Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1994, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1994, Side 8
8 LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1994 Vísnaþáttur Þegar allt er horfið hjam „... Þegar koma tveir góðviðris- morgnar í röð á íslandi, þá er eins og allar áhyggjur lífsins hafi kvatt fyrir fult og alt. Loftiö er hrannað ilmi af jörð og sjó. Það var einn óþagnandi hindarhljómur í kliði sjófuglsins. Það bjó í sólskininu kyrlátur móðurlegur algleymisun- aður. Það var einsog hin munuð- sæla taða vallarins og hið alþýðlega gras mýranna mundi aldrei framar geta fölnað. Sjórinn var svo kyr og spegilskygndur að það var fráleitt að slíkur sjór mundi nokkrusinni geta orðið úfinn uppfrá þessu. Hinn bláskæri elskandi himinn virtist aldrei framar mundu geta oröið leikvöllur miskunnarlausra veðra“. Þessu líkt var veörið þegar Ólafur Kárason Ljósvíkingur vaknaði morguninn eftir að kraftaverkið gerðist, sem gaf honum heilsu á ný. Öll höfum við einhvem tíma kynnst slíku veðri, en það er aðeins á færi snillings að lýsa því á svo hugljúfan hátt. Þótt skjótt skipist veður í lofti megum við ekki gleyma sólskinsstundunum. Tök- um því undir með Rósberg G. Snædal: Hlýnar vangur, grund og gil, grænir anga hagar. Okkur fangið fullt af yl færa langir dagar. Maísólin há og heiö hug minn fyllir gleði, því hún getur grýtta leið gert að rósabeði. Hannes J. Magnússon, skólastjóri á Akureyri, hefur verið á svipaðri bylgjulengd þegar hann kvað: Þegar aUt er horfið hjam og hlíðar skipta klæðum, verð ég aftur eins og barn uppi í vorsins hæðum. Páll H. Jónsson, kennari á Litlu-Laugum: Drýpur regn með döprum nið, dögg á rúðu setur. Svona er þegar sumarið syrgir góðan vetur. Höskuldur Einarsson frá Vatns- horni í Skorradal vann uppi í Holt- um í yndislegu veðri fyrsta vorið sitt í Reykjavík og varð þá tíðhtið til Skarðsheiðarinnar: Einn ég skima allt í kring, er nokkuð að kalla? Það er grænka, lauf og lyng í lautunum upp til fjalla. Stefán Stefánsson frá Móskógum kveður um sumarmáUn: Kveður lind í klettaskor, klökug gleymast vetrar spor. Glæðist vilji, þrek og þor. Það er að koma blessaö vor. Sveinbjöm Bjömsson frá Narfa- koti á Vatnsleysuströnd, steinsmið- ur í Reykjavík, fagnar vori: Lifnar þor og lyftist önd, leysast sporin hríða. Himinborið hUð og strönd heilsar vorið bUða. Rökkurlindar Uða frá, ljómar strindi og ögur. Sólin tindum efstu á árblys kyndir fógur. Hulu gljáa innan í aUt að sjá er vafið. Esjan há við himinský heggur í bláa trafið. Bjami Eggertsson á Eyrarbakka mun hafa verið maður árrisull og rómaöi hann mjög hve vormorgn- arnir væra fagrir á ströndinni við hafið: Sá fer gleöi mjög á mis og mun ei fá þess bætur, sem að aldrei sólarris sér um júnínætur. En ekki hafa aUir þeir sem lofuðu fegurð morgunsins farið snemma á fætur, að minnsta kosti hefur Guð- Vísnaþáttur Torfi Jónsson rúnu Halldórsdóttur frá Ásbjarn- arstöðum í Stafholtstungum ekki fundist þaö er hún kvað: Þeir sem ortu manna mest um morgunroðann nenntu aldrei út að skoð’ann. Júlíus Jónsson á MosfeUi í Svína- dal í A-Hún. kveður um fyrirheit vorsins: Suðrið vígir sumartak, sólbUk skýin vefur, vorsins hlýja vængjatak vonir nýjar gefur. Það ánægjulegasta hvað vorið varðar er, að það kemur þegar við þurfum allra mest á því að halda. Þess vegna er ég ipjög í vafa um hvemig bregðast skuli við næstu vísu, en á höfundi hennar veit ég engin deiU: Ef að væri aUtaf vor og aldrei ríkti vetur, myndu þá ei mannleg spor margoft stigin betur? Richard Beck prófessor hefur