Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1994, Side 49

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1994, Side 49
LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1994 57 Afmæli Guðmimdur Laugdal Jónsson Guömundur Laugdal Jónsson bif- reiðasmiður, VaUholti37, Selfossi, erfimmtugurídag. Starfsferill Guðmundur fæddist í Neðri-Dal í Biskupstungum og ólst þar upp. Hann lærði bifreiðasmíði hjá Kaup- félagi Ámesinga, lauk sveinsprófi 1964 og öðlaðist meistararéttindi í greininni 1971. Guðmundur stundaöi ýmsa smíðavinnu í Mývatnssveit og Reykjavík. Hann flutti á Selfoss 1967 og hefur átt þar heima síðan. Hann hefur starfað hjá Guðmundi Tyrf- ingssyni við rútuyfirbyggingar og hópferðaakstur. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 19.8.1967 Hólmfríði Halldórsdóttur, f. 21.6. 1945, skrifstofumanni og húsmóður. Hún er dóttir Halldórs Arnasonar og Sigríðar Jónsdóttur, bænda að Garði í Mývatnssveit, en Halldór lést 1979. Böm Guðmundar og Hólmfríðar em Árni Laugdal, f. 30.7.1967, stjórnfræöingur á Akureyri, í sam- búð með Ingibjörgu Stefánsdóttur ritara; Aðalheiður, f. 6.8.1968, hjúkrunarfræðingur á Akureyri, í sambúð með Hauki Hallgrímssyni umsjóncumcmni. Systkini Guðmundar eru Birgir, f. 14.5.1943, útibússtjóriLandsbank- ans á ísafirði, kvæntur Elínu Sig- urðardóttur og eiga þau tvö böm; Grímur, f. 25.6.1945, kennari í Reykjavík, kvæntur Sólveigu Ró- bertsdóttur og eiga þau fjögur börn; Kristján, f. 8.8.1946, kvæntur Jensey Sigurðardóttur og eiga þau fimm böm; Einar, f. 26.10.1947, verkfræð- ingur í Reykjavík, kvæntur Guð- laugu Pálsdóttur og eiga þau tvö börn; Heiðar, f. 19.11.1948, lögreglu- þjónn á Selfossi, kvæntur Kolbrúnu Svavarsdóttur og eiga þau fjögur böm; Þráinn, f. 1.2.1950, b. að Mikla- holti í Biskupstungum, kvæntur Önnu Bjömsdóttur og eiga þau þrjú böm; Bjöm, f. 16.1.1952, nemi í skóg- fræöi í Finnlandi, kvæntur Jóhönnu Róbertsdóttur og eiga þau tvö börn. Foreldrar Guðmundar: Jón Þ. Ein- arsson, f. 18.1.1916, d. 5.11.1993, b. í Neðri-Dal í Biskupstungum, og kona hans, Aðalheiður Guðmunds- dóttir, f. 18.12.1922, húsfreyja. Ætt Jón er bróðir Guðrúnar, móður Guömundar Elíassonar læknis. Jón var sonur Einars, b. í Neðri-Dal, Grímssonar, og Kristjönu Kristjáns- dóttur. Aðalheiður er dóttir Guðmundar, b. á Böðmóðsstöðum, Njálssonar, b. í Efstadal, Jónssonar. Móðir Guð- mundar var Ólafía Guömundsdóttir frá Hólabrekku í Laugardal. Móðir Aðcdheiðar er Karólína Árnadóttir, b. í Miðdalskoti í Laug- ardal, Guðbrandssonar, b. í Miðdal, bróður Árna, langafa Júlíusar Sól- ness. Annar bróðir Guðbrands var Jón, afi Margrétar Guðnadóttur prófessors og Guðnýjar, móður Guðlaugs Tryggva Karlssonar. Þriðji bróðir Guðbrands var Jón yngri, langafi Ingu, móður Þorgerð- ar Ingólfsdóttur söngstjóra. Guð- brandur var sonur Árna, b. í Galta- læk á Landi, Finnbogasonar, og Margrétar Jónsdóttir, b. á Ægissíðu, Jónssonar. Móðir Jóns á Ægissíðu var Guðrún Brandsdóttir, b. á Felli í Mýrdal, Bjarnasonar, b. á Víkings- læk, Halldórssonar, ættföður Vík- ingslækjarættarinnar. Móðir Árna í Miðdalskoti var Sig- ríður, systir Ófeigs, afa Tryggva Ófeigssonarútgerðarmanns. Sigríð- ur var dóttir Ófeigs ríka áFjalliá Skeiðum Vigfússonar og konu hans, Ingunnar Eiríksdóttur, b. og dbrm. á Skeiðum, Vigfússonar, ættföður Reykjaættarinnar. Móðir Karólínu var Guðrún Jónsdóttir, b. í Rana- koti í Stokkseyrarhreppi, Jónsson- ar, og konu hans, Guðfinnu Bjarna- dóttur, vinnumanns í Efri-Gegnis- Guðmundur Laugdal Jónsson. hólum, Sigurðssonar. Móðir Bjarna var Margrét Aradóttir, b. á Eystri- Loftsstöðum, Bergssonar, b. í Brattsholti, Sturlaugssonar, ættföð- ur Bergsættarinnar. Guðmundur og kona hans taka á móti gestum á heimili sínu kl. 15.00 á afmælisdag- inn. Borghildur Jóhannsdottir Borghildur Jóhannsdóttir húsmóð- ir, Hæli 3, Gnúpverjahreppi, verður fimmtug á morgun. Fjölskylda Borghildur er fædd á Efra-Lang- holti í Hrunamannahreppi og ólst þar upp. