumur geta hjálpað sködduðum mænum við að end- urnýja sig. Læknar hafa lengi taliö að mænuskaði sé varanlegur en nú virðist sem svo sé ekki. Og ef all- ar aöstæður eru réttar mun ekki útilokað að lamaðir geti gengið á ný. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.