Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1994, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1994, Síða 30
38 LAUGARDAGUR 7. MAÍ1994 Kvennaklúbbur íslands lætur til sín taka: Vill húsmædurnar út úr ísskápnum - og berst gegn kaupum á nautakjöti „Fyrsta slagoröiö okkar var: Hús- mæður, komið út úr ísskápnum! Við erum sterk rödd og viljum láta í okk- ar heyra, hvort sem um er að ræða málefni fjölskyldunnar, neytandans eða eitthvað annað. Á þessum tímum jafnréttis finnst okkur við vera svo- lítið óvirkar. Við viljum hafa okkar áhrif í þjóðfélaginu," segir Sigríður Klingenberg Ævarsdóttir, formaður Kvennaklúbbs íslands. Kvennaklúbburinn hefur vakið at- hygli þótt skammt sé um liðið síðan hann var stofnaður. Hann kom m.a. viö sögu þegar amerísku „buíFm" ,The American male, fóru dansandi um landið á dögunum. Því fer þó fjarri að starfsemin einskorðist við dansandi karlpening, svo sem glögg- lega kemur fram hér á eftir. - En hvert skyldi upphafið að þess- ari starfsemi hafa verið? „Við komum saman, nokkrar hús- mæður, og okkur langaði til þes að gera eitthvað sniðugt og skemmti- legt,“ segir SigríðuR„Viíryoram all- ar úr Hafnarflrði og nefndum klúbb- inn því Kvennaklúbb Hafnarfjarðar. Þegar starfsemin fór að breiðast um allt land skírðum við hann upp og nú heitir hann Kvennaklúbbur ís- lands. Við fengum þá bráðsnjöllu hugmynd, raunar úr bandarískri kvikmynd, að halda uppboð á fólki til styrktar Sophiu Hansen. Þar hélt hver einstaklingur á gjafabréfi sem enginn vissi hvað var í. Það gekk rosalega vel og hvatti okkur til að halda áfram. Því næst fórum við með skemmti- kvöld út á land til þess að setja á stofn kvennalínu þar. Það sem við gerðum rangt í því sambandi var að reyna að miðstýra því frá Reykjavík. Nú erum við að reyna að koma þeim til þess að gera þetta sjálfar. Þarfirnar -...... i:- T' , ■ r jÆ 'fH. Sumarleikur tímaritsins Úrval og ferðaskrifstofunnar Úrval-Útsýn Tímaritiö Úrval efnir til samkeppni um skemmtilegustu frásögnina í samvinnu viö feröaskrifstofuna Úrval-Útsýn. Samkeppnin er ætluö öllu fólki, ungu sem öldnu, sem hefur frá einhverju skemmtilegu aö segja. Setjist nú niöur og setjiö á blaö atvikin eða uppákomurnar sem þú eöa þínir hafið getað gert góölátlegt grín aö. Sögurnar, sem mega ekki vera lengri en 80 orö, veröa síðan birtar í júlí-ágúst hefti tímaritsins Úrval. Höfundur skemmtilegustu sögunnar hlýtur í ritlaun vikudvöl fyrir tvo á sólarhótelinu Barcelo Cala Vinas á perluströnd Miðjaröarhafsins, Cala Vinas. Barcelo Cala Vinas er á undurfögrum og notalegum stað á Mallorca, rétt viö Magaluf-ströndina. Einnig eru í verölaun 20 ársáskriftir aö tímaritinu Úrval. Sendið frásögnina til: Tímaritið Úrval-Sumarleikur, Þverholti 11,105 Reykjavík. Hressar konur sem stóðu að stofnun Kvennaklúbbsins. F. v. Ágústa Hilmars- dóttir, Guðbjörg Ólafsdóttir, Þórunn Pálmadóttir, Þórunn Kristín Sverrisdótt- ir, Sigriður Ævarsdóttir Klingenberg og Hanna Björg Wium. Á myndina vantar Hrönn Ingadóttur og Sigrúnu Magnúsdóttur. eru svo mismunandi eftir stöðum. Þess vegna þurfa konurnar úti á landi að vera sjálfstæðar einingar innan Kvennaklúbbsins.“ Hundraó til Newcastle Kvennaklúbbskonur létu ekki staðar numið því í nóvember sl. fóru þær hundrað saman í hóp til New- castle. „Ég held að allar hafi verið sammála um að þetta hafi verið sú geggjaðasta ferð sem þær hefðu farið í. Þetta var eins og heimavist, við vorum að greiða hver annarri, allir að hlaupa á milli hæða og spjalla saman. Þarna voru ömmurnar, mömmumar og börnin. Það var farið á grísk kvöld og fleiri uppákomur og þetta var hreint út sagt frábært." Fyrir síðustu jól stóð Kvenna- klúbburinn fyrir fjársöfnun ásamt Hjálparstofnun kirkjunnar. Var safnað fyrir illa stöddu fólki hér á landi. Eftir jól var svo farið af stað með Dale Carnegie-námskeið sem er fyrsta kvennanámskeiðið sinnar teg- undar í heimi, að sögn Sigríðar. í byrjun vora 33 konur á námskeiði, en 25 héldu áfram. Konurnar, sem sótt hafa námskeiðin, eru á mjög mismunandi aldri, allt upp i áttrætt. „Þær eru sammála um að þetta hafi breytt lífi þeirra," segir Sigríður. „Kvennaklúbburinn greiddi nám- skeiðið verulega niður fyrir þátttak- endur. Það greiddum við með félags- gjöldunum sem eru 1400 kr. á ári. Sjálfar erum við algjörlega ólaunaö- ar, enda hafa símareikningarnir heldur betur hækkað. Við höfum nú opnað skrifstofu aö Tunguvegi 3 og erum að koma henni af stað. Þá ætl- um við aö hittast fyrsta miðvikudag í mánuði á Café Royal í Hafnarfirði. Þá ætlum við aö spjalla saman og reyna aö fá meiri vídd í þetta, vita hvað konur vilja og hjálpast að, þannig að álagið sé ekki aðeins á fáum. Fólki líður oft illa í því streituþjóö- félagi sem við búum í. Þess vegna bjóðum við meðlimum okkar upp á helmingsafslátt á tilteknum veitinga- húsum. Fólk getur þá farið út saman og talað saman í stað þess að fara til sálfræöings." Fulltrúar Kvennaklúbbsins hafa farið um landið þvert og endilangt að undanfömu, haldið kynningar- fundi og rætt við fólk. í þessum mán- uði verður Höfn í Hornafirði heim- sótt og rætt við konur á staðnum. Allt er þetta gert í sjálfboðavinnu. Kaupa ekki nautakjöt Það hggur ýmislegt fyrir hjá Kvennaklúbbnum. Bráðlega fer af stað söngnámskeið í Söngsmiðjunni og er búist við mikilli þátttöku. „Þá erum við aö mynda þrýstihóp neytenda til að hafa áhrif á t.d. verð- lagningu matvæla. Nú höfum við ákveðið að standa saman og skora á fólk að kaupa ekki nautakjöt. Við konur ætlum að sýna aö það erum við sem verslum og við viljum ekki láta fara svona með okkur sem neyt- endur. Þetta er samþykkt meðal meðlima Kvennaklúbbsins um allt land. Þannig eiga viðbrögðin að verða í hvert skipti sem verðhækk- anir dynja yfir. Við getum stjórnað þessu, við erum neytendur og skipt- um öllu máli. Það munar um hvern einn sem tekur þátt í ákveönum að- gerðum til þess að breyta ríkjandi ástandi." Sigríður segir að í Kvennaklúbbinn séu skráðar um 3000 konur um allt land. Félögum eru send fréttabréf til að upplýsa þá um það sem fyrirhugað er hjá klúbbnum hverju sinni. Hann býður þeim upp á ýmsar vörur og þjónustu á afsláttarverði. Er afslátt- urinn miðaður yið hluti sem höfða til kvenna. Nú er fyrirhugað að efna til Jóns- messuhátíðar að Búðum 24.-26. júní, auk þess sem áður hefur verið nefnt. Þetta á að verða hátíð fyrir alla fjöl- skylduna. „Þar verður ýmislegt til skemmt- unar. Leikið verður leikrit fyrir okk- ur, Jónsmessudraumur, sem leiklist- arnemar sjá um. Hestar verða fyrir þá sem vilja, auk þess sem við ætlum að þrífa fjörurnar þarna. Við ætlum að koma börnunum okkar í skilning um að þau eigi að virða landið og það gerum við á þennan hátt. Klyfjahest- ar og bátar munu taka rushð og koma því á viöeigandi stað.“ í haust mun Kvennaklúbburinn svo efna th utanlandsferðar sem er orðin árviss þáttur í starfi hans. „Við vhjum gera hlutina skemmti- lega, þá gengur aht miklu betur,“ segir Sigríöur. „Þótt við gerum ekki kraftaverk í dag þá er aldrei að vita hvers við verðum megnugar eftir 20 ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.