Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1994, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1994, Side 14
14 LAUGARDAGUR 12. MARS 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Við forðumst forvarnir Fyrir rúmu ári var fyrst lagt til í leiðara í DV, að íslend- ingar gengju í Evrópusambandið með félögum sínum í Fríverzlunarsamtökunum. Þessi skoðun hefur nokkrum sinnum verið ítrekuð, en helztu stjórnmálamenn landsins hafa ekki einu sinni viljað láta kanna máhð. Eftir samninga Evrópusambandsins við Svía, Finna og Austurríkismenn hafa viðhorf íslenzkra ráðamanna breytzt lítillega. Ráðherrar úr báðum stjómarflokkunum segja nú, að tímabært sé orðið að kanna, hvort heppilegt sé fyrir Island að sækja um aðild að sambandinu. Við munum ekki fá eins góð kjör við næstu stækkun sambandsins og við hefðum fengið, ef við hefðum fylgt Svíum, Finnum og Austurríkismönnum. Þeir, sem fara inn núna, eru hinir síðustu, sem fá full réttindi á borð við framkvæmdastjórastöður og aðgang að formennsku. Viðhorf íslenzkra ráðamanna endurspeglar almennt viðhorf á íslandi, sem felur í sér, að ekki skuh leysa mál, fyrr en komið er í óefni á eheftu stund. Forvamir em fjarlægar okkur og ráðamönnum okkar, að minnsta kosti í stjómmálum, viðskiptum og atvinnuhfi. Svíar vilja komast inn í Evrópusambandið til að ná áhrifum. Þeir vilja komast að sljómvelinum th að taka þátt í að móta umhverfi sitt og lífsskilyrði fram á næstu öld. Þeir hafa markmið og vilja ekki þurfa að standa andpænis ytri aðgerðum, sem em þeim andsnúnar. Við höfum ekki slík markmið sem þjóð. Við erum lítið fyrir að reyna að breyta umhverfi okkar og lífsskilyrð- um, heldur reynum við að mæta vandamálum, sem upp koma hverju sinni. Við höfum ekki frumkvæði og við stundum ekki efnahags- og viðskiptalegar forvamir. Aðgerðir Frakka gegn innflutningi á íslenzkum fiski em gott dæmi um, hve óhagkvæmt er að einblína á við- brögð við aðsteðjandi vandamálum. Ef við værum þegar komnir í Evrópusambandið, hefðu Frakkar ekki treyst sér til að brjóta fjölþjóðlega samninga á okkur. Frönsk stjómvöld em ekki öðmvísi en meirihluti ís- lenzkra þingmanna, sem vilja fara í kringum fjölþjóðlega viðskiptasamninga til að vemda þrönga sérhagsmuni landbúnaðar gegn víðum hagsmunum neytenda og skatt- greiðenda og útflutningshagsmunum sjávarútvegs. Bandaríkjamenn em nógu stórir og sterkir th að ógna Frökkum á móti, svo að þeir leggi niður rófuna. Við get- um hins vegar bara hótað að kaupa ekki eina þyrlu og nokkra bha. Sú hótun er svo hthvæg, að Frakkar mundu bara flissa, ef hún væri sett fram í alvöru. Við erum fáir og smáir og höfum ekki næga vemd gegn tilhneigingu fyrirferðarmikhla frekjudalla th að beygja og brjóta fjölþjóðlega viðskiptasamninga á borð við þá, sem gerðir hafa verið í Alþjóðlega fríverzlunar- klúbbnum GATT og í Evrópska efnahagssvæðinu. í sandkassa alþjóðlegra viðskipta komast stóru strák- amir upp með ýmislegt, sem htlu strákunum líðst ekki. Eina vöm litlu strákanna er að ganga í öh fjölþjóðleg samtök, bandalög, samfélög og sambönd, sem kostur er á. Bezta vömin gegn maflunni er að ganga í hana. Evrópusambandið er að stofni th vemdar- og