Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1994, Page 24
24
LAUGARDAGUR 12. MARS 1994
Næg atvinna í íslendinganýlendunni Hanstholm í Danmörku:
Viljum gjaman
fleiri íslendinga
- segir framkvæmdastjóri eins stærsta fiskvinnslufyrirtækisins
Ari Sigvaldason, DV, Árósum:
„Viö viljum gjarnan fá fleiri íslend-
inga hingaö. Okkur vantar sérhæft
starfsfólk og viö erum mjög ánægö
með þá íslendinga sem vinna hjá
okkur. Þeir hafa svipað lundarfar og
viö og eru mjög góöir til vinnu." seg-
ir Jens Tellefssen. framkvæmda-
stjóri fiskvinnslufyrirtækisins Piant-
ell í Hanstholm á Norövestur-Jót-
landi í Danmörku. Fimm íslendingar
vinna hjá Jens um þessar mun'dir en
eins og komiö hefur fram í fréttum
DV aö undanfornu búa nú 36 íslend-
ingar í Hanstholm. Langflestir starfa
við fiskvinnslu. Flestir liafa flutt út
síöustu tvö árin og von er á fleiri á
næstu mánuöum. í Hanstholm búa
aöeins um 3000 manns.
En hvers vegna í óskopunum sækja
íslendingar til Hanstholm? Bærinn
er ekki mjög þekktur í Danmörku
og því síður á íslandi. Hanstholm
getur vart talist mjög spennandi
bær. Hér í Danmörku mundi hann
sjálfsagt teljast þaö sem á íslandi
kallast „krummaskuð". Jens Tell-
efssen telur ástæðuna fyrst og fremst
þá aö atvinnuástandið hafi verið
nokkuð gott í Hanstholm síöustu
misseri og miklu betra en i flestum
útgerðarbæjum í Danmörku en
nokkur kreppa hefur verið í dönsk-
um sjávarútvegi síöustu ár.
Það hefur spurst út á íslandi aö í
Hanstholm sé vinnu aö fá fyrir fólk
sem vant er fiskvinnslu og ekki hefur
það spillt fyrir aö íbúðaverð í Hanst-
holm hefur verið mjög lágt á undan-
fórnum árum. Þaö má því meö
nokkrum sanni segja að íslendingar
hafi sjálfir tekið upp framkvæmd
hinnar gömlu áætlunar um flutning
íslensku þjóðarinnar á Jótlandsheið-
ar. í fyrsta áfanga hefur ströndinni
aðeins veriö náö.
Ódýrt einbýlishús
Hjónin Gunnar Gunnarsson og Sig-
fríður Sólmundsdóttir frá Sandgeröi
fluttu til Hanstholm í ágúst í fyrra.
Sigfríöur fékk strax vinnu eftir níu
daga og Gunnar skömmu síöar. Þau
keyptu fljótlega um 200 fermetra hús
fyrir aðeins rúmlega 4,7 milljónir ís-
lenskra króna. Flestir íslendinganna
hafa keypt hús.
„Það var raunar ævintýraþrá sem
olli því aö viö fluttumst hingaö út.
Viö höföum heyrt aö það væri helst
vinnu aö fá hér. Meöal annars haföi
Um helmingur islendinganna í Hanstholm býr við götuna Gyvelvænget. Hér eru Gunnar Gunnarsson og Sigfríður Sólmundsdóttir ásamt börnum.
íslendingur sem búið hefur hér í
nokkum tíma auglýst hús sitt til sölu
í DV og látið fylgja að næga atvinnu
væri að fá í Hanstholm. Þessi auglýs-
ing vakti nokkra athygli heima. Við
erum mjög ánægð hérna, börnin hafa
fallið vel inn í hið daglega líf. Mér
finnst viö komast betur af hér í Dan-
mörku. Launin eru hærri og það er
mun ódýrara aö lifa. Mér sýnist að
viö verðum héma næstu árin,“ segir
Sigfríöur. Þess má geta að í Piantell-
fyrirtækinu fá menn um 85 krónur a
tímann eða 890 krónur íslenskar. Sig-
fríður sagðist hafa fengið um 420
krónur á tímann í frystihúsinu þar
sem hún vann á íslandi í bónus.
Vinnutíminn hjá Piantell er frá sjö á
morgnana til klukkan þrjúá daginn.
„Mikil menntun hefur ekkert að
segja hér en reynsla í flski allt. Það
eru dæmi um að fólk hafi komið
hingað, ekki fengiö vinnu og farið
aftur heim,“ segir Sigfríður.
Skíðavikan ísafirði
Rútuferö frá Akureyri á skírdag
kl. 9.30 frá Umferöarmiöstööinni^
ogfrá Reykjavík kl. 10.00 frá BSÍ.
Frá ísafiröi annan í páskum kl. 12.00.
Tilboðsverð
áfargjaldi og gistingu til 20. mars.
„Sparfar“ Reykjavík - ísajjöröur -
Reykjavík frá kr. 5.050.
Meö gistingu á Hótel ísafirði í fjórar
nœtur m\morgunveröi frá kr. 11.050.
Upplýsingar hjá Allrahanda
í síma 671313 og BSÍ, sími 22300