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Héraðsskólanum Skógum 1962. Borghildur giftist 16.11.1963 Bjarna Einarssyni, f. 17.7.1942, hreppstjóra, bónda og fijótækni. Foreldrar hans: Einar Gestsson og Halla Bjarnadóttir, bændur á Hæli 2 í Gnúpveijahreppi. Böm Borghildar og Bjarna: Einar, f. 30.4.1964, vélaverkfræðingur og starfsm. Stálsmiðju Bjama Harðar- sonar á Flúðum, maki Ragna Hjör- dís Hannesdóttir, þau eru búsett að Hæli 3 og eiga tvær dætur, Huldu og Borghildi; Halla Sigríður, f. 18.12. 1966, maki Guðmundur Guðnason, byggingaverkfræðingur og starfsm. hjá Línuhönnun í Reykjavík, þau eiga tvö börn, Hildi Lilju og Bjama; Jóhann, f. 7.9.1972, kjötiðnaðarnemi hjá Höfn á Selfossi, Jóhann á einn son, Hörð. Systkini Borghildar: Jóhanna Vil- borg, f. 16.11.1946, starfsm. lyfjafyr- Borghildur Jóhannsdóttir. irtækis, Jóhanna Vilborg á eina dóttur; Einar Pálmi, f. 6.5.1950, raf- virki og starfsm. Reykjafells, maki Barbara Wdowiak, skrifstofustjóri hjá LÍR, þau eiga þrjú böm; Sveinn Flosi, f. 1.5.1955, bóndi í Efra-Lang- holti, maki Jóna Sofiia Þórðardóttir, húsmóðir, þau eiga fimm börn. Foreldrar Borghildar: Jóhann Einarsson, f. 15.11.1920, bóndi á Efra-Langholti, og Sigr. Kristjana Magnúsdóttir, f. 20.11.1919, d. 26.11. 1971, húsmóðir. Borghildur verður að heiman. Jón Ingi Sigurmundsson Jón Ingi Sigurmundsson aðstoöar- skólastjóri, Kirkjuvegi 25, Selfossi, verður sextugur á morgun. Starfsferill Jón Ingi fæddist á Eyrarbakka og ólst þar upp. Hann lauk kennara- prófi frá KI1954, lauk söngkennara- prófi sama ár en haföi þá verið í orgel- og píanónámi í einkatímum hjá Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Tónlistarskóla Reykjavíkur, stund- aði nám við tónlistardeild Kennara- háskólans í Kaupmannahöfn 1958-59 og aftur 1971-72 í tónlist og ensku, stundaði enskunám í Lund- únum 1960, hefur sótt íjölda nám- skeiða í tónlist og námskeið fyrir enskukennara í starfsfræðslu og skólastjóm, hefur sótt myndlist- arnámskeið á vegum Myndlistarfé- lags Ámessýslu ásamt myndlist- amámi hjá Ulrik Hoff í Kaup- mannahöfn. Jón Ingi var kennari við Barna- skólann á Selfossi 1954-59, kennari við Gagnfræðaskóla Selfoss (nú Sól- vallaskóla), yfirkennari þar frá 1976 og skólastjóri við Gagnfræðaskól- ann 1978-80 og 1987-91. Hann hefur verið stundakennari við Tónlistar- skóla Árnessýslu frá 1955 og skóla- stjórihans 1968-71. Jón Ingi var stjómandi stúlkna- kórs Gagnfræðaskólans á Selfossi 1960-82 og er stjómandi kórs Fjöl- brautaskóla Suðurlands frá 1983. Hann hefur haldið átta málverka- sýningar á Suðurlandi og tekið þátt í samsýningum Myndlistarfélag Ár- nessýslu. Fjölskylda Jón Ingi kvæntist 2.8.1958 Eddu Björgu Jónsdóttur, f. 4.5.1938, skóla- safnskennara. Hún er dóttir Jóns Pálssonar, bókbandsmeistara í Reykjavík, sem um árabil sá um tómstundaþátt barna og unglinga við Rikisútvarpið, og Vilborgar Þórðardóttur húsmóður. Börn Jóns Inga og Eddu Bjargar eru Vilborg, f. 25.2.1960, kennari, gift Ólafi Guðmundssyni iðnrekstr- arfræðingi; Ágústa María, f. 13.10. 1961, fóstra, gifi: Birgi Guðmunds- syni rekstrarfræðingi og er sonur þeirra Guðjón Ámi, f. 4.12.1990; Sebna Björk, f. 15.1.1964, fóstra, gift Jóhanni Böðvari Sigþórssyni bak- ara; Sigurmundur Páll, f. 10.5.1975, nemi við Fjölbrautaskóla Suður- Jón Ingi Sigurmundsson. lands. Systir Jóns Inga er Guðrún, f. 19.8. 