tollmúra- samband, sem hefur lengi stundað ofbeldi í efnahagsleg- um samskiptum við umhverfi sitt. Það verndar hins veg- ar þá, sem komnir em inn, þótt litlir séu. Þess vegna hafa Frakkar ekki ráðizt gegn fiskinnflutningi þeirra. Við höfum mikið böl af að hafa ekki vit á að stunda forvamir á þessu sviði, heldur vera alltaf önnum kafnir að fást á eheftu stund við aðsteðjandi uppákomur. Jónas Kristjánsson Breyskleiki íhaldsþingmanna bitnar á Major Mestur skörungur í Frjálslynda flokknum breska á ofanverðri nítj- ándu öld var William Gladstone. Viktoría drottning gerði hann fjór- um sinnum að forsætisráðherra. Á efri árum kvaðst Gladstone hafa haft kynni af ellefu forsætisráð- herrum Bretlands og af þeim hefðu tiu verið hórkarlar. Gladstone var heittrúaður og ákafamaður í þvi sem öðru. Hann stikaði um skemmtanahverfi West End í London á síðkvöldum, tók þar tah götudrósir og leitaðist við að leiða þær með fortölum og ábendingum á stofnanir góðgerðar- félaga til betri vegar. Illkvittnir samtímamenn Glad- stones sögðu reyndar að hann veldi þær ásjálegustu til betrunarvið- leitni. Dagbækur forsætisráðherr- ans hafa síðar leitt í ljós að eftir næturleiðangrana strýkti hann sig á bert bak í yfirbótarskyni kæmist hann að þeirri niðurstöðu við bæn og sjálfsskoðun aö hann hefði ekki rækt það sem hann taldi köllun sína gagnvart stúlkunum af alger- lega hreinu hugarfari. Bæði þá og síðar hafa ástamál orðið afdrifarík fyrir stjómmála- menn á Bretlandi. Tveir áhrifa- menn í stuðningsliði Gladstones, þeir Pamell og Dilke, urðu að draga sig í hlé eftir aö skilnaðarmál leiddu í ljós að þeir höfðu komist upp á milh hjóna. Nú hrín þessi breska hefð á John Major sem allt virðist ætla að veröa að fótakefli síðan hann tók við for- ustu íhaldsmanna og forsætisráð- herraembætti af Margaret Thatc- her. Frá áramótum hafa fimm ráð- herrar og þingmenn íhaldsflokks- ins lent í hneykshsmálum vegna kynlífernis. Atvikin hafa verið enn rækilegar rakin en eha, ekki aðeins í slúður- blöðunum, og að sama skapi bitnað á áhti forsætisráðherra og flokks hans, vegna stefnuræðu Majors á síðasta flokksþingi. Þar lagði hann megináherslu á aö flokkurinn hefði forustu um þjóðarsiðbót í Bret- landi, afturhvarf til gamalla og traustra ghda, svo sem sterkra fjöl- skyldubanda. „Aftur th grundvah- aratriðanna" orðaði Major vígorð nýju herferðarinnar sem átti að lyfta íhaldsflokknum úr lægð í al- menningsálitinu. Því kom sér herfilega fyrir Major og flokkinn þegar Tim Yeo um- hverfismálaráðherra reyndist hafa barnað borgarfulltrúa úr kjördæmi sínu og þau hlaupið saman einmitt á flokksþingi. Fyrir átti Yeo konu og börn og varð að segja af sér ráð- herraembætti. Ekki tók svo betra við, hneykslis- málin komu hart og títt í þinghð- inu. íhaldsþingmaður hljópst að Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson heiman frá fjölskyldu sinni og tók að búa með karlmanni. Roskinn meþódistaprestur í þingflokknum átti ástarsamband við unga stúlku fram hjá konu sinni. Caithness lá- varður sagði af sér embætti sam- gönguráðherra þegar í ljós kom að sjálfsmorö konu hans stafaði af því aö hann hafði ekki látið sjá sig heima hjá henni og