ekki efast um áhrif vorsins: Sumarfegurð sálu manns söngva nýja vekur. Léttum vængjum hugur hans hærra flugið tekur. Bjami Jónsson frá Vogi (1863-1926) bóndi, alþingismaður og skáld: Sumarhug og sumarþrá sumar vakna lætur, sumar í auga, sumar í brá, sumar við hjartarætur. Jóhannes Jónasson á Skjögrastöð- um í Vallahreppi í S-Múl. Varpa hýði blómin blíð, burtu skríður snærinn. Yfir fríða fjallahlíö flögrar þýöi blærinn. Lokaorðin á aö þessu sinni Hösk- uldur Einarsson frá Vatnshomi í Skorradal: Viti gamlir veðrin á sig veturinn hér tekst að þreyja. En hvemig vorið verkar á mig vil ég ekki neinum segja. Matgæðingur vikunnar Humarforréttur, kreólalúöa og möndlukaka „Ég hef mjög gaman af elda- mennsku og sé alveg um þá hhð á heimilinu. Mér finnst skemmtilegt að elda allt sem bragðast vel,“ segir Gunnar Jónsson, lögfræðingur og matgæðingur vikunnar. Gunnar er nýfluttur til íslands eftir nokkurra ára dvöl í Bandaríkjunum þar sem hann segist hafa verið heimavinn- andi en hann á eiginkonu og þrjú böm. „Síðan ég kom heim og byrj- aði aö vinna úti snýst matargeröin meira um að hafa eitthvað fljótlegt virka daga.“ „Mér þykir gaman að borða og ætli matreiðsluáhuginn hafi ekki kviknað út frá því. Ég var kokkur á bát á sumrin þegar ég var í menntaskóla," segir hann. Gunnar segist þó ekki hafa haft áhuga á kokkastarfinu. „Það er miklu skemmtilegra að vera lögfræðing- ur.“ Hann býður upp á þrjá skemmti- lega rétti, humarforrétt, lúðu og möndluköku. Humarforréttur eða smá- réttur að hætti Sigrúnar 4 humarhalar á mann '/2 til 1 hvítlauksrif (eftir smekk) steinselja smjör og ólífuolía, jafnt af hvoru, til steikingar Humarinn er skorinn hálffrosinn eftir endilöngu og garnhreinsaður. Meðan humarinn er aö þiðna alveg er hvítlaukur og smá steinselja skorið smátt. Ólífuolía og smjör sett á pönnu á góöan hita. Humar- inn er snöggsteiktur í u.þ.b. hálfa mínútu og þá er hvítlaukurinn og steinseljan sett yfir. Síðan steikt áfram í eina til tvær mínútur. Má krydda lítillega með salti eða aro- Gunnar Jónsson, lögfræðingur og matgæðingur vikunnar. mat ef fólk vill. Rétturinn er borinn fram meö ristuöu brauði, sítrónu- báti og smá steinseljugrein. Kreólalúða fyrir fióra litlaeðatvo stóra 4 sneiðar stórlúða, skorin þunnt, sneiöar mega ekki vera meira en tomma á þykkt. 2-3 bananar (ekki mjög þroskaður) 4-6 sneiðar af ferskum ananas (ekki úr dós) Creola seasoning frá McCormick (fæst hjá Óskari kaupmanni í Hag- kaupi) Biðjið fisksalann að skera lúðuna þetta þunnt en það skiptir öllu máli fyrir eldunina sem er mjög einföld. Roöið er skorið utan af lúð- unni og fiskurinn skorinn frá bein- unum. Smávegis sítrónusafi er kreistur yfir fiskinn. Síðan er stráð duglega af kreólakryddinu á fisk- inn þannig að hann sé nánast þak- inn. Ólífuolía sett á pönnu við mesta hita og fiskurinn síðan steiktur í eina til eina og hálfa mín- útu á hvorri hlið. (Lúðuna má líka elda á útigrilh). Fiskurinn er færð- ur á disk og ananasinn og bananar, sem hafa verið klofnir að endi- löngu, steiktir í 15 til 20 sekúndur á hvorri hlið á sömu pönnu. Með þessu er gott að hafa hrísgrjón. Möndlukaka 200 g möndlur (afhýddar) 200 g sykur 4 eggjahvítur 100 g Síríus suðusúkkulaði Möndlumar era hakkaðar eða muldar í kvörn þannig að úr verði salli. Sallanum er blandað við syk- urinn með gaffli. Eggjahvíturnar eru stífþeyttar. Þurrefnunum er síðan blandað varlega í eggjahvít- urnar. Þetta er sett í hringform, sem helst þarf að klæða innan með álpappír og smyrja vel því svohtið maus er að ná kökunni úr forminu. Bakað við 180 gráður í 45 til 60 mínútur. Súkkulaðið er síðan brætt í vatnsbaði eða örbylgjuofni og smurt yfir kökuna. Best er aö hafa þeyttan rjóma með og t.d. nið- ursoðnar apríkósur eða fersk ber, t.d. bláber og jarðarber. Eins má búa th góða sósu með kökunni úr blönduðum frosnum berjum Það er gert með því að grófhakka frosin berin í kvöm og setja þau síðan í pott með sykri í hlutföhunum 3 á móti 1, þ.e. 3 hlutar ber og 1 hluti sykur. Blandan er látin ná suðu og þá slökkt undir nánast strax og lát- ið standa opið á hellu og kólna. Ég ætla að skora á góða vinkonu mínu, Sigrúnu Jónasdóttur, að verða næsta matgæðing. Fyrir utan mömmu og tengdamömmu hefur enginn eldað oftar ofan í mig en Sigrún og ég hef ekki enn orðið fyrir vonbrigðum. Hinhliðin Guðrún Bjama er fallegust - segir Stefán Bjarkason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi í Njarðvík Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: Stefán Bjarkason, íþrótta- og æskulýösfulltrúi Njarðvíkurbæjar og forstöðumaður íþróttamiðstöðv- ar Njarðvíkur, hefur haft nóg að snúast þessa dagana. Verið er að setja saman hvemig best verður að staöið með íþrótta- og æskulýðs- mál í nýja sveitarfélaginu. Stefán var einn kunnasti körfu- boltamaður landsins og spilaði með gullaldarhði Njarðvíkinga á áram áður. Fullt nafn: Stefán Bjarkason. Fæðingardagur og ár: 4. apríl 1952. Maki: Þorbjörg Garðarsdóttir. Börn: Helga Björk, 21 árs, Njöröur, 16 ára, Eva, 14 ára, og Arnar, 7 ára. Bifreið: MMC Lancer station 1986. Starf: íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Njarðvíkurbæjar og forstöðumaö- ur íþróttamiðstöðvar Njarðvíkur. Laun: Þolanleg. Áhugamál: Fjölskyldan, íþróttir og gamlir bfiar. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Þijár. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Eiga góöa kvöldstund meö vinum. Hvað finnst _þér leiðinlegast að gera? Aö gera það sem aðrir heföu átt að vera búnir að gera. Uppáhaldsmatur: Næstum því hrá nautasteik. Uppáhaldsdrykkur: Vatn. Stefán Bjarkason. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? David Rob- inson hjá San Antonio Spurs en hann gerði 71 stig í leik á dögunum. Uppáhaldstímarit: Gangleri, rit sem gefið er út af Guðspekifélagi íslands. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Guörún Bjarnadóttir, fyrrum alheimsfeg- urðardrottning úr Njarðvík. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni: Tiltölulega hlynntur henni. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Dalai Lama. Uppáhaldsleikari: Ámi Tryggva- son. Uppáhaldsleikkona: Joanne Wood- ward. Uppáhaldssöngvari: Egfil Ólafsson. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Allir þeir sem eru samkvæmir sjálfum sér. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Bleiki pardusinn. Uppáhaldssjónvarpsefni: íþróttir og fréttir. Ertu hlynntur eða andvigur veru varnarliðsins hér á landi? Hlynnt- ur. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Brosið á Suðumesjum og rás 2. Uppáhaldsútvarpsmaður? Helga Sigrún Harðardóttir. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Her- mann Gimnarsson. Uppáhaldsskemmtistaður: Þaö var nú Glaumbær en hann er því miður brunninn. Uppáhaldsfélag í íþróttum: UMFN og íþróttafélag fatlaöra. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Að standa mig vel í starfi og stuðla aö frekari uppbygg- ingu í íþrótta- og æskulýðsmálum í nýjum bæ. Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Vinna viö húsið og klára það utanhúss.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.