1928, gift Ólafi Erni Ámasyni, fyrrv. gjaldkera hjá Sláturfélagi Suöur- lands, og eiga þau fjögur börn. Foreldrar Jóns Inga: Sigurmund- ur Guðjónsson, f. 4.2.1903, d. 18.5. 1985, starfsmaður Sandgræðslu rík- isins, búsettur á Eyrarbakka, og Ágústa G. Magnúsdóttir, f. 28.8.1905, húsmóöur. Jón Ingi verður að heiman á af- mælisdaginn. vr Nauðungarsala á lausafjármunum Eftirtalið lausafé verður boðið upp á athafnasvæði Atlantslax hf. í landi Staða í Grindavík mánudaginn 16. maí 1993 kl. 16.00 að beiðni Hróbjarts Jónatanssonar hrl. Tvær Ijósavélar af Caterpillargerð ásamt raftöfluvirkjum og tengivirkjum sem fylgja Ijósavélunum. Greiðsla skal innt af hendi við hamarshögg. SÝSLUMABURINN i KEFLAVÍK Styrkur til háskólanáms í Japan Japönsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa Islend- ingi til rannsóknanáms í háskóla í Japan háskólaárið 1995-96. Ætlast ertil að styrkþegi hafi lokið háskóla- prófi og sé yngri en 35 ára, miðað við 1. apríl 1995. Þar sem kennsla við japanska háskóla fer fram á jap- önsku er til þess ætlast að styrkþegi leggi stund á japanska tungu um a.m.k. sex mánaða skeið. Umsóknir um styrkinn, ásamt staðfestum afritum prófskírteina, meðmælum og heilbrigðisvottorði, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík, fyrir 15. júní nk. Sérstök umsóknar- eyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 5. maí 1994 Andrés Ragnarsson Andrés Ragnarsson sálfræðingur, Safamýri 19, Reykjavík, er fertugur ídag. Starfsferill Andrés er fæddur í Reykjavík og ólst þar upp í austurbænum. Hann lauk stúdentsprófi frá MT1974, embættisprófi í sálfræði frá Árósa- háskóla 1981 og stundaði síðan framhaldsnám í einstaklings- og fjölskyldumeðferð. Andrés flutti aftur til íslands 1981 og tók við stöðu forstöðumanns á meðferöarheimilinu við Kleifarveg 15 og starfaði þar í u.þ.b. 6 ár og rak einnig eigin sálfræðistofu. Hann tók við starfi framkvæmdastjóra Landssamtakanna Þroskahjálpar 1987 og vann þar til 1990. Frá þeim tíma hefur Andrés verið deildarsál- fræðingur á Unglingaheimili ríkis- ins og rekið eigin sálfræðistofu. Andrés var í nemendaráð MT og formaður þess 1973-74. Hann stjóm- aöi þáttaröð í útvarpi 1983 sem hét „Attu barn“. Andrés var í stjóm Umhyggju og NOBAB1987-90. Fjölskylda Andrés kvæntist 19.7.1975 Ingu Bergmann Ámadóttur, f. 17.1.1955, tannlækni, þau skildu 1989. Foreldr- ar hennar: Ami Bergmann Odds- son, látinn, verkstjóri, og Kristín Gísladóttir, búsett í Reykjavík. Sonur Andrésar: Þorsteinn Örn, f. 22.3.1970, maki Svava Gísladóttir, Þorsteinn Öm á tvo syni, Andra Snæ og Sindra Snæ, Svava á eina dóttir, Karitas Ósk Ahmed. Böm Ingu Bergmann: Huldar Öm, f. 19.7. 1984, og Birta Dögg, f. 8.2.1988. Systkini Andrésar: Sigurður, f. 31.3.1944, sálfræðingur í Reykjavík, maki Inga Stefánsdóttir sálfræðing- ur, Sigurður á fjögur böm, Krist- rúnu, Funa, Dag og Loga; Ása Helga, f. 25.10.1949, leikari og nemi í Reykjavík, maki Karl Gunnarsson líffræðingur, Ása Helga á tvo syni, Níels Hafsteinsson og Trausta Haf- steinsson. Andrés Ragnarsson. Foreldrar Andrésar: Ragnar Sig- urðsson, læknir í Reykjavík, og Kristrún Níelsdóttir. Ætt Ragnar er sonur Sigurðar Guð- mundssonar, prests og síðar útgef- anda Spegilsins, og Dóróteu Proppé. Kristrún er dóttir Níelsar Krist- mannssonar, útgerðarmanns af Akranesi, og Margrétar Jónsdóttur. SMÁAUGLÝSINGASlMINN FYRIR LANDSBYGGÐINA: j 99-6272 / . GRÆNI . V E3 SIMINN E3 - talandi dæmi um þjónustu I í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.