börnum þeirra um hátíðarnar heldur dvalið með hjákonu sinni. Steininn tók þó úr þegar aðstoð- arráðherra og upprennandi stjarna 1 þingflokknum, Stephen Milligan, fannst látinn í íbúð sinni, hálf- klæddur kvenfótum og þannig um búið að ljóst var að hinn látni hafði verið að stunda einhvers konar kynlífsæfingu. Þeir sem skoða breskt þjóðlíf velkjast ekki í vafa um megin- ástæðuna til að hömlulaust eða brenglað kynlíf er eins algengt og raun ber vitni í þeim þjóðfélagshóp sem leggur th obbann af íhalds- þingmönnum. Um langan aldur hefur verið tahnn vísastur frama- vegur hjá breskri yfirstétt að láta mennta pilta frá barnsaldri í sjálf- stæðum heimavistarskólum sem reyndar kallast Public Schools. I þessum skólum ríkti til skamms tíma harðstjórn kennara yfir nem- endum og eldri nemenda yfir þeim yngri. Samkynhneigö, einatt fram- fylgt með ofbeldi, óð uppi í þessu karlasamfélagi þar sem áskiliö var að konur í þjónustustörfum skyldu valdar sem herfilegastar svo þær freistuðu ekki ungra manna. Við bættist að aga var fyrst og fremst haldið uppi í skólum þess- um með flengingum með þar til skikkuðum bareflum. Nú er það almennt viðurkennt að fátt er lík- legra til að brengla, kynsvaranir einstaklingsins en *flengingar í æsku vegna þess hve taugavið- brögð í sitjanda og á kynfærasvæð- inu eru nátengd. Engin furða að vændiskonan sem kvaðst ætla aö birta nöfn breskra frammámanna úr viðskiptaskrá sinni kallar sig ungfrú Svipuhögg. Magnús Torfi Ólafsson John Major ásamt Normu konu sinni eftir tilnefninguna i embætti forsæt- isráðherra. Skoðanir annarra Góður leiðtogi fer frá „Óvænt ákvörðun Georges Mitchells um að bjóða sig ekki fram í haust verður til þess að Öldungadeild- in þarf aö sjá á bak mikilhæfum leiðtoga meirihlut- ans, Chnton forseti missir mikilvægan bandamann í löggjafanum og hið opinbera sjaldséðan fugl: stjóm- málamann sem hugsar fyrst um skyldur sínar en ekki forréttindi. Þótt hann hafi verið þolgóður og haröur í horn að taka var hann aha jafna hlynntari samráði en baráttu." Úr forystugrein New York Times 8. mars Blekking í Kaupmannahöfn „Stjóm Nymps getur lafað fram á haustið. Það er varla hægt að feha hana. En þaö væri blekking að trúa því, eftir heilt ár án þess að gera nokkuð að ráði, að gauragangur, mótsagnakenndar yfirlýsingar og ringulreið muni ekki aftur fá yfirhöndina. Og for- sætisráðherrann sem kom til valda með boðskap um betra siðferði og hreinni línur ætti að verða fyrstur til að taka afleiðingunum og boða til kosninga." Úr forystugrein BT 1. mars Norrænt umhverfi ein heild „Umhverfisráðherrar Norðurlandanna eru sam- mála um að hta verður á norrænt umhverfi sem eina heild og að það dugi ekki að Norðurlöndin ein leggi þar eitthvað af mörkum heldur verða löndin í kring- um Eystrasaltið, Pólland og Barentssvæðiö i norðri einnig að vera með. Eigi að berjast af viti gegn súrum jarðvegi og vatni, skógadauða, kjarnorkumengun og útblæstri frá bílum og skorsteinum er nauðsynlegt aö veita í það hundruðum milljarða króna. Noröur- landaráð talar því miður aðeins um hundruð millj- óna króna.“ Úr forystugrein Politiken 9. mars

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.