Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1994, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1994, Page 16
16 LAUGARDAGUR 12. MARS 1994 „ Aldrei of seint að byrja" - segir Amý Snæbjömsdóttir, 79 ára hestakona Eldri borgarar í hesthúsum Fáks við Bústaðaveg hafa vakið athygh fyrir elju við hestamennskuna. Þar er 15 manna hópur sem hittist reglulega og fer á hestbak, sama hvernig viðrar. Þeirra elst er Unnur Ólafsdóttir, 83 ára, en aðrir þátttakendur eru ílestir um áttrætt. Unnur er þó ekki elst þeirra sem stunda hestamennsku hjá Fáki því Ingólfur Kristjánsson er 92 ára og er enn að læra. Hann er í námi hjá Eyjólfl ísólfssyni um þessar mundir og einnig er hann að temja fola. „Ég byrjaði í hestamennsku þegar ég var 75 ára,“ segir Árný Snæ- björnsdóttir, snaggaraleg og hress kona sem er að snússa kringum rauðan hest, Skilding. „Hvað á fólk að gera sem er komið á eftirlaun og hefur ekki vinnu? Ég ákvað að fara í hestamennskuna og byrjaði fyrir fjórum árum þegar ég var 75 ára. Ég bý í blokk skammt frá hesthúsunum og er um það bil tvær mínútur að labba í hesthúsin hér í neðri Fák við Bústaðaveg. Maðurinn minn ætlaði að vera með mér en hann er ekki nógu góður til heilsunnar, orðinn 83 ára gamall og jafnvægið farið að bila. Ég fann hestinn minn hann Skild- ing þegar hann var 18 vetra en nú er hann 22 vetra. í vetur keypti ég annan hest, Blakk, tii að hlífa Skild- ingi. Átta knapar eru mættir i góða veðrinu með fáka sína við hesthús Fáks við Bústaðaveg. Frá vinstri: Jónas Ólafsson, 72 ára, með Sörla, Sigríður Jónsdóttir, 79 ára, með Stjarna, Árný Snæbjörnsdóttir, 79 ára, með Skilding, Kristján Samsonarson, 74 ára, með Vöku, Helgi Guðmundsson, 77 áfa, með Ljúfling, Steinunn Egilsdóttir, 69 ára, með Stjarna, Þórhallur Guðmundsson, 72 ára, með Mökk. KORTHAFAR fá 15% afslátt eins og þeir sem greiða smáauglýsingar út í hönd með beinhörðum peningum. Það eina sem þú þarft að gera er að hringja og smáauglýsingin verður færð á kortið þitt. Það er gamla sagan: Þú hringir, við birtum og það ber árangur! Smáauglýsingadeild DV er opin: Virkadaga kl. 9.00-22.00 Laugardaga kl. 9.00-16.00 Sunnudaga kl. 18.00-22.00 Athugið: Auglýsing í helgarblað DV þarf að berast fyrir kl. 17.00 á föstudag. SMÁAUGLÝSINGAR SIMI 63 27 00 Árný Snæbjörnsdóttir með Skilding. Ég kem hingaö á hverjum degi og gef, kembi, snurfusa hestana og þvæ þeim upp úr hvítum snjónum enda þekkja þeir mig þegar ég kalla. Þetta er besta leikflmi sem hægt er að hugsa sér fyrir eldri borgara, DV-myndir E.J. enda sagði Theodóra Thoroddsen: Að láta dýrið dilla sér, Drottinn fær brot af þér,“ segir Árný Snæbjörns- dóttir og bregður sér á bak Skildingi með það sama. -E.J. Jónas Ólafsson með Sörla og Emanúel Morthens, 73 ára, sem lætur sig yfirleitt ekki vanta með Svarra en gat ekki farið á bak að þessu sinni. „Hirði um hestana og kjafta við kellingamar" - segir Jónas Ólafsson Jónas Ólafsson, 72 ára, er mættur látir, enda aðstæður góðar. Við erum með Sörla sinn. Hann er sagður vera voðalega ánægð með Harald Har- aðstoðaryfirhirðir hjá Fáki. aldsson framkvæmdastjóra sem hef- „Ég kem hér yfirleitt um eittleytið ur gert mikið frá því að hann kom á daginn og er til fimm. Við fórum á til Fáks. Þá má ekki gleyma bræðr- bakáhverjumdegi.hópurinnefveð- unum Gísla og Guðmundi Einars- ur er skaplegt. Annars er bara að sonum sem eru vel hðnir og hafa gefa hestunum og hirða að öðru leyti verið hér frá því þeir voru ungling- eða kjafta við kellingarnar. Þaö eru ar,“ segir Jónas Olafsson. allir voðalega ánægðir hér og þakk- -E.J.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.