Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1994, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1994, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 12. MARS 1994 25 íslendingar vekja athygli Þaö hefur vakið mikla athygli með- al íbúa Hanstholm hversu margir íslendingar eru skyndilega komnir til bæjarins. í lok febrúar birti dag- blaðið Thisted Dagblad ítarlegt viðtal við Gunnar og Sigfríði. Jens Fogh Andersen, svæðisstjóri blaðsins, seg- ist ekkert skilja í því hvers vegna íslendingamir flykkjast til Hanst- holm. íslendingar séu orðnir flestir útlendinga í þessu litla samfélagi en í Hanstholm búa 111 útlendingar. Þar af eru 36 íslendingar, 18 Norðmenn, 14 Þjóðverjar og 11 Bretar. Færeying- ar eru líka nokkuð fjölmennir í Hanstholm en þeir teljast nú ekki til útlendinga. í Hanstholm eru einnig 168 Bosniumenn en þeir hafa aðeins dvalarleyfi í tvö ár í senn og fá fekki atvinnuleyfi. Heyrst hefur að Dan- irnir séu ekkert allt of hrifnir af öll- um þessum útlendingaskara, sér- staklega þar sem atvinnuleysi er í Hanstholm og útlendingarnir taki vinnuna frá heimamönnum. Jens segist ekkert hafa orðið var við slíkt. íslendingarnir séu vel liðnir og þeir sinni sérhæfðum störfum og taki því ekki vinnu frá öðrum. Danimir séu yfirhöfuð ánægðir með íslendingana. Sem dæmi um það var ákveðið á bæjarráðsfundi í nóvember í fyrra að veita sérstaka flárveitingu til stuðningskennslu í dönsku fyrir nýja íslenska grannskólanemendur. Hann sagði að oft hefðu verið deilur um fjárveitingar til tungumála- kennslu minnihutahópa en að þessu sinni hefði þaö verið samþykkt ein- róma. Lítið um að vera „Mér finnst dálítið undarlegt að svo margir íslendingar skuli flytjast hingað til Hanstholm en ekki til ann- arra útgerðarbæja í Danmörku. Kannski er það bara vegna þess að Hanstholm er svo fallegur og spenn- andi bær,“ sagði Jens og hló. I Hanstholm snýst lífið um fisk eins og í svo mörgum bæjum á íslandi. í símaskránni er nánast annar hver maður titlaður „fisker". Bærinn er ungur og hefur byggst upp í kringum höfnina sem var fuiigerð árið 1967. Mjög lítil byggð var í Hanstholm í Hanstholm er enginn sérstakur miðbær. Þessi verslanamiðstöð gegnir hlutverki miðbæjarins. Hjá Pianteli starfa um 45 manns, þar af fimm íslendingar. Á myndinni eru frá vinstri Benedikt Valtýsson, Sveinn Friðriksson, Emelía Rodriquez, Gunnar Gunnarsson, Charlotte Kappel, Annie Tellefssen, Gert Pedersen verk- stjóri og Jens Tellefssen framkvæmdastjóri. fram að þeim tíma. A árunum frá 1967 til 1980 var mikil uppbygging á staðnum en nokkur stöðnun hefur verið síðan. Frá árinu 1989 til 1993 fækkaði íbúum um 1,9%. í dag er Hanstholm þó stærsta fiskihöfn Dan- merkur. Bærinn liggur fyrir opnu hafi þar sem Skagerrak og Norður- sjór mætast og var mjög mikilvægur hernaðarlega á stríösárunum. Þús- undir Þjóðveria höfðu setu í Hanst- holm á árunum 1940 til 1945. í Hanst- holm var stærsta virki í Norður- Evrópu, meðal annars búið fjórum stórum fallbyssum sem drógu 55 kílómetra. Hanstholm minnir um margt á ís- lenskt sjávarþorp. Lítið er hægt að gera sér til afþreyingar, engin kvik- myndahús eða leikhús er að finna, svo dæmi sé tekið, en hins vegar nokkrar krár. í Hanstholm er enginn miðbær. í flestum bæjum í Dan- mörku rekst maður á skilti þar sem vísað er á miðbæinn (centrum). Lítil verslunarmiðstöð (center) gegnir hins vegar hlutverki miðbæjarins. Ferðamannaþjónusta er nokkur, sér- staklega yfir sumartímann, en feriur hafa viðkomu í höfninni. Islendingarnir halda hópinn Töluverður samgangur er milli ís- lendinganna í Hanstholm og hefur myndast lítið „íslenskt" samfélag. Ekkert sérstakt íslendingafélag er þó starfrækt í bænum. Það vakti sér- staka athygli blaðamanns að um helmingur íslendinganna bjó við sömu götuna. Fólkið kemur frá ýms- um stöðum á íslandi, til dæmis frá útgerðarbæjum eins og Keflavík, Sandgerði, ísafirði, Akureyri og Eskifirði. Enginn vildi viðurkenna flótta frá atvinnuleysinu á íslandi heldur sögðust flestir hafa verið í fastri vinnu. Menn nefndu helst laun og afkomu sem ástæðu fyrir búferla- flutningunum. Sumir vildu líka ein- faldlega prófa eitthvað nýtt. Morgunverðarf undur itiiðvikudaginn 16. mars 1994 f Átthagasal, Hótels Sögu kl. 08.00 • 09.30 ER ÍSLAND AÐ EINANGRAST ? Viðskiptaumhverfi íslands tekur örum breytingum og mörgum sýnist að íslensk stjórnvöld hafi ekki lagt næga óherslu ó að vega og meta þó ýmsu kosti sem í boði eru eða kynnu að verða í boði, svo sem ES, NAFTA.... Aðrir halda því fram að besti kosturinn sé að fara enn hægar í sakirnar - "virkið í hafinu" geti spjarað sig utan allra stórbandalaga ... F'ummælendur: Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra og Björn Bjarnason, alþingismaður. Einnig við pallborð: Björn Arnórsson, hagfræðingur BSRB Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Utflutningsráðs Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSI. Fundurinn er opinn, fundargjald m. morgunverði kr. 1.000 Afsláttarverð fyrir námsmannahópa. Þátttöku jparfað tilkynna fyrirfram \ síma 676666 (svarað kl. 08-16 daglega). Mikil umsvif eru í höfninni í Hanstholm. DV-myndir Ari VERSLUNARRAÐ ISLANDS 6 SÆTA LEÐURHORNSÓFAR 119.000 6 SÆTA SVEFNHORNSÓFI j TAUÁKLÆÐI 93.000 TILB0ÐIÐ GILDIR ÚT MARS EÐA EIINIS LENGI 0G BIRGÐIR EIMDAST TM - HÚSGÖGN Síðumúla 30 sími 68-68-22 Opið mánud.-föstud. 9-18 Laugardaga kl. 10-17 Sunnudaga kl. 14-17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.