Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1994, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1994 Miðillinn og aflraunamaðurinn Njáll Torfason: Líður eins og ég geti svifíð - eftir að hafa rekið illar vættir út úr híbýlum fólks „Þaö eru óskapleg átök samfara því aö hreinsa hús af illum vættum. Þaö er eins og að vera í háspennuvesti. En þegar verkinu er lokið líður mér óskaplega vel, það er eins og ég geti svifið.“ Þetta segir aflraunamaðurinn og miðillinn Njáll Torfason sem gerir mikið að því að losa fólk við reim- leika í íbúðarhúsum með því að koma verunum, sem ónæðið stafar af, á brott. DV sagði frá því í vikunni að Njáll hefði lent í kröppum dansi þegar hann rak óvættir úr húsi við Bústaðaveg. Njáll segir að það fylgi sér tvær vemdarverur og hafi gert lengi. „Þær eru aftan úr grárri forneskju. Onnur er gamall Inkamunkur og hin er einnig ævaforn. Þetta hefur komið fram hjá miðlum. Það hefur mátt greina andlit þessara tveggja vera á allmörgum myndum sem hafa verið teknar af mér í gegnum tíðina." Eins og fram kom í DV í vikunni starfar Njáll á vegum Sálarrann- sóknarfélagsins, m.a. viö að reka illa anda út úr híbýlum fólks. Fólkið í umræddu húsi við Bústaðaveginn hafði orðið fyrir miklu ónæði um langt skeið. Aðspuröur hvernig slík- ur brottrekstur færi fram sagði Njáll að áður en hann færi á staðinn færi hann sjálfur í hugleiðslu heima hjá sér. Þar einbeitti hann sér að því verkefni sem fram undan væri. Fer í leiðslu „Ég fer alltaf með Faðirvorið og kalla til mín allan þann styrk sem ég get fengið frá hinu góða. Svo fer ég á staöinn og þá er oft aðeins fariö að hægjast um. Ég fer á þann stað sem þetta er sterkast, sest þar niður og byija. Þar fer ég í einhveija leiðslu sem ég geri mér ekki alveg grein fyr- ir. Mér er sagt að ég umbreytist í andliti þegar þetta ástand kemur yfir mig. Ég geri mér ekki grein fyrir því hvort það liður hálftími, þrír klukku- tímar eða meira. Þegar ég er búinn að gera hreint í fyrsta herberginu fer ég í það næsta og svo koll af kolli þar til ég er búinn að fara um alla íbúð- ina. Ég er ekkert aö spá í tímann og veit ekkert hve lengi ég er í leiðsl- unni í hveiju herbergi fyrir sig. Þegar ég fór á Bústaðaveginn fannst mér ég vera þar í mesta lagi hálftíma en verkið tók rúma þrjá. Þetta tekur alveg óhemjukraft frá manni. Til marks um það get ég nefnt að ég kom alveg pakksaddur á Bú- staðaveginn en það var eins og ég hefði ekki smakkað matarbita í lang- an tíma.“ Njáll segist einbeita sér aö því að sjá þær verur sem hann þurfi að fást við. Hann segir að ekki sé um að ræða eintómar óvættir heldur einnig anda framliðinna sem komist ekki „til ljóssins". „Þegar ég kom á Bústaðaveginn var þar fyrir nokkur fjöldi fólks. Ég leiðbeindi því upp í ljósið. Ég lýsti þessum verum fyrir húsráðendum, sem voru viöstaddir, og þaö passaði allt saman. Sumt af þessu fólki var búið að fylgja húsráðendunum lengi. Yfirleitt fylgir ekkert illt því fólki sem virðist stöðvast einhvers staðar á leið sinni til ljóssins. Það er ekki sátt við að komast ekki þangað en þegar það fær hjálp þá sér maður hvemig það brosir, það er svo fegið að losna. Þetta er líkt því og lýst sé Njáll segist vera mikill trúmaður og með trúnni líði sér vel. meö rosalega stórum ljóskastara inn um gluggann hjá þér. Þú sérð fólkið fara upp eftir ljósinu." Verra með óvættirnar „Það sem verra er að fást við og kallað er óvættir, þaö er bara illska eða reiði. Það er erfitt að skilgreina þetta nákvæmlega en ég teiknaði mynd sem birtist í blaðinu hjá ykk- ur. Þetta stóra, svarta og loðna getur breyst í allra handa kvikindi. Ef maður á erfitt og finnst sem manni sé þrýst niður, er orkulaus og kraft- laus, neytir kannski áfengis í óhófi, þá er þetta að ýta manni út í að halda áfram á þessari slæmu braut. Ég fæ mér í glas kannski 2-úsvar á ári. Ég á mjög erfitt á eftir, hafi ég drukkið eitthvað að ráði, því þetta sækir meira að mér af þvi að ég er þá veik- ari fyrir en ella. Illskan birtist eins og eldhnöttur. Hún fer upp í horn herbergisins, dregur sig saman og bíður þar. Ef þú ert hræddur við hana þá æðir hún á þig með ofboöslegum hraða og beint í andlitið á þér. Fólk sem er undir einhveijum áhrifum af þessum óvættum finnur til þyngsla og líður illa. Þetta virkar ekkert ósvipað seg- ulafli. Ég hef lent í því að koma á stað þar sem þetta var svo kröftugt að það virtist vera að toga mig út af stólnum. Það er í eina skiptið sem það fylgdi mér út og það tók mig tvo daga að losa mig endanlega frá því. Þessi staður var svo slæmur að það var haldið við hurðarhúna, skrúfað frá krönum og ýmsir hlutir voru aö bila sem áttu ekki að geta bilað. Þarna hefur verið allt í lagi síöan.“ Njáll segir aö þegar hann sé að flæma óvættirnar í burtu hverfi þær smátt og smátt. „Þetta er svipað og þær séu settar á yfirþrýsting," segir' hann. Alltafhaftáhuga Njáll hefur fengist við viðfangsefni af þessum toga í langan tíma. í fyrstu þreifaði hann sig áfram, enda sagði hann hættulegt að leggja út í hreins- anir af þessu tagi ef fólk væri ekki nógu vel undirbúið. Sumir miðlar vildu helst ekki fara á staðinn en hann legði mikið upp úr því að vera í návígi viö óvættirnar sem ásæktu fólk. „Það hafa komið tímabil í lífi mínu, einkum þegar ég var unglingur, þar sem ég hélt að ég væri beinlínis að fara yfir um. Eftir á að hyggja var ég að fara í gegnum ákveöin þroska- stig sem ég kynntist betur eftir því sem ég eltist. Ég hef verið óratíma að þróa þessa hæfileika en er alltaf Njáll teiknaði óvættirnar sem hann segir verstar viðureignar þegar hann sé að „hreinsa" hús. að ná meiri og betri tökum á þeim.“ Njáll segist vera þeirri gáfu gæddur að sjá fram í tímann. Hann segist til dæmis einu sinni hafa sagt bróður sínum, Guðmundi Torfasyni knatt- spyrnumanni, að hann myndi skora 13 mörk í tilteknum leik. Hann lýsti 11 þeirra í smáatriöum og eitt þeirra var þess eðlis að Guðmundur sagði það væri ómögulegt að skora slíkt mark. Það fór samt svo að Guðmund- ur skoraði eitt slíkt í umræddum leik, hjólhestaspyrnu af löngu færi úr nánast vonlausri aðstöðu, ná- kvæmlega eins og Njáll segist hafa lýst því. Hann nefnir fleiri dæmi um hluti sem hann segist hafa séð fyrir. Ekki almennur miðill Njáll segist alltaf hafa haft mikinn áhuga á andlegum efnum en hafi þó aldrei haft áhuga á að gerast almenn- ur miðill og hafa milligöngu um að koma fólki í samband við framliðna. Hann segist frekar vilja einbeita sér að öðrum hæfileika sem hann sé gæddur. Hann kallar hann „röntgen- skyggni". „Það hefur komið til mín fólk sem eitthvað hefur amað að. Ég hef teikn- að upp á blað og merkt við staðina sem eru ekki í lagi. Fyrst um sinn hef ég einbeitt mér að beinagrind- inni. Síðan hefur þetta fólk farið í röntgenmyndatöku. Þegar myndirn- ar mínar hafa verið bornar saman við röntgenmyndirnar hafa þær ver- ið hundrað prósent samhljóða. Ég hef nokkur dæmi sem ég get lagt á borðið nú þegar en á eftir aö sanna þetta enn betur.“ Vildi ekki skipta Njáll segir að þótt oft sé erfltt að lifa með þeim hæfileikum sem hann sé gæddur þá myndi hann alls ekki vilja skipta. Hann telji sig geta gert fólki gott og þá líði sér vel. Hann segist vera afar hjátrúarfullur, gangi til dæmis aldrei undir stiga né geri annað sem talið er boða illt. Hann segist þess fullviss að hans sé vand- lega gætt, ella væri hann ekki þessa heims í dag þar sem ýmislegt hafi komið fyrir hann sem hann hefði ekki átt að lifa af. Hann segist vera mikill trúmaður og með trúnni líði sér vel. „Ég trúi á það sem er hér uppi,“ segir hann um leið og hann bendir með vísiflngri upp fyrir sig, „og svo lengi sem ég veit að það er með mér líður mér